Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Page 23
 Gunnar Helgason leikari er ekki par hrifinn af Soffíu Auði Birgisdóttur, leiklistargagnrýnanda Moggans. Hann er hins vegar ánægður með Hafnarfjarðarleikhúsið sitt, leikritið Við feðgarnir og hlutverk sitt í Dansinum. Alíslenskasti leikari í heimi Vikan er búin aö vera brjáluð hjá Gunnari Helgasyni leikara. Það var frumsýning á Við feðgarn- ir í Hafnarfjarðarleikhúsinu síð- astliðinn fóstudag, frumsýning á Dansinum á miðvikudag, áfram- haldandi sýningar á Síðasta bæn- um í dalnum og svo er hann að fara að leikstýra Vírus eftir Hug- leiksgæjana Ármann, Sævar og Þorgeir. „Hafnarfjarðarleikhúsið er alís- lenskasta leikhús í heimi. Við erum bara að sýna íslensk verk og ef við tökum verk eftir erlendan rithöfund þá búum við til íslenska leikgerð og styðjumst að engu leyti við útlensku leikgerðirnar. Við erum til dæmis miklu íslenskari en Þjóðleikhúsið og Borgarleik- húsið. Ég held að við séum að frumsýna einu færra verk, alís- lensk, en Þjóðleikhúsið og jafn- mörg og Borgarleikhúsið." Hvað er máliö meö þessa ótrú- legu grósku í islenskri leiklist? „Það breyttist bara allt með öll- um frjálsu leikhópunum og gerjun- in varð síðan að staðreynd þegar hópamir breyttust í leikhús. Núna er bara svo komið að frjálsu hóp- arnir eru að frumsýna fleiri ís- lensk verk en stofnanirnar. En ástæðan fyrir þessum látum er að Leiklistarskólinn hefúr verið dug- legur að útskrifa fólk og það fá ekki allir fastráðningu hjá stóru leikhúsunum. Þannig að þeir sem nenna ekki að bíða í röð fyrir utan Þjóðleikhúsið gera bara það sem þeim sýnist." Gunnar Helgason er alveg ör- ugglega með óútreiknanlegustu leikurum landsins. Hann fór frá því að vera bamahetja í allsberan sprautufíkil, svo er hann rithöf- undur, leikstjóri, dramaleikari og er hreint út sagt ótrúlega góður í Dansinum hans Ágústs Guð- mundssonar. Var gaman í tökum í Fœreyjum? „Já, það var fint. Myndin er samt ekki öll tekin í Færeyjum. Við vorum þarna í tvær vikur á Austurey og lítilli eyju sem heit- ir Koltur. Þeir eru alveg frábær- ir, Færeyingamir. Það er einmitt færeysk stelpa sem leikur stelpuna sem persónan mín í myndinni er eitthvað að slá sér upp með. Hún heitir Kristína Sundan Hansen og lærði einmitt í Leiklistarskóla íslands. En það er mjög gaman að sjá að það er sama gróskan í Færeyjum og á ís- landi. Unga fólkið þar er að rífa upp leikhúsið og er bara að gera það sem það vill, rétt eins og við á klakanum.“ Samstarfiö viö Ágúst Guó- mundsson? „Gústi er flottur. Áður en við byrjuðum að taka upp var ég svo- lítiið hræddur um að maður fengi bara handritið og yrði bara látinn fara með sitt í mynd. En það var mikil samvinna og hann var alltaf tilbúinn til að hlusta á það sem leikararnir höfðu að segja. Tók mark á manni og gaf líka mikið af sér. Hann var samt enginn heigull og stopp ef hann var ósammála. Hafði síðasta orðið.“ Hvað fmnst þér um dómana á Ykkur feögana? „Ég hef nú ekki mikið álit á þessari konu í Mogganum sem gagnrýnanda. Hún hefur aldrei, finnst mér, hitt naglann á höfuðið. Eins og einu sinni þegar hún gagn- rýndi Himnaríki eftir Árna Ibsen var hún ekki ýkja hrifin en þegar hún gagnrýndi næsta leikrit eftir Árna þá minnti hún lesendur á hvað hún hefði verið stórhrifm af Himnaríki. Það er því ekki mikið að marka dóma frá henni.“ En hvaö um viötökur áhorfenda? „Mjög góðar, fólk er að skemmta sér mjög vel. Leikritið er stofu- drami en um leið pínulítið farsa- kennt. Það skapar skemmtilega blöndu á öllum þessum formum og plúsinn er að blandan gengur full- komlega upp. Ég leik Steingrím, son Ásgeirs, sem er leikinn af Egg- erti Þorleifssyni og verkið fjallar um sambúðina á milli þessara feðga. Ég á von á því að það verði enginn svikinn af þessari sýn- ingu.“ -MT * #• Fókus og Mono kynna: Ifókus RISADANSLEIKUR á Broadway, Hótel íslandi, í kvöld. Miðaverð aðeins kr. 800,- ÓTRÚLEGT!!! Gegn framvísun þessa miða geta lesendur fókuss fengið miða á ballið á Hótel íslandi J\ á milli 16 og 18 í dag, föstudaginn 26. september. Aðeins 300 miðar, fyrstir koma fyrstir fá! 25. september 1998 f Ókus 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.