Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 Fréttir Hátt í 50 mematæknar á Landspltala segjast hætta nauðugar: Háskalegt ástand - segir Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir rannsóknadeildar Landspítalans 47 meinatæknar á rannsóknarstof- um Landspítala hættu störfum í fyrra- dag. Meinatæknamir hafa krafist kjarabóta í átt við það sem greitt er fýrir meinatæknastörf á öðrum heil- brigðisstofnunum á vegum hins opin- bera. Samningafundir á fóstudag meö fulltrúum Rikisspitala og á laugardag með ftdltrúum fjármálaráðuneytisms urðu árangurslausir og meinatæknar hættu því störfúm og mættu ekki til starfa í gær, á fyrsta degi nóvember- mánaðar. Læknaráð Landspítalans kom saman til fundar síðdegis í gær og lýsti áhyggjum af ástandinu. í ályktun ráðsins segir að nú starfi að- eins innan við Qórðungur meina- tækna á spítalanum. Unnið sé eftir neyðaráætlun og fyrirsjáanlegt að ekki verði hægt að halda úti sólar- hringsvakt nema í fáeina daga. Nauð- synlegt sé að draga nú þegar úr starf- semi legudeilda, bráðamóttöku og göngudeilda spítalans. Eldur í Landakirkju Mesta mildi þykir að ekki varð stórtjón þegar eldur kom upp í Landakirkju í Vestmannaeyjum síðdegis í gær. Brunalúður við kirkjuna fór í gang en staðarhald- ari og lögregla fóru umsvifalaust á staðinn og náðu að slökkva eld- inn með duftslökkvitæki. Kvikn- að hafði í út frá kertum sem stóðu á tréborði á miöju kirkju- gólfinu. Kirkjan hafði fyllst af reyk og þurfti slökkvilið að koma á staðinn og reykræsta. Landakirkja er ein elsta kirkja landsins og að sögn lögreglu í Vestmannaeyjum mátti litlu muna að eldurinn næði að læsa sig í ómetanlega innanstokks- muni. -þhs „Okkur langar allar að vinna áfram á spítalanum en við bíðum eft- ir að þeir fái áhuga á að tala við okk- ur, en ég veit að nokkrar okkar byija strax í dag að leita sér að vinnu,“ sagði Anna Svanhildur Sigurðardótt- ir, talsmaður meinatæknanna sem hættir eru störfum á spítalanum. Hún segir að grunnlaun þeirra hafi verið lægri en meinatækna á öðrum Anna Svanhildur Sigurðardóttir, talsmaður 47 meinatækna á Land- spítala sem hættu störfum á laugar- dagskvöld. stofnunum innan Ríkisspítala auk þess sem ýmsfr skúffusamningar eins og óunnin yfirvinna viðgangist þar en ekki á Landspítalanum. „Á okkar deildum hafa aldrei fengist neinir slíkir samningar, sem á öðr- um minni einingum innan Ríkisspít- ala þar sem fólk fær greidda 20-30 óunna yfirvinnutíma. Samningar innan stóru spítalanna eru einfald- lega lélegri af því við erum fleiri. Þannig er farið að því að spara innan ríkisspitalabáknsins," sagði Anna Svanhildur. „Ég er að gera mér vonir um það að við getum skilað kannski einum fimmta venjulegra afkasta í sambandi við blóðrannsóknir. Þá á ég eingöngu Frá fundi læknaráðs Landspítala í gær. Ráðið lýsti áhyggjum af ástandinu á spítalanum í kjölfar uppsagna meinatækna. DV-myndir JAK Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir rannsóknarstofa Landspítala í blóð- meina- og meinefnafræði. við bráðarannsóknir, þegar þarf að átta sig á þvi í hendingskasti hvað sé að sjúklingi sem t.d. kemur í bráða- móttöku, er á gjörgæslu, eða þá ný- burar á vökudeild,“ sagði Páll Torfi Önundarson, yffrlæknir á rannsókn- arstofúm Landspítalans í blóðmeina- og meinefnaffæði. Hann sagði að með útgöngu meinatækna væri að skapast háskalegt neyðarástand á spítalanum. Hann kvaðst óttast að afleiðingar þess gætu orðið mjög alvarlegar. „Eina lausnin sem við sjáum í þessu máli er sú að samningsaðilar verða að setjast niður og hætta að tala yfir hausamótum hvor annars heldur tala saman. Ég er þó hræddur um að til að lausn finnist á þessu máli verði æðstu yfirmenn heilbrigð- ismála að koma að því,“ sagði Páll Torfi enn fremur. Páll Torfi sagði aö launakjör þeirra meinatækna og fleiri sér- greinastétta sem starfa á Landspítal- anum, og raunar á báðum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, væru mun lakari en á öörum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Það hefði valdið því að þessir sérfræðingar sæktu í störf annars staðar, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum. Þetta væri mjög varasöm þróun, ekki síst í ijósi þess að stóru sjúkrahúsin væru miðstöðvar rannsókna og kennslu fyrir landið allt og því þyrfti mesta fagþekkingin að vera þar til staðar. -SÁ Bastesen fékk ekki að „hitta“ Keikó: Nei, frá Ameríku „Það kemur mér ekki á óvart að ég fái ekki að sjá dýrið,“ sagði norski stórþingsmaðurinn og hvalveiðimað- urinn Steinar Bastesen eftir að hann fékk fréttir um að Free Willy Keikó- samtökin vildu ekki heimila honum að fara út að kví Keikós i Vestmanna- eyjum eins og til stóð á laugardag. Stjóm samtakanna tók af skarið eftir nokkurt þóf og meinaði stór- þingsmanninum norska aðgang að háhymingnum og vill ekki blanda sér inn í umræður um hvalveiðar. Bastesen, sem er helsti talsmaður hvalveiöa í Noregi og útgerðarmaður hvalveiöibáts, varð ekki hissa á við- brögðum Keikósamtakanna. Hann er reyndar þekktur fyrir að hafa látið hafa eftir sér ummæli eins og þau að Keikó væri heppilegri sem hvalborg- ari á borðum neytenda en sem hvalur í búri. Bastesen óskaði sjálfúr eftir því á fostudag að fá að fara út að kví Keikós ásamt DV á laugardeginum. Það tók nokkrar klukkustundir að fá svar eft- ir að fyrst var haft samband við Hall Hallsson, talsmann samtakanna. Síð- an kom nei-iö. Það kom frá forsvars- mönnum Keikósamtakanna í Banda- ríkjunum. Þeir era að vinna að vís- indaverkefni sem snýst um að láta há- hyming sem hefur verið fangaður lifa sem lengst í upphaflegu umhverfi - ekki blanda sér í umræður um veiðar á hvölum sem eiga helst að vera dauð- ir áður en mannshöndin snertir þá og era unnir til manneldis. rt/-Ótt Steinar Bastesen var m.a. á fundi Sjávarnytja í Reykjavík um helgina. Hann fékk ekki að fara út að kví Keikós eins og gert hafði verið ráð fyrir. DV-mynd GTK Forsvarsmenn meöferðarheimilisins Virkisins segja Qárhagsstööuna bága: Verðum að fá svör frá yfirvöldum „Við verðum að fara að fá ein- hver svör frá yfirvöldum um hvort þau ætli að styrkja starfsemi með- ferðarheimilisins. Heimilið mun- um við geta rekið með herkjum til áramóta en síðan er framhaldið óvíst fáum við ekki svör frá þeim ráðuneytum sem við höfum rætt við,“ sagði Marsibil Sæmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri meðferðar- heimilisins Götusmiðjunnar/Virk- isins, við DV í gærkvöld. Það eru 15 manns, faglært eða fólk með reynslu af fikniefnamál- um, sem vinna hjá heimilinu fyrir 16-20 ára ungmenni. Það var opnað í sumar í húsnæði í Dugguvogi en nú stendur til að fá mjög heppilegt húsnæði I jaðri Mosfellsbæjar. Marsibil sagði að heimilið hafi sótt um samtals 24 milljóna króna árlegan styrk hjá dóms-, félags- mála- og heilbrigðisráöuneytun- um. Ráðuneytum sem öll koma að fikniefnavandanum. 22 hafa dvalið á heimiliinu frá því það var stofn- að í júní, þar af eru sex sem hafa lokið meðferð og eru „edrú“ og komnir í vinnu. Árangurinn af starfi heimilisins er því talinn ótvíræður því þarna er verið að vinna með einstaklinga sem myndu kosta samfélagiö mikla fjármuni væru þeir virkir fíklar. Sem stendur eru 12 vistmenn í Virkinu. „Við höfum haldið starfsemi okkar gangandi með styrktarfé frá samfélaginu og bankafyrirgreiðsl- um og eigum útistandandi 4 millj- ónir króna vegna sölu á pennum og skrifblokkum til fyrirtækja," sagði Marsibil. Hún sagði að þar sem svör hefðu ekki borist enn frá yfirvöldum sé mjög erfitt að skipu- leggja meðferðarstarf sem muni standa yfir lengur en til áramóta. Þetta komi t.d. niður á ungmenn- um sem hafa ætlaö sér að taka þátt í meðferð sem mun standa fram á fyrstu mánuði næsta árs. -Ótt Stuttar fréttir i>v Loka skrífstofu flokksins Margrét Frí- mannsdóttir, for- maöur Alþýöu- bandalagsins, lagði til á aöal- fúndi miðstjómar flokksins í dag að skrifstofu hans í Reykjavík yrði lokað vegna mikilla skulda. RÍJV sagði frá. Dekkin slá í gegn Harðkomadekkin hafa slegið í gegn hér á landi en þau era íslensk uppfinning. Svo mikil eftirspum hefúr verið eftir þeim að framleið- endur hafa ekki undan. Um 3000 dekk hafa veriö seld á síðastliðnum þremur vikum en það er álíka mik- ið og seldist allan síðasta vetur. Stöð 2 sagði frá. Tyggjóbaninn Nú hefur bæst við nýr liðsmaður í baráttuna gegn tyggjóklessum á gang- stéttum og heitir Gumbuster. Tækið notar eingöngu vam sem hitað er upp við gufu þannig að engar skemmdir verða á umhverfi. Stöð 2 sagði frá. Hjörleifur ekki viss Hjörleifur Guttormsson segir að ekki sé víst að hann leiöi rauðgrænt framboð í Austurlandskjördæmi. Hann segir að nefnt hafi verið við sig að bjóða fram í Reykjavík en að það sé algjörlega frá öörum komið. Hann segir ekki ólíklegt að nýja hreyfingin nái inn þingmanni á Austurlandi. Stöð 2 sagði frá. Batnar viö Kyoto-bókunina Samkeppnisstaða stóriðju á ís- landi batnar ef breytingartillaga ís- lendinga við Kyoto-bókunina verður samþykkt. Þetta sagði Tryggvi Felix- son hagfræðingur á málþingi um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls sem nokkur náttúruvemdarsamtök boöuðu til i hátíðarsal Háskóla ís- lands í gær. Sjónvarpið sagði frá. Sólveig íhugar framboð Sólveig Péturs- dóttir, þingmað- ur Sjálfstæðis- flokks, íhugar al- varlega að bjóða sig fram til emb- ættis varafor- manns Sjálfstæð- isflokksins. Landssamband sjálfstæðiskvenna skoraði á hana á fundi sínum. RÚV sagði frá. Aukning á feijuflugi Von er á því að viðkoma ferjuflug- véla aukist mikiö hér á landi á næst- unni. Suðurflug hefúr samið við stóran erlendan aðila sem mun mæla með aðstöðu Suðurflugs fyrir millilendingu feijuflugvéla. Samn- ingurinn hefur að sögn forráða- manna Suðurflugs gífurlega þýðingu og þetta sé góður stökkpaliur fyrir fyrirtækið. Stöð 2 sagöi frá. Dýralæknum fækkaö Þegar ný lög um dýralækna taka gildi um áramót fækkar embættum héraðsdýralækna úr 31 í 17. Héraðs- dýralæknar eru mjög óánægðir með þróun mála og segja að ekki hafi verið hlustað á þá viö gerð laganna. Sjónvarpið sagði frá. Ekki kosiö aftur Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað að úrslit kosninga á Raufar- höfn í vor muni standa. Helgi Ólafs- son kærði kosningamar til félags- málaráðuneytis vegna aðseturs- skipta konu nokkurrar rétt fyrir kosningar. Sérstök nefnd í héraði hafði áður komist að sömu niður- stööu og ráöuneytið. Stöð 2 sagði frá. Skref til jafnaöar Stjómmála- fræðingar telja líkur á því að til- laga um breytta kjördæmaskipan verði samþykkt. Ólafur Þ. Harðar- son segir að misvægi at- ________________ kvæða sé meira á Islandi en öörum Noröurlöndum. Hann segir að tillag- an sé veralegt skef tO batnaðar en misvægið verði samt sem áður meira en á hinum Norðurlöndun- um. Sjónvai-pið greindi frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.