Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Side 27
Minning; Alan J. Pakula 1928-1998 Merkisberi kvíða og óöryggis Bandariski kvikmyndaleik- stjórinn Alan J. Pakula lést þann 19. nóvember siðastliðinn í um- ferðarslysi, sjötugur að aldri. Hann var fremstur meðal jafn- ingja á því tímabili sem kallað hefur verið „siðasta gullöld Hollywood", frá lokum sjöunda áratugarins fram á miðjan átt- unda. Hér er visað í flokk mynda sem áttu það sameiginlegt að snúa ameríska draumnum á haus og vera farvegur kviða og óöryggis bandarísks þjóð- félags á tímum Víetnamstríðs- ins, morða á þjóð- arleiðtogum og pólitískrar spill- ingar. Likt og flestir leikstjórar sem komust til metorða á þessum tíma (Coppola, Frankenheimer, Rafelson, Friedkin, Polanski), gerði hann sín bestu verk þá, en náði ekki að halda í við breytta tíma þegar á leið. Hans verður minnst fyrir uppfinningu sérstaks bálks (genre) kvikmynda sem kenndar eru við tortryggni (the cinema of paranoia) og meðal helstu verka hans af þessum toga eru Klute (1971), karakterstúdía um einka- spæjara sem leitar að týndum manni með Donald Sutherland og Jane Fonda (hlaut óskar fyrir) í aðalhlutverkum; The Parailax View (1974), um blaðamann sem reynir að grafast fyrir um morð á þingmanni, með Warren Beatty og All the President's Men (1976), hin fræga saga af blaðamönnun- um Woodward og Bernstein sem uppgötvuðu maðka í mysu Hvíta hússins á tímum Nixons, með Dustin Hoffman og Robert Red- ford. Pakula átti og ágætan sprett í upphafi níunda áratugarins þeg- ar hann gerði harmsöguna Sophie’s Choice (1982), hvar Meryl Streep átti stórleik í hlut- verki fyrrverandi vistmanns í út- rýmingarbúðum nasista sem varð að lifa með þeirri ákvörðun að hafa gert upp á milli lífs og dauða tveggja barna sinna. Verk hans síðan standast ekki samanburð við hin fyrri en Presumed Innocent (1990), um lög- fræðing (Harrison Ford) sem þarf að hreinsa sig af morðákæru var þokkaleg, sem og síðasta mynd hans, The Devil's Own (1997), um lögreglumann af írsk- um ættum sem hýsir norður-irsk- an hryðjuverkamann með hörmu- legum afleiðingum, með Ford og Brad Pitt. Pakula var hófstilltur og fágað- ur leikstjóri, með kaldhamraðan stíl og gerði myndir innan Hollywoodkerfisins sem, þegar best lét, áttu brýnt erindi við samtíma sinn. Hægt væri að gera margt vitlausara en endurnýja kynnin við þessar myndir. Ásgrímur Sverrisson b í ó nsýningar Svínið komið tii borgarínnar Þrjár kvikmyndir verða frum- sýndar í Bandaríkjunum um helg- ina, Babe: Pig in the City, Home SFries og Very Bad Things. Einhver óvæntasti smellur síð- ustu ára í kvikmyndaheiminum var Babe, þar sem aðalpersónan var svín með metnaö. Það þótti þvi sjálfsagt að búa til framhald Iog nú er það að líta dagsins ljós. í fyrri myndinni langaði svínið að verða fjárhundur. Nú er Babe í björgunarleiðangri með húsbónda sínum í stórborginni þar sem gera á tilraun til að bjarga búinu frá gjaldþroti. Vinsældir fyrri mynd- arinnar má að hluta rekja til þess að Babe gat talað og ekki talar hann minna í framhaldinu. Nú er ; aftur á móti nýjabrumið farið af : svíninu og er ólíklegt að myndin skáki vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs um þessar mundir, Rugrats: The Movie og Enemy of the State, en þó er aldrei að vita hvað verður og má geta þess að enginn hafði spáð Rugrats: The Movie þeim miklu vinsældum sem hún nýtur. Hinn hávaxni James Cromwell leikur aftur bóndann geðþekka og meöal annarra leikara er sá gamal- reyndi Mickey Rooney. Leik- stjóri er Ástralinn George Mill- er. Svarta kómedían Very Bad Things skartar Cameron Diaz í aðalhlutverki. Leikur hún tilvon- andi brúði sem bíður heima hjá sér eftir væntanlegum eiginmanni sem er í piparsveinapartíi. Allt fer úrskeiðis í partíinu þegar vændis- kona sem leigð var til skemmtun- ar gestunum deyr. Vandræða- gangurinn byrjar þegar einn gest- anna ákveður að koma líkinu í burtu í stað þess að kalla til lög- regluna. Aðrir leikarar eru Christian Slater, Jon Favreau og Jeremy Piven. Drew Barrymore leikur aðal- hlutverkið í Home Fries, ófríska veitingakonu sem verður skot- mark morðingja sem telja að þeir eigi harma að hefna í hennar garð. Aðrir leikarar eru Luke Wilson, Catherine O'Hara og Jake Busey. Laugarásbíó Blade ★★★ Blade eru vampýrurnar há- tæknivæddar og sjálfur er hann eins hip nokkur vampýru- bani getur veriö. Sérstaklega er byij- unin og fyrri hlutinn vel heppnaður, en _______________ svo fer þetta einhvernveginn alit aö þynnast, en þaö má vel skemmta sér hér, og meö fínum splattersenum og góöum húmor, þá er hún næstum þv! þriggja stjarna virði. -úd The Truman Show ★★★ The Truman Show er enn ein rós í hnappagat Peters Weirs. Hún er ekki besta kvikmynd hans en á meöal þeirra bestu, virkilega góö og áleitin kvikmynd sem byggö er á snjallri hugmynd. Jim Carrey hefur hingaö til tekist best upp í försum en sýnir hér agaðan leik í erfiðu hlutverki þótt ekki veröi úr nein snilld. -HK Slldlng Doors ★★★ Regnboginn There's Somethlng about Mary ★★★ Fjórir lúðar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er í toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúði. En nú er tími lúö- anna og þrátt fyrir að pólitlsk rétthugsun sé þeim bræðrum eitur í beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC leng- ur að láta lúöana tapa, líkt og þeir gerðu I Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd Halloween: H20 ★★★ H20 er smart og skemmtileg án þess aö vera þessi há- paródíska hrollvekja sem Scream-myndirnar eru. Hryllingurinn er allur meö nýju yfirbragði, meiri áhersla lögö á kjark og þor í ómögulegum aöstæöum og þrátt fyrir að blóðgusur og út- limamissir séu enn til staðar þá nálgast myndá- vélin slíkt á annan hátt en áður. Þetta eru hroll- vekjur um og fyrir nútímaunglinga, fólk sem hef- ur séö öll gömlu trikkin og heimtar ný -úd Dr. Doolittle ★★★ Stjörnubíó Dance wlth Me ★★ Titillinn segir okkur allt sem segja þarf, hann segir okkur aö dansað sé ! henni og að dansinum fýlgir rómantík. Utan um þessi hugtök getur bæöi veriö auö- velt og erfitt aö sníöa sögu, það fer bara eftir þv! hvort ætlast er til aö áhorfandinn hugsi eöa ekki. í Dance with Me er einfaldasta leiö- in farin og best er að reyna aö loka fyrir heila- sellurnar og láta ófrumlega og einfalda sö|li fljóta út! tómiö og reyna aö njóta þess sem gott er, það er aö segja dans og tónlist. -HK meira átl www.visir.is 27. nóvember 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.