Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 25
 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 33 T DV Fréttir Snjóflóðasvæðin á Norðfirði: Tilboð í hús 37% af brunabótamati „Þetta er engan veginn nógu gott tilboð og ég er ekki tilbúinn að flytja úr húsinu og fá þetta verð fyrir það. Húsið hefur verið innan fjölskyldunnar í mörg ár,“ segir Þórarinn Guðnason í Neskaup- stað. Hann er meðal þeirra sem búa á snjóflóðahættusvæði í kaup- staðnum. Gert hefur verið tilboð í hús hans sem nemur 37% af brunabótamati eignarinnar en mjög óalgengt er að hús í Neskaup- stað séu seld á minna en 50% af brunabótamatinu. Um er að ræða 5 íbúðarhús og eina verbúð á hættusvæðinu þar sem snjóflóð féllu 1974. Vitað er um snjóflóð á þessum stað á 19. öld og þá varð einnig mannskaði. Þór- arinn segir að sambærileg eign og hans kosti 10-11 miljónir króna en hann fær samkvæmt tilboðinu 5,9 miljónir fyrir eignina. Verður hann því að taka lán ef hann kaup- ir annað húsnæði. Honum finnst sárgrætilegt ef farið verður með jarðýtu á húsið og það brotið nið- ur. Þó er það ekki víst. í athugun er hvort hægt verður að selja það til flutnings eða hvort það verður aðeins í notkun yfir sumarið. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í sveitarfélagi 7300, segir að málið sé hjá ofanflóðasjóði og beð- ið verði eftir umsögn í málinu. Síðan verður framhaldið ákveðið. Þórarinn segir að óánægja sé hjá þremur húseigendum vegna tilboðanna. Ofanflóðasjóður greið- ir 90% af verðinu og bæjarsjóður 10%. Reglur um uppkaup húsa vegna snjóflóðahættu eru sam- ræmdar á landinu öllu og segir Guðmundur að kannað hafi verið hvort ódýrara væri að rífa húsin eða að byggja snjóflóðavarnir í fjallinu. í ljós kom að það er mun mun ódýrara að kaupa eignirnar. Þórarinn segist ekki kvíða öðr- um vetri í húsinu því fólk í Nes- kaupstað hefur búið við þessa vá lengi og veturinn nú því engin undantekning. -ÞH ÞAÐ KOSTAR ÞIG EKKI MIKIÐ AÐ AUKA AFKÖSTIN í VINNUNNI Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi: Fundað um nýja kjördæmaskipan 799.196 kr. ónVSK. Re kstrarl e igusam n ingur Engin útborgun 23.752 kr. á mánuði HyUNDAI ACCENT Fjármögnunarleiga Útborgun 199.799 kr. 12.827 kr. á mánuði DV, Vesturlandi: Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kom saman til síns fyrsta fundar nýlega. Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Eyrar- sveit, var kosin formaður stjórnar og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Akranesi, varaformaður. Aðrir í stjórn eru Gunnar Sigurðsson, Akranesi, Guðmundur Guðmars- son, Borgarbyggð, Sigurður Val- geirsson, Leirár- og Melasveit, Stefán Jónsson, Dalabyggð, og Ás- björn Óttarsson, Snæfellsbæ. Á fyrsta fundinum samþykkti stjórn- in að stuðla að því að gera starf samtakanna meira opið og færa það nær sveitarstjórnunum og íbú- unum. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur formanns er búið að skipa í undir- búningsnefnd vegna stofnunar eignarhaldsfélags fyrir Vestur- land. Atvinnuráðgjöfin vinnur nú að því að taka saman gögn um stöðu byggðamála á Vesturlandi og hefur verið leitað til allra sveit- arstjórna í kjördæminu um upp- lýsingar í því sambandi. SSV hyggst standa fyrir al- mennum fundi um breytingar á kjördæmaskipan og hugmyndir um nýja kosningalöggjöf. Fundur- inn verður sennilegast haldinn í Borgarnesi 8. desember nk. Fram- sögumenn verða Friðrik Sophus- son, formaður nefndar sem falið var að endurskoða kjördæmaskip- an og tilhögun kosninga til Alþing- is, og Einar K. Guðfinnsson þing- maður, formaður „nefndar um hliðarráðstafanir vegna endur- skoðunar á kjördæmaskipan og til- högun kosninga til Alþingis". Auk þess verða þingmenn kjördæmis- ins á fundinum, sagði Björg við DV. -DVÓ Rekstrarleiga er miðuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 60 mánuði og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. Ármúli 13 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 ATVINNUBILAR Fy Rl RTÆ KJ AÞJÓN U STA HYunoni ★ ★ ★ Glæsileg, vönduð og þægileg Björg Agústsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. DV-mynd ITP ★ ★ ★ ★ Mikið úrval af Amerískum sófasettum, einstaklega mjúk og þægileg. Láttu þér líða vel á heimili þínu. V HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000 GOTT FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.