Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 Fréttir Dýrara aö fljúga frá Ósló til Keflavíkur en alla leið til New York: Hafa fé af fólki í skjóli einokunar - segir Friörik Ö. Friðriksson sem barist hefur fyrir lægri fargjöldum Dy Ósló: „Ég hef aldrei skilið rök Flug- leiða í þessum máli, og það stríðir gegn heilbrigðri skynsemi að halda því fram að það sé dýrara að fljúga bara þriðjung að leiðinni en að fara alla leið. Upp á þessu flnna þeir hjá Flugleiðum á hverju ári,“ segir Friðrik Ö. Friðriksson, náms- maður og arkitekt i Ósló, í samtali við DV. Fyrir hönd námsmanna og íslendinga á Norðurlöndunum hef- ur Friðrik um árabil staðið í stappi við Flugleiðir vegna þess að flug- fargjöldin rjúka upp úr öllu valdi þegar kemur að jólum og öðrum hátíðum. Núna er staðan sú að það kostar 10 þúsund íslenskum krón- um minna að fara til New York milli jóla og nýárs en að fara bara tO Keflavíkur. Farið til New York kostar 35 þúsund en ferð í sömu flugvél og sama sæti bara til Kefla- víkur kostar 45 þúsund. „Til að koma í veg fyrir að fólk kaupi miða alla leið til New York og stökkvi af í Keflavík takmarka Flugleiðir tímann sem heimilt er að staldra við þar við þrjá daga. Flestir vilja lengra jólafrí. Ef menn kaupa hins vegar þennan sama flugmiða hjá SAS eða Lufthansa er viðdvölin í Keflavík ótakmörkuð," sagði Friðrik. „Það sem hér er að gerast er gömul stefna Flugleiða. í skjóli einokunar getur flugfélagið tvöfaldað verðið fyrir flugmiðana til íslands þegar fiestir vilja fara. Þetta bitnar auðvitað harðast á násmönnum, sem hafa úr minnstu að spila, en kemur líka illa við allt fjölskyldufólk," sagði Friðrik. Hann sagði að um langt árabil hefðu bæði félög íslenskra náms- manna og annarra íslendinga á Norðurlöndunum reynt að fá Flug- leiðir til að taka upp nýja stefnu og auka framboð á sætum í stað þess að sprengja upp verðið þegar mesta væri að gera. „Þeir hjá Flug- leiðum sjá að þeir græða meira á að hækka verðið en að auka fram- boðið. Þeir hugsa bara um að geta keypt sér ný jakkaföt og stærri vindla og komast upp með það vegna þess að þeir hafa einokim á flugleiðunum milli Norðurland- anna og íslands,“ sagði Friðrik. Á undanförnum árum hefur það gerst að íslendingafélögin hafa reynt að fá leiguflugvélar og enn í ár er verið að spá í að hafa samtök um flug til einhverrar borgar í Evrópu og fá svo leiguflug þaðan heim. Friðrik sagði þó að íslend- ingafélögin væri alls ekki í stakk búin að standa í flugrekstri og því hefðu þessar tilraunir ekki borið góðan árangur á síðustu ánun. -GK Björn Bjarnason um varaformannsslag: Barátta ótímabær Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra útilokar ekki að hann gefl kost á sér til varafor- manns Sjálfstæðis- flokksins en segist telja ótímabært að heQa kosningabar- áttu. DV sendi Birni Bjarnasyni fyrir- spurnina í tölvu- pósti inn á netfang hans sl. sunnu- dagskvöld. Hann segir í svarinu að landsfundur verði ekki fyrr en í mars en það sé mikilvægt að menn nýti tím- ann vel og einbeiti sér að málefnalegu starfl vegna stefnumótunar og með hliðsjón af þingkosningum næsta vor. „Ég tel hins vegar alveg ótímabært að hefja kosningabaráttu vegna varafor- mannskjörs,“ svaraði Bjöm. DV sendi Geir H. Haarde fjármála- ráðherra sams konar fyrirspum, en hann hefur ekki séð ástæðu til að svara. Fram hefur komið að Sólveig Pétursdóttir er að íhuga framboð vegna þrýstings frá landssamtökum sjálfstæðiskvenna. -SÁ Björn Bjarna- son mennta- málaráðherra. Aðeins 10 herbergi á sértilboði! Helgarferð .London 19. nóv. frá Við höfum nú tryggt okkur 10 herbergi á Regent Palace hótelinu þann 19.nóvember á frábærum kjörum. Fjöldi íslending a gisti á okkar vegum í fyrra á Regent Palace, enda um frábæra staðsetningu að ræða, við Piccadilly Circus, í hjarta London. Herbergin eru snyrtileg en ekki með baði á herbergjum, heldur á göngum hótelsins. Og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða á meðan á dvölinni stendur. Bókaðu meðan enn er laust. 2 fyrir 1 til London Verð kr. 14.550 Flugsœti til London með flugvallarsköttum. Ferðfrá mánudegi tilfimmtudags 9. og 16. nóv. Flugsœti kr. 21.900 Skattur kr. 3.600 x 3 = 7.200 Samtals kr. 29.100. Á mann kr. 14.550 www.heimsferoir.is Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 12. nóv. Kr. 29.990 Sértilboð 19. og 26. nóvember, Regent Palace hótelið, 4 nœtur í 2ja manna herbergi. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 Vel hefur veiðst af kolmunna. Hér er áhöfnin á Þorsteini EA að afgreiða flottrollið. DV-mynd Þorsteinn Gunnar Kolmunninn mok- veiðist fýrir austan Mikil kolmunnaveiði hefur ver- ið í Rósagarðinu út af Austfjörðum síðan í ágúst. Nótaskipið Þor- steinn EA hefur fengið yfir 10 þús- und tonn af kolmunna síðan 1. ágúst sem er algjört aflamet. Skip- ið veiðir í flotvörpu og fékk allt upp í 180 tonn í hali i veiðiferðinni sem lauk í síðustu viku þegar landað var 980 tonnum á Neskaup- stað. -rt Læknafélagið vill fresta frumvarpi: Skref í rétta átt Aðalfundur Læknafélags íslands telur fyrirliggjandi frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði óá- sættanlegt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að ef litið sé á ályktun Læknafélagsins þá sé í henni ekki lagst gegn gagna- gnmnsfrumvarpinu heldur séu ákveðnir fyrirvarar settir. „Aðalfundur fer fram á að ákveðin atriði séu könnuð betur. í ályktun- inni er ekki sagt að Læknafélagið leggist gegn frumvarpinu. Hins veg- ar eru ýmsir fyrirvarar settir. Þetta er skref í rétta átt og breyting frá fyrri ályktunartil- lögu sem lögð var fyrir aðalfund stjómar í síðasta mánuði. Ég hafði þó sannarlega von- ast til þess að Læknafélagið gæti séð sér fært að fall- ast á frumvarpið eins og það er í núverandi mynd.“ -SJ Stefáns- Siv í slaginn Fullvíst er talið að Siv Friðleifsdótt- ir, alþingismaður Reyknesinga, gefi kost á sér sem varaformaður Framsókn- arQokksins. Þegar hefur Finnur Ing- ólfsson viöskiptaráð- herra lýst yfir framboði sínu. Undanfarnar vik- ur hefur hann farið víða ogplottað í hinum ýmsu kjördæmum til að tryggja sér stuðn- ing sem fle$tra flokks- manna. Smðnings- menn Sivjar segja flokknum nauðsynlegt að styrkja ímynd sína á mölinni með því að kjósa konu sem þar að auki sýndi að flokkur- inn, sem aldrei hefur átt konu á stóli formanns eða varaformanns, sé með af- brigðum fijálslyndur. Það er því ljóst að steöiir í hörkuslag milli flokkssystkin- anna tveggja ... Gul, blá og marin Gamanleikurinn Sex í sveit gengur fyrir troðfuilu húsi í Borgarleikhúsinu. Um síðustu helgi fóru leikaraþjónin Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björg- vinsdóttir á kostum sem endranær ásamt öðrum leikurum. Litlu munaði að þessi gam- anleikur fengi dramatískan endi þegar verið var að klappa leikarana upp öðru sinni. Hall- dóra Geirharðs- dóttir, sem fer með hlutverk sýningar- stúlku og viðhalds, skutlaði sér á mag- anum inn á sviðið en ekki „vildi betur til“ en svo að hún sveif fram af sviðinu og út í sal, áhorfendum til ómældrar skelfingar. Það var mörgum léttir þeg- ar hún reis upp óbrotin og fékk aðstoö hinna leikaranna við að klöngrast upp á sviðið aftur. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Halldóra flýgur en í fyrsta sinn sem það gerðist var það fyr- ir slysni. Síöan hefur hún látiö sig gossa af og til og er fyrir vikið gul, blá og marin að jafnaði... Kvikuhlaup Innan Norrænu eldfjallastöðvarinn- ar hafa undanfarin misseri verið kvikuhlaup án þess að upp úr hafi gos- ið. Guðmundur Sigvaldason, sem var lengi forstöðumað- ur hennar við góðan orðstir, hætti form- lega fyrir nokkru en gegndi stöðunni áfram uns hún var auglýst. Þá átti að ráða Harald Sig- urðsson, prófessor í Bandarikjunum, en honum snerist hugur þegar hann sá launin í boði. Talið er að sá sem hreppi hnossið verði Axel Björnsson sem starfar sem sérfræðingur á stofn- uninni og var á sínum tima næstrnn búinn að hreppa forstjórastöðu Rannis sem Vilhjálmur Lúðviksson hlaut að lokum ... Geðþekk kona Hinn vestfirski ritstjóri Séð og heyrt, Bjarni Brynjólfsson, fer mikinn í leiðara hins samnorræna blaðs síns í gær. DV á ekki upp á pallborðið hjá honum og hann segir blaðið bæði ljótt og leiðin- legt. Það má merkja að lífið á þessu móð- urskipi Fróða er ekki með skemmti- legra móti þessa dagana þrátt fyrir __ hvatningu í hverjum leiðara. Bjarni er með geðþekkari mönnum þótt hann eigi misjafna daga og sandkornum barst til eyma ágæt saga af honum nýverið. Ritstjórinn var í teiti í borginni þegar þjóð- þekktur maður á ellefta glasi vatt sér að honum og tók um axlir hans. „Hvað er svona falleg kona að gera hér?“ spurði hann drafandi röddu. Hinn vestfirski harðjaxl brást ókvæða við þótt ekki hafi enn verið skrifaður leiðari um atvikiö ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.