Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Qupperneq 11
The
Eels
Electro
Shock
Blues
Sorgmæddir álar með til-
finningaþrungna og hæga
plötu sem fer víða og er ekk-
ert væl þrátt fyrir þungann.
Belle & Sebastians
The Boy wlth the Arab Strap
Dularfull skosk poppsveit með ferskar
áherslur og góða texta. Vinnur á við
hverja hlustun.
John
Spencer Blues
Exploslon
Acme
Groddarokk og blús í bland við hipphopp-
takta og gegnheilan töffaraskap. Slípaðri
en fyrri plötur en ekki verri fyrir það.
Beck
Muta-
tlons
Bekkurinn í
fínu kántrí-
og poppstuði.
Mörg mögn-
uð lög og
góður og líf-
legur filingur
í gangi.
The Bor
Radley
Klngslze
Þessi enska sveit
rifur sig upp úr
lægð síðustu plötu
með massífa rokk-
plötu sem fer víða
og kemur glettilega
oft á óvart.
The
Wiseguys
The Antidote
Frískt biggbít frá The Wiseguys, sem er
eins manns band DJ Touche. Einfalt stuð
fyrir lappirnar við blaut tækifæri.
Radiohe
r-l
ii JeikriT
I Los Angeles er þessa
dagana verið að sýna leikrit-
ið „The untitled radiohead
project", sem eingöngu er
byggt upp með textum Radi-
ohead og aðalsöguhetjan
heitir Thom. Bandinu er
ekkert vel við þetta og
Wamer Brothers eru farnir
að íhuga málsókn. í fréttatil-
kynningu frá Radiohead seg-
ir: „Bandið vissi ekkert af
þessu leikriti fyrr en það var
frumsýnt og fékk gagnrýni.
Hvorki var talað við okkur né
WB til að fá leyfi fyrir textunum.
Okkur er brugðið því það hefði
verið sjálfsögð kurteisi að biðja
um leyfi áður en leikritið var sett
upp. Samt sem áður ætlum við
að ekki að heimta að sýningin
verði bönnuð, enda skilst okkur
að ágóði af henni renni til góð-
geröarmála."
Sjálfir eru Radiohead að vinna
að kvikmynd þessa dagana en lít-
ið hefur spurst út um innihald
hennar.
plötudómur
Sóldögg: ★★
Góo lög og
pirrandi miðiuvnoð
Strákamir fimm í Sóldögg hafa
löngum verið áttavilltir í poppinu,
með annan fótinn í léttmeti ball-
bransans og hinn í þungmeti rokk-
deildarinnar. Þeir kunna ágætlega
við sig á þessu gráa svæði og á
þessum öðrum breiðdiski halda
þeir áfram að tvístíga á línunni.
Gaman væri þó ef þeir tækju nú
næst af skarið, gerðu virkilega
góða plötu án þess að pæla of mik-
ið í því hvað gengur i ballgesti.
Þessi plata er ekki eins góð og
ég bjóst við því maður hefur heyrt
nokkur frábær lög með bandinu
og haft á tilfinningunni að það
gæti haldið dampi á heilli plötu.
Líkt og á fyrri plötunni eru hér 2,
3 verulega góð lög en fyllt upp í
með frekar mollulegu efhi. Á fyrri
plötunni var „Friður" áberandi
besta lagið, en hér er það „Fínt
lag“, sem í poppuðum einfaldleika
sínum ber af. Nokkur önnur, eins
og „Hundrað dalir“, „Englasalsa"
og „Rökkvar í bænum“ eru einnig
ágæt, en annars vill poppið einum
13
(3
„Þessi einhæfni í lagasmíðum fer
í pirrurnar, enda diskurinn rúm-
ar 40 mínútur og sum lögin bein-
línis leiðinleg; miðjumoðs-
þunnildi og tros.“
of oft pirra frekar en skemmta.
Uppskrift Sóldaggar að lagi er
borðleggjandi og strákarnir nota
sama hráefnið ítrekað. Versið er
einfaldur frasi, yfirleitt haldið
gangandi með höktandi bassa, síð-
an kemur uppbygging í brúnni og
svo fá allir sáðlát í viðlaginu, mest
melódíska kaflanum, og þá fara
flöskur væntanlega í loft upp á
böllum og sönglað er með. Stund-
um er hnýtt í lagið svokölluðum
„aumingja" (úr orðabók Sálarinn-
ar), þar sem bandið slappar af
áður en hringur lagsins er endur-
tekinn. Viðlögin eru aldrei endur-
tekin sjaldnar en fjórum sinnum,
enda góð vísa aldrei of oft kveðin,
allavega þegar ballgestir og út-
varpshlustendur eru væntanlegir
móttakendur.
Þessi einhæfni í lagasmiðum fer
í pirrurnar, enda diskurinn rúmar
40 mínútur og sum lögin beinlínis
leiðinleg; miðjumoðsþunnildi og
tros. Allflest lögin eru líka á sama
miðju-tempóinu og þó Sóldögg tak-
ist oft vel upp í hljóðrænni til-
raunastarfsemi er sama sándið,
sami söngurinn einum of gegnum-
gangandi.
Sóldögg minnir stundum á Ný
dönsk, t.d. í „Konuilmur" og
stundum á Sálina, sem er líka
gjörn á að fá sáðlát í sínum viðlög-
um. Textarnir eru mér með öllu
óskijanlegir, ef þeir eiga að segja
eitthvað eru þeir svona hyldjúpir
en kannski er bara verið að breiða
yfir innihaldsleysið með rímstífni
og orðabókalestri. Umslagið er'
einstaklega óspennandi, minnir á
umbúöir utan um eldhúsrúllur.
En hvað með það; það verður bara
að spóla á milli góðu laganna og
svo hella nóg í sig til að vera í
stuði til að veifa flösku með af-
ganginum.
Gunnar Hjálmarsson
PlayStation
dagur í verslunum
Skífunnar!
Playstation leikjatölva
m/DUAL-SHOCK aðeins
10.500 kr.
10%
afsláttur af öllum fylgihlutum
Laugardaginn 28. nóvember...
S-K-IF-A-N
Kringlan 525 5030 • Laugavegur 26 525 5042
27. nóvember 1998 f Ókus
11