Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 48
stölur laugardaginn: ?17 12 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnlngs- upphæð 1. 5af 5 2 1.019.800 2. 4 af 0 306.450 3. 4 af 5 69 6.910 4. 3 af 5 2.291 480 Jókertölur vikunnar: ____________ gFRÉTTASKOTIÐ M SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 Halamið: Frystitogari fargaði tófu Áhöfnin á frystitogaranum Slétta- nesi rak upp stór augu í gær þegar ifiún sá tófu á ísjaka um 45 sjómilur á ’hafi úti. Skipið var á veiðum á Hala- miðum þegar skipstjórinn veitti eftir- tekt svartri þúst sem var á jaka. Hann sneri skipinu við til að sjá betur hvað væri á ferðinni. Kom þá í ljós mönn- um til mikillar undrunar að þama norður í ballarhafi var tófa á ísjaka sem var rétt rúmlega fermetri að stærð. Skepnan var aðframkomin og sáu menn ekki annað ráð en farga henni. Einn úr áhöfninni felldi því tófuna með haglabyssu. Menn höfðu nokkra eftirþanka af því að drepa skepnuna og þá kannski sérstaklega vegna umræðu um dráp á ísbimi og þvottabirni nýverið en þeir höföu eng- in ráð tii að bjarga dýrinu. -rt * Óhapp í Hval- fjaröargöngum Veggklæðning skemmdist á um 20 metra kafla í Hvalfjarðargöngum þeg- ar ökumaður missti stjóm á bíl sin- um. Bíllinn skemmdist mikið en öku- maðurinn og farþegi hlutu ekki telj- andi meiðsl. Óhappið varð þegar biln- um var ekið sunnan að og var að nálg- ast gangamunnann norðan megin. Að sögn lögreglu er talið að hjólbarði hafi ujj^FPrungið. -Ótt i gærkvöld var Hellisbúinn sýndur í fimmtugasta sinn. Sýningin nýtur enn svo gríðarlegra vinsælda að uppselt er á hana fram að jólum og eru aðstandendur farnir að selja miða á sýningar á næsta ári. Eins og flestum er kunnugt tek- ur Hellisbúinn á vandamálum í samskiptum kynjanna og sagt er að hann hafi hreinlega bjargað hjónaböndum frá skipbroti með speki sinni. Hér bregður eini leikari sýningarinnar, Bjarni Haukur Þórsson, á leik með leikstjóranum, Sigurði Sigurjónssyni og þýðandanum, Hallgrími Helgasyni, baksviðs fyrir sýningu. DV-mynd JAK Klifur utan á húsi: Slasaðist lífshættu- lega 19 ára piltur slasaðist lífshættu- lega eftir að hafa klifrað upp á hátt bárujárnshús við Þingholt- stræti á fimmta tímanum aðfara- nótt laugardagsins. Hann hefur legið þungt haldinn á gjörgæslu- deild um helgina, með slæm höf- uðmeiðsl, mjaðmagrindarbrot, rif- beinsbrot, sem orsökuðu að annað lungað féll saman, og kinnbeins- brot. Pilturinn var í heimsókn hjá ættingjum og átti svefnstað í hús- inu um nóttina. Hann hafði verið úti að skemmta sér en fann ekki húslykilinn í fórum sínum þegar hann kom í Þingholtsstrætið. Eft- ir það klifraði hann upp eftir hús- inu en féll síðan á gangstétt við framhlið þess, að því er talið er. Sjónvarvottar komu að piltintun og reyndu að hlúa að honum þar sem hann lá illa slasaður. Vegna mikilla meiðsla missti hann með- vitund áður en hann kom á Sjúkrahús Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lækn- is á gjörgæsludeild í gærkvöld var líðan piltsins eftir atvikmn þar sem honum var haldiö sofandi í öndunarvél. -Ótt Umfangsmikil ákæra gefin út á hendur fyrrum bílasala: Tugmilljóna fjár- dráttur og svik - á fólki sem ýmist keypti af eöa seldi manninum Lögreglustjóraembættið í Reykjavík hefur gefið út umfangs- mikla ákæru á hendur fyrrum for- svarsmanni bílasölunnar Bíla- torgs þar sem honum eru gefin að sök tugmilljóna fjársvik gagnvart fjölmörgum viðskiptaaðilum sín- um á síðustu missertun. Margra milljóna króna bótakröfur eru lagðar fram í málinu. Samkvæmt rannsókn og sakar- giftum á hendur manninum stundaði hann mjög vafasöm bíla- viðskipti. Margir viðskiptamenn hans þekktu hann á því að hafa ekki aflétt veðum af bílum sem ^ann seldi. Viðskiptin gengu áarnan þannig fyrir sig að mað- urinn keypti bíla á lánum. Síðan tók hann veð í viðkomandi bílum. Þegar hann seldi þá fékk hann bíl- ana staðgreidda en lofaði kaup- endunum að aflétta veðunum sem hann aldrei gerði. Hann greiddi heldur ekki af lánunum. Eftir stóð að kaupendur, sem höfðu treyst því að veðunum yrði aflétt, sátu eftir með sárt ennið. Úr þessu varð umfangsmikil skulda- og vanskilasúpa bílasalans sem varð- aði fjárhag tuga heimila. Með þessu athæfi telst bílasal- inn hjá Bílatorgi hafa svikið fé út úr lánveitendum sínum og við- skiptavinum, það er þeim sem seldu honum bílana og þeim sem keyptu þá af honum. Bílasalinn er ekki einvörðungu ákærður fyrir fjárdrátt gagnvart fjölda fólks. Honum er einnig gefið að sök skjalafals með því að falsa starfsábyrgðatryggingar. Þannig hafi hann slegið ryki I augu fólks um að hann hefði yflr höfuð leyfi til að selja bíla. Hann er einnig ákærður fyrir brot á tékkalögum og fleira. Réttarhöld eru fram undan í Héraðsdómi Reykjavíkur. Búist er við að þau verði yfirgripsmikil í ljósi þess að brotaþolarnir eru margir og bótakröfur háar. -Ótt Umsjónarmenn Gettu betur ráðnir: Akveðið hefur verið að Logi Berg- mann Eiðsson taki við af Davíð Þór Jónssyni sem spyrill hinnar vin- sælu spurningakeppni framhalds- skólanna Gettu betur sem fram fer í Sjónvarpinu í febrúarlok. Sam- kvæmt heimildum DV standa yflr samningaviðræður við Illuga Jök- ulsson um að taka sæti dómara í keppninni. Andrés Indriðason er framleiðandi þáttanna og mun hann hafa kynnt nýtt ákvæði um kæru- frest sem er á þá leið að ef lið er ósátt við dómgæslu í keppninni get- ur það lagt fram kæru, en það verð- ur að gerast innan þriggja klukku- stunda frá því að keppni lýkur. Að- eins er hægt að leggja fram kæru ef munar einu til tveimur stigum á liðunum og verði fallist á efnisat- riði kærunnar skulu lið mætast að nýju í bráða- bana. í samtali við DV sagði Logi að nýja starflð legð- ist vel í sig: „Ég hef eins og aðrir landsmenn alltaf haft gaman af keppninni þó að ég hafl aldrei verið nógu greindur til þess að taka þátt,“ sagði Logi, en hann mun jafnframt halda áfram að starfa sem fréttamaður. -þhs Logi Bergmann spyrill Logi Bergmann Eiðsson. Jóhanna Sigurðardóttir um Kvennalistann: Mála sig alveg út í horn „Kvennalistinn • er að setja fram skilyrði um eitt af þremur efstu sæt- unum i öllum kjördæmum og að auki tvö örugg sæti í Reykjavík. Ég tel að það sé afar óskynsamlegt að setja svona skilyrði, ekki sist þar sem þær sjálfar túlka þau sem ófrávíkjanleg," sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður í samtali við DV í gærkvöld. Jóhanna sagði að hætta væri á að Kvennalistinn hefði málað sig út í horn með þessari kröfu. „Ég sé ekki hvemig hægt verður að Jóhanna Sig- ganga að þessum urðardóttir. skilyrðum." -SÁ Veðrið á morgun: Kólnar nokkuð norðan- lands Norðan gola og víða bjart. Hiti nálægt frostmarki, en kóinar nokkuð norðanlands þegar líður á daginn. Veðrið í dag er á bls. 53. -SUBUURV' -SUBWRY' -SUBUJRV' MERKILEGA MERKIVELIN brother pt 2 íslenskir stafir 5 leturstærðir 6 leturgerðir, 6, 9 og 12mm prentborðar Prentar 12 Itnur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.