Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Síða 32
c0„vinna
F
> o
□
xO
UJ
s o
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
5505555
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
Metro-flugvélar:
Hægt verði á
flughraða
Eigendur Metro-flugvélanna sem
notaðar eru í innanlandsfluginu
CÝhafa fengið í hendur Service Bullet-
in, fréttabréf frá framleiðanda vél-
anna. Þar er farið fram á að há-
marksflughraði verði minnkaður úr
245 hnútum í 180 hnúta eða ca 440
kílómetrum í 325 km á klukku-
stund.
Ellert Eggertsson hjá íslandsflugi
kannaðist við í morgun að þessi ósk
hefði borist frá verksmiðjunni fyrir
nokkru. íslandsflug ræki eina
Metro-vél af eldri gerð sem er í
notkun erlendis. Þessi takmörkun
ætti ekki við um þá. Ekki náðist í
talsmenn Flugfélags íslands í morg-
un, en tilmælin munu eiga við um
þeirra vélar, sem eru af nýlegri
gerð, Metro 23.
Samkvæmt fréttabréfi Metro
hafði komið upp atvik þar sem flug-
maður „keyrði stýrisflötinn í botn“
eins og flugmenn kalla það. í flug-
hermi kom í ljós að flugmenn réðu
illa við þennan mikla hraða og telur
verksmiðjan að vélinni verði best
stjórnað á 180 hnúta hraða. -JBP
Ingibjörg Pálmadóttir:
Innanfélagsmál
„Geðlæknirinn segir að heilsufars-
upplýsingar sem fari inn í gagna-
- ♦grunninn séu persónugreinanlegar.
Okkar færustu sérfræðingar hafa sýnt
fram á að þær eru ekki persónugrein-
anlegar og þá rengi ég ekki,“ sagði
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra vegna fram kominnar þungrar
gagnrýni Ernis Snorrasonar geðlækn-
is á frumvarpi um gagnagrunn á heil-
brigðissviði. Ernir, sem er einn
stofnenda ÍE, hefur m.a. látið þá skoð-
un í ljós að lagasetning um miðlægan
gagnagrunn sé skrípaleikur og að
draga eigi frumvarpið til baka. „Þetta
hlýtur að vera innanfélagsmál," sagði
hún. -JSS
Guömundur Guðjónsson:
- Ég er sáttur
„Já, ég er sáttur við þetta. Ég
mun nú takast á við ný verkefni og
vænti þess að
reynsla min héð-
an muni þannig
nýtast á lands-
visu,“ sagði Guð-
mundur Guðjóns-
son, annar yfir-
lögregluþjóna
Reykjavíkurlög-
reglunnar sem nú eru á förum til
embættis ríkislögreglustjóra. Hinn
er Jónmundur Kjartansson. Það
verður síðan Hörður Jóhannesson,
annar núverandi yfirlögregluþjóna
hjá ríkislögreglustjóra, sem tekur
-^'ið starfi yfirlögregluþjóns í Reykja-
vík. -Ótt
í gær hélt forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, í opinbera heimsókn til Ítalíu. Með honum í för er m.a. dóttir hans, Guðrún Tinna. í dag heimsækir
Ólafur Ragnar Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, þar sem hann mun halda ræðu um fiskveiðistefnu íslendinga.
DV- mynd Pjetur
Feröagleði Islendinga slær met og haustferðir að seljast upp:
Uppselt er í skipu-
lagðar ferðir til jóla
- en hægt að finna göt fyrir einn og einn farþega
Uppselt er í nær allar skipulagð-
ar hópferðir ferðaskrifstofanna
sem farnar verða fram að jólum.
Hjá Samvinnuferðum-Landsýn
fengust þær upplýsingar að þaö
væri meira og minna fullt í allar
haustferðir fyrirtækisins, svo sem
til Dublinar og Kanaríeyja.
Guðbjörg Sandholt, sölustjóri
hjá Heimsferöum, sagði að nær
uppbókað væri til Kanaríeyja
fram að jólum og að helgarferðirn-
ar til London væru meira og
minna fullbókaðar en til væru
sæti í ferðir sem farnar væru á
virkum dögum. Ásóknin i þessar
ferðir hefur aukist ár frá ári. „Ég
ímynda mér að ástæðan sé sú að
fólk sé farið að breyta sínu fríi.
Það fer kannski til sólarlanda á
sumrin i tvær vikur og svo í
haustferð. Áður fór fólk yfirleitt til
sólarlanda í fjórar til fimm vikur á
sumrin. Það vantar hins vegar
þessa tilbreytingu og það vill kom-
ast út. Lífsstandardinn hjá fólki
hefur breyst. Það veitir sér ferða-
lög þótt það sé ekki endilega að
fara til að versla."
Laufey Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Plúsferða, sagði að
mikið væri bókað hjá fyrirtækinu
en það væri afltaf einhvers staðar
hægt að finna göt fyrir einn og
einn farþega. „Það er hins vegar
uppselt í skipulagðar ferðir, svo
sem til Kanaríeyja og Newcastle."
Laufey sagði að salan væri
meiri í ár en í fyrra. „Ætli það sé
ekki meiri tiltrú á efnahagsástand-
ið í landinu." Hún sagði augljóst
að fólk væri ekki að fara í verslun-
arferöir heldur til að skemmta sér.
Goði Sveinsson, sölu- og mark-
aðsstjóri hjá Úrval-Útsýn, sagði að
Edinborg væri aðalstaður fyrir-
tækisins á haustin. „Það er laust 3.
og 4. desember en það er allt fufl-
bókað fram að þeim tíma.“
Úrval-Útsýn er með ferðir til
Kanaríeyja og enn er hægt að fá
sæti í sólina. Ein skýringin er hve
mörg sæti fyrirtækið er með á sín-
um vegum. Jólaferðin er þó
upppöntuð.
„Við erum að selja um 40%
meira til Kanaríeyja en á sama
tima í fyrra. Við rúmlega tvöföld-
uðúm sætafjöldann á milli ára en
við erum með 5.500 sæti í vetur.“
Goði sagði að mun meira af
yngra fólki færi til Kanaríeyja nú
en áður á veturna. „Það eiga orðið
svo margir vetrarfrí og tíma
kannski ekki að fara til útlanda
yfir hásumarið." -SJ
Guðbjörg Sveinsdóttir er meina-
tæknir við Landspítalann.
Starfandi meinatæknar:
Höldum ekki út
mikið lengur
Landspítalinn, hátæknistofnun í
flársvelti, er að tapa starfsfólki sínu
út um allar jarðir, þegar nóg er af
miklu betur launuðum störfum í þjóð-
félaginu. Meinatæknar, þeir fáu sem
enn starfa innan Ríkisspítala, sendu í
gær frá sér yfirlýsingu. Þeim þykir
sárt hvernig komið er þegar atgervis-
flóttinn er í algleymingi. „Við sem
sögðum ekki upp starfi höfðum mis-
munandi ástæður fyrir því. Við erum
óánægðar með úrvinnslu kjarasamn-
ings,“ segja meinatæknarnir.
„Við trúum að stjóm spítalans leysi
þau mál sem snúa að henni við gerð
kjarasamningsins. Það sjá og vita all-
ir sem vilja að Landspítalinn er í
fiársvelti og að mikill atgervisflótti er
í öllum starfsstéttum sem þar vinna.
-JBP
Veðrið á morgun:
Él fyrir
norðan og
austan
Á morgun verður norðan- og
norðaustankaldi eða stinnings-
kaldi á landinu. É1 verða norðan-
og austanlands en víða bjart um
sunnan- og vestanvert landið.
Frost verður á bilinu 0 til 5 stig.
Veörið í dag er á bls. 45.
Li' *
SYLVANIA
8j
§
Sii
cc I
s8
Tosieroni'
'ffdtindur
ánægjunncu'-