Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Page 21
Grease ★★•*. Oft hafði ég á tilfinningunni að
þab eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli
Grease væri að hún hefði með árunum tekið á
sig „kamp“-ímynd Rocky Horror Picture Show.
Þannig gengur hún upp fyrir mér. Að þessu
sögðu má síðan bæta við ab lögin standa enn
(yrir sínu og dansatriðin eru skemmtileg. -ge
Kringlubíó
Mafia ★ Mafia er ein af langri og merkri röð
grínmynda sem taka fyrir og hæða tiltekin fyr-
irbæri úr kvikmyndaheiminum. Háðiö var allt
hálfvolgt, sem lýsti sér kannski best í því hvað
ofbeldisatriðin voru blóðlaus. Þrátt fýrir nokk-
uð góða byrjun og skondin atriði inn á milli
nær Mafia ekki einu sinni að vera meðalhund-
ur I þessum parodíu-bransa. -úd
Töfrasverðið ★★ Þetta er ekki fyrsta og ör-
ugglega ekki síðasta kvikmyndin þar sem Arh-
ur konungur, riddarar hans við hringboröiö og
sverðið Excalibur koma við sögu. Það sem
greinir Töfrasverðið frá öðrum er að hún er
teiknimynd, en stendur ekki undir samanburði
við það besta sem komið hefur í þessum
flokki. Islenska talsetningin er góð. -HK
Laugarásbíó
The Patriot ★ The Patriot er ekki fyrsta mynd
Seagals sem boðar náttúruverndarguðspjail
en hún er líklega sú sem gerir slíkan boðskap
minnst heillandi. Fyrirsjáanleg saga f bland við
óvenju slappt handrit gerir þessa mynd að
allélegustu Seagal-myndinni. Myndmál, hand-
rit, saga, persónur og leikendur, allt var þetta
ekki bara kunnuglegt, heldur beinlínis vand-
ræðalega ofnotað. -úd
Sam-bíóin frumsýna í dag The Horse Whisperer
sem Robert Redford bæði leikstýrir og leikur
aðalhlutverkið í ásamt Kristin Scott
Thomas. Kvikmyndahandritið er
gert eftir skáldsögu Nicholas Evans
en slegist var um kvikmyndaréttinn að
henni áður en hann lauk við bókina.
Sam-bíóin frumsýna í dag The
Horse Whisperer sem Robert Red-
ford bæði leikstýrir og leikur aðal-
hlutverkið í. Mótleikari hans er
Kristin Scott Thomas og er þetta
fyrsta kvikmyndin sem hún leikur í
eftir að hún sló í gegn í The English
Patient. Er kvikmyndahandritið
gert eftir skáldsögu Nicholas
Evans en mikill slagur var um
kvikmyndaréttinn á skáldsögunni
áður en Nicholas Evans skrifaði
bókina en hafði látið söguþráðinn
berast til réttra aðila. Fjallar mynd-
in um reyndan hestamann sem hef-
ur dulræna hæfileika til að nálgast
hestinn á þann hátt sem engum öðr-
um tekst. Er hann fenginn til að
bjarga sálarlífi ungrar stúlku sem
lenti í miklu slysi á hestbaki ásamt
vinkonu sinni, vinkonan dó en
stúlkan lokaðist inni í sjálfri sér og
hestahvíslarinn reynir að ná til
hennar í gegnum hest hennar sem
hún vill ekki líta við lengur.
Robert Redford er einn af vinsæl-
ustu leikurum nútímans og er
einnig einn virtasti leikstjórinn í
Hollywood. í raun hefur gengi hans
sem leikstjóri verið mun árangurs-
ríkara á undanfórnum árum heldur
en leikferillinn. Það hefur þó ekki
alltaf verið svo, Robert Redford
þótti mjög spennandi leikari í upp-
hafi ferils síns. Það hlutverk sem
færði honum heimsfrægð var Harry
„Sundance Kid“ Longabaugh í
Butch Cassidy and the Sundance
Kid (1969). Það gekk ekki þrauta-
laust fyrir hann að fá þetta hlut-
verk. Leikstjórinn George Roy Hill
vildi hafa hann sem mótleikara
Pauls Newmans, en framleiðand-
inn, Richard Zannuck, vildi fræg-
ari leikara. Þegar hér var komið
sögu hafði Robert Redford aðeins
Mótleikkona Redfords er Kristin Scott
Thomas og er The Horse Whisperer
fyrsta kvikmyndin sem hún leikur í
eftir leiksigurinn í The English Patient.
leikið í sex kvikmyndum. Hill fékk
Paul Newman i lið með sér og Zann-
uck gaf loks eftir. Myndin sló í gegn
og Robert Redford varð eitt helsta
kyntákn á áttunda áratugnum.
Efnilegur íþróttamaður
Charles Robert Redford jr. fædd-
ist í Santa Monica í Kaliforníu 18.
ágúst 1937 og var faðir hans mjólk-
urpóstur og móðirin heimavinn-
andi. Þegar faðirinn fékk vinnu hjá
olíufyrirtæki í byrjun seinni heims-
styrjaldarinnar var hægt að kosta
bömin í skóla. Redford hinn ungi
hafði lítinn áhuga á skólanámi en
var virkur í unglingaklíkum. Hæfi-
leikar hans vom á. iþróttasviðinu
og þótti hann sérlega efnilegur í
hafnabolta. Redford hafði samt ekki
nægilegan áhuga til að leggja fyrir
sig íþróttir og var rekinn úr at-
vinnumannaliði fyrir drykkjuskap.
Næstu árin tók hann ýmislegt að
sér, var meðal annars málari, með
litlum árangri. Hann flæktist um
Evrópu, oftast staurblankur, og
sníkti mat og svefnpláss þar sem
hann var staddur þá stundina,
lengst dvaldi hann í Florens þaðan
sem hann fór aftur vestur um haf,
tuttugu og tveggja ára gamall. Þar
kynntist hann Lolu Jean Van Wa-
genen, stúlku frá Utah, sem ein sá
að eitthvað bjó í þessum rótlausa
manni og flutti með honum til New
York þcir sem hún giftist honum,
hvatti hann til að setjast á skóla-
bekk í leiklist og vann fyrir þeim.
Meðan á náminu stóð fékk hann
smáhlutverk í leikritum og sitt
fyrsta kvikmyndahlutverk í War
Hunt árið 1962. Brátt gat hann farið
að greiða reikninga með vinnu í
sjónvarpi og leikhúsi þótt ekki
væru hlutverkin stór. í einu slíku
hlutverki tók Mike Nichols eftir
honum og fékk honum aðalhlutverk
í leikriti Barefood in the Park á
Broadway, sem Nichols leikstýrði.
Þetta var byrjunin á farsælum ferli
sem enn sér ekki fyrir endann á.
Umhverfissinninn
Of langt mál væri upp að telja
alla leiksigra Roberts
Redfords en í mörg
ár var hann vinsæl-
asti ungi leikarinn
og gat valið úr þeim
hlutverkum sem í
boði voru. Þegar ald-
urinn fór að færast
yfir hann fór hann
að skipta sér af umhverfisvemd.
Hann keypti 7000 hektara land í
Utah þar sem hann kom á fót ým-
issi starfsemi, meðal annars skíða-
svæði og virtu umhverfissetri. Þar
setti hann einnig á stofn Sundance
kvikmyndahátíðina þar sem ein-
göngu eru sýndar kvikmyndir frá
óháðum framleiðendum og hefur
þessi kvikmyndahátíð verið að
vinna sér sess sem ein sú allra
virtasta í heiminum.
Áttundi áratugurinn var tímabil
leikarans og kyntáknsins Roberts
Redfords. Árið 1980 leikstýrði hann
sinni fyrstu kvikmynd, Ordinary
People, og fræðarsól hans steig enn
hærra. Hann hlaut óskarsverðlaun
sem besti leikstjóri og myndin var
valin besta kvikmyndin. Eftir því
sem Robert Redford hefur látið til
sín taka á fleiri sviðum hefur hlut-
verkum hans í kvikmyndum fækk-
að og hefur hann aðeins leikið í sjö
kvikmyndum að The Horse
Whisperer meðtalinni, frá því hann
leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd.
Þessa dagana er hans helsta áhuga-
mál að koma upp fleiri kvikmynda-
húsum í Sundance og gera þennan
smábæ að miðstöð kvikmynda og
svo er hann einnig að undirbúa
næstu kvikmynd sem hann mun
leikstýra og leika í, The Legend of
Bagger Vance, þar sem sagan teng-
ist golfi.
-HK
Slidlng Doors ★★* Paltrow er Helen, ung
kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og líf hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en
þó handritið innihaldi heilmikiö af skemmtileg-
um punktum og klippingarnar milli sviða/veru-
leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein-
hvern herslumun. -úd
Regnboginn
The X-files ★★ Einhvern veginn þýddust ráðgát-
urnar illa á stóra tjaldið. Þarna er sannleikann
bak við þættina að finna, en það er eins og að-
standendur hafi aldrei almennilega getað gert
upp við sig hvort gera skuli langan sjónvarps-
þátt eða bíómynd. David Duchovný sýnir enn og
sannar að hann er og verður aldrei annað en
þriðja flokks sjónvarpsleikari, meðan Gillian
Anderson ber breiðtjaldið betur. -úd
Falry Tale: A True Story ★★* Álfasaga er
hugljúf mynd en líður svolítið fyrir þá sök að
handritshöfundurinn getur ekki gert upp hug
sinn. Stúlkurnar eru annaðhvort iitlir svindlar-
ar eöa börn sem vissulega búa í undraverðum
heimi. Myndin sveiflast milli þessara skýringa
og ómögulegt er að segja fýrir um hvort álfarn-
ir séu raunverulegir eða ímyndun. -ge
Næturvörðurlnn ★*■*. Hvernig á að meta og
dæma mynd sem er nákvæm eftirgerð á
annarri, bætir engu við; en tekur hún þá frá?
Einhvern veginn var hinn bandan'ski Næturvörð-
ur ekki eins heillandi og sláandi upplifun og sá
danski. Aðalleikaraparið McGregor og Arquette
ná sér aldrei á strik og það vantaði Ifka mikið
upp á að Nick Nolte væri nógu góður. -úd
Les vislteurs 2 ★ Þótt Jean Reno sé skemmti-
legur leikari með mikla útgeislun getur hann
ekkert gert til þess að bjarga þessari mynd sem
líður fýrir óvenjuvont handrit. Þegar upp er stað-
ið er myndin ekkert annað en tímaeyðsia. -ge
Senseless ★ Marlon Wayans nær stundum
upp ágætri stemningu og sumir brandararnir
eru nógu fáránlegir til að vera sniðugir en mað-
ur fær fljótt leiö á einhæfum leik hans. Nokkr-
ar aukapersónur lífga upp á myndina. -HK
Stjörnubíó
Tíu bestu myndirnar
um pólitfska skandala
1. All the President's Men 1976
Leikstjóri: Alan J. Pakula
2. Primary Colors 1998
Leikstjóri: Mike Nichols.
3. The Best Man 1964
Leikstjóri: Franklin Schaffner.
4. Advise and Consent 1962
Leikstjóri: Otto Preminger
5. Bulworth 1998
Leikstjóri: Warren Beatty
Nixon 1995
Leikstjóri: Oliver Stone
7. The Life of Emile Zola 1937
Leikstjóri: William Dieterle
8. Scandal 7989
Leikstjóri: Michael Caton-Jones
Absolute Power 1997
Leikstjóri: Clint Eastwood
1C Wag the Dog 1997
Leikstjóri: Barry Levinson
Bíómyndir um pólitíska skandala
i betra
bíófóður en
Forseti Bandaríkjanna, BiU Clinton, hefur ekki getað
litið til sólar vegna þess hneykslis sem hann hefur vald-
ið í pólitíkinni í Washington og sumum finnst forseta-
stóllinn orðinn ansi heitur undir honum. Víst er að kvik-
myndagerðarmenn eiga eftir að notfæra sér hneykslið
sem neminn í Hvíta húsinu, Monica Lewinsky, hefur
valdið með því að ljóstra upp leynifundum sínum með
Clinton, en forsetinn neitar enn að hafa átt í kynferðis-
legu sambandi við hana og er víst með eigin skýringu á
þvi hvað kynferðislegt samband er. Þetta mál er
skandall, svo mikið er víst. Pólitískir skandalar hafa
verið gjöfult viðfangsefni í kvikmyndum, hvort sem
skandaflinn byggist á raunverulegum atburðum eða
ímynduðum. Hér fer listi yfir tíu góðar skandalamynd-
ir þar sem pólitíkin kemur við sögu og allir ættu að sjá.
Tvær af þessum tíu hafa enn ekki komið fyrir augu
bíógesta hér á landi.
The Mask of
Zorro ★★* Þeir
nafnarogfélagar
Antonio Bander-
as og Anthony
Hopkins náðu
einhvern veginn
aldrei sérlega vel
saman í þessari
mynd um tvær
kynslóðir skylm-
ingahetjunnar
Zorró. Hins vegar mátti vel skemmta sér yfir
þessum ýktu hetjulátum og útblásnu rómantík
og myndin var ákaflega áferðarfalleg, glæsileg
og glamúrus og flott og smart, en einhvern
veginn vantaði herslumuninn. -úd
Himnabál ★★* Gráleit gamanmynd sem byrj-
ar vel, bætir jafnt og þétt við sig og hrynur svo
á síðustu 20 mínútunum. Ég var þess lengi vel
fullviss að þessi ástralska vegamynd næði að
feta einstigið milli ofbeldis og húmors, en
myndin taþar áttum og missir flugið. Það er
miður því að lengi vel átti ég von á að þetta yrði
ein eftirminnilegasta mynd haustsins. -ge
Godzilla ★★★ Godzilla er skemmtileg en
ekki gallalaus. En hún hefur það sem máli
skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er flott
og hún er afskaplega tæknilega fullkomin; og
hún er myndin. Emmerich tekst að ná flottum
senum með magnaðri spennu, sérstaklega
var lokasenan algerlega frábær og nægir ein
og sér til að hala inn þriðju stjörnuna. -úd
Dustin Hoffman og Robert Redford
í All the Presldent's Men.
ifieura a
w w w„/i/■ s ■ r. ■ s
25. september
21