Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 Neytendur Bíllinn fýrir undirbúinn veturinn Þegar vetur konungur gengur í garð þarf ýmislegt að hafa í huga varðandi bílinn enda frosthörk- urnar vægðarlausar og tjaran og saltið sem borið er á göturnar setj- ast óboðin á bilinn. Mikilvægt er að nógur frostlög- ur sé á vélinni, að reimarncir séu rétt strekktar og að rafgeymir sé í góðu ástandi en í miklu frosti get- ur sýran í honum fallið. Ráðlagt er að bóna bílinn með fitulitlu bóni vegna þess að tjaran og saltið á götunum sest frekar í fituna. Margir setja ísvara í bens- íntankinn. Bifvélavirki sem rætt var við sagði að það væri óþarfi í hvert skipti sem bensín er tekið. Það þarf líka að gæta þess að í hjólbörðunum sé rétt magn af lofti. Ef svo er slitna dekkin minna en ella auk þess sem bensíneyðsla verður minni. Ef of lítið loft er í hjólbörðunum gúlpast þeir inn í miðjunni en ef loftið er hins vegar of mikið reynir of mikið á miðju þeirra. Sumir kjósa að láta bifvéla- virkja yfirfara bílinn fyrir vetur- Fyrir veturinn er góð regla að athuga Ijós og rafgeymi bílsins. Sunir kjósa að láta bifvélavirkja yfirfara bíiinn og laga það sem þarf. Meðal þess sem þarf frostlögur og reymar. að athuga er smurolía, inn og kjósa svokall- aða vetrarskoðun sem boðið er upp á á nokkrum bifvélaverk- stæðum. Neytendasíð- an hafði samband við fjögur verkstæði og athugaði verð á slík- um skoðunum. Þess skal getið að það get- ur verið misjafnt hve mörg atriði eru athug- uð þannig að ekki má taka verðmuninn of alvarlega. Hér á eftir fara nokkur dæmi um það sem skoðað er en eins og kom fram hér á undan er ekki víst að tekið sé tillit til allra þátt- anna á verkstæðunum sem haft var samband við. Athugaður er vatns- og olíuleki, frostþol vatnsins, ástand á loftsí- um og reimum auk þess sem gæta þarf þess að smyrja hurðarlamir og læsingar. Bremsur eru athugað- ar, skipt um olíu og síu, pústið er athugaö, skipt er um rúðuþurrkur ef þarf og fyllt á rúðuvökvann. Ástand hjólabúnaðar og dempara er athugað og gott er ef farið er yfir stýrisbúnaðinn. Sama er að segja um ljós og athuga þarf hvort rafgeymirinn sé í lagi. Á Bílaverkstæði Reykjavíkur kostar vetrarskoðun 6.500 krónur. Ef gera þarf svo við bílinn fær bíl- eigandinn 15% afslátt af vinnu og varahlutum. I Bílaverkstæðinu Stimpli kostar vetrarskoðun um 3.000 krónur, í Bílaverkstæði Bubba er vetrarskoðun ókeypis fyrir fasta viðskiptavini en aðrir borga fyrir tímavinnu. Skoðunin getur tekið einn til tvo tíma en einn tími er á 2.865 krónur. í Bíla- verkstæðinu Átak ehf. kostar vetr- arskoðun 7.850 krónur. Haustskoðun hefur gefið mörg- um bíleigendum góða raun. Bíl- amir eru þá betur í stakk búnir til að takast á við vetur kommg. -SJ Ný sjónvarpsstöð Nýjasta sjónvarpsstöðin heitir Áttan. ibúar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, sem eru með örbylgju- loftnet, ná útsend- ingum hennar auk þeirra sem tengdir eru Breiðbandinu um allt land. Átt- an er hugsuð sem auglýsingamiðill og er ætluð þeim sem vilja auglýsa í sjónvarpi á verði útvarpsauglýsinga, s.s. þeim sem þurfa að útskýra vöru, þjónustu eða kynna málefni ítarlega með kynn- ingarmyndum þar sem hefðbundnar auglýsingalengdir duga ekki til. Áttan mun veita upplýsingar um dagskrá þeirra tuga sjónvarps- stöðva, bæði inn- lendra og er- lendra, sem ís- lenskir sjónvarps- áhorfendur geta valið um. Uppi- staða dagslu-ár Áttunnar er auk þess myndbandakynningar, leikir, kvikmyndahúsakynningar og tón- listarmyndbönd. Aðrir hlutar dag- skrárinnar eru fréttir, veður og færð, íþróttafréttir og auglýsingar. Askrifendur fá oW rnllli hlrnir,' aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáaugiýsingar 550 5000 Grænmetispaté 7 blöð matarlím 21/2 dós (200 g) sýrður rjómi 18% 2 tómatar, saxaðir í kvöm 1 rauð paprika, söxuð smátt 1 laukur, saxaður smátt 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. sítrónupipar Leggið matarlímið i bleyti í kalt vatn. Blandið saman í skál sýrða rjómanum, tómötunum, pap- rikunni, lauknum og kryddinu. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það í vatnsbaði. Kælið mat- arlímið með 1 msk. af köldu vatni. Blandið matarlíminu saman viö sýrða rjómann. Látið blönduna í mót (ca 11) og látið stífna á köldum stað. Hvolfiö upp og berið fram kalt með ristuðu brauði og smjöri. Úr Matarlyst. Kringlukast Nú stendur yfir Kringlukast í verslunum og flestum þjónustu- fyrirtækjum í Kringlunni. Á Kringlukasti eru fyrirtækin í verslunarmiðstöðinni með sér- stök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vör- ur þannig að ekki er um útsölu að ræða. Kringluköstum fylgir mikið fjör þar sem kaupmenn eru í ess- inu sínu og tilbúnir að veita góð- an afslátt þá daga sem kastið stendur yfir. í hverri verslun eru nokkrar vörutegundir á sérstöku tilboði. Algengast er að veittur sé 20-40% afsláttur af þeim vörum en i sum- um tilvikum er afsláttur- inn enn meiri. Á þessu Kringlukasti er til dæmis hægt að gera góð kaup á tískufatnaði, sportfatnaði, skóm, bamafatn- aði, snyrti- búsáhöldum, skartgripum, geisladiskum, matvörum, kaffi, heilsuvörum og fleiru. Veitinga- staðimir í Kringlunni eru einnig með sértilboð í tilefni Kringlu- kastsins. Kringlukastið stendur fram á laugardag. Afgreiðslutíma Kringlunnar var nýlega breytt. Nú er opið til kl. 18 á laugardögum, til kl. 19 á fóstudögum en til kl. 18.30 aðra virka daga. Á þriðju hæð í Norðurhúsi Kringlunnar er barnagæsla þar sem börnin geta unað sér á með- an foreldramir versla á Kringlul- asti. Barnagæslan er opin virka daga frá kl. 14-18.30 og laugardaga frá kl. 10-18. Drykkja og vítamín Sérhver sígaretta sem þú reyk- ir eyðir u.þ.b. 25 mg af C-vítamíni. Þér er einnig hættara við hjarta- og æða-, svo og lungnakvillum en þeim sem ekki reykja, að frátaldri lungnakrabbahættu. Án þess að fara út í langt mál um öll þau háskalegu áhrif sem reykingar geta haft er hugsanlegt að reyk- ingafólk þurfi að fá alla þá aðstoð sem möguleg er úr næringunni, sérstaklega úr þráavamarefnum, s.s. A-, C- og E-vítamíni og selene. Vanabundin ofdrykkja er helsta ástæða vítamín-skorts með- al siðmennt- aðs fólks með ríflegar mat- arbirgðir. Drekkir þú mikið kemur áfengið sem þú neytir yf- irleitt í stað nauðsynlegs prótíns, eða það hindrar upptöku eða geymslu þeirra vítamina sem þú neytir. Þótt þú slakir á fyrir framan sjón- varpstækið timunum saman þarftu engu að síður aukavítamín. Þú þarft líklega auka A-vítamín vegna augnþreytunnar og sjáirðu sjaldan dagsbirtuna gætirðu einnig þui-ft D-vítamín. Úr Bætiefnabiblíunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.