Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
'Ritstjórn: dvritst@tff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@tff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Yfirþyrmandi klúður
Þjóðin fékk í liðinni viku kennslu í því hvernig ekki á
að stofna stjórnmálaflokk eða stjórnmálafLokka. Stofn-
fundur Frjálslynda flokksins átti að vera nýliðinn laug-
ardag en áður en til þess kom varð þverbrestur í sam-
starfi þeirra sem að fLokksstofnuninni stóðu. Hópur
þeirra sem upphaflega stóð að Samtökum um þjóðareign
gat ekki starfað með Sverri Hermannssyni vegna meints
ofríkis, gott ef ekki fasisma, og Sverrir og hans nánustu
stuðningsmenn vönduðu fyrrum samstarfsmönnum ekki
kveðjurnar.
Niðurstaðan varð tveir flokkar. Annar, Frjálslyndi lýð-
ræðisflokkurinn, var stofnaður á fámennum fundi á
laugardaginn. Hinn, Frjálslyndi flokkurinn, fékk bráða-
birgðastjóm og boðar til formlegs landsþings í janúar.
Sá farsi sem kjósendum var boðinn í vikunni er lélegt
veganesti fyrir komandi alþingiskosningar. Persónuleg-
ar deilur og valdabrölt kæfðu stofnun hins upprunalega
Frjálslynda flokks í fæðingu. Hvað úr flokksbrotunum
tveimur verður er ekki vitað. Skoðanakannanir fyrir
klofning höfðu sýnt að Frjálslyndi flokkurinn gat hugs-
anlega fengið fulltrúa á þing sem væntanlega hefðu
styrkt hann í baráttu fyrir meginmarkmiðinu, barátt-
unni gegn kvótakerfi sjávarútvegsins.
Þegar borin er saman stefnuskrá Frjálslynda lýðræðis-
flokksins og stefnudrög Frjálslynda flokksins kemur í
ljós að stefnan er að kalla sú sama. Það kemur vart á
óvart því í liðinni viku sökuðu forystumenn Frjálslynda
lýðræðisflokksins Sverri um að hafa stolið stefnunni.
Frjálslyndi flokkurinn mun einbeita sér að þremur meg-
inþáttum, sjávarútvegsmálum, umhverfismálum og sam-
félagsþjónustu. Hann vill að gjörbreyting verði á fisk-
veiðistjórninni þar sem aðaláhersla verði lögð á að skila
þjóðinni lögmætri eign sinni og afnema með öllu brask
með veiðiheimildir og brottkast fisks. Frjálslyndi lýðræð-
isflokkurinn er á sömu nótum en í stefnu hans er það
meginmarkmið að þjóðin nái aftur frumburðarrétti sín-
um til hagnýtingar lands og sjávar og hafnað er hvers
kyns sérdrægni og einkaleyfum til aðgangs að sameigin-
legum auðlindum.
Bæði flokksbrotin setja velferðarkerfið í öndvegi, vilja
styðja við bak fátækra og öryrkja. Þá eru þau samstiga
um bætt heilbrigðiskeríi og undirstrika gildi menntunar
sem undirstöðu framfara í þjóðfélaginu. Flokksbrotin
eru sammála um flest að því er séð verður. Stefnuskrá
Frjálslynda lýðræðisflokksins er að sönnu frágengin en
stefna hins brotsins í drögum fram að landsþinginu í jan-
úar.
Það sem á milli ber eru ekki málefnin. Það eru persón-
ur og leikendur, menn sem standa frammi hver fyrir öðr-
um, og um leið kjósendum, sem hundar og kettir. Sverr-
ir Hermannsson hugsaði ýmsum þegjandi þörfina þegar
hann hraktist úr Landsbankastjórastóli fyrr á árinu.
Hann fann heift sinni farveg í nýjum flokki og málefna-
lega samstöðu með þeim sem stóðu að Samtökum um
þjóðareign. Um leið var það hann, sem kröftugur einstak-
lingur og gamalreyndur stjómmálamaður, sem dró að
fylgið sem þó mældist í skoðanakönnunum.
Það var rétt hjá nýkjömum formanni Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins að sjaldan hafa flokkar orðið til úr meiri
vandræðaskap en að þessu sinni. Eftirtekt vakti einnig
að boðað varaformannsefni hans mætti ekki einu sinni á
stofnfundinn og enginn vildi verða fjármálastjóri flokks-
ins. Allt þetta klúður er yfirþyrmandi.
Jónas Haraldsson
í DV-kjallaragrein í mars
síðastliðnum greindi ég frá
því tækifæri að fá hingað til
lands næsta alþjóðlega þing
um veður og öryggi á heims-
höfunum sem halda á hið
raunverulega aldamótaár,
árið 2001. Alldýrt er að bjóð-
ast til að halda þingið en
það væri vel þess virði fyrir
okkur eyþjóðina sem sótt
höfum sjóinn fast frá fornu
fari. Að loknum glæsilegum
minningarathöfnum um
landafundi og kristnitöku
fyrir þúsund árum ættum
við íslendingar að huga að
framtíðinni og fagna nýrri
öld með því að bjóða hingað
þjóðum heims til fundar um
veðrið á höfunum, lífið á
sjónum og alþjóðlega sam-
vinnu þar að lútandi.
Samtök veðurstofa -
og heimshöfin
Þing þetta er haldið á veg-
um samtaka allra veður-
stofa í heiminum en mið-
stöðvar þeirra eru í Genf í
Öldur og ölduspár eru enn eitt viðfangsefni fundanna, segir m.a. í greininni.
Sameinuðu þjóð-
irnar til íslands?
- aldamótaþing um veðriö á heimshöfunum
komulag á samskipt-
um þjóðanna og fá yf-
irsýn yfir viðeigandi
rannsóknir í heimin-
um. Fleiri viðfangs-
efni þinganna mætti
nefna, hvert öðru
gagnlegra.
Alþjóðaþing
4. hvert ár
Allt þetta er býsna
viðamikið starf hjá
nefndunum og huga
þarf snemma að und-
irbúningi að loka-
skýrslum og tillögum
fyrir allsherjarþingin
fjórða hvert ár. Af
þessum sökum og öðr-
„Að loknum glæsilegum minning■
arathöfnum um landafundi og
kristnitöku fyrir þúsund árum
ættum við íslendingar að huga
að framtíðinni og fagna nýrri öld
með því að bjóða hingað þjóðum
heims til fundar um veðrið á höf-
unum, lífið á sjónum og alþjóð-
lega samvinnu þar að lútandi. “
Kjallarinn
Þór Jakobsson
veðurfræðingur
Sviss. Samtökin
nefnast á íslensku
því langa heiti Al-
Jjjóðaveðurfræði-
stofnunin en á ensku
„World Meteorolog-
ical Organization",
skammstafað WMO.
Stofnunin er ein und-
irdeilda Sameinuðu
þjóðanna. Hún hefur
verið vel rekin og
óvíst er hvort mann-
kynið vinnur jafnvel
saman að nokkru á
jarðríki og daglegri
veðurþjónustu í
heiminum. Hið al-
þjóðlega þing um sjó-
veðurfræði er haldið
Qórða hvert ár, ýmist
í Genf eða í landi
sem boðist hefur til
að halda þingið með
því að standa straum
af viðbótarkostnaði
við þinghald utan
Sviss.
Á fundunum er
fjallað um vinnu og
niðurstöður sérfræð-
inganefnda sem starf-
að hafa síðan síðasta
þing var haldið.
Fjallað er um veður-
athuganir á sjó,
mengun á höfunum, mengunar-
vamir og viðvaranir. Þá er rætt
um skipulag á fjarskiptum, bæði
varðandi upplýsingar um veður og
öryggiskerfi fyrir sjófarendur.
Öldur og ölduspár eru enn eitt við-
fangsefnið. Er bæði unnið að því
að betrumbæta ríkjandi fyrir-
um ástæðum þarf líka að ákveða
snemma hvar halda eigi næsta
allsherjarþing. Til dæmis þarf að
ákveða fundarstað þingsins árið
2001 nú um miðjan desember 1998.
Þingið árið 1997 var haldið dag-
ana 10. - 20. mars í Havana á Kúbu
í boði ríkisstjórnar landsins.
Fulltrúi ríkisstjórnar í upphafi
þingsins var ráðherra vísinda,
tækni og umhverfismála, frú Si-
meón, en Rannsóknaráð ríkisins
og Veðurstofa Kúbu sáu um fram-
kvæmd. Framkvæmdin þótti
takast með miklum ágætum og
var gestgjöfum hrósað fyrir að
leysa ýmsan mikilvægan tækni-
vanda en halda þarf t.d. stöðugu
og snurðulausu tölvunetssam-
bandi við höfuðstöðvamar í Genf.
Þá þótti takast vel að sinna því
sem krafist er á formlegum fund-
um á vegum Sameinuðu þjóðanna,
túlkun á 5 tungumál.
Ég átti því láni að fagna að
sækja þingið á Kúbu fyrir hönd ís-
lands. Það var haldið við prýðileg-
ar aðstæður í ráðstefnusal áfóst-
um hóteli þar sem fundargestir
dvöldust. En skemmst er frá að
segja að áður en fundum lauk
hafði vaknað áhugi á að halda
hið næsta þing hér á Fróni. Ný-
kjörinn formaður sjóveður-
fræðinefndarinnar, Norðmaður-
inn Johannes Guddal, átti hug-
myndina en hann hefur alloft
verið hér á ferðinni og er kunn-
ugur fundaraðstæðum.
Þótt hér vanti enn ráðstefnuhöll
á borð við þá í Havana treysti
hann íslendingum til að halda
þingið með kurt og pí. Vonandi
fæst stuðningur íslenskra stofn-
ana og samtaka um alþjóðlegt þing
á íslandi árið 2001, fyrsta ár aldar-
innar, um veður og öryggi á höf-
unum. Umhverfisráðuneytið og
Veðurstofan hafa unnið að því að
kanna hvort af því geti ekki orðið.
- Gerum betur en Kúba!
Þór Jakobsson
Skoðanir aimarra
Rangtúlkun Mbl-leiðara
„Ég sé ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um við-
talið við mig í „Svenska Dagbladet“... Það er verið að
gera hænu úr nokkrum fjöðrum að fara að tala um
breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins í þessu sam-
bandi... En hvemig á forsetinn að geta túlkað hags-
muni íslands án þess að nefna þessi mál? Það er hins
vegar misskilningur að ég hafi hér gengið inn á svið
ríkisstjórnar og utanríkisráðherra og algjör rang-
túlkun að halda því fram. Ef menn þurfa að skrifa
leiðara af þessu tilefni þá bendir það til þess að
menn hafi ríkan vilja til að rangtúlka orð forseta ís-
lands.“
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands,
í Mbl. 27. nóv.
Samfylkingin noti aðventuna
„Óþreyja er komin upp í röðum óbreyttra stuðn-
ingsmanna samfylkingarinnar og kjósenda sem telja
vænlegt fyrir þjóðmálaþróunina að A-flokkamir og
Kvennalisti nái saman um meginmál sín ... Vanda-
málið er í raun eitt: Ekki næst samkomulag um
framboð í Reykjavík. Reykjanes ætti að verða auð-
velt þegar höfuðborgin hefúr ráðið sínum ráðum. Úr
því sem komið er sýnist engin ástæða til að steypa
sér í tilbúna tímaþröng. Aðventan er kjörin til að
koma sér í rétta skapið til að leysa vandamál."
Stefán Jón Hafstein í Degi 27. nóv.
Pólitískt hættulegur gagnagrunnur
„Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði, eins
og gert er ráð fyrir í lagafrumvarpi, sem nú er til
umræðu á alþingi skerðir friðhelgi einkalífs og er
pólitískt hættulegur. Einkaleyfi til gerðar og rekst-
urs slíks gagnagmnns skerðir rannsóknafrelsi og
heftir þekkingarleitina. Því ber að vísa frumvarpinu
frá. Nær væri að láta fara fram vandaða úttekt á
dreifðum gagnagrunnum á heilbrigðissviði og at-
huga hvort nýta megi þá betur vegna rannsókna og
heilbrigðisþjónustu eins og gert er ráð fyrir í tillögu
til þingsályktunar um dreifða gagnagrunna á heil-
brigissviði og persónuvernd."
Tómas Helgason í Mbl. 27. nóv.