Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Síða 19
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 19 Skúli Sverrisson rafbassaleikari. Austrænn djass Balkandjasssveitin Pachora er sennilegast minna þekkt hérlendis en þeir einstaklingar sem hana skipa. Fyrir utan rafbassaleikarann Skúla Sverrisson eru meðlimir sveitarinnar þeir Chris Speed, sem leikur á klarínett, og Jim Black trommu- og slagverksleikari, sem báðir hafa leikið hér nokkrum sinnum áður og léku inn á „Dofinn", plötu Hilmars Jenssonar, árið 1995. Djass Ársæll Másson Fjórði maðurinn er svo Brad Shepik sem leikur á portúgalskan gítar og saz, strengjahljóðfæri svipað gítar. Tónlist þeirra hefur ósjaldan heyrst í Knitting Factory, sem er einn virtasti djass- staður New York og gróðrarstía nýjunga og til- raunamúsíkur. Einnig er starfandi útgáfufyrir- tæki með sama nafni, og er nýleg plata Pachora gefin út undir merki Knitting Factory. Pachora kom hingað til lands á vegum plötubúðarinnar 12 tóna og hélt tónleika í Loftkastalanum á fimmtudagskvöld. Tónlist hljómsveitarinnar byggist á austur- lenskum hefðum af ýmsum toga. Til dæmis hefðu þeir sem hafa hlustað á gríska Bouzoukitónlist kannast við ýmislegt í tónlist- inni, og einnig hljómaði torkennilegt strengja- hljóðfæri Brads Shepik stundum líkt og ind- verskur sítar. Lögin voru ýmist eftir meðlimi hljómsveitarinnar eða austurlensk þjóðlög, og iðulega sett saman í syrpur. Þegar John Coltra- ne forðum heillaðist af þessum austrænu skölum flutti hann þá inn í bíboppið, sem var hans tón- list. Meðlimir Pachora byggja á nýrri djasshefð- um, og útkoman verður þá vitaskuld önnur og öðruvísi. En hvernig svo sem reynt er að lýsa tónlist- inni þá er hitt víst að flutningur hennar var hreint út sagt frábær, enda eru allir meðlimir sveitarinnar framúrskarandi tónlistarmenn. Jim Black er einn skrautlegasti slagverksleikari sem undirritaður hefur heyrt i, og ekki skaðar að stórskemmtilegt er að horfa á hann spiia. Það eru heldur ekki margir sem fara í fótin hans Skúla i rafbassaleik, og var oft á tíðum ótrúlegt að heyra og sjá tök hans á hljóðfærinu. Þótt eyru gagnrýnandans væru búin að fá nóg af sefjandi áhrifum austrænnar menningar við lok dag- skrárinnar þá létu ánægðir áheyrendur ekki á sér standa og kríuðu út aukalag með dúndrandi lófaklappi. Áður en Pachora fór á sviðið lék „íslenski hljóðmúrinn", Óskar Guðjónsson og Jóhann Jó- hannsson, á tenórsaxófón og tölvu. Óskar hefur undanfarið þreifað tónlistargyðjuna á ýmsum stöðum og útkoman yfirleitt verið áhugaverð, þótt þeim Hljóðmúrsfélögum tækist ekki að heilla mig í þetta sinn. menning Perla í bókahafi I nýútkomnu ljóðasafni, Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna, hefúr Silja Aðalsteinsdóttir valið Ijóð úr verkum 45 skáldkvenna, sú elsta (Guðný frá Klömbrum) er fædd 1804, sú yngsta, Eva María Jónsdóttir, árið 1971. Aldurspönn ljóðanna í þessu riti er um það bil 150 ár, svo þar gefur að líta margbreytileg efni. Ljóðin mynda á vissan hátt sjálfstæða, listræna heild, nokkurs konar lífssögu. í fyrstu fjalla þau um bernskuna, þá ung- lingsárin, því næst fullorðinsár og margvíslegt hlutskipti kvenna sem eru ungar stúlkur, unnustur, mæður, ástkonur, eiginkonur, ein- stæðar konur, gamlar konur. Ljóðin tjá þær kenndir og hugsanir sem leita á einstakling frá vöggu til grafar; veita innsýn í hugðar- og viðfangsefni á ýmsum tímum, bæði í sögulegum og persónulegum skilningi. í formála bókarinnar veltir Silja Aðalsteins- dóttir því upp hvort „konur gangi nær sjálfum sér í Ijóðum sínum en karlar" (9). Áhrifa- mestu ljóð þessarar bókar fjalla einmitt um sorgina og söknuðinn, til dæmis tregróf Guð- Bókmenntir Ólína Þorvarðardóttir nýjar frá Klömbrum, „Sit eg og syrgi“ (96) þar sem „Sársaukinn á sér ekki endastöð" eins og segir í samnefndu ljóði Berglindar Gunnars- dóttur (123), nema þá helst dauðann sem í ljóði Þuríðar Guðmundsdóttur er miskunn- samur andspænis grimmd lífsins. „Og samt óttumst við dauðann / en elskum lifið“ (Þver- sögn, 138). Auðvelt er að bera saman ljóð eldri og yngri skáldkvenna, sem oftar en ekki standa hlið við hlið á síðum bókarinnar. Er athyglisvert að sjá hve efnistök geta verið lík, þrátt fyrir mismunandi ljóðform, og þótt áratugir og ólík lífskjör skilji höfundana að. Ágústína Jóns- dóttir heldur „dauðahaidi í unað djúps- ins“ og vonar að henni „skjóti aldrei upp á yfirborðið" (Brim, 63); háifri öld áður setti Hulda sömu hugsun í ann- að form: „Gleymt er allt í faðmi þín- um / og mig sjáifa síst ég þekki / síðan þú rændir ástum mínum“ (Þú hlustar Vör, 62). Titill bókarinnar gæti leitt ein- hvem til að halda að þar sé heildarúrval úr verkum ís- lenskra skáldkvenna frá upp- hafi. Hér eru þó hvorki Ijóð eftir yngstu skáldkonurnar né heldur þær elstu. Hið siðarnefnda skýrist trúlega af þvi að nafngreindar skáld- konur eru hverfandi lltill hluti af hinni skráðu (viðurkenndu) bókmenntasögu fyrr en komið er fram á þessa öld „þó að trú manna sé nú að konur eigi einhvern hluta eddu- kvæða og ef til vill meiri hluta hinna áhrifa- miklu þjóðkvæða „ (9), eins og segir í formála. Einhverjir hljóta þó að sakna hér ljóðamæla eftir elstu nafnþekktu skáldkonurnar, til dæmis Steinunni Refsdóttur, Jóreiði i Miðj- umdal og Steinvöru Sighvatsdóttur, eða seinni tíma skáldkonur á borö við Sigríði skáldu, Steinunni Finnsdóttur, Látra-Björgu, Vatnsenda-Rósu, Ólínu Andrésdóttur eða nöfnu hennar Jónasdóttur. Engu að síður er hér mikil breidd vel val- inna Ijóða og frágangur allur til fyrirmyndar. Bókin stendur vel undir nafni sem „perla“ í bókaflóðinu að þessu sinni, og mun áreiðan- lega halda glampa sínum lengi eftir að það er yfirstaðið. Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin, Hörpuútgáfan 1998 - 142 bls. sHs*. -JF Z) a i ha tsu Daihatsu ... undir hamrinum Gran Move 3 ára ábyrgð DAIHATSU fínn í rekstri Aðgangur öllum heimill Daihatsu Gran Move er rúmgóður og lipur fjölnotabíll sem hentar jafnt í stutta snúninga sem lengri ferðalög. Sætin eru þægileg, lofthæð mikil og dyrnar stórar. Aðgengi er öllum auðvelt og barnastólar valda engum vandræðum. Farangursrýmið er einnig sérlega notadrjúgt og hægt er að stækka það úr 400 lítrum í 850 lítra. Daihatsu hefur jafnframt lagt mikla áherslu á öryggi við hönnun Gran Move. Farþegarýmið er sérstaklega styrkt og krumpusvæði dreifa höggi við árekstur. Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Sími 462 2700 I Bílasala Keflavíkur I Bíley 1 Betri bílasalan Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi I Sími 421 4444 | Sími 474 1453 I Sími 482 3100 Boðinn og búinn Af ríkulegum staðalbúnaði Gran Move má nefna vökvastýri, rafknúnar rúður og spegla, samlæsingu, útvarp og segulband með fjórum hátölurum, plussáklæði, fjóra höfuðpúða, tvískiptan málmlit, álfelgur, tvo loftpúða og styrktarbita í hurðum. Sjálfskiptingin hefur fjóra gíra og stillingu fyrir þrenns konar akstursmáta. Allir bílarfrá Daihatsu eru með sex ára ryðvarnarábyrgð og þriggja ára almenna ábyrgð. Beinskiptur kr.1.348.000 Sjálfskiptur kr. 1.468.OOO Tvisturinn Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141 BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.