Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 9 i>v Stuttar fréttir Dauðadómur í iapan Japanskur dórastóll hefur kveð- ið upp fyrsta dauðadóminn yfir fé- laga í sértrúarhópnum sem gerði eiturárásina í jarðlestakerfi Tokyo 1995. Ekki var þó dæmt fyrir þann glæp heldur morð frá 1989. Slobodan hlýöir ekki Forráðamenn NATO eiga ekki von á að Slobodan Milosevic, for- seti Júgóslavíu, verði búinn að uppfylla öll skil- yrði samkomu- lagsins sem hann gerði um lausn Kosovo-deilunn- ar þegar f'ram- lengdur frestur rennur út á þriðjudag. Róttækir kveikja eld Öryggisgæsla í skíðabænum Vail í Kólóradó í Bandaríkjunum hefúr verið hert eftir að hópur róttæklinga sagðist hafa kveikt elda til að koma í veg fyrir frekari uppbyggingu á staðnum. Ekkert sannast Maðurinn sem stjómar rann- sókninni á auðæfum Suhartos, fyrram Indónesíuforseta, segir að ekkert hafi fundist sem bendi til að leiðtoginn hafi verið spilltur, að því er dagblaðið Jakarta Post sagði í morgun. Prófsteinn á Ítalíu Nýja ríkisstjómin á Ítalíu kemst að því hversu víötæks stuðnings hún nýtur á þingi þeg- ar greidd verða atkvæði um hana í dag. Veiðieftirlit hert Sjávarútvegsráöherra Evrópu- sambandsins, ESB, ákváðu í gær að herða eftirlit með veiðum. Eiga eftirlitsmenn að geta komið óvænt í hafhir. Tugir þúsunda flýja Að minnsta kosti 11 létu lífið og tugir þúsunda flúðu heimili sin er fellibylurinn Babs gekk yfir Fil- ippseyjar í gær. Konur gagnrýna Bildt Leiðtogi hægrimanna í Svíþjóð, Carl Bildt, sætir nú harðri gagn- rýni innan eigin flokks, einkum kvenna. Bildt er karlremba eins og GÖran Pers- son forsætisráð- herra, segja kon- umar í hægri- flokknum í Sví- caður um að hafa í kringum sig hóp karlkyns jafn- aldra sinna sem hugsa eins og hann. Erfitt sé að komast inn í hóp karlanna. Persson hefur sætt sams konar gagnrýni í Jafnaðar- mannaflokknum. Kallað á særingamann Þegar blómavasar sprungu og kertastjakar flugu um kirkjuna ofbauð bæjarbúum í Delain í Frakklandi. Þeir köUuðu fyrst á lögreglu og síðan á særingamann. Bæjarstjórinn telur unglinga að verki. Heimta framsal Kúrda Forsætisráðherra Tyrkiands, Mesut Yilmaz, hvatti i gær Rúss- land til að framselja kúrdíska leiðtogann Ocalan sem Tyrkir segja hafa flúið til Moskvu. Áfram bak við lás og slá Lögmenn Anwars Ibrahims, brottrekins íjármálaráðherra Malasíu, segja að hann kunni að þurfa að vera í varðhaldi mánuði til viðbótar. Misnotaði 107 drengi Rektor við irskan skóla kom í gær fyrir rétt í Dublin vegna gruns um að hafa misnotað 107 drengi í skólanum kynferðislega. Málverkastuldur Olíumálverki frá 19. öld eftir listmálarann Canaletto var stolið í Feneyjum í gær. Alnæmissmitaöi maðurinn er írani: Gaf konum einkunn eftir frammistöðu Danska lögreglan er nú á þeirri skoðun að alnæmissmitaði maður- inn, sem sænska lögreglan leitar að, sé ekki sá enskumælandi maður sem sást í Frederikshavn og Ála- borg fyrr I þessari viku. Alnæmissmitaði maðurinn, sem óttast er að hafi getað smitað fjölda sænskra kvenna, gabbaði alla. Hann heitir ekki James Kimball og er ekki bandarískur eins og hann þótt- ist vera. Maðurinn sem sænska lög- reglan leitar nú að heitir Mehdi Tayeb og er íranskur ríkisborgari, að því er alþjóðlega lögreglan Inter- pol upplýsir. í Bandaríkjunum er Tayeb eftirlýstur vegna fjársvika. Sænska lögreglan segir Tayeb hafa undir höndum vegabréf sem hann stal frá Túnismanni búsettum í Stokkhólmi. Hinn alnæmissmitaði skiptir oft um nafn. Á Hótel Alex- andra í Stokkhólmi, þar sem hann dvaldi fyrir viku, kvaðst hann heita Steve Redford. Mehdi Tayeb kvaðst heita James Kimball og vera bandarískur. Símamynd Reuter Árið 1985 tókst Tayeb að fá vega- bréf í Miami á Flórída á nafni James Kimball. Sá hafði látist sama ár úr hjartaslagi sama ár, aðeins 27 ára gamall. Tayeb kynnti sig sem veisluhald- ara þegar hann var að stiga í væng- inn við ungar konur í Svíþjóð. Frá þvi í apríl í fyrra hefur hann rekið eigið leigubílafyrirtæki þrátt fyrir synjun yfirvalda um leyfi. Tayeb kom til Svíþjóðar 1991. Um áttatíu örvæntingarfullar konur hafa hringt til lögreglimnar og heilbrigðisyfirvalda í Sviþjóð og greint frá þvi að þær hafi haft mök við Tayeb. Álagið er svo mikið að starfsfólki á smitsjúkdómadeildinni á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi hefur verið fjölgað. Tugir kvenna hafa látið alnæmisprófa sig. f minnisbók Tayebs voru nöfn um 200 kvenna. Hann hafði gefið þeim einkunn eftir útliti og frammistöðu í bólinu. 'il|. j | 7 ?! *i rnífm • , 'inifp W. i'f ♦' v 91} lA J : ’®rr . . • ♦ fsJsBm Mexíkóskir kjarnorkuandstæðingar með hauskúpugrímu og kjarnorkumerki efndu til mótmælastöðu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Mexíkóborg. Þeir vildu með aðgerðum sínum lýsa andstöðu sinni gegn byggingu kjarnorku- úrgangsstöðvar í Texas. Af því verður ekki vegna andstöðu sérstakrar nefndar Texasríkis. Mannréttindalögmenn narta í Pinochet: Gera hann ábyrgan fyrir meira en 200 mannslífum Mannréttindalögmenn vilja að spænski dómarinn, sem hefur óskað eftir framsali Augustos Pinochets, fyrrum einræðisherra í Chile, geri hann ábyrgan fyrir dauða meira en tvö hundruð manna. Ef Baltasar Garzon dómari fellst á þessa kröfu fjölgar um helming morðunum eða mannshvörfunum sem krafan um framsal Pinochets frá Englandi byggist á. Garzon, sem hefur hlotið viður- nefnið „ofúrdómarinn" fyrir ötula baráttu sína gegn glæpamönnum, bætti nýjum glæpum á borð við þjóðarmorð, pyntingar og hryðju- verk við handtökuskipun sína á mánudag. Mannréttindalögmennirnir ætla að reyna að fá Garzon, sem er að undirbúa formlega framsalsbeiðni sína, til að fallast á að bæta við hana nöfnum 119 Chilebúa sem Þessi maður styður einræðisherr- ann Pinochet heilshugar og hrópaði vígorð gegn Bretum og Spánverjum í Santiago. hurfu árið 1974. Lík þeirra hafa aldrei fundist. Vegabréf þeirra fundust í gröfum annarra fórnarlamba ofsókna stjórnvalda í Salta-héraði í Argent- ínu. Garzon hefur verið að rannsaka leyniáætlunina Kondór sem fól i sér samvinnu herstjóma nokkurra Suð- ur-Ameríkuríkja í ofsóknum á hendur vinstrimönnum. Handtaka Pinochets í á sjúkra- húsi í Lundúnum í síðustu viku hef- ur valdið miklum titringi. Eduardo Frei, forseti Chile, for- dæmdi i gær ofbeldisverk sem urðu í kjölfar handtöku Pinochets og sagði að stjóm sin mundi áfram þrýsta á að friðhelgi einræðisherr- ans fyrrverandi yrði virt. Talið er að Frei muni kalla saman sjö manna þjóðaröryggisráð landsins vegna þessa máls. Utlönd Bill Gates, forstjóri Microsoft. Forstjóri lýsir mafíufundi með Microsoft Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft reynir að leggja undir sig markaö- inn fyrir vefvafra með mafiuaðferð- um, fullyrðir keppinauturinn Netscape. Marc Andreesen, fyrrum for- stjóri Netscape, lýsii- fundi með full- trúum Microsoft fyrir þremur árum á þanng veg að það hafi verið eins og að hitta mafiuforingjann Don Corleone. Búist er við að fundurinn, sem var haldinn 21. júní 1995 og sem Andreesen líkir við atriöi úr kvik- myndinni Guðfóðurnum, gegni lyk- ilhlutverki í réttarhöldunum yfir Microsoft sem nú standa yfir. Það eru stjórnvöld og tuttugu ríki sem höfðuðu mál á hendur Microsoft. Því er haldið fram að að fyrirtækið brjóti lög gegn hringamyndun með því að setja vefvafra sinn í Windows stýrikerfið. Eftir því sem forráðamenn Netscape segja reyndi Microsoft á fundinum fyrir þremur árum að þvinga þá til að fallast á að fyrir- tækin skiptu vaframarkaðinum á miili sín. Netscape hefur tapað nokkru af markaðshlutdeild sinni á þessu ári. LJÓS í miklu úrvali! 3.290.- RAFSÓL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.