Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 JjV * * 10 '&enning *★*----- Messa í Krýsuvík Á sunnudaginn kl. 14 veröur árleg haustmessa í Krýsuvíkurkirkju og að lokinni athöfh veröur altar- istaflan að venju tekin niður og flutt i hlýrri húsa- kynni fyrir veturinn. Taflan er eftir Svein heitinn Bjömsson lishnálara og að þessu sinni verður hún flutt í hús málarans, „Sveinshús", sem þama er í næsta nágrenni. Kirkjugestum verður sýnt húsið og á eftir verður dmkkið messukaffi í Krýsuvikurskóla. „Sveinshús" stendur við Gestsstaða- vatn og er í eigu Hafnarfjarðarbæjar en var vinnustofa og híbýli Sveins Björns- sonar málara. Hann gerði húsið upp og setti svipmót sitt á það, meðal annars málaði hann myndheim sinn á inni- hurðir, veggi og loft hússins. Húsið er afar athyglisvert og eru hugmyndir uppi um að varðveita það í núverandi mynd og fela það umsjá Sveinssafns. í því skyni verður styrktarfélag safnsins stofnað I messuferöinni. Boðið er upp á akstur i messuna og verður lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Solveig í Listaklúbbi Á mánudagskvöldið verður leikrit Ragnars Amalds um Miklabæjar- Solveigu kynnt í Listaklúbbi Leik- húskjallarans. Leikin verða stutt at- riði úr verkinu, fjaflað um þjóðsög- una alkunnu um hvarf séra Odds og þátt Solveigar í því og skyggnst í heimildir. Ragnar Arnalds, Þórhall- ur Sigurösson leikstjóri og Gretar Reynisson, höfundur leikmyndar, taka þátt í umræðum um verkið. Umsjón með kvöldinu hefur Ásdís Þórhallsdóttir. Dagskráin hefst kl. 20.30. Málþing um heimspeki Á morgim kl. 13.30 gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir málþingi um heimspeki Brynjólfs Bjamasonar, þingmanns og ráðherra. Brynjólfur fæddist 25. maí 1898 og á því aldarafmæli í ár. Hann var ekki aðeins mik- ilvirkur stjórnmálamaður heldur skrifaði hann fjölmargar bækur um heimspeki og var einn helsti framkvöðull heimspekiiökunar á Islandi. Dagskráin hefst með ávarpi Páls Skúlason- ar rektors og heimspekiprófessors en síðan flytja erindi Einar Ólafsson rithöfundur, Eyjólfur Kjalar Emilsson prófessor í heim- speki við Óslóarháskóla og Skúli Pálsson heimspekingur. Fyrirspumir og umræður verða á eftir hverju erindi. Fundarstjóri verður Magnús Diðrik Baldursson heimspekingur. Ingimarsdóttir - hæfileikarík ung söngkona. DV-mynd Hilmar Þór Enn sannaðist á tónleikum Guðrúnar Ingimarsdóttur sópran- söngkonu í Hafnarborg sl. mið- vikudagskvöld að hér er enginn skortur á ungu hæflleikaríku tón- listarfólki. Þetta vora debuttón- leikar Guðrúnar en hún lauk námi frá tónlistarháskólanum í Stuttgart fym á þessu ári þar sem aðalkennari hennar var Sylvia Geszty. Henni til fulltingis á tón- leikunum vora Steinunn Birna Ragnarsdóttir pianóleikari og Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari. Tónlist Amdís Bjöik Ásgeirsdóttir Tónleikamir hófust á kantöt- unni „Solitudina awenne" eftir Alessandro Scarlatti. Skemmtileg tónlist, ítalskt barrok sem allt of sjaldan heyrist flutt hér. Þær þrjár fluttu þessa tónlist sem veit ekki alveg hvort hún á að vera kát eða sorgmædd af innlifun. Allt skraut var smekklega gert létt og lipurt, þrátt fyrir örlitinn taugaó- styrk í söngkonunni í byrjun. Sönglag Henry Purcells við texta Shakespears, „Hark, the Echoing Air“, passar einkar vel raddstíl Guðrúnar, rödd hennar er há og tær og naut sín í þessu létta og skemmtilega lagi. Aftur á móti hefði „Silungurinn" eftir Schubert mátt vera léttari, tempóið var of Guðrýn hægt og píanóið svolítið þung- lamalegt. Áshildur bættist aftur í hópinn í „Auf dem Wasser zu singen", þar var jafnvægi milli hennar og Guðrúnar ábóta- vant þar sem flautan hljómar ákaflega vel i salnum og yfirgnæfði því stundum söng- röddina. Brahms lét sig ekki vanta á þess- ari efnisskrá frekar en fyrri daginn og vora þær Guðrún og Steinunn Bima vel samstilltar í fallegum flutningi „Mádchen- lied“ við ljóð Heyse og „Das Mádchen spricht" við ljóð eftir Grappe. Tvö lög eft- ir Richard Strauss vora snotur í meðfór- um þeirra Guðrúnar og Steinunnar, sér- staklega „Die Nacht“ sem var sérlega fal- lega mótað með blæbrigðaríkri dynamik. Samt var eins og í þessi þýsku ljóði vant- aði neistann eða sannfæringarkraftinn en úr því var bætt í síðasta laginu fyrir hlé, „Lo! Here the Gentle Lark“ eftir Sir Henry Rowley Bishop. Þama var Guðrún greini- lega á heimavefli, coloratura af bestu gerö. Áshildur túlkaði söngfuglinn af snilld og samstilling þeirra þriggja meö mestu ágætum. Flutningurinn var þannig að maður hreinlega fékk gæsahúð af ánægju. Eftir hlé var byrjað á ís- lenskum sönglögum. „Vorið góða“ og „Það kom söngfúgl að sunnan" eftir Atla Heimi, yndisleg lög og afar fallega flutt. Leikur Steinunnar var prýðilegur og greinilegt að Guðrún naut þess að standa fyrir framan áheyrendur. Söngur Sólveigar úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragn- arsson var að sama skapi vel fluttur og þar sýndi Guðrún þann lit og dramatík sem ég saknaði í þýsku ljóðunum. Þá var komið að aríum, fyrst aríu úr Leikhússtjóranum eftir Mozart sem Guðrún söng vel. Oft þegar hljómsveitarpartar era umskrifaðir fyrir píanó verða þeir þurrir og klunnalegir og svo virtist sem Stein- unn fyndi sig ekki í þessum og það bitnaði svolítið á flutningnum. „Spi- el ich die Unschuld vom Lande“ úr Leðurblökunni eftir J. Strauss var hins vegar frábær. Guðrún brá sér í líki sveitastúlkunnar, drottningar- innar og parlsardömunnar með stæl svo hrein unun var á aö hlýða og horfa. Síðust á efnisskránni var „Glitter and Be Gay“ úr Candide eftir Bem- stein. Virtúósa-aría þar sem annað- hvort er að duga eða drepast. Margt var faflega gert en leikur Steinunn- ar var of hörkulegur í átakaköflun- um og náði röddin oft á tíðum ekki í gegn. Flutningurinn var einum of stressaður og mað- ur hafði stundum á tilfinn- ingunni að allt væri að fara úr böndunum. Þar sem tæknin og hæðin era vissulega til staðar var eðlilegast að skella skuldinni á þreytu og úthaldsleysi vegna skorts á reynslu en af aukalögun- um að dæma virtist sem Guðrún ætti meira en nóg eftir og vora þau virkilega flottur endir á góð- um tónleikum. Innlifuð þrenning Áfram Óli! - og fleirí góðar sögur Nýtt smásagnasafh fyrir böm og unglinga, Áfram ÓIi!, er af- rakstur samkeppni sem Samtök móðurmálskennara efndu til í samvinnu við Mál Og menningu á síðasta ári. Hildur Hermóðs- dóttir og Þórður Helgason völdu úr þeim 150 sögum sem bárast. Allar smásögur bókarinnar era frambærilegar og henta til- vonandi lesendum ágætlega en verðlaunasagan Áfram Óli! eftir Brynhildi Þórarinsdóttur er þó áberandi best. Þetta er Ijúfsár saga sem segir frá slysi og erf- iöri reynslu sem setur mark sitt á alla ævina. Sagan er sérlega vel gerð, ljóðræn og falleg, án þess að vera væmin. Brynhildur á einnig söguna Héma..., þar sem fjallað er um feimni í sam- skiptum kynjanna á gamansam- an hátt. Sagan sem hlaut önnur verö- Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir laun heitir Grímsi bróðir og er eftir Emilíu Baldursdóttur. Þar er sögu- maður afbrýöisöm unglingsstúlka sem seg- ir frá bróöur sínum og skrautlegum uppá- tækjum hans, en í sögulok er sögumaður orðin sátt við sjálfa sig og ofurvenjulega tilvera sína. Sagan í þriðja sæti heitir Græni jakkinn og er eftir Úlfar Harra Elí- asson. Sú saga hefur nokkra sérstöðu í safninu þar sem heimur hennar er óraun- veralegur og sagan fantasíukennd. Hún Verðlaunahafar í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmáls- kennara: Úlfar Harri Elíasson, Emilía Baldursdóttlr og Brynhildur Þórarinsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun. DV-mynd Pjetur fjallar þó um mannlegar tilfinningar eins og væntumþykju og hræðslu við aö missa þá sem standa manni næst. Margar sögumar hafa sterkan boðskap og eflaust hefur mörgum höfundum fund- ist keppni sem þessi upplagt tækifæri til að koma skilaboðum á framfæri til upp- vaxandi æsku. Það er gaman aö sjá hvað þaö er helst sem höfundar leggja áherslu á. Sögur Guðríöar Lillýjar Jónsdóttur, Jóns Dan og Eðvarðs T. Jónssonar íjalla t.d. allar um misnotkun vímuefna og/eða afbrot. Þó að sög- umar eigi allar sameiginlegt aö fjalla um skuggahliðar og þján- ingu þeirra fjölskyldna sem búa við vímuefnanotkun era þær ákaf- lega ólíkar og hver um sig varpar ljósi á nýjan flöt á vandamálinu. Þá má lesa þroskasögu úr flestum sagnanna á einn eða annan hátt. Saga Guðrúnar Kr. Magnúsdóttur, Leyniþræðir, hefur þar nokkra sérstöðu, bæði hvað varðar skemmtilegan stíl og óbilandi lífs- gleði þegar tilveran er hvað svört- ust. Örlítið vantar upp á að yfirlest- ur bókarinn- ar sé viðun- andi, en þegar um námsefni fyrir börn er að ræða gerir maður ef til vill meiri kröfur en ella. Það er leiðinlegt að lesa um það í annars ágætri sögu Guðríðar Lillýjar Guðbjömsdóttur að persónur hennar gangi um og loki hurðum, en ekki dyram og það er klaufalegt þegar drengurinn Eyjólfur i Róðri, sögu Guðjóns Sveinssonar, heitir allt í einu Daníel. Aö öðra leyti er bókin aðstandendum sínum til sóma og lesendum krydd í tilverana. Áfram Ólii Smásagnasafn fyrir grunn- skóla. Hildur Hermóðsdóttir og Þórður Helga- son völdu og ritstýrðu efninu. Mál og menning, 1998. Gripla Ritið Gripla er komið út hjá Stofnun Árna Magnús- sonar, alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra fræöa. Ritgeröirnar era á íslensku, norsku og ensku en stutt ágrip fylgir á öðra tungumáli. Meðal eftiis má nefna að Sverrir Tómasson skrifar um Gunnlaugs sögu ormstungu og setur fram nýja heildartúlkun á sögunni. í stuttu máli kemst Sverrir að þeirri skemmtilegu niöurstöðu að Gunnlaugur sé dæmigert vandræöabam í frásögninni og saga hans hafi átt að vera ungum höfðingjasonum víti til vam- aöar. Sagan sé því „fyrsta íslenska barna- sagan og samin löngu áður en menn höfðu hugmynd um þá ágætu bók- menntagrein". Elizabeth Ashman Rowe skrifar um fomaldarsögur. Davíö Erlingsson rit- ar um fyrirbærið „nykrað" í fomum kveðskap og ver þaö hreystilega. Hermann Pálsson setur fram nýja túlkun á einu erindi Hávamála, „Hrömar þöll / sú er stendur á / hlýrat henni börkur né barr“... Mageray skrifar um áhrif latneska skáldsins Virgils á norrænar fombókmenntir. Guðrún Ása Grímsdóttir birtir í Griplu brot úr fomum annál ásamt inngangi. Einnig er birt ritgerð eftir Jón Ólafsson úr Grannavík (1705-1779) um ástand íslenskrar tungu á 18. öld sem honum þótti ekki í alla staði viðunandi. Jón Samsonarson skrifar um bamafæluna Ókindarkvæði og finnur höfund þess. Jón skrifar líka um Gísla Brynjólfsson skáld og háskólakennara á 19. öld og heitir sú grein „Bylting- arsinnað skáld í þjóðfræðaham" Þá er birt dönsk þýð- ing Gísla á þjóðsögunni um Hellismenn og fjallað um inngang hans að þýðingunni þar sem era athyglis- verðar hugmyndir um munnlega geymd og upprana íslendingasagna. Þá ritar Hallfreður örn Eiriksson mikla grein um skáldin Bjama Thorarensen, Jónas Hallgrímsson og Grím Thomsen og tengir þá við hug- myndir rómantísku stefnunnar um þjóðkvæði og þjóðskáld. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.