Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 Fréttir Maður dæmdur - krafðist afsökunarbeiðni eftir að vagnstjóri neitaði að taka bamamiða sonar hans: Greiðir 150 þúsund vegna árásar á strætóbílstjóra Faðir 12 ára drengs, 32 ára Garð- bæingur, var í gær dæmdur til að greiða strætisvagnabílstjóra 50 þúsund krónur í bætur og 100 þús- und í málskostnað fyrir að hafa ráðist á bílstjórann eftir að hann hafði meinað drengnum inngöngu í vagninn á bamafargjaldi. Dóm- urinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að þau ummæli að hegðun bílstjórans gagnvart drengnum hefði verið „lúaleg og lítilmannleg" væru lögmanni árás- armannsins til vansa. Drengurinn kom inn í strætis- vagninn við Furugrund í Kópavogi að kvöldi 4. apríl síðastliðinn. Hann setti bamamiða í stauk við hlið vagnstjórans. Bílstjórinn krafði drenginn ítrekað um fullorðins- gjald, 130 krónur, og lét sem vind um eyru þjóta mótbárur hans og annarra drengja í strætisvagninum um að hann væri aðeins 12 ára og bæri því aðeins að greiða 50 króna bamagjald. Fór svo að drengurinn hrökklaðist út úr vagninum og gekk heim til sín. Þegar heim kom reiddist faðir- inn og ákvað að fara með son sinn á fund vagnstjórans og krefja hann um endurgreiðslu og afsökunar- beiðni. Fóm þeir að kaffistofu vagnstjóra við Digranesveg þar sem bílstjórinn var. Hann neitaði að biðjast afsökunar. Faðirinn missti þá stjórn á skapi sínu og réðst á bílstjórann. Dómurinn taldi sannað að hann hefði tekið báðum höndum um vesti hans og ýtt honum upp að dyrastaf og það- an ofan í bekk eða stól við borð á kafflstofunni. Bílstjórinn var frá vinnu í 2 daga vegna meiðsla. í dóminum segir eftirfarandi: „Framganga stefnda var harkaleg, ótilhlýðileg og niðurlægjandi gagn- vart stefnda þar sem hann var staddur vegna atvinnu sinnar inni í kafíistofunni ásamt öðmm vagn- stjóra. Verður hún ekki réttlætt með því að stefnandi hafi vísað syni stefnda út úr strætisvagni fyrr um kvöldið enda þótt það hafi verið að ósekju en upplýst var undir rekstri málsins að drengurinn átti að greiða barnafargjald umrætt sinn. Bílstjórinn kærði atvikið til lög- reglu. Að lokinni rannsókn var ekki talin ástæða til opinberrar málshöfð- unar gegn árásarmanninum. Hann ákvað því að fara í einkamál enda hefði verið um að ræða árás á per- sónu sína og frið, auk þess sem hann hefði haft hræðslutilfinningu eftir hina ólögmætu meingerð árás- armannsins. Jónas Jóhannsson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. -Ótt Hrólfur Jónsson, slökkviliösstjóri í Reykjavík, um eldvarnir: Gott eftirlit á skemmtistöðum - mest afskipti höfö af Tunglinu sem brann sl. sumar „Aö okkar mati er eldvamaeftir- lit á veitingastöðum hér á landi mjög gott. Sá veitingastaður sem var hvað erfiðastur í þessu sam- bandi og við þurftum að hafa mest afskipti af var Tunglið sem brann síðastliðið sumar. Hér á landi höf- um við öflugri leið en í nágranna- löndunum því ef þessi mál eru ekki í lagi þá getum við svipt viökom- andi stað leyfinu á örskömmum tíma. Það gerir það að verkum að veitingamenn passa sig betur að uppfylla öll skilyröi, m.a. eldvama- mál. Ég vil meina að við þetta kerfi hafi ástandið hér lagast mikið,“ seg- ir Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Hrólfur segir að óeinkennis- klæddir slökkviliðsmenn kanni ástand skemmtistaða nokkmm sinnum á ári og fari þá gaumgæfi- lega yfir útganga og ljósabúnað á viðkomandi stöðum. Auðvitað höfrnn við meira eftirlit með sumum stöðum en öörum. Það em oft eldri hús sem em þannig byggð að þau em i takt við reglu- Mest afskipti þurfti slökkviiið og eldvarnaeftirlit að hafa af skemmtistaðnum Tunglinu sem brann sl. sumar. DV-mynd S gerðir nútímans, t.d. timburklædd hús. Á þessum stöðum em útgangar i lagi. Sumir staðir em þannig að það myndast stappa á annarri hæð- inni meðan neðri hæðin er kannski tóm. Og svo er auðvitað alltaf troðið við barina. Það er auðvitað ekki hægt að loka þessum stöðum en við fylgjumst betiir með þeim. Ef staður tekur yfir 50 manns þá þurfa að vera lágmark tveir útgangar á staðnum. Að mínu mati er því öfl- ugt eftirlitskerfi hér,“ segir Hrólfúr. Hann segir að erfiðast sé að fylgj- ast með salarkynnum sem em leigð út fyrir skemmtanir og samkvæmi. Hrólfur minnir á að bruninn í Gautaborg hafi komið upp í sal sem tekinn var á leigu og leigjendur bára ábyrgð á honum. „Hús sem er leigt svona út leggur ekki til neitt starfslið. Þeir sem leigja staðinn bera því ábyrgðina. Hér em þessir útleigusalir nokkrir og það hefur verið nokkuð um þetta, sérstaklega hjá skólafólki og öðm ungu fólki,“ segir Hrólfur. -RR Framboðsjafnrétti kvenna Jafnréttisbarátta Kvennalistans hefur smám saman verið að taka á sig nýja mynd. Eftir að Kvennalistinn fékk innan við fimm prósent atkvæða í síð- ustu kosningum hafa þær örfáu kvennalista- konur sem enn þá sitja á alþingi einbeitt sér að því að tryggja áframhaldandi setu sína á þingi. Jafnréttis- baráttan hefur sem sagt færst frá því að höfða til kvenna um að kjósa Kvennalistann í þágu kvenréttinda yfir í það að berjast fyrir þingsætum í þágu þeirra kvenna sem hlutu kosningu síðast. Þessi barátta er miklu mun torsóttari heldur en sú barátta sem lengst hefur verið háð um atkvæði kjósenda. Nú snýst hún um atkvæði þeirra flokka sem Kvennalistinn treystir á að færi þeim þingsæt- in. Ekki með því að tala til kjósenda heldur með því að tala til samstarfsflokkanna. Sem er auð- vitað miklu erfiðari barátta að því leyti að nú þurfa þær kvennalistakonur að stilla samtarfs- flokkunum upp við vegg og krefjast kvóta á framboðslistum án tillits til þess hvort kjósend- ur verða fleiri eða færri. Svo framarlega sem sætin em trygg til að þær sjálfar komist á þing, kemur þeim kvennalistakonum ekki við hvort framboðslistamir fái einhver atkvæði. Kvenna- listakonur hafa ekkert með það að gera, heldur hinir flokkamir, sem verða að tryggja þeim sæt- in, hvað sem líður öllu fylgi. Jafnréttisbarátta kvenna á íslandi er líka háð undir þeim for- merkjum að sumar konur em meiri konur og að minnsta kosti öðmvísi konur heldur en þær konur sem tilheyra öðmm hópi kvenna en þeirra sem em starfandi hjá Kvennalistanum. Það þýðir að þær konur sem A-flokkamir kunna að stilla upp til framboðs em ómark og teljast ekki með þegar stillt er upp á lista vegna þess að þær konur em ekki fullgildar konur í augum Kvennalistans og þess vegna ekkert rétt- læti eða jafnrétti í því ef konur úr öðrum flokk- um em teknar fram yfir konur frá Kvennalist- anum. Kvennalistakonur gera sér og grein fyrir því að prófkosningar innan samstarfsflokkanna em ekki nægileg trygging fyrir því að jafnrétt- ið njóti sín og þess vegna verður að túlka jafn- réttið með þeim hætti að réttar konur fái ömgg sæti á listum til að því jafnrétti sé náð sem jafn- réttiskonur berjast fyrir eftir að kvennabarátt- an tók á sig þá mynd að Kvennalistinn fær ekki nægilegt fylgi í kosningum. Ekki er enn þá víst að A-flokkamir samþykki þessar kröfur, en það er þá sönnun fyrir því að A-flokkamir skilja ekki nútímalega jafnréttisbaráttu, sem felst í því að allir séu jafnir, hvort sem þeir era jafnir eða ekki. Annað væri ójafnt í jafnréttisbarátt- unni. Dagfari Stuttar fréttir ðv Hugmyndum mótmælt Á aðalfúndi LÍÚ var mót- mælt öllum hug- myndum um að fjölga sóknardög- mm krókabáta og auka þannig aflahlutdeild þeirra á kostnað annarra. Það þykir mikilvægt að óheftum veiðum þorskaflahá- marksbáta á öðrum tegundum en þorski verði hætt og þessir aðilar settir undir sömu reglur og aðrir. í fangelsi Ríkisútvarpið greindi frá þvi að á undanfómum þremur árum hafi fjórir geðsjúklingar verið fluttir af geðdeild sjúkrahúsa í fangageymsl- ur. Vilja sjálfseignarstofhun Aðalfundur LÍÚ 1998 felur stjóm samtakanna að setja á stofn starfs- hóp til þess að undirbúa stofriun á sjálfseignarstofhun sem hefði það að markmiði að mennta starfsfólk í sjávarútvegi. Ekki tekin Kæra Ágústs Guðmundsson- ar kvikmynda- gerðarmanns var ekki tekin til greina en hann kærði að kvikmynd Ara Kristinssonar, Stikkfrí, var valin til aö keppa um Óskarinn. Mynd Ágústs, Dansinn, er þvi úr leik hvað Óskarinn varðar. til greina Ný reglugerö Ríkisútvarpið greindi frá því að umhverfisráðuneytið hafi sett reglugerð um akstur í óbyggðum. í fréttinni sagði að með reglugerðina að vopni geti Náttúmvemd rikis- ins takmarkað umferð í óbyggðum tímabundið eða lokað þar svæðum. Enn ffernur verður hægt að beita sektrnn og jafhvel dæma fólk í allt að tveggja ára fangelsi fyrir að valda náttúruspjöllum. Veröi lagt niöur Á 59. aðaifúndi LÍÚ var lagt til að Kvótaþing verði lagt niður, ella þurfi að breyta starfsemi þess þannig að augljósir vankantar á starfseminni verði sniðnir af hið fyrsta. Sjá þarf til þess að upplýs- ingar um viðskipti verði birtar eft- ir að þau hafa farið ffarn. Einnig þarf að vinna að þvi að tilboðsgerö verði auðveldari i meðförum og að skrifræðið í kringum Kvótaþingið verði einfaldað. Er óþolandi Rafiðnaðarsamband íslands tek- m heilshugar undir þau sjónarmið sem fram hafa komið hjá samtök- um sjómanna að það sé óþolandi fyrir íslenska launamenn að sam- tök atvinnurekenda skuli mark- visst vinna að því að bijóta niður löglega gerða kjarasamninga og þeir sjálfir hafa átt aðild að gera. (iuumcnm aciaiwu uiyiKJa Aðalfúndur ———-—— Öryrkjabanda- lags íslands, sem haldinn var 31. október, skorar á Alþingi að aflétta því neyðarástandi sem ríkir í tryggingamálum öryrkja og bú svo um hnúta að bætur dragis aldrei aftur úr þróun launavísitölu Þá skorar fúndurinn á Alþingi ai viðurkenna hina margvíslegu sér stöðu öryrkja með því að hækki grunnlífeyri sérstaklega og mes hjá þeim sem verða fyrir varan legri örorku á æskuárum. Vefjast fyrir mönnum Ömefhastofnun hefur verið að fjalla um og koma til skila niður- stöðum sínum um ný nöfn hinna ýmsu sameinuðu sveitarfélaga. Austri greinir frá því að nöfnin Hornafjörður og Austurríki vefj- ist enn fyrir mönnum en búið er að samþykkja þau nöfh. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.