Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 4
Þeir eru komnir í jólaskap, strákamir í Skítamóral. Á morg- un klukkan þrjú verður frumflutt á helstu útvarpsstöðvunum nýjasta lagið þeirra. Hér er um að ræða jólalag sem heitir Handa þér. Einar Bárðarson, höfundur lagsins Farin, sem hljómsveitin gerði svo vinsælt í sumar, samdi þetta lag og þeir Gunnar Ólason og Einar Ágúst Víðisson, for- söngvarar Skítamóralskvintetts- ins, sjá um að flytja það. Samt er lagið eiginlega ekki á snærum Skítamórals. Hljómsveitarmönn- um finnst jólaþemað ekki passa við ímynd sveitarinnar og þess vegna er það kynnt í nafni téðra Gunnars og Einars Ágústs. Það verður fróðlegt að heyra þetta annað lag Einsa Bárðar sem hann samdi á tveimur tímum og lét svo taka upp samdægurs. Að minnsta kosti er fagnaðarefni að geta loks- ins fengið nýtt jólalag á heilann. fyrir börn Hátíð fyrir börn i Háskólabíói á sunnudaginn þar sem bækur og bíómyndir verða settar í öndvegi. Á hálftimafresti milli klukkan eitt og fimm verða sýndar barnabíómyndir og á und- an lesið úr nýjum barnabókum. Mál og menn- ing er með í dæminu og öll börn fá bók að gjöf þaðan og gott ef ekki is lika ef allir verða prúð- ir. Rússíbanarnir ætla að sjá um tónlist og líka þau Anna Pálína og Aðalstelnn Ásberg sem ætla að flytja lög af plötunni Berrössuð á tán- um. Þarna verður nóg um að vera og þaö þesta er að það kostar ekkert inn. Snuðra og Tuðra eftir Iðunnl Stelnsdóttur er sýnt í Mögulelkhúslnu við Hlemm. Það er því miður uppselt á sýninguna kl. 14 á morgun en um að gera fyrir foreldra að fá sér miða kl. 16 en þá eru örfá sæti laus. Siminn er 562 5060. Ávaxtakarfan verður sýnd á morgun klukkan tvö og það eru örfá sæti laus. Hún verður svo sýnd aftur klukkan fimm og það er líka mögu- leiki að fá sæti þá. Á sunnudaginn er hins veg- ar uppselt. Karfa þessi er sýnd i íslensku óp- erunnl og það er öruggara að hringja og panta sér miða ef maður vill ekki missa af þessari lærdóms- og litriku sýningu. Síminn er 551 1475. Aukasýning veröur á Bróður mínum Ljóns- hjarta á sunnudaginn en það er af mörgum talið eitt fegursta ævintýri síöari tíma. Sýnt á stóra svlði Þjóðlelkhússlns og byrjar klukkan tvö og er svo sýnt aftur klukkan fimm. Enn eru einhver sæti laus. Síminn í Þjóðleikhúsinu er 551 1200. Mögulelkhúslð viö Hlemm. Góðan dag, Elnar Áskell, eftir Gunlllu Bergström er sýnt í allra síðasta skipti á sunndudaginn kl. 14. Það má enginn aðdáandi Einars missa af þessu verki. Imeira át 1 www.visir.is y n.niiyjitnfiSfi'j ....Á'- Maria Bjork hét einu sinni Maria Björk - skiljanlega. Þá gaf hún út blíðlyndis popp á plötum sem hún kallaði Minningar. Og lika eitthvað fyrir börnin á plötum sém hétu Barnabros. Siðan het hun Ariella og friskaði upp á Sveitina milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannson Nú heitir hún Aria og hefur búið til plötuna Haze með Dirty Bix. I sumar fór gamla snifldarlagið hans Magnúsar Blöndals, „Sveitin miili sanda“, að hljóma í nýrri útgáfu, „Ariella", með rappi ofan á. Hér var á ferð Mar- ía Björk, sem nú kallaði sig Aria, en Subterranean-krakkarn- ir sáu um rappið. Nú er María mætt með plötuna „Haze“, flna og rólega níu laga poppplötu, þar sem hljóðverkarinn Dirty Bix er afkastamikill við að brugga tóna úr tölvunni sinni í kringum rödd Maríar, eða ætli hún vilji hún frekar vera kölluð Aria? „Já, ég vil vera kölluð Aria i músíkinni en foreldrar mínir kalla mig auðvitað enn Maríu.“ Hvert fór M-iö? „M-ið fór í frí þegar ég fór að gera tónlist. Mér fannst „Aria“ hljóma ágætlega og engin hafði notað það. Það getur staðið eitt og sér. Svo er það klassískt og þótt ég sé ekki mikið í klassík finnst mér fallegt að blanda klassiskum línum í tónlistina." Hvernig er ferill þinn í popp- inu? „Ég hef sungið síðan ég man eftir mér, beið eftir að pabbi og mamma færu út. Þá setti ég áflt í botn og söng í kertastjaka fyrir framan spegil. Ég hef alltaf verið pælari í tónlist. Hlusta á alls kon- ar skrítna músik og finnst gaman að grúska. Finnst t.d. gaman að heimstónlist, frá Japan og Mið- Austurlöndum, eitthvað eldgam- alt og framandi." En þú varst búin aö gera nokkr- ar plötur áður en þessi kom. „Já, en ég hef samt aldrei gert mína tónlist fyrr. Þetta hafa ver- ið meira gömul dægurlög og barnaplötur. Ég er mjög stolt af öllu sem ég hef gert. Fólki um fer- tugt fannst Minningar-plöturnar skemmtflegar og börnum þótti gaman að barnaplötunum (Barnabros I og II).“ En nú ertu komin í nútímalega og „kúl“ tónlist. „Sko; ég er ekki unglingur sjálf, nema kannski eilífðarung- lingur, en mér finnst þetta fint. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er að gera tónlist sem ég flla og myndi kaupa sjálf.“ Með köttinn Nono í fóstri Hvernig kom samstarfiö viö Dirty Bix til? „Það var algjör tilvfljun og allt Mána Svavars að kenna, eða þakka. Þegar mér datt í hug að rímixa „Sveitin milli sanda“ tal- aði ég fyrst við Mána en hann hafði ekki tíma og benti mér á Bix. Samstarfið gekk vel og ég fékk óvart samning úti fyrir þetta lag. Það er samningur við East West í Frakklandi og þeir eru að prófa lagið núna. Ef það gengur vel eru þeir með forkaupsrétt til að gefa út meira efni. Maður bíð- ur bara núna, ef eitthvað gerist þá er það flnt, en ef ekkert gerist er það bara fínt líka. Þeir vilja taka sér 3, 4 mánuði til að sjá hvað lag- ið gerir. Ég sendi þeim að visu nýju plötuna, þvi ég vil heldur að þeir gefi hana út heldur en bara smáskífu með „Ariellu" laginu.“ Hefuröu veriö aö leita aö samn- ingi víöar? „Áður en ég fékk þennan samn- ing fór ég tfl London og gekk á milli, en ég var bara með þetta eina lag svo ég fékk alltaf sömu svörin: Við viljum fá að heyra meira. Ég skfl það svo sem alveg. Ég var ekki með neitt og þar sem ég var búin að fá þennan samning í Frakklandi kýldi ég bara á að gera stóra plötu.“ Hvar og hvernig varö þessi plata til? „Við sömdum hana í stúdíóinu hjá Bix. Hann byrjar á að gera grúf og ég kem inn í með melódí- ur og svo hleður þetta utan á sig.“ Hvernig líst Magnúsi Blöndal á nýju útgáfuna af „Sveitinni"? „Hann er ofsalega ánægður með hana. Þegar maður hlustar á tón- list sem Magnús gerði kemst mað- ur að þvi að hann er fyrsta nú- tímatónskáld landsins. Hann var að gera ótrúlega hluti þegar hann var ungur. Hann á líka helling af fallegum dægurlögum, en ekkert varð eins vinsælt og „Sveitin“.“ Þekktiröu hann eitthvaö? „Ekkert áður nei, en hann er góður vinur minn í dag. Ég m.a.s. tók að mér köttinn hans, hann heitir Nono eftir ítölsku tón- skáldi. Magnús er alltaf eitthvað að bauka og ég er með nokkur lög eftir hann sem ég þarf að skoða.“ Alltaf að prjóna Hvernig veröur plötunni fylgt eftir og hvaó er fram undan? „Ég er ekki svona tónleikakona, en mig myndi langa til að gera rosalega flotta tónleika. En eins og staðan er í dag efast ég um að ég fari eitthvað að spila. Maður reynir eins og maður getur að kynna plötuna i fjölmiðlum." Hvað vœriröu aö gera ef þú mættir ekki gera tónlist? „Ég væri örugglega í myndlist eða leirlist. Ég væri að gera leir- vasa.“ Ertu þá aö búa til vasamúsík? „Ha ha, nei nei! Mér flnnst svo gaman að búa til, var alltaf að prjóna og sauma þegar ég var lítil og ef ég mætti ekki gera tónlist væri ég líklega bara enn þá I því.“ -glh DA, KAÖ GETUR NU KOM I© SER VCL KARt INn MíNN, ef MAÐuR vcrqur oe kvemMannslaus... AEHVERJU f AHDSKoTANUM ERTU ALLTAF M£fc ÞESSA HANSKA ‘i ?? HVA6 ER AO SJA ÞE1TA pRENGUR t»Ú ERT MEO kvEHMANNSHEKtDUR! . 4 f Ó k U S 27. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.