Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 4
Á tónleikum í Klrkjuhvoll við VTdaltnskirkju í Garðabæ laugardaginn 23. janúar kl. 17 mun Allna Dublk mezzosópran syngja franska og rússneska söngva. Við hljóðfæriö er píanóleik- arinn Gerrit Schull sem jafnframt er listrænn stjórnandi þeirra sex kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. i kvöld verða ævin- týratónleikar í TJarnarbíól og hefj- ast kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Áskel Másson, Ríkharð H. Frið- riksson, Tapio Tuomela, Jónas Tómasson, KJartan Ólafsson og Elías Davíðsson. Flytj- endur eru: Camilla Söderberg, blokkflautur, Guörún Óskarsdóttir, semball, Áskell Másson, slagverk, Ríkharöur H. Friðriksson, tölva, og Elías Davíðsson, steinaspil. Blásarasvelt Reykjavíkur verður með tónleika í Seltjarnarneskirkju á laugardaginn undir stjórn KJartans Óskarssonar, einleikari er Magnea Árnadóttlr og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Tryggva M. Bald- vinsson, Köld sturta (1999, frumfl.), Þorkel Sigurbjörnsson, Oretheyia (frumfl. á islandi), konsert fyrir flautu og blásarasveit. Jón Leifs, Víkingasvar (1962 frumfl. á Isl.) og Pál P. Páls- son, Konsert fýrir blásara og slagverk. Kammersvelt Reykjavíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar er með tónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn og hefjast þeir kl. 20.30. Einleikarar eru: John A. Spelght, Rut Ing- ólfsdóttlr og Erllng Blöndal Bengtson. Flutt verða verk eftir Jón Leifs, Scherzo concreto op. 58 (1964), John A. Speight, Djákninn á Myrká (1998 frumfl.) fyrir rödd og kammerhóp, Þorkel Sigurbjörnsson, Umleikur (1998 f/umfl.) fyrir einleiksfiðlu og kammer- sveit, og Atla Heimi Sveinsson, Erjur (1997 frumfl.), konsert fyrir selló, strengjasveit og pí- anó, 1. erjur, 2. órar, 3. Ryskingar. Á mánudagskvöldið veröur Hamrahlíðarkórlnn í Salnum í Kópavogi með tónleika undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótturog hefjast þeir kl. 20.30. Flutt verða verk eftir: Jón Leifs, Jórunni Viðar, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sig- urbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Misti Þorkelsdóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur. meiraá. www.visir.is Fríða Rós Valdimars- dóttir býður sig fram í prófkjöri Samfylkingar- innar. Hún er yngst þeirra sem taka þátt, 21 árs, og stofnfélagi Bríetar, félags ungra femínista. Hún spilaðí á hljómborð með kvennapönkbandinu Á túr, sem vakti athygli fyrir berorða texta en er nú hætt. Fríðu finnst vera kominn tími til að hrópa aftur: Hvers vegna ertu aö fara út í pólitík? „Þetta er búið að vera áhuga- mál í langan tíma. Fyrir rúmu ári stofnaði ég ásamt sex öðrum Brí- eti, félag ungra femínista, og þetta er bein leið frá því. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum kvenna og þess vegna skráði ég mig í Kvennalistann. Ég er full- trúi Bríetar í prófkjörinu og það eru margar ungar konur að baki mér.“ Finnst þér staöan enn þá hörmuleg hjá konum? „Hún hefur náttúrlega farið batnandi síðan 1900, en á meðan enn þarf að jafna hlut kvenna á Alþingi þá finnst mér Kvennalist- inn vera þarfur. Það er ekki allt orðið jafnt og það er bara stað- reynd, en ég vona að Kvennalist- inn verði einhvern tíma óþarfur, helst áður en ég fer á þing.“ Séröu þingmennskuna fyrir þér sem skemmtilegt starf? „Já, ég held það geti verið skemmtilegt. Það er náttúrlega alltaf gaman að ráða. „ Feróu út í stjórnmál til aö krœkja þér í gott djobb eöa ertu uppfull af mannkœrleika og vilt hjálpa almenningi? „Ég sé nú ekkert starf í þessu fyrr en eftir lengri tíma, en ég er í þessu af því mér býr svo margt í brjósti og það er svo margt sem ég vil koma á framfæri." Hver eru helstu baráttumálin? „Ég er lítið með slagorð sem eiga að reyna að slá í gegn. Mér finnst svo mikið „feik“ í kringum það. En mitt helsta baráttumál er að lífið verði auðveldara fyrir námsmenn, fjárhagslega. Mitt fyrsta verk á þingi væri að krukka aðeins í LÍN. Ég hefði mest áhrif með þvi að vera rödd ungra femínista innan um allar hinar raddirnar." Engin slagorö, segiröu? „Slagorð, æi nei. Ekki nema þá „Áfram, konur!“, eða „Vakniði, stelpur!“. Ég held það sé kominn tími á það aftur. Það eina sem stelpum almennt finnst um femínista er; æi, ég ætla ekki að pæla í þessu fyrr en eitthvað kem- ur fyrir mig. Það er rangur hugs- unarháttur. Þær vita alveg að margar konur í kringum þær eru illa staddar og mér finnst það skrítið að konur vilji ekki standa saman.“ Engin kvenremba Hvernig eru konur einna helst verr settar en fólk almennt? „Mér finnst virðingin ekki nógu HvaðfinnstFríðu umeftirtalda Pó,itíkusa ? DWlK&ftg dsson? „Hann er þjóðfyndinn |t' - p og hefur fengið mikla B ~ Æ ^byg'' °g Vinsældir út á það. Hann kemur vel mB Æ M fram og kann að tala stjórnmálalega. En ég held hann sé að deyja með þessu kvóta- braski sínu. Ég held hann lifi ekki mikið lengur eftir það.“ Jónas frá „Jónas frá Hriflu? Ég þekki hann ekki. Ég er ekki byrjuð í stjórn- málafræði svo ég get ekki svarað þessu." Tony „Hann kom ung- ur og ferskur inn í íhaldsbrjálæðið. Það er góð markaðssetn- ing í kringum hann.“ ingibjörg Sóirún „Það er toppgella. Maður getur næstum því sett hana í guða- tölu eftir að maður hefur setið með henni á fundum. Alltaf þegar hún talar þá leysir hún öll mál, finnst manni. Það má segja að hún sé mitt goð í pólitíkinni.“ Gísiadóttir? „Ég veit hver þetta er, en ég hef ekkert um hans verk að segja.“ astro? „Hann er allt of mikið. Hann gerði fullt gott en tók of djúpt í árinni. Ég held að brjálaður kommúnismi blífi ekki í dag. Það er svo- lítiil „Animal farm“-keimur af þessu hjá honum.“ mikil. Það er fáránlegt hve virð- ing kvenna er miklu minni en virðing karla. Það kemur út á at- vinnumarkaðnum, konur fá færri tækifæri og þess háttar. Ég er ekki að alhæfa, en flestar konur hafa ekki trú á sjálfum sér og geta miklu betur en þær halda. Karl- menn horfa oft á konur sem eitt- hvað sem þeir verða að passa og vernda og flnnst þeir verði aðeins að horfa yfir axlirnar á þeim.“ Þú vilt þá ekki aö konurnar fari að hugsa um börnin inni á heimil- unum aftur? „Jú, alveg eins. Þegar ég hugsa um jafnrétti sé ég ekki fyrir mér ryksugu eða uppvask eða eitthvað þannig. Það er nú bara gamli tim- inn. Ég ætla auðvitað að sjá um uppeldið á mínum börnum eins og maðurinn minn myndi gera. Ég ætla ekkert að neita að ryk- suga.“ Hvaðfinnst þér um hina týpísku „karríer“konu? „Ég held þær séu aðallega í öðr- um löndum, ég sé þær allavega voðalega lítið á íslandi. Þar eru margar konur sem velja það að eignast ekki börn og hugsa bara um framann. Mér finnst íslenskar konur minna þurfa að velja því hér er auðveldara að eignast börn og að vera, ja, karríer-kona líka.“ Dettur þetta heföbundna hjóna- band ekki bara út á nœstu öld? „Ég vona það. Fólk þarf ekki að standa fyrir framan prest og segja að það elski hvort annað. Það ætti að geta gert það fyrir sjálft sig.“ En sambönd yfirhófuö. Hefur fólk einhvern tíma fyrir svoleiöis? „Jú, mér finnst það mjög mikil- vægt að fólk eyði tíma í það líka, sé ekki bara að hugsa um að kom- ast á toppinn og eitthvað þannig. Mér finnst að fólk eigi að eiga tíma fyrir sjálft sig og maka sinn. Ég er dálítið í gömlu gildunum. Ég trúi á ástina.“ Þrátt fyrir kvenrembuna? „Ég er engin kvenremba, þú vondi karl.“ -glh ÞETTA er nýR lífsstíll sem KEMUR. FRÁ DANMÖRRU, HANN ER KALLAOUR "DOGM A" ENÖiIN LVSING?... ENGtN TÓNLIST... ? HVAÖ ER EIGINLESA 1 GANGl ? NVARSHEIT H3A MER... ÞAÐ VAR KOMINN TÍMl TlL Aí> HAiTTA ÞESSUM HELVÍTiS BLEKKlNGUM. f Ó k U S 22. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.