Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
39
í.
Fréttir
Austurland:
Tölvufyrirtæki í samstarf
Bjarni Þór Sigurðsson, sölu- og markaðsfulltrúi TA, Gunnar Bjarnason og
Ólafur Magnússon, starfsmenn Teymis.
Tölvuþjónusta Austurlands og hug-
búnaðarfyrirtækið Teymi hf. hafa
undirritað viljayflrlýsingu um sam-
starf en fyrirtækin héldu sameigin-
lega kynningu á starfsemi sinni á Hót-
el Héraði 20. nóvember. Teymi hf. er
þekkingar- og þjónustufyrirtæki með
það að meginmarkmiði að vera leið-
andi á helstu sviðum upplýsingamála
og felst starfsemi þess m.a. í að búa til
viðskiptalega vitneskju úr hinum
ýmsu gögnum sem verða til í fyrir-
tækjum sem síðan nýtast á ýmsa
vegu, t.d. við ákvarðanatöku og
stjómum. Fyrirtækið er dreifmgarað-
ili á íslandi fyrir ailan hugbúnað, ráð-
gjöf, kennslu og þjónustu frá Oracle
Corporation.
Samstarf Teymis hf. og Tölvuþjón-
ustunnar mun felast í því að taka þátt
í sameiginlegum verkefhum og þróa
sérlausnir til upplýsingameðhöndlun-
ar og segir Bjami Þór Sigurðsson,
sölu- og markaðsfulltrúi TA, það hafa
í for með sér að fyrirtækið geti nú
veitt þjónustu og upplýsingar á nær
öllum sviðum í tölvugeiranum og boð-
ið viðskiptavinum sínum heildar-
lausn þannig að þeir þurfl ekki að
leita annað.
Tölvuþjónusta Austurlands er ört
vaxandi fyrirtæki með starfsemi á
fjórum stöðum í flórðungnum; á
Homafírði, Egilsstöðum, Seyðisflrði
og í sveitarfélagi nr. 7300. Hjá fyrir-
tækinu starfa 11 manns en á döfinni
er að bæta við tveimur sem væntan-
lega koma til starfa í byrjun næsta
árs. Að sögn Bjama auglýsti fyrirtæk-
ið nýlega eftir kerflsfræðingum. Hafa
margir fyrirspumir borist um þessi
störf og margir sýnt áhuga á að flytja
út á land.
-AÞv
Eyrarsveit, Grundarfirði:
Erindi borgarlögmanns hafnaö
- óskaði eftir sameiningu þriggja jarða
DV.Vesturlandi:
Borgarlögmaður Reykjavíkur, Hjör-
leifur Kvaran, fór fram á það nýlega
við hreppsnefnd Eyrarsveitar að jarð-
imar Pumpa, Rimabær og Suðurbúðir
í Eyrarsveit í Grandarflrði yrðu sam-
einaðar. Hreppsnefnd samþykkti að
eefa landeigendum í nágrenni Kvía-
bryggju kost á því að gera athugasemd-
ir við ósk borgarlögmanns um samein-
ingu þessara þriggja jarða.
Nú hafa tvær umsagnir borist frá
landeigendum en áður höfðu gögn
komið frá eigendum Krossnesslands og
eftir að hafa yfirfarið þær ákvað hepps-
nefhd að verða ekki við ósk borgarlög-
manns um sameiningu jarðanna. Það
var á þeim forsendum að ágreiningur
kynni að vera uppi um landamerki við-
vikjandi þeim jörðum sem óskað er eft-
ir að verði sameinaðar.
Þann 11. nóvember var lögð fram
tiilaga í hreppsnefnd Eyrarsveitar um
að erindi borgarlögmanns yrðihafnað
varðandi sameiningu umræddra jarða
og var hún samþykkt samhljóða.
INNKA UPASTOFNUN
REYKJA VIKURBORGAR
Fríkirkjuveai 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík
Sími 552 58 OCf- Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
ÚTBOÐ
F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í bindi, teygju-
hólka, grisjur, sáraplötur, plástra o.fl.
Útboðsgögn fást afhent endurgjaldslaust á skrifstofu okkar frá
þriðjudeginum 1. desember 1998.
Opnun tilboða: fimmtudaginn 28. janúar 1999 kl. 11.00 á sama stað.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
shr 120/81
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi
verk: „Þróttarsvæði, gatnagerð og lagnir“.
Helstu magntölur eru þessar:
Gröftur u.þ.b. 8.000 m3
Fyllingar u.þ.b. 8.500 m3
Malbik u.þ.b. 2.100 m2
Holræsalagnir u.þ.b. 500 m
Skiladagur verksins er 1. júlí 1999. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
okkarfrá þriðjudeginum 1. desember nk. gegn 10.000 kr. skilatrygg-
ingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 16. desember 1998, kl. 11.00 á
sama stað.
gat121/8|
F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið:
Vatnsgeymir á Litlu-Hlíð, utanhússviðgerðir á lokahúsi.
Helstu magntölur:
Múrhúðun: 130 m2
Vírhögg: 1.200 stk.
Háþrýstiþvottur: 191 m2
Sílanböðun og málun veggja: 165 m2
Þakdúkur: 110 m2
Jarðvinna, gröftur og fylling: 250 m3
Verklok: 15. júní 1999.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skila-
tryggingu. Opnun tilboða: þriðjudaginn 8. desember 1998, kl. 14.00 á
sama stað.
vvr 122/81
^DAGA'/j^jr
Jöladagatal
Happaþrannynnar.
líQcfeAj spermandi
morfnof fmrmmdah!