Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS_ HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Níðst á frumkvöðli Það er svívirða þegar kerfið níðist á frumkvöðlnm og rænir þá afrakstri áræðis síns. Það er óþolandi þegar geðþóttaákvörðunum er beitt með þeim hætti að fjöldi manns missir lifibrauðið. Dæmi um þennan valdhroka og valdníðslu kerfisins blasir nú við norður á Hofsósi. Verulegir erfiðleikar hafa verið í atvinnulífi Hofsóss í kjölfar uppstokkunar sjávarútvegsfyrirtækja við Skaga- fjörð. Við slíkar aðstæður rísa jafnan upp frumkvöðlar og fmna nýjar leiðir. Á slíkum mönnum hefur sjávar- útvegur á íslandi jafnan byggst. Áræðinn og atorkumikiU skipstjóri á Hofsósi fékk leyfi sjávarútvegsráðherra til að hefja tilraunaveiðar á skel- fiski. Dæmið gekk upp. Hann endurvakti gömul mið og plægði ný sem gáfu rífandi afla. Hann fékk til liðs við sig fyrirtæki utan Hofsóss sem setti fjármagn í vinnsluna. Þrjátíu Hofsæsingar fengu atvinnu í tengslum við skelvinnsluna. Hin nýja starfsemi var því himnasending fyrir Hofsós, þar sem verulegt atvinnuleysi hafði ríkt. Ekki spillti að flestir starfsmannanna voru konur, sem gjarnan eiga erfitt með vinnu á tímum atvinnuleysis. Ríkisstjórnin, sem jafnan er með munninn fullan af yfirlýsingum um nauðsyn þess að snúa við fólksflótt- anum af landsbyggðinni, hefði átt að gleðjast með Hofsæsingum. Hún hefði átt að nota þá sem dæmi um hvernig sjálfsbjargarviðleitni í héraði snýr vöm í sókn. En hvemig brást Þorsteinn Pálsson við ævintýrinu á Hofsósi? Hann lagði það í rúst. Hann lokaði fyrirtækinu með einu pennastriki. Hann ónýtti afkomu þrjátíu Hofsæsinga á einni nóttu. Geðþóttaákvörðun kerfiskalla í ráðuneyti í Reykjavík drap fmmkvæði nýherjans. Þetta gerði ráðuneytið með því að breyta reglum sem giltu um veiðislóðina. Veiðileyfi frumherjans frá Hofsósi var ekki endurnýjað. Afraksturinn af áræði hans var á silfurfati færður öðmm, sem höfðu hvorki lagt krónu í að finna nýju miðin né endurvekja hin gömlu. Talsmaður ráðuneytisins hefur borið á móti stað- hæfingu Hofsæsinga um að vilyrði fyrir varanlegu veiði- leyfi hafi verið veitt þegar tilraunaveiðileyfið var gefið út. Það eru ónýt rök. Upphaflega leyfið gat ekki annað en falið í sér slíkt vilyrði. Til hvers ætti annars að hleypa mönnum út í fjárfest- ingu upp á tugi milljóna ef ætlunin var alltaf að kippa leyfinu til baka? Var kannski tilgangur ráðuneytisins frá upphafi að láta frumherjana finna ný mið fyrir aðra? Það liggur í fullyrðingu talsmanns ráðuneytisins. Engin haldbær rök hafa komið frá sjávarútvegsráð- herra sem skýra fáheyrða valdníðslu hans gagnvart frumkvæði Hofsæsinga. Ákvörðun hans er ótrúlegt dæmi um hvemig kerfið beitir geðþótta til að hygla einum á kostnað annars. Meðferðin á Hofsósi kann að vera lögleg en hún er eigi að síður siðlaus. Frumherjamir eiga að njóta atorku sinnar. Ráðherrann verður að breyta ákvörðun sinni. Virki í vanda í Reykjavík hafa einstaklingar sett á stofn Virkið, sem er einkarekið meðferðarheimili fyrir unga fíkniefna- neytendur. Það svarar ríkri þörf og sparar flármagn fyrir hið opinbera. Biðlistinn eftir plássum er langur. En Virkið er utan við kerfið. Það lifir á gæsku og skilningi samfélagsins. Nú blasir við að fjárskortur leiði til lokunar. Það yrði hryggilegur endir á góðu framtaki. Samfélagið getur ekki látið það gerast. Hér þarf hið opinbera að sýna í verki stuðning sinn við æsku í erfiðleikum. Össur Skarphéðinsson p'- ’ • ’míTFi . IPfÍlf Haft er fyrir satt, að næsta öld verði öld Kínverja á sama hátt og þessi öld var öld Bandaríkjanna og síðasta öld var öld Breta, segir m.a. í grein Sigurðar. - Götumynd frá höfuðborg Kína. Hotel Bejing í forgrunni. Verðleika- samfélagið lagskerfinu, sem þá var komið á, áttu sér hlið- stæður í gamla Kína. Stærstu fyrirtækjun- um, sem réðu kannski tugi eða hundruð þús- unda manna í vinnu, svosem skipasmíða- stöðvum, myntsláttum eða járnnámum, var stjórnað af starfsmönn- um ríkisins og embætt- ismenn skipaðir af stjórnvöldum í Peking. Þeir hrepptu stöður sínar með hliðsjón af því, hversu vel þeir voru að sér i hinum op- inberu fræðum, sem fyrrum mótuðust af Konfúsíusi og Laó-tse. — „Engum blööum þarf um það að fletta, að stöðnunin í Sovétríkj- unum og leppríkjum þeirra átti ekki síst rætur að rekja til sama kerfis og var við lýði í Kína á valdaskeiði Maós. Raunar er sama uppá teningnum í öllum al- ræðisríkjum veraldar.“ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur í ferð til Kína í september síðast- liðnum varð ég margs vísari um þau ótrúlegu um- skipti á öllum svið- um, sem orðið hafa þar í landi undan- farinn rúman ára- tug. Uppsveiflan í efnahagsmálum á sér varla hliðstæðu í heiminum. Árlegur hagvöxtur er 8% og virðist ekki truflast að neinu ráði af efnahagskreppunni í Austur-Asíu. í Peking hitti ég að máli Ragnar Bald- ursson sem starfar við íslenska sendi- ráðið og er allra ís- lendinga fróðastur um allt sem lýtur að kínverskum veru- leik. Forvitnaði mig hvaða skýring væri á uppganginum og góðærinu í Kína, sem til skamms tíma bjó við frumstæða atvinnuhætti og mjög bág lífskjör. Ragnar hafði á tak- teinum margvísleg- ar skýringar, en ein þeirra greip athygli mína vegna þess að hún varpaði ljósi á ýmislegt sem átt hefur sér stað víða um heim, með- al annars á íslandi. Kínverska módelið Ragnar sagði: „Breytingamar á framleiðsluháttum, mannlegum samskiptum og þjóðfélagskerfinu í heild eru mun meiri og róttækari en urðu við valdatöku kommún- ista árið 1949. Ýmsir þættir í stjórnkerfi kommúnista og þjóðfé- Þessu var haldið áfram eftir valdatöku kommúnista, nema þá var ríkisheimspekin marxísk. Menn voru skipaðir í stöður yfir- manna eftir því hve vel þeir vora aö sér í marxisma, en ekki hversu góðir fagmenn þeir voru. Yfirmað- ur í skipasmíðastöð var með kenn- ingarnar á hreinu, en þurfti ekki endilega aö vita mikið um skipa- smíðar." Að sögn Ragnars var smámsam- an horfið frá þessu lamandi kerfi eftir fráfall Maós formanns og skipað i áhrifastöður í samræmi við hæfileika og sérfræðiþekkingu þeirra sem um þær sóttu. Árang- urinn lét ekki á sér standa. Uppúr rústum rétttrúnaðarsamfélagsins reis verðleikasamfélagið og skilaði Kína á skömmum tíma svo langt áleiðis, að nú er haft fyrir satt að næsta öld verði öld Kínverja á sama hátt og þessi öld var öld Bandaríkjamanna og síðasta öld var öld Breta. Ómældur skaði Engum blöðum þarf um það að fletta, að stöðnunin i Sovétríkjun- um og leppríkjum þeirra átti ekki síst rætur að rekja til sama kerfis og var við lýði í Kína á valda- skeiði Maós. Raunar er sama uppá teningnum í öllum alræðisríkjum veraldar. Þarsem ættartengsl, einkavinasambönd og trúnaður við opinbera hugmyndafræði ráða stöðuveitingum, verður nið- urstaðan þegar best lætur doði og stöðnun, þegar verst lætur spill- ing og valdníðsla. íslendingar hafa illu heilli mátt súpa seyðið af þeirri áráttu valda- manna að láta annarleg sjónar- mið ráða stöðu- og embættisveit- ingum. Allir landsmenn vita hvemig stöður sendiherra, bankastjóra, forstjóra rikisfyrir- tækja og jafnvel skólastjóra eru skiptimynt stjórnmálaflokkanna, sem vaka yfir því nótt sem nýtan dag að „sínum mönnum" séu tryggðar stöður sem losna, án minnsta tillits til annarra verð- leika en þeirra að viðkomandi sé trúr og tryggur flokksmaður. Skaðinn sem af þessu hefur hlotist fyrir samfélagið í heild er ómæld- ur, en hitt liggur í augum uppi að í áranna rás hefur átt sér stað gíf- urleg sóun á hæfileikum, sem aldrei verður fyrir bætt. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Þeir hjá LÍÚ „Þeir hjá LÍÚ virðast ekki átta sig á því, að svim- andi tölur um vægi eins atvinnuvegar, sem hefur þar að auki safnað skuldum, sem hann sér ekki fram úr, og oftast nær verið á hvínandi kúpunni svo lengi sem menn muna, eru yfirleitt ekki hafðar til marks um annað en vanþróun efnahagslífsins í því landi, sem um er að tefla. Ef þeir halda það í raun og veru, að fiskurinn leggi okkur til 7 krónur af hverjum 10, þá ættu þeir að fara með þetta eins og mannsmorð - og láta útlendinga fyrir alla muni ekki komast í þetta, því að erlendir bankar myndu þá trúlega girða með hraði fyrir frekari lánveitingar hingað heim.“ Þorvaldur Gylfason í Mbl. 30. okt. Olíufélag vill bora „Við höfum komið erindinu til iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins til skoðunar. Gerð verður úttekt þar á málinu og ákveðið hvað skuli gert í framhald- inu. Við hljótum hins vegar að fagna því ef þeir sem best þekkja til eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að komast að því hvort olíu sé að finna innan is- lenskrar lögsögu. Auðvitað er það ljóst að ef farið verður út i kostnaðarsama leit þýðir það að viðkom- andi aðili þarf að fá tryggingu fyrir því að geta haft tækifæri til að ná þeim kostnaði til baka.“ Halldór Ásgrímsson í Mbl. 30. okt. Náttúruspjöll við mannabyggðir „í bæjum er malbikað af slikri ergi að leita þarf í óbyggðir til að reisa hús. Malbikuð flæmi og flugvell- ir eru hafðir í miðkjömum bæja og er svo komið að fólk helst þar varla við vegna alls þess djöfulgangs sem malbikið er sett undir. Sjálfsagt er að vemda gæsimar í Þjórsárverum og friðhelgi auðmanna við Laxá er virt. En gróf náttúmspjöll í þéttbýli og í námunda við mannabyggðir eru sjálfsögð vegna þess að maðurinn er ekki hluti af náttúrunni fyrr en hann er búinn að ryðjast á jeppum sínum norður fyrir Klof- ajökul eða hlaupinn á kamarinn á Hveravöllum." Oddur Ólafsson í Degi 30. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.