Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 32
Qjölaldur I FRÉTTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Magnús Leopoldsson. Magnús Leopoldsson: Gerð Leir- finns verði rannsökuð „Ég gerði mér grein fyrir því fyrir 22 árum, þegar ég var lokaður sak- laus inni vegna Geirfinnsmálsins, að það væri einhver sem hefði rangt við. Nú lít ég þannig á málið að skapast hafi þær kringumstæður að mögulegt sé að leiða hið rétta í ljós. Það þarf að draga fram í dagsljós- ið hvað gerðist í raun og veru í upphafi þessarar Keflavíkur- rannsóknar. Þetta er mikið alvörumál og ég fer ekki af stað í þetta nema að hafa eitthvað fyrir mér,‘ segir Magnús Leopoldsson sem sat saklaus í varðhaldi í 105 daga vegna Geirfinnsmálsins. Magnús hefur farið fram á opin- bera rannsókn á gerð leirstyttunnar Leirfinns. Eins og DV hefur greint frá hafa ný gögn komið fram sem benda til að lögreglan hafi látið gera stytt- una eftir mynd af Magnúsi Leopolds- syni. í DV á dögunum var viðtal við- Magnús Gíslason, frístundateiknara í Keflavík, þar sem hann sagði að lög- reglan hefði beð- ið sig að gera teikningu af dul- arfulla mannin- um í Hafnarbúð- inni sem lýst var eftir í tengslum við hvarf Geir- finns. Magnús sagði að lögregl- an hefði látið sig hafa mynd af Magn- úsi Leopoldssyni sem hann átti að teikna eftir. Teikningin var síðan not- uð til að móta Leirfinn. Kristján Pét- ursson, sem var einn rannsóknarað- ila í málinu, sagði í viðtali við DV ný- lega að það hefðu verið mistök að láta gera Leirfinnsstyttuna. -RR Leirfinnur. Keflavíkurflugvöllur: Lögreglu- maður leystur frá störfum Lögreglumanni á Keflavíkurflug- velli hefur verið vikið tímabundið frá störfúm vegna gnms um að hafa ekið ölvaður og valdiö árekstri á Reykjanesbraut nýlega. Lögreglumaðurinn reyndi að stinga af frá slysstað en var hand- tekinn á hlaupum. Samkvæmt upp- lýsingum frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli er málið í rannsókn en beðið er eftir niður- stöðum úr blóðprufum sem teknar voru úr lögreglumanninum. -RR Hljóðritanir lækna: Kári vill ekki upptökuna Deilur lækna og íslenskrar ■ja erfðagreiningar um segulbönd eru óútkljáðar. Læknar bjóðast til að senda Kára Stefánssyni afrit af upptökunni af fundinum. Kári sagði í samtali við DV í gær að hann hafnaði þeirri sendingu. Hann vill að upptakan verði eyðilögð. „Ég hef ekkert beðið um þessa spólu. Ég er hér með bréf frá lögmanni læknanna. Hann segir að umbjóðandi sinn muni ekki birta upptökuna opinberlega, nema sér- staklega í málflutningi sínum,“ sagði Kári. DV óskaði eftir því að fá að hlusta á þessa upptöku Læknafé- lagsins, sem fram fór án vitundar Kára Stefánssonar og félaga. „Auð- vitað verður þetta háð samþykki ^beggja aðila, okkar og íslenskrar erfðagreiningar,“ sagði Guðmund- ur Bjömsson, formaður Læknafé- lags íslands, i gær þegar DV óskaði eftir því að fá afrit af segulbandi sem tekið var upp á fundi félagsins með Kára og félögum. -JBP Helgarblað DV: « Nýjar hliðar á gagnagrunninum í efnismiklu heigarblaði DV á morgun er rætt við læknishjónin Snorra Þorgeirsson, einn forsprakka erfðcifræðifyrirtækisins Urðar, Verð- andi, Skuldar, og Unni Pétursdóttur sem búsett eru í Maryland. í viðtal- inu varpa þau nýju ljósi á gagna- grunnsumræðuna. Viðtöl eru m.a. við Þorstein Páls- son, fráfarandi ráðherra, tónlistar- manninn og tannsmiðinn Hörð G. Ólafsson, þúsundþjalasmiðinn Andr- és H. Valberg, veðurfræðinginn Har- ald Ólafsson, endurvakin hrekkju- svín og skákstúlkurnar þrjár sem .^ekki áttu að fara á HM. íerlendu fréttaljósi er ferill harðstjórans Pin- ochets rakinn. -sm/bjb Á þessum árstíma þurfa mörg skólabörn að leggja af stað í skólann í myrkri og ættu ökumenn að sýna sérstaka að- gát á þessum tíma dags. Skólabörnin á mótum Langholtsvegar og Holtavegar njóta hins vegar leiðsagnar gang- brautarvarðar og komast klakklaust yfir gatnamótin. DV-mynd S Sakamál vegna meints brots á lögum um vernd ungmenna: Orkumiðill ákærð- ur fyrir fjölþreifni Karlmaður á höfuðborgarsvæð- inu, sem meöal annars hefur menntað sig sem svæðanuddari, hefur verið ákærður fyrir að hafa haft í frammi ósiðleg vinnubrögð þegar hann meðhöndlaði stúlku á unglingsaldri. Maðurinn er svokall- aður orkumiöill en mun að mestu vera hættur störfum sem slíkur. Samkvæmt upplýsingum DV tók maðurinn stúlkuna í höfuðbeina- og spjaldhryggsnudd. Eftir með- höndlunina kærði stúlkan mann- inn fyrir að hafa nuddað sig á óvið- urkvæmilegum stöðum. Maðurinn mun hafa lært fræði sin hjá rússneskum miðli. Hann kveðst fá lækningamátt, al- heimsorku, í gegnum höfuðið. Síð- an geti hann miðlað orkunni um hendur sínar. Þannig geti hann los- að spennu hjá fólki. Eftir því sem DV kemst næst hef- ur ekki verið ákært áður fyrir hlið- stætt tilvik. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa sært blygðunarsemi þolandans og er jafnframt gefið að sök brot á lögum um vemd barna og ungmenna. Samkvæmt heimildum DV neitar maðurinn sök. Búist er við að dóm- ur verði upp kveðinn í málinu á næstu vikum. -Ótt A fjóröa tug fastur í Víkurskarði DV, Akureyri: „Það var mikil veðmhæð og skaf- renningur í skarðinu og það var ekki fyrr en klukkan rúmlega 5 í morgun að tekist hafði að koma síðustu bílun- um niður úr skarðinu," sagði varð- stjóri hjá Akureyrarlögreglunni í morgun en fjöldi manns lenti í erfið- leikum með að komast um veginn í Víkurskarði í Eyjafirði í gærkvöldi og nótt. Fyrstu bílamir munu hafa lent í erfiðleikum þar um kvöldmatarleytið í gær og í gærkvöld fóm tvær hjóla- skóflur og veghefill fólkinu til aðstoð- ar. Mjög erfitt var að athafna sig vegna roks og skafrennings og þá bil- aði önnur hjólaskóflan um tima og tafði það verkið. Nítján bílar vora fastir í skarðinu þegar þeir urðu flestir og í þeim voru yfir 30 manns, þar á meðal vanfær kona með ársgamalt bam með sér. Hvorki henni né öðram varð meint af hrakningunum, fólkið hafði hita í bíl- unum og í morgunsárið vora allir komnir til síns heima. -gk Veðrið á morgun: Frost víö- ast hvar Á morgun verður norðan og norðvestan kaldi eða stinnings- kaldi en allhvasst norðaustan til. Éljagangur verður norðan- og norðaustanlands en annars úr- komulaust og á Suður- og Suð- austurlandi verður léttskýjað. Vægt frost verður víðast hvar. Veðrið í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVELIN brother íslenskir stafir 5 leturstæröir 6 leturgerðir, 6, 9 og 12mm prentboröar Prentar í 2 línur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffano: www.it.is/rafport *suBiun\r ^SUBUIAV' ^UBUJflV' K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.