Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 28
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 36 nýtt hlutverk Tilraunir í spænska bænum Villarrobledo benda til aö það sé góö hugmynd aö endumýta gömul bíldekk. Verkefni þetta nýtur styrks frá Evrópusam- andinu. Dekkjunum er aftur breytt í framparta sína, þaö er gúmmí, v:tál og vefnaðarþræöi. Allt er þetta svo notað til annarra hluta, eins og í hljóðmanir við hraðbrautir og i vegklæðn- ingu. Tilraunin á Spáni á rætur sínar að rekja til þess að stór- ir haugar af gömlum bildekkj- um eru bæði heilsu- og um- hverfisspillandi. Til dæmis þurfti eitt sinn að flytja alla íbúa bæjar nokkurs í Kanada á brott vegna svælu frá dekkjahrúgu sem brann stjóm- laust. Reykingamenn heyra verr Reykingamenn tapa oftar heyrn en þeir sem ekki reykja, segir í niðurstöðum vísinda- manna sem rannsökuðu 3700 manneskjur á aldrinum 48 til 92 ára. Frá þessu er skýrt i tímariti bandarísku lækna- samtakanna. Allir þátttakendur í tilraun- inni gengust undir margs kon- air heymarpróf. Við saman- ^ burð á niðurstöðunum kom í ljós að reykingamönnum var tvöfalt hættara við að tapa heyrn en reykleysingjum. Og eftir því sem menn reyktu meira, þeim mun meira varð heymartapið. Jafnvel þeir sem bjuggu með reykingamönnum en reyktu ekki sjáifír voru i auk- inni hættu á að tapa heym. Ekki er vitað hvers vegna tóbaksreykurinn skaðar heymina, eins og allt bendir til. Gullnáma í 'plöntunum Hópur ný-sjálenskra vís- indamanna hefur fengið plönt- ur til að safna saman gulli í veflum sínum með því að rækta þær á málmgrýti. Vís- indamennimir segja að sé verðið rétt, borgi sig hugsan- lega að vinna gull með því að rækta kaffifífil til dæmis ofan á haugi af námuúrgangi. Vísindamennirnir ræktuðu kaffífífil, mustarð og aðrar teg- undir á málmgrýti sem inni- *hélt gull og hafði verið með- < höndlað með þíósýanati sem notað er við námugröft til að leysa upp málminn. Að nokkrum vikum liðnum voru plönturnar slegnar og rann- sakaðar og reyndist gullið í þeim vera 20 partar af milljón þar sem mest var. \ lÁkdjjJj j Áþreifanlegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna á heimskautasvæðum Kanada: Hreindýr í útrýmingarhættu vegna loftslagsbreytinga Ný byssukúla þefar uppijarð- sprengjur Sprengjusérfræðingar fá bráð- um, ef að líkum lætur, góðan bandamann í leit að jarðsprengj- um: Nýja tegund byssukúlu sem vísindamenn við Missourihá- skóla hafa þróað. Þetta kemur fram í tímaritinu New Scientist. Kúlu þessari er skotið úr þyrlu sem flýgur í um eitt hund- rað metra hæð yfir jörðu. Þegar kúlan smýgur ofan í jörðina sendir hún frá sér öflugar út- varpsbylgjur sem endurkastast af öllum jarðsprengjum sem era í innan við fimmtán metra radí- us. Loftnet á þyrlunni nemur endurkastið. „Þegar jarðsprengjurnar hafa verið staðsettar er hægt að eyði- leggja þær strax eða skrá niður stöðu þeirra svo hægt sé að fást við þær síðar. Jarðsprengjan mundi aö sjáifsögðu springa ef kúla hitti hana,“ segir i grein í tímaritinu. Thomas Engel, einn verkfræð- inganna sem þróuðu kúluna, segir að kosturinn við hana sé meðal annars sá að spengjuleit- armenn þurfi sjálfir ekki að vera á stjái og eiga á hættu að stíga ofan á jarðsprengjur. Talið er að um eitt hundrað milljónir jarðsprengna leynist í jörðu í 64 löndum víðs vegar um heiminn. Um tuttugu og fimm þúsund manns láta ýmist lífið af þeirra völdum eða örkumlast á ári hverju. Ástandið varð til þess að Díana prinsessa lagði út í her- ferð fyrir banni við notkun þess- ara viðurstyggilegu vopna. Áður en hún lést á síðasta ári heim- sótti hún bæði Angólu og Bosn- íu til að vekja athygli á hörmu- legum afleiðingum jarð- sprengna. Heimsóknir hennar vöktu mikla athygli. Á síðasta ári undirrituðu 123 lönd bann við notkun jarð- sprengna á ráðstefnu sem hald- in var í Ottawa í Kanada. Fjöra- tíu og sjö lönd hafa þegar stað- fest samniginn og gengur hann í gildi 1. mars 1999. Allar líkur eru á að loftslags- breytingar sem hafa orðið á af- skekktum heimskautaeyjum Kan- ada séu að ganga af fágætri hrein- dýrategund dauðri. Að sögn um- hverfisverdarsamtakanna Green- peace eru nú ekki eftir nema um 75 dýr af Pery hreindýrunum, eins og þau eru kölluð. Dýrin lifa á eyjum undan vesturströnd Kanada. Meiri jafnfallinn snjór en áður veldur því að dýrin örmagnast og deyja í leit sinni að æti. Hreindýrin í Norður-Ameríku eru sömu tegundar og hreindýrin í Vestur-Evrópu sem flest hver eru komin í þjónustu mannanna. „Fækkunin í stofni Peary hein- dýranna virðist vera hin fyrsta sem verður í stofni stórra villtra dýra sem rekja má til loftslags- breytinga í heiminum," segir Kevin Jardine, loftslagssérfræð- ingur Greenpeace. Fækkað hefur í hreindýrastofnin- um allar götur frá árinu 1961 þegar talin voru rúmlega tuttugu og fjög- ur þúsund dýr, að því er kemur fram í rannsóknum kanadísku vís- indakonunnar Ann Gunn. „Þegar snjórinn fellur er hlýtt í veðri svo hann verður þéttari. Stífir vindar þjappa honum enn frekar saman og siðan eyða hrein- dýrin einfaldlega of mikilli orku þegar þau reyna að krafsa i gegn um snjóinn í leit að einhverju að eta,“ er haft eftir Gunn. Kevin Jardine segir að hópur 2500 fremstu vísindamanna heimsins sem sitja í alþjóðlegri lofstlagsnefnd hafi varaö við því að Peary hreindýrin eigi á hættu að þurrkast út. Peary hreindýrin eru að því leytinu ólík bræðrum sínum og systrum að þau safnast ekki sam- an í stórum hjörðum heldur eru dreifð um allt í minni hópum. Hugsanlega eru enn eftir nokk- ur Peary hreindýr á Grænlandi vestanverðu og á heimskautaeyj- unum undan Kanada austan- verðu. Ekki hafa þó verið gerðar kannanir á þessum afskekktu stöðum, að sögn grænfriðunga. Á löngum vetrarmánuðum verða dýrin að leggja hart að sér við að ná sér i mosa og fléttur undan snjónum. En bruni jarðol- íu og aukning svokallaðra gróður- húsalofttégunda eru talin hafa valdið aukinni úrkomu á heim- skautasvæðunum, þar sem lofts- lag er alla jafna í þurrara lagi, og hækkað hitastigið. Aðrar tegund- ir heimskautahreindýra eru einnig í útrýmingahættu af völd- um loftslagsbreytinga, að því er segir í skýrslu Greenpeace. Ökumenn sem taka róandi lyf við kvíða og öðrum kvillum eru í nokuð meiri hættu á að lenda í umferðar- slysum en aðrir ökumenn. Rannsókn sem vísindamenn við háskólann í Dundee á Skotlandi gerðu leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir dauða 110 manna og afstýra 1600 umferðarslysum á ári á Bretlandi ef fólk sem neytir svokallaðra bensódíasepínlyfja æki ekki bílum. „Ráðleggja ætti þeim sem taka þessi lyf að keyra ekki,“ segja Tom McDonald og samstarfsmenn hans í grein sem birtist í læknablaðinu Lancet. Bensódíasepínlyf verka á mið- taugakerfið og eru notuð við með- ferð á kvillum eins og kvíða, kvíða- köstum svefnleysi og vöðvakrampa. Þau hafa áhrif á afmörkuð svæði í heilanum og era róandi. Vísindamennirnir skoðuðu skýrslur um tuttugu þúsund um- ferðarslys á tveggja ára tímabili og leituðu að sambandi við lyfseðils- skyld lyf sem hafa áhrif á hugann, eins og þunglyndislyf, róandi lyf og svefhlyf. „Þessum lytjum (bensódíasepín- samböndunum) hefur alltaf fylgt viðvöran um að þau geti valdið svefnhöfgi sem kynni að hafa ahrif á athafnir eins og akstur. Rannsókn eftir því sem ökumaðurinn varð eldri. Eitt nýjasta svefnlyfið, sopiclone, okkar sýnir að þeir sem taka þessi lyf era í aukinni hættu á að lenda í umferðarslysum. Það verður að gefa þeim skýrar ráðleggingar um að keyra ekki,“ segir McDonald. Rannsóknin leiddi í ljós að slysa- hættan jókst eftir því sem lyfja- skammturinn varð stærri og ef öndunarpróf lögreglu sýndi fram á áfengisneyslu. Áfengi flýtir fyrir upptöku lyfia þessara í líkamanum. Slysahættan minnkaði hins vegar reyndist einnig auka hættuna á um- ferðarslysum. „Þessar niðurstöður koma heim og saman við athuganir á tilraunastofu þar sem ben- sódíasepínsambönd höfðu áhrif á hreyfigetu manna og þvi meiri sem skammturinn stækkaði. Þá jukust áhrifin mikið við áfengisdrykkju,“ segir Tom McDonald. Hér á því við hið sama og þeir sem berjast gegn ölvunarakstri segja: Eftir einn ei aki neinn. Ekki bara brennivínið sem er hættulegt í umferðinni: Ökumenn á róandi lyfj- um lenda í fleiri slysum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.