Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 9 i>v Stuttar fréttir Utlönd Vara íraka við Bandaríkin og Bretland vöruðu í gær írak við aö deila frekar við Sameinuðu þjóðimar. Njósnaði fyrir Serba Yflrmaður í franska hemum hefur viðurkennt að hafa greint Serbum frá fyrirhuguðum áætl- unum NATO um loftárásir vegna Kosovodeilunnar. Biður um framsal Spænski dómarinn, sem bað um handtöku Pinochets í London, bað i gær spænsku stjómina form- lega um að krefj- ast framsals harðstjórans frá Chile. Isabel Allende, dóttir Salvadors Allendes, fyrrverandi forseta Chile, sagði í London í gær að þó svo að Pinochet yrði ekki fram- seldur hefðu fómarlömb hans unnið siðferðislegan sigur. Pin- ochet kæmi niðurlægður heim. Viðræður við ETA Spænska stjómin ákvað í gær að kanna hvort ETA, aðskilnaðar- hreyfingu Baska, væri alvara þeg- ar samtökin gáfu í skyn að þau væra reiðubúin til vopnahlés. Bjóða Rússum mat Bandarísk stjómvöld era reiðu- búin að bjóða Rússum 3,1 milljón tonna af hveiti og öðram matvælum vegna yfirvofandi matvælaskorts. Samþykki frestað ísraelsk yfirvöld neituðu í gær að bera friðarsamkomulagið við Palestínumenn undir þingið þar sem Palestínumenn hefðu enn ekki orðið við kröfum um öryggismál. Bíll Díönu ók greitt Bíllinn, sem Díönu prinsessu var ekið í er hún lést í París í fyrra, var á 118 km hraða er hann lenti á stólpa í undir- göngum. Bíllinn var á milli 126 *og 155 km hraða er honum var ekið niöur í göngin, að því er rannsókn á bremsuforum sýndi. Þetta kemur fram í skýrslu sem rannsóknar- dómara var afhent i gær. 52 konum nauðgað Opinber rannsóknarnefnd sagði í gær að 52 konum hefði ver- ið nauðgað í óeirðum í Indónesíu er Suharto forseta var bolað frá. Snöruðu gervihnött Áhöfn geimskutlunnar Discovery endurheimti í gær gervihnött sem hafði svifið um geiminn í tvo daga við rannsókn- ir á sólinni. Notaður var róbóta- armur geimskutlunnar við verk- ið. Enga karlrembu Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, hvatti norska karl- menn í gær til að láta af öllum karl- rembustælum og lagði til að fleiri karlar fengju sér vinnu á leikskól- um. Bondevik sagði að tímamir hefðu breyst og kynin yrðu að skipta verkunum með sér betur en hingað til. Sex í ESB Búist er við að framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins leggi til að sex ný ríki fái inngöngu í sambandið í næstu umferð. Lett- land á þó séns á að komast i fyrstu deildina ef áfram veröur haldið á leið umbóta. ísraelar vilja tefja Sendiherra ísraels í Páfagarði hvatti til þess að því yrði frestað um hálfa öld að gera Píus páfa XII að dýrlingi. BMW 73511992, Shadowline m/öllu. Verð 2.450.000 Á níunda þúsund látin af völdum Mitch: Þrettán þúsund manna saknað Nú er ljóst að vel á níunda þúsund manns hafa þegar lát- ist í gífurlegum flóðum af völdum fellibylsins Mitch í Mið-Ameríku siðustu daga. Milljónir manna era stranda- glópar og allt að þrettán þús- und er enn saknað. Mitch er mannskæðasti Atlantshafs- fellibylurinn í manna minn- um. Og til að bæta gráu ofan á svart fór eldfjall i Nikara- gva að gjósa. Hondúras hefúr orðið verst úti í hamfórunum. Efnahagur landsins og uppskera eru nánast í rúst eftir flóðin og þar hafa fundist meira en sjö þúsund lík. „Við teljum núna að tala Játinna sé komin í sjö þúsund og hún gæti jafhvel hækkað,“ sagði Rene Osorio, ofursti í almannavamaráði Hondúras. í Níkaragva er staðfest að 1350 manns að minnsta kosti hafi látist. Þar birtist reiði náttúrunnar einnig í formi eldgoss í Cerro Negro eldfjallinu í gær. Sennilegt er talið að aÚt að tvö þúsund manns hafi grafist undir Fullorðin kona í Gvatemalaborg grætur yfir missi fjölskyldu sinnar í hamförunum af völdum Mitch. aurskriðum í hlíðum fiallsins fyrir nokkrum dögum. Mitch, sem er fiórði öflugasti Atl- antshafsfellibylurinn á þess- ari öld, var kominn nærri borginni Campeche í suðaust- urhluta Mexíkós í gær, að sögn bandarísku fellibylja- miðstöðvarinnar í Miami. Hann hafði safnað í sig kröftum og var aftur orðinn að hitabeltislægð. Vindhrað- inn var kominn upp í 65 kíló- metra á klúkkustund sem er þó ekkert miðað við það sem áður var. Vindhraðinn fór mest í 295 kílómetra á klukkustund í síðustu viku. Cerro Negro eldfiallið í Nikaragva raddi úr sér hrauni og ösku í gær. Óttast er að sagan frá 1995 endur- taki sig þegar aska úr fiallinu dreifðist yfir 240 ferkílómetra af frjósömu akurlendi. Reiður múgur lét reiði sína bitna á Amaldo Aleman, for- seta Níkaragva, þegar hann kom til að kynna sér ástandið í borginni Leon. Hjálparstarfið í Hondúras hefur gengið erfiðlega vegna mikils fiölda þeirra sem eiga um sárt að binda. Þar var fólk enn uppi á hús- þökum í gær og beið eftir aðstoð. Vegir eru í sundur og brýr hafa eyðilagst, svo og ræktarland á stór- um svæðiun. í öðram ríkjum Mið-Ameríku hafa orðið mun færri dauðsföll. Svarta ekkjan dæmd í 29 ára fangelsi Patrizia Reggiani Gucci var í gær dæmd í 29 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á fyrr- verandi eiginmanni sínum, tísku- kónginum Maurizo Gucci. Pat- rizia, sem hlaut viðurnefniö Svarta ekkjan, neitaði sakargift- um en viðurkenndi samtímis að hafa óskað þess að eiginmaðurinn fyrrverandi væri allur. Maurizio var skotinn til bana fyrir utan skrifstofu sína í Mílanó í mars 1995. Patrizia var sökuð um að hafa beðið spákonu sína um að finna leigumorðingja fyrir sig. Patrizia viðurkenndi að hafa greitt spákonunni fé en hélt því fram að spákonan hafi kúgað hana til að greiða peningana. öndu jól 99 úrvali miklu fy érmerkt nr '9 víddí y/ar utga onnun °g Lachian Murdoch, erfingi ástralska fjölmiölakóngsins Ruperts Murdochs, opinberaöi trúlofun sína og hinnar fögru Söruh O’Hare á kappreiöavelli í heimalandinu í gær. Sarah er fyrrum sýningarstulka fyrir Wonderbra. Sonur Milosevics: Smyglar sígarettum til Svíþjóðar Marko Milosevic, sonur Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, var í sænskum sjónvarpsþætti í gær sak- aður um að standa á bak við smygl á sígarettum til Svíþjóðar. Fullyrt var að með smyglinu hefðu Serbar greitt stríðið gegn uppreisnarmönnum Al- bana í Kosovo. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokks- ins í Svíþjóð og fyrrverandi sátta- semjari í Bosníu, og sænski stjóm- málamaðurinn Anita Gradin, sem starfar hjá Evrópusambandinu, stað- festa í viðtali við Svenska Dagbladet að leyniþjónustur á Balkanskaga séu oft á bak við kerfisbundna glæpastarfsemi. Sænsku sjónvarpsmennimir greindu frá því í þætti sínum að þeim hefðu borist hótanir á meðan þeir rannsökuðu tengsl glæpahópa við stjómina í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Suzuki Grand Vitara 1999. Nýr,6cyl, 155 hestöfl. Plymouth Grand Voyager 1993, 4x4, 7 manna, ek. 87 þús. km, m/2 innbyggðum bamastólum. Verð 1.630.000 Plymouth Neon 1996, hvltur, e! mflur, ssk. Verð 1.190.000 smaSi ek. 212 þús. km, Verð 1.040.000 - Visa-/Euro raögreiöslur Skuldabréf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.