Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 Fréttir Bárður G. Halldórsson kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins: Ég dró þennan asna inn í herbúðirnar - segir Bárður um samstarfið við Sverri Hermannsson Fámennt var á stofnfundi Frjálslynda lýðræðisflokknum sl. laugardagsmorgun. DV-mynd: S Aðeins þrjátlu mættu til að stofna nýjan stjómmálaflokk vestur á Sel- tjamarnesi á laugardagsmorgun- inn, Frjálslynda lýðræðisflokkinn. „Við höfum orðið vör við að margir töldu að við værum hætt við að stofna flokkinn," sagði Bárður G. Halldórsson, nýkjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins. Hann var einróma kjörinn með lófa- klappi á stofnfundinum. Nafnið á nýja flokknum er upp- haflega vinnuheitið á flokki sem fé- lagar í Samtökum um þjóðareign fóm að vinna að í febrúar á þessu ári. Nafnið átti að nota allt fram undir það að Sverrir Hermannsson reiddi út fimm þúsund kallinn. Þá var strikað yfir „lýðræðis" og úr varð nafnið sem flokkur Sverris ber í dag. Bárður studdi það nafn og hafði reyndar sjálfur óskað eftir að það yrði notað. „Iflu heilli gerðist það þegar Sverrir hrökklaðist úr bankanum, að ég dró þennan asna inn i herbúð- irnar,“ sagði Bárður og vitnaði til alkunnugs orðatiltækis. Filippus Makedóníukóngur sagði að asni hlaðinn gulli kæmist inn um hvaða borgarhlið sem er. „Nú er hann far- inn en kalla okkur óværu, lúsera og öðrum slíkum nöfnum. Við köstum Sverri aftur fyrir okkur og eyðum ekki meiri hugsun í hann,“ sagði Bárður. „Sverrir er vissulega mikill bardagamaður og vígamaður. Hann sést bara ekki fyrir. Svona menn voru stundum hafðir í söxum á skipum til forna þannig að þeir yrðu ekki sínum eigin mönnum að bana.“ Bái'ður segir að mikið hafi verið unnið í málefnavinnu. Næst liggur fyrir að koma fjárhagslegum og skipulagslegum málum í betra horf. Hann kvíðir ekki framtíðinni, flokk- urinn hafi verk að vinna sem fólk muni treysta honum til að leysa. Gunnþórunn Jónsdóttir, sem var ákveðin í að taka slaginn með æsku- vini sínum Bárði, allt þar til á fimmtudag, og gerast varaformaður flokksins, hætti við þegar Sverrir stofnaði Frjálslynda flokkinn heima hjá sér og leiðir manna skildi. Hún taldi ekki þörf fyrir sig. „Við skild- um með elskulegheitum að sjálf- sögðu,“ sagði Bárður í gær. -JBP Ok á kyrr- stæðan bíl og slasaðist - grunur um ölvun Ökumaður, sem grunaður er um ölvunarakstur, slasað- ist þegar hann ók bíl sínum aftan á kyrrstæðan leigubíl á Miklubraut aðfaranótt laugar- dags. Bílnum var ekið á talsverð- um hraða á kyrrstæða leigu- bifreiðina. Ökumaður festist inni í bflnum og þurfti að kalla tækjabO slökkviliðsins á vettvang. Með sérstökum tækjum tókst að losa öku- manninn úr bifreiðinni. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en í fyrstu var talið. Hann er eins og áður sagði grunaður um ölvunarakstur. -RR Forsetaheimsókn til Svíþjóöar lokið: ^SftMfeíMá£Í£!iSBÍ uÍh4Hbi ^UlglllCCUliii inuui vmaiiu - sagöi Ólafur Ragnar Grímsson Opinberri heimsókn forseta ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Svíþjóðar lauk í Lundi og Malmö á föstudagskvöld. Eftir- tektarvert var hversu hlýlega sænsku konungshjónin tóku á móti forsetanum og öll sænska þjóðin. Ólafur Ragnar minnti á í ræðu sinni í konungshöllinni hversu góðar minningar þau Guðrún Katrín heitin hefðu átt frá fyrri kynnum við konungs- hjónin. Þeir sem ættu við sorg að stríða kynnu best að meta vinátt- una. Ólafur Ragnar talaði einnig um að Garðar Svavarsson, sem fyrstur fann ísland norrænna manna, var Svíi og fjöldi Islend- inga byggju í Sviþjóð og nytu alls 4 myndinni er ein skærasta íþróttastjarna íslendinga, Vala Flosadóttir þess es a, sem frændur vorir stangastökkvari, að heilsa forsetanum í veislu hans til heiðurs sænsku kon- hefðu upp a að bjoða. GTK ungshjónunum sem einnig eru með á myndinni. DV-mynd GTK Herdís Þorgeirsdóttir: Stundar doktorsnám í Lundi Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti í „doktorssemín- ar“ við Ralf Wallenberg-stofnun- ina í Lundarháskóla hjá Herdísi Þorgeirsdóttur. Tók forsetinn þátt í umræðum en doktorsritgerð Herdísar íjallar um fjölmiðla og alþjóðarétt. Herdís nam stjóm- málafræði við Háskóla íslands, þar sem Ólafur Ragnar var einmitt einn af prófessorum hennar í félagsvísindadeild. Síðan fór hún i magisternám í alþjóða- lögum við háskóla í Bandaríkjun- um og er núna í doktorsnámi í Lundi. Herdís hefur mikið starfað við blaðamennsku og ritstýrði og gaf út tímaritið Heimsmynd. -GTK Hér má sjá herra Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta íslands, ræða við Herdísi Þorgeirsdóttur, fyrrum ritstjóra. DV-mynd GTK Skuldasúpa Peningamál íþróttafélaganna flestra hverra munu vera í ólestri, skuldir upp á tugi milljóna og eitt þeirra, FH, gómað af skattrannsókna- stjóra fyrir skatta- svindl. Framarar með Svein Andra Sveins- son i öndvegi berjast nú fyrir því að stofna hlutafélag um rekstur sinn og kalla hann Fótboltafélag Reykjavíkur, nafnið sem upphaflega prýddi KR fyrir rétt tæpum hundrað árum. Knatt- spyrnudeild Fram er hins vegar sögð skulda um 50 milljónir króna og hefur aðalstjórn félagsins tekið skuldirnar í fóstur. Á meðan eru varkárari klúbbamir að koma sér vel fyrir, Þróttur undir stjórn Tryggva Geirssonar endurskoð- anda flytur næsta vor í fíma góða aðstöðu í Laugardal, fær fjóra nýja velli og stórt klúbbhús þar sem Ármann, elsta íþróttafélag landsins, mun verða leigjandi Þróttara, auk þess sem félögin em að efna til samvinnu og samstarfs í handbolta og körfubolta ... Ritstjórastóll á lausu Ákvörðun Ólafs Þ. Stephen- sen, sonar sr. Þóris staðarhaldara í Viðey, um að taka við stöðu upplýs- ingafulltrúa hjá Landssímanum hefur vakið fúrðu margra. Ólafur tekur við stöðu Hrefnu Ingólfs- dóttur sem verður deildar- stjóri deildar sem tekur við kvörtunum og hefur um 30 ctarfcmpnn ÍT'.riaiiííOröS Morgunblaðsins var gjaman litið til Ólafs sem ritstjóra Morgun- blaðsins í náinni framtíð eftir að Matthías Johannessen lætur af starfi sínu sem ritstjóri. Þykir brottför Ólafs benda til þess að við ritstjórastöðunni taki einhver sem eigi þó nokkuð langt eftir af starfsævinni... Undiralda Ekki er reiknað með fleirum en Valgerði Sverrisdóttur og Jak- obi Bjömssyni í baráttuna um 1. sætið á lista Framsóknarflokksins á Noröurlandi eystra og spennu- fiklar þykjast sjá fram á mikla bar- áttu. Kosninga- skrifstofúi' verða opnaðar áður en langt um líður og allar „kanón- ur dregnar á flot“. Hagur Val- gerðar þykir hafa vænkast eftir skoðanakönnun í heimabæ Jak- obs á Akureyri þar sem hann hafði ekki nema ríflega 10% for- skot, en sumir benda á að „smala- mennskan" á Akureyri, sem án efa verði viðhöfð þar sem próf- kjörið er opið öllum 16 ára og eldri, muni skila Jakobi miklu ... Vandræðabandalag Páll Pétursson félagsmálaráðherra gaf samfylkingunni nafn í kaffistofu Alþingis á dögun- um og skýrir það sig sjálft. Skömmu síðar komst eftirfar- andi vísa á flot og liggur Páll undir grun um að vera höfundurinn þótt það sé ósannað: Þiö rauöa litnum og róttœkni hafniö, og ríflst hvern einasta dag. En vonandi samstaöa verói um nafniö, Vandrœóabandalag. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.