Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 18
I8Í< lenning MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 Örlög tímamótaverks í lofttæmdri hvelfmgu í Condé-safninu í Chantilly í Frakk landi er eitt þekktasta og verðmesta handrit listasögunnar falið fyrir augum heimsins. Sagt er nauðsynlegt að hafa handritið svo óaðgengilegt vegna forvörslu á þessum ómetanlega grip. Að sögn safnvarðarins verður hvelf- ingin ekki opnuð undir neinum kringumstæðum, nema e.t.v. að ósk háttsetts þjóðhöfðingja. Þorra list- unnenda og fræðimanna er handritið aðeins aðgengilegt í formi eftirprentana og má kaupa þá vönduðustu fyrir 12.000 Bandaríkjadali eintakið. Handritið sem um ræðir er bænabókin Trés Riches Heures sem var unnin að ósk hertogans af Berry, bróður Karls 5. Frakkakonungs, af Limbourg bræðrunum, Pol, Jean og Herm- an í byrjun 15. aldar. Þegar bæði listamenn og hertogi lét- ust árið 1416 var vinna við handritið aðeins hálfnuð og leið rúm hálf öld uns hertoginn af Savoie fékk listamanninn Jean Colombe til að ljúka við gerð þess. Myndlist Anna Sigríður Einarsdóttir Bænabækur eins og Trés Riches Heures voru vinsælar á meðal efnafólks á 14. og 15. öld. og má jafnvel finna dæmi þess að almenningur hafi átt slíkar bækur. Fáar eru hins vegar jafn veglega myndskreyttar. Bjartir litir, vönduð gylling og fínleg Ein blaðsíða úr Trés Riches Heures, elnu glæsilegasta handriti veraldar. vinnubrögð bræðranna eru sannkölluð veisla fyrir augað og skipa handritinu á bekk með merkustu listaverkum sögunn- ar. Áhugi fræðimanna beinist þó frekar að efni mynd- skreytinganna. Má flnna þar ein elstu dæmi um lands- lagsmyndir, auk trúarlegra og veraldlegra myndskreyt- inga í bland. Hafa almanaksmyndimar vakið sérstaka athygli, en þar má sjá myndir af hertogan- um sjálfum og veglega búnum hí- býlum hans. Jean de Berry er án efa í hópi mestu listaverkasafnara sögunnar. Verk Limbourg bræðranna voru aðeins brot af þeim listmunum og skartgripum sem hann eignaðist á ævinni. Hann átti meðal annars fjölda annarra bænabóka og er því erfltt að ímynda sér að Trés Riches Heures hafl þjónað öðrum tilgangi en skrautgimi eigandans. Staöa myndlistar á 15. öld var gjör- ólík því sem hún er í dag. Mynd- list hafði yfirleitt trúarlegan til- gang, ekki síst þegar myndirnar vom við trúarlegan texta. Trés Riches Heures er því tímamóta- verk á fleiri en einn máta. Verk unnin fyrir ánægjuna sem sjón- ræn upplifun þeirra fól í sér var það sem framtíð myndlistar átti eftir að byggjast á. Fagurkerar, listunnendur og gagnrýnendur til- heyrðu þessari sömu framtíð. Það felst ákveðin kaldhæðni í örlögum þessa handrits sem telja má til þeirra verka sem ruddu braut nútímaviðhorfi til myndlist- ar. Falið sjónum almennings er erfitt að ímynda sér að það veiti mörgum listunnendum þá ánægju sem því var ætlað. Þaö er lokað niðri í lofttæmdri hvelfingu í lista- safni, stofnun sem er ætlað það hlutverk að veita almenningi að- gang að myndlist, ekki fela hana. Ekki er hægt annað en velta fyrir sér hvort verðmætamat og virðing nútímans fyrir listgripum fortíðar hafi þar með und- irritað dauðadóm þessara sömu verka. pmmpii tmr lurfmiiuriifHi íRtrdiniD mnn Samruni texta og tóna Það var sannkölluö kóraveisla í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Þar voru saman komnir fjórir kórar til að heiöra Þorkel Sigurbjömsson tón- skáld sem varð sextugur fyrr á þessu ári. Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, Bamakór Hallgrímskirkju undir stjórn Bjargeyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur, Mótettukórinn og Schola cantoram en þeim stjómar Höröur Áskelsson. Þorkell hefur verið afer afkastamik- ill á starfsferli sínum og er ekki á nokkurn mann hallað ef ég leyfi mér að segja að hvað varðar kirkjutónlist fari hann fremstur meðal jafningja hér á landi. Séra Sigurður Pádsson lýsir þessu best með orðum sem hann skrifar í efnisskrána: „Hann hefur auðgað trúarlíf okkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða sálmalög við ein- falda bænasálma, þar sem orð og tón- ar fallast ljúflega í feðma og verða eitt eða voldug tónverk þar sem lofgjörðin og tilbeiöslan svellur". Tónlist Amdís Bjork Ásgeirsdóttir Efnisskrá tónleikanna sem ein- göngu var helguð verkum eftir Þorkel hófst á dæmi um það fyrrnefnda, „Til þín, Drottinn hnatta og heima“ sem allir kóramir sungu fagurlega saman undir stjórn Harðar. Þá var röðin komin að Hamrahlíðarkórnum sem söng „Missa brevis" og „Recessional" og var söngur hans ægifagur og öruggur undir hand- leiðslu Þorgerðar. Brothættur sanctus-kafli messunnar var sérlega eftirminnilegur svo og flókin og skemmtileg samtvinnun raddanna í Recessionalnum þótt einn eða tveir bassar Þorkell Sigurbjörnsson - fremstur meðal jafningja. hefðu mátt vera til viðbótar. „Te Deum“ var sungið af Bamakór Hall- grímskirkju, yngsta afkvæmi kirkjunnar, og lék Sophie Schoojans með á hörpu. Margt var fagur- lega gert og bjartur tónn kórsins blandaðist un- aðslegum hörputónum. Hér er á ferðinni efni- legur kór sem á sjálfsagt eftir að feta í fótspor eldri systkina sinna. Kóramir sameinuð- ust aftur undir stjóm Þorgerðar í „Heyr, himna smiður" sem maður fær aldrei of oft heyrt og í „Englar hæstir, andar stærstir" undir stjóm Harðar. Eftir þann flutning þurftu orð Sigurðar ekki frekari vitna við. Á milli þessara verka lék Douglas A. Brotchie orgelleikari Kóral- fantasíuna „Auf meinen lieben Gott“ sem var i svolítið öðram anda en önnur verk á efnisskránni, agressívari og á köflum í ætt við minimalisma. Gaman hefði verið að hafa ártöl verkanna til samanburð- ar en flutningurinn var með hinum mestu ágætrnn og organistinn lék öragglega á voldugt hljóðfæri kirkj- unnar. Brotchie var svo aftur á ferð- inni sem meðleikari Schola cantor- um í „Clarcitas", margslungnu verki sem ekki er auðmelt við fyrstu heym þrátt fyrir góðan flutning, en mér segir svo hugur að við fáum tækifæri til þess að hlýða á það aft- ur fyrr en varir. Mótettukórinn var svo síðastur kóranna til að koma fram og söng hann „Davíðsálm 117“ og „Kvöld- bænir“ Hallgríms Péturssonar en í þeim söng Margrét Bóasdóttir sópr- an einsöng. Hún skilaði sínum hlut vel og í góðu samræmi við kórinn sem flutti þessi verk af einstakri natni og náði að fanga snilldargáfu Þorkels í samruna texta og tóna. Tónleikunum lauk svo með þvi að þessir 4 kórar, hver með sinn hijóm, sameinuðust ásamt Brotchie á orgelið í að miðla hljómi Þorkels Sigurbjörnssonar i „Nú hverfur sól í haf ‘ við texta fóður hans, Sigurbjöms Ein- arssonar, og var það hátíðlegur endir á vel heppnuðum tónleikum. PS Ted Hughes allur Lárviðarskáld Breta, Ted Hughes, lést 5 vikunni sem leið eftir langa bar- áttu viö krabbamein. Fá evrópsk skáld hafa á þessari öld notið eins mikillar hylli og hann né átt eins stormasama - að ekki sé sagt illviörasama - ævi: Tvær fyrri eiginkonur hans fyrirfóru sér og sú seinni tók barn þeirra meö sér í dauðann. Fyrsta eigin- kona hans var Sylvía Plath, þekkt skáld og magnaður lista- maður eins og hann sjálfur. Honum var lengi legiö á hálsi fyrir að hafa hrakið hana í dauðann, en hann vildi aldrei ræða samband þeirra opin- berlega. En fyrr á þessu ári sendi hann frá sér ljóöabókina Birthday Letters sem fjallar að miklu leyti um Sylviu. Nærgöngul ljóð, einkaleg og erfið mörg hver, en hafa eflaust verið skáld- inu mikil frelsun. Er átakanlegt aö hann skyldi ekki njóta þess frelsis frá fortíöinni lengur. Fyrir rómu ári gaf Ted Hughes út þýöingar sínar á klassiskum ljóðum latneska skáldsins Ovidíusar frá því í kringum Krists burð, sem verða í túlk- un hans ein af mest spennandi bókum 20. aldar. í þessum æðislegu og óhugn- anlegu sögum af ástum, ástríöum, þol- gæði og skefjalausri grimmd hefur hann fúndið óvæntan samhijóm við eigið líf og hann gerir sitt besta til að færa þau samtímanum á tæru tungu- máli sem ekki þarf háskólapróf í ensku til aö skilja. Þau eiga erindi viö alla. Nicole nakin Finnist fólki dýrt í leik- hús hér á landi litist því kannski ekki á aö greiöa tuttugu þúsund krónur fyr- ir miðann. Það er verðið sem harkarar setja upp fyr- ir aögöngumiða á The Blue Room sem nú er verið að sýna í Donmar Warehouse í London. Leikritið er eftir Arthur Schnitzler, aldar- gamalt, og þótti svo djarft á sínum tíma aö það var bara leikiö prívat. David Hare hefur frískað upp á það fyr- ir þessa uppsetningu, en þaö er þó hvorugur þeirra sem býr til prísana. í verkinu eru tíu hlutverk sem í sýningunni era leikin af aðeins tveim- ur leikurum. Karlana leikur Iain Glen - ergilegan leigubílstjóra, taugaveikl- aðan stúdent, falskan stjómmála- mann, bældan aðalsmann og ímyndun- arveikan rithöfund; konumar leikur bandaríska kvikmyndastjaman Nicole Kidman - elskulega hóra, hressa óperpíu, leiða eiginkonu, módel á lyfj- um og kaldhæðna stjömu. Atvikin ganga öll út á kynlíf viðkomandi pars og það er leitaö vandlega á öllum leik- húsgestum viö innganginn. Prísamir á nektarmynd af Nicole Kidman era enn þá hærri en á leikhúsmiðunum. Nicole er sú síðasta í all-langri röö kvikmyndastjama sem hafa leikið á sviöi í London á undanfómum árum fyrir skiptimynt (miðað við það sem þau fá fyrir kvikmyndaleik) og skiiur enginn hvers vegna fólkið er að þessu. Þau sem þetta gerðu á undan henni eru meðal annarra Dustin Hoffman, Juliet Binoche, Ralph Fiennes og Kevin Spacey. Kannski langar þau bara að leika ... Hughes og Fedra Og talandi um leikhús í London og Ted Hughes í sama PSi þá er ekki úr vegi að benda fólki á - ef það er á leið til London og hefur ekki efni á Kidm- an - að í Almeida-leikhúsinu er verið að leika Fedru eftir Racine í feikigóðri nýrri þýöingu Hughes. Þar er stórleik- ari í hveiju hlutverki og sagan af kon- unni sem elskar stjúpson sinn með al- ræmdum afleiðingum lifnar sem aldrei fyrr á sviðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.