Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 Utlönd Iranir rannsaka sjálfir brunann í Gautaborg Hópur rúmlega 10 írana hefur hafið einkarannsókn á brunanum á diskóteki í Gautaborg í síðustu viku. Ætlar hópurinn að safna upplýsingum sem leitt geta til þess að orsök brunans verði ljós. „Við fullyrðum ekki að við treystum ekki yfirvöldum," sagði Saied Taghavi, talsmaður sam- taka írana í Svíþjóð. „En reynsl- an af Estoníuslysinu og morðinu á Palme sýnir að það er þörf á einkarannsókn." Sænska lögreglan er lítt hrifin af framtakinu og segir að það geti truflað rannsókn hennar. íran- amir segjast ætla að láta lögregl- una fá þær upplýsingar sem þeir komast yfir. ígær fundust líkamsleifar 15 ára íranskrar stúlku í brunarúst- unum. Sjónarvottar kváðust hafa séð hana á göngum sjúkrahúss eftir brunann. Var taliö að hún hefði fengið taugaáfall og væri einhvers staðar á flakki. Fómar- lömb eldsvoðans á diskótekinu í húsi félags Makedóníumanna á Hisingen í Gautaborg em nú orð- in 63. Bush-bræður bjarga heiðri repúblikana í kosningunum vestra: Demókratar vinna á - konur, blökkumenn og spænskumælandi í lið með Clinton Demókratar í Bandarikjunum komu svo sannarlega á óvart í kosn- ingunum í gær þegar þeir fóra með sigur af hólmi í lykilorrustum í Kaliforníu, New York og Suðurrikj- unum. Konur, blökkumenn og spænskumælandi flykktust til stuðnings Bill Clinton forseta sem á yfir höfði sér málshöfðun til emb- ættismissis. Demókratinn Gray Davis batt enda á sextán ára valdaferil repúblikana í Kalifomíu. Þaö var stærsti einstaki sigur demókratanna. í New York sigraði demókratinn Charles Schumer frá- farandi öldungadeildarþingmann repúblikana, Alfonse D’Amato. í morgun benti allt til að demókratar mundu bæta við sig tveimur til fimm þingsætum í full- trúadeildinni. Það hefur ekki gerst síðan 1934 að flokkur sitjandi for- seta hafi bætt við sig í kosningum á miðju kjörtímabili. Demókratar héldu sínu í öldunga- Fundarboð Framhaldsaðalfundur Þroskaþjálfafélags Islands verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember 1998 kl. 20 í Litlubrekku, Bankastræti 2. Dagskrá fundarins: 1. Aðalfundarstörf 2. Önnur mál Athugið breyttan fundarstaö! deildinni. Það voru repúblikönum mikil vonbrigði þar sem þeir höfðu gert sér vonir um að vinna tvö sæti af demókrötum. En þótt repúblikanar hafi víðast hvar orðið að bíta í súra eplið í gær- kvöld hafði ein fjölskylda þó æma ástæðu til að fagna. George Bush, fyrram Bandaríkjaforseti, og Bar- bara eiginkona hans gátu glaðst yf- ir því að tveir synir þeirra voru kjörnir ríkisstjórar í fjölmennum og mikilvægum ríkjum. George W. Bush yngri, sem marg- ir veðja á að verði forsetaframbjóð- andi repúblikana árið 2000, var end- urkjörinn með miklum meirihluta atkvæða í Texas og yngri bróðir hans, Jeb, var kjörinn rikisstjóri í Flórída. Þetta var önnur tilraun Jebs til að komast i ríkisstjórastól- inn. „Vel gert, bróðir,“ sagði George yngri við litla bróður þegar þeir fögnuðu sigrinum. George yngri hefur ekki enn gert það upp við sig hvort hann ætli að sækjast eftir forsetaembættinu. Fari svo ætti honum að veitast það auð- veldara nú þar sem bróðir hans get- ur beitt sér í Flórída, mikilvægu riki í prófkjörum beggja flokkanna og ekki síður í kosningunum sjálf- um. George yngri sagði þá bræður geta þakkað pabba gamla að miklu leyti sigurinn í gærkvöld. „Það er gott að eiga góðan pabba og góða mörnmu," sagði hann. George eldri og Barbara voru að vonum í sjöunda himni. Jeb Bush, sonur Georges Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, fagnar sigri sín- um í ríkisstjórakosningunum í Flórtda í gær. Stóri bróðir hans, George yngri, var endurkjörinn ríkisstjóri í Texas. Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin aö festa sér sess í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruö hugmynda aö gjöfum fyrir jólin. í fyrsta sinn veröur jólagjafahandbókin prentuö á hvítari og vandaðri pappír sem veröurtil þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér mun betur. Lögö verður áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólaundirbúning, hugmyndir aö föndri, uppskriftir og margt fleira. Auglýsendur, athugið að skiiafrestur auglýsinga er til 20. nóvember en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á aö hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eöa Ásu Arnaldsdóttur í síma 550 5729, sem allra fyrst, svo unnt reynist aö veita öllum sem besta þjónustu. Ath. Bréfsími auglýsingadeildar IDV er 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.