Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 26
* 42 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 Afmæli______________________ Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson bryti, Mána- braut 8, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurgeir fæddist að Hólabrekku í Miðneshreppi og ólst upp á Garðs- skaga í Gerðahreppi. Að loknu gagnfræðaprófi var hann um tveggja ára skeið á togurunum Snorra goða og Hilmari gamla. Sigurgeir lærði matreiðslu á Hót- el Borg og Restaurant Viviex í Kaupmannahöfn 1945-48 og lauk meistaraprófl 1955. Sigurgeir starfaði á Goðafossi og Gullfossi 1948-54, var eigandi Silfur- tunglsins við Snorrabraut 1954-63 og sigldi á ms. Esju og fleiri skipum til 1971. Hann sá um rekstur mötu- neytis stúdenta í Reykjavík 1971-76 en frá 1976 hefur hann verið bryti hjá Eimskipafélagi íslands. Fjölskylda Eiginkona Sigurgeirs var Mar- grét Bjömsdóttir, f. 25.2.1930, d. 4.6. 1993, starfsleiðbeinandi. Hún var dóttir Bjöms M. Björnssonar, f. 1900, bókbindara, og Ágústu H. Hjartar, f. 1898, húsmóður. Böm Sigurgeirs og Margrétar eru Ágústa Rut, f. 1951, ritari, búsett í Reykjavík en sambýlismaður henn- ar er Úlfar Ámason rafvélavirki og er dóttir hennar Margrét Hugrún Gústavsdóttir, f. 1970; Sigrún Mar- grét, f. 1953, gjaldkeri, bú- sett á Suðureyri við Súg- andafjörð, gift Guðna Al- bert Einarssyni fram- kvæmdastjóra og eru börn þeirra Guðný Erla, f. 1976, Sólveig Kristin, f. 1979, og Auður Birna, f. 1983; Halla, f. 1961, kenn- ari, búsett í Hafnarfirði en sambýlismaður henn- ar er Rúnar Gíslason lög- fræðingur og er sonur hennar Emil Örn Sigurð- arsson, f. 1981, en böm hennar og Rúnars eru Rúnar Steinn, f. 1991, og Hrólfur Sturla, f. 1995; Sigurgeir Orri, f. 1967, bók- menntafræðingur, búsettur í Reykjavík en sambýliskona hans er Heiðrún Ragnarsdóttir verkfræð- ingur; Jónas Bjöm, f. 1968, sagn- fræðingur, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Rósu Guðbjartsdóttur blaðamanni og eru böm þeirra Sig- urgeir, f. 1995, og Bjartmar, f. 1998. Systur Sigurgeirs: Sólveig Jó- hanna, f. 1926, búsett í Reykjavík, var hún gift Línberg Hjálmarssyni en þau skildu og eiga þau þrjú böm; Erla Jónasdóttir, f. 1927, d. 1976, en eftirlifandi maður hennar er Sigfús Ingimundarson og eignuðust þau sex syni. Foreldrar Sigurgeirs: Jónas Bjami Bjamason, f. 1898, bygginga- meistari, og Sigrún Sig- urjónsdóttir, f. 1896, d. 1974, húsmóðir. Ætt Jónas Bjami var sonur hjónanna Sólveigar Jóns- dóttur frá Kálfholti og Bjarna skútusjómanns í Vallholti hjá Sandgerði Runólfssonar, b. í Kólgu og Landakoti í Sand- gerði, Runólfssonar, úr Norðurárdal í Borgar- firði Þorsteinssonar. Runólfur yngri varð úti en hann er sá er mikið kom við sögu á miðils- fundum Hafsteins miðils. Móðir hans var Guðrún Magnúsdóttir úr Melasveit. Kona Runólfs og móðir Bjama var Guðrún Bjamadóttir, b. á Löndum á Rosmhvalanesi, Bjama- sonar og k.h., Auðbjargar Guð- mundsdóttur. Sigrún, móðir Sigurgeirs, var dóttir Sigurjóns, b. á Kringlu í Grímsnesi, Gíslasonar, á Heima- landi í Flóa, Gunnarssonar. Bróðir Sigurjóns var Stefán héraðslæknir i Mýrdal. Móðir þeirra var Halla Jónsdóttir, á Galtafelli í Ytrihrepp, Bjömssonar, í Vorsabæ á Skeiðum, Högnasonar. Móðir Höllu var Guðrún, systir Ragnhildar, konu séra Torfa í Hrana og ömmu Torfhildar Hólm skáldkonu og séra Richards Torfa- sonar, afa Þórs þjóðminjavarðar. Ragnhildur var einnig amma Finns Guðmundssonar náttúrufræðings. Sonarsonur Ragnhildar var Guðni Magnússon á Forsæti í Landeyjum, afi Brynjólfs Bjamasonar, heim- spekings og ráðherra, og langa- langafa Daviðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Faðir Guðrúnar og Ragn- hildar var sr. Guðmundur á Kálfa- tjöm, Magnússon, pr. á Þingvöllum, Sæmundssonar, en móðir þeirra var Ingibjörg Brynjólfsdóttir, sýslu- manns í Hjálmholti, Sigurðssonar. Móðir Sigrúnar var Jódís, dóttir Sigmundar Jóhannssonar á Kambi í Flóa, og k.h., Þorbjargar Ámunda- dóttur, b. í Vatnsholti, Oddssonar. Bróðir Ámunda var Þorvaldur skipasmiður, faðir Áma hrepp- stjóra á Meiðastöðum, afa Gunnars M. Magnúss rithöfundar og ísleifs Guðmundssonar, afa Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra. Móðir Þorbjargar var Jódís Vigfús- dóttir, systir Sólveigar, langömmu Guðnýjar, móðm- Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Bróðir Jódísar var Ófeigur ríki á Fjalli á Skeiðum, langafi Jóns Ófeigssonar mennta- skólakennara, Grétars Fells rithöf- undar og Tryggva Ófeigssonar út- gerðarmanns. Sigurgeir dvelur nú á Hótel Los- Tilos á Kanarieyjum. Sigurgeir Jónasson. Valgerður Ólöf Jónsdóttir Valgerður Ólöf Jónsdóttir hús- móðir, Héðinshöfða 2b, Tjömesi, varð sjötug á sunnudaginn var. Starfsferill Valgerður fæddist að Geitafelli í Reykjahverfi en ólst upp í Ysta- hvammi í Aðaldal. Hún var í barna- skóla í Aðaldal 1938-42 og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laug- um 1948-49. Valgerður var tvo vetur í vist i Vestmannaeyjum, starfaði í mjólk- ursamlagi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík í þrjú ár og á Sjúkrahúsi Húsavíkur í eitt og hálft ár auk þess sem hún hefur stundað húsmóður- störf frá því hún gifti sig. Hún hefur verið félagi í kvenfé- laginu Aldan á Tjömesi frá 1963. Fjölskylda Valgerður giftist 25.6. 1960 Jónasi Bjamasyni, f. 17.3. 1932, bónda á Héðinshöfða. Hann er sonur Bjama Stefánssonar, bónda á Héðinshöfða, f. 17.10. 1884, d. 17.9. 1968. og Hólm- fríðar Jónasdóttur, f: 16.05.1895. d. 15.12.1975, húsfreyju á Héðinshöfða. Dóttir Valgerðar frá því fyrir hjónaband er Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 7.5. 1951, verslunarmaður, gift Gísla Halldórssyni og eiga þau þrjú böm og eitt bamabam. Börn Valgerðar og Jónasar era Stefán, f. 26.12. 1960, trésmiður; Jónas, f. 26.7. 1962. bóndi, kvæntur Rósu Guðbjörgu Kjartansdóttur og eiga þau þrjú börn; Héðinn, f. 1.2. 1964, sjómaður, kvæntur Sigríði Hörn Lárasdóttur og eiga þau þijár dætur; Hólmfríður, f. 10.6. 1966, verslunarmaður, gift Bjarka Sig- urðssyni og eiga þau tvær dætur en fyrir átti Hólmfríður einn son. Systkini Valgerðar: Ásta, f. 29.3. 1926, d. 22.9. 1997, húsmóðir á Húsa- vík; Oddný, f. 9.4. 1927, húsmóðir í Reykjavík; Aðalbjörg, f. 8.3. 1930, húsmóðir á Litlu-Reykjum í Reykja- hverfi; Helga, f. 9.1. 1932, húsmóðir í Lækjarhvammi í Aðaldal; Baldur, f. 18.11. 1934, bóndi í Ystahvammi í Aðaldal; Þórólfur, f. 4.5. 1941, húsa- smiður, búsettur á Hánefsstöðum í Svarfaðardal. Foreldrar Valgerðar voru Jón Gunnlaugsson, f. 7.10.1901, í Geita- felli, d. 22.3. 1974, bóndi í Ysta- hvammi, og Guðrún Gísladóttir, f. 8.6.1903 í Presthvammi, d. 12.3.1998, húsfreyja í Ystahvammi. Ætt Jón var sonur Gunnlaugs Snorra- sonar, b. í Geitafelli í Reykjahverfi og k.h., Oddnýjar Sigurbjömsdótt- ur. Guðrún var dóttir Gísla Sigur- björnssonar, b. i Presthvammi í Að- aldal og k.h., Helgu Sigurveigar Helgadóttur. Steini Þorvaldsson Steini Þorvaldsson verslunar- stjóri, Vallargerði 4, Kópavogi, varð fimmtugur sl. mánudag. Starfsferill Steini fæddist á Akranesi og ólst þar upp og í Melasveitinni. Hann stundaði nám við Samvinnuháskól- ann á Bifröst og lauk þaðan prófum sem rekstrarfræðingur. Steini stundaði verslunar-, kennslu- og skrifstofustörf á árun- um 1967-95, lengst af á Selfossi. Hann var kaupfélagsstjóri á Þórs- höfh 1995-96 og framkvæmdastjóri þar 1996-98. Steini er félagi í Þroskahjálp á Suðurlandi frá stofhun félagsins og sat í stjóm félagsins í nokkur ár. Hann hefur verið félagi í Verslunar- mannafélagi Árnessýslu í tuttugu og þrjú ár, sat í stjóm þess um skeið og var formaður þess í nokkur ár. Þá var hann félagi í Karlakór Selfoss i tíu ár og i Samkór Þórshafnar í þrjú ár. Fjölskylda Steini kvæntist 4.4. 1992 Ástu Baldvinsdóttur, f. 27.2. 1951, leið- beinanda. Hún er dóttir Baldvins Helgasonar sem er látinn, og Sig- rúnar Jóhannsdóttur, húsmóður á Akureyri. Sonur Steina og Ástu er Elfar Tjörfi, f. 19.8. 1990. Böm Steina og Sigríðar Ólafsdótt- ur eru Ólafur, f. 6.11. 1967; Þorvald- ur Ingi, 2.5. 1972; Kristín Laufey, f. 16.2. 1980. Börn Ástu og Jónbjamar Pálsson- ar eru Sigrún, 22.1. 1969, gift Þresti Áma Gunnarssyni en synir þeirra eru Gunnar Björn, f. 19.10. 1992, og Birkir Már, f. 11.2. 1995; Páll, f. 10.9. 1975; Baldvin, f. 18.1. 1980. Systkini Steina era Ólöf Þorvalds- dóttir, f. 24.5. 1945, framkvæmda- stjóri Auglýsingastofunnar Hér og Nú, búsett í Kópavogi en maður hennar er Logi Kristjánsson verk- fræðingur; Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, f. 7.7. 1950, leikari hjá Þjóð- leikhúsinu, búsett í Reykjavík; Hilmar Harðarson, f. 15.4.1938, véla- maður hjá Varnarliðinu, búsettur í Keflavík en kona hans er Guðrún Gunnarsdóttir. Foreldrar Steina voru Þorvaldur Steinason, f. 6.4. 1907. d. 15.1. 1973, sjómaður, verkamaður og bóndi á Akranesi, Narfastöðum og í Kópa- vogi, og Ingunn Valgerður Hjartar- dóttir, f. 30.9. 1909, d. 15.9. 1980, hús- móðir. Raftæki Þann 11. nóvember mun aukablað um raftæki fylgja DV í blaöinu verður fjallað vítt og breitt um flest allt sem hægt er að .stinga í samband" og nýjustu tækni þar að lútandi: -Sjónvörp, myndbandstækl og almenn heimllisraftækl -Farsímar -Spáð í framtíðlna -Spjall vlð þekkta íslendlnga og Umsjón efnis: Haukur Hauksson, sími 553 2672 og 897 4672. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson, sími 550 5731. Kristinn Pálsson, sími 550 5722. Auglýsendur, athugið! erflmmtudagurinn 5. nóvember. DV Til hamingju með afmælið 4. nóvember 90 ára_______________________ Guðríður Þorleifsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. 85 ára Þórhallur Friðriksson, Lambhaga 24, Selfossi. 80 ára Hallbera Pálsdóttir, Birkiteigi 4a, Keflavík. 75 ára Guðlaug Stefánsdóttir, Bakkastíg 2, Eskifirði. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Jónsson forstjóri. Guðlaug fagnar tímamótunum með fjölskyldu sinni á Eskifiröi. 70 ára Garðar Halldórsson pípulagningar- meistari, Mávahrauni 12, Hafnarfirði. Kona hans er Sigrún Stefánsdóttir. Garðar tekur á móti gestum í Haukahúsinu við Flatahraun, sunnudaginn 8.11. kl. 15.00. Lovísa Sveinsdóttir, Austurvegi 24a, Grindavík. Bergþóra Bergsdóttir, Byggöavegi 149, Akureyri. 60 ára Víðir Hafberg Kristinsson sálfræðingur, Skaftahlíð 22, Reykjavík. Kona hans er Hulda Guö- mundsdóttir félagsráðgjafi. Fjölskyldan er aö heiman í dag. Steinunn E. Jónsdóttir, Lækjarási 9, Reykjavík. Kristinn Viðar Pálsson, Hólagötu 37, Vestm.eyjum. 50 ára Sigurgeir Sigurjónsson, Báragötu 18, Reykjavík. María Halldórsdóttir, Gullengi 1, Reykjavík. Bjarnfríður Hlöðversdóttir, Brekkuhjalla 9, Kópavogi. Helga Björnsdóttir, Digranesvegi 52, Kópavogi. Eyjólfur Vilbergsson, Heiðarhrauni 16, Grindavík. Hálfdán Guðröðarson, Aðalgötu 10, Suðureyri. Lucyna Janiszewska, Gilsbakka 1, Bildudal. Úlfhildur Gunnarsdóttir, Huldugili 13, Akureyri. 40 ára Guðjóna Ásgrímsdóttir veitingamaður Neðstaleiti 7, Reykjavík. Maður hennar er Jón Magni Sigurðsson. Hún er að heiman á afmælisdaginn en heldur upp á afmæliö síðar. Marinó Flóvent Birgisson, Bugðulæk 13, Reykjavík. Kristján Steingrímsson, Kleifarseli 19, Reykjavík. Páll HaUdórsson, Stekkjarflöt 23, Garðabæ. Jón Páll Haraldsson, Fögruhlíð 5, Hafnarfirði. Steinar Þór Þórisson, Vesturholti 3, Hafnarfirði. Bjami Óskarsson, Hjarðarlandi 5, Mosfellsbæ. Elínborg Gunnarsdóttir, Lágengi 6, Selfossi. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Bárustíg 14 B, Vestm.eyjum. Inga Hrönn Guðlaugsdóttir, Bröttugötu 25, Vestm.eyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.