Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 22
í fókus:
Þaö er miklu meira vit í því að kaupa sér
íbúð í staðinn fyrir að standa í þessu leigu-
stússi endalaust. Ef maður leigir er maður í
vasanum á einhverjum húseiganda. Hann
getur allt eins verið hálfbilaöur trassi sem
hlustar ekki á þig og lyftir ekki litla putta þó
klósettiö sé búið aö mígleka síðan þú fluttir
inn. Svo getur hann tekið upp á því upp úr
þurru að henda þér út ef náfrænka hans
flyst snögglega I bæinn. Þar fyrir utan er
sama sem ekkert framboð á leiguhúsnæði.
Kannski grefurðu upp einhverja kjallaraholu
eftir tveggia mánaða leit, rándýra, meö eig-
andann beint yfir þér, ofurnæma kerlingu
sem kvartar yfir slgarettulyktinni í íbúðinni
og hávaðanum þegar þú setur eitthvað á fón-
inn. Svo er hún komin á hurðina hjá þér
stundvíslega fyrsta hvers mánaðar betlandi
þennan fimmtfu þúsund kall sem þú borgar
fyrir þessa fjörutfu fermetra skonsu. Sem
sagt: að leigja er rugl, þú ert að henda pen-
ingunum f vitleysu.
Það er eitthvað annað að kaupa sér íbúð.
Ríkið nostrar við þig á silkimjúkum inniskóm
velferðarkerfisins og lánar þér fyrir öllu. Þú
þarft ekki að eiga krónu þvf þegar rfkið hætt-
ir að lána taka bankarnir við og lána þér fyr-
ir restinni. Svo borgarðu sirka það sama á
mánuði og fyrir að leigja og ert stoltur fbúð-
areigandi; sjálfs þfns herra og mikilmenni.
Eftir fjörutfu ár áttu svo hjallinn skuldlausan
og getur selt hann upþ í þjónustuíbúð aldr-
aðra. Húrra fyrir húsnæöislánakerfinu og pú
á leigumarkaðinn!
Úr fókus
Sally Field er eins langt úr fókus og hugsast
getur. Nauðungarsjónvarp allra landsmanna
veigrar sér þó
ekki við að
hafa þessa
v æ m n u
leikkonu fyrir
augunum á
áhorfendum
sfnum a.m.k.
einu sinni í
mánuði f þvf
sem hægt er
að fara að
kalla „kerling-
armynd" vik-
unnar. Kerling-
armyndin er
oftast á föstudagskvöldum en stundum á
laugardagskvöldum, nema hún sé bæði
kvöldin sem framhaldsmynd í tveimur hlut-
um. Kerlingarmyndin er alltaf nokkurra ára
gömul bandarísk sjónvarpsmynd sem gerist
einna helstf hinum hundleiðinlegu miðrfkjum
Bandarfkjanna. Dæmigerð lýsing á myndinni
gæti verið svona: „Einstæð móðir meö son
sem þjáist af tourette-heilkenni missir vinn-
una f dósaverksmiöju og fer f framhaldi af því
með vinkonu sinni f ferð að leita uppruna
síns." Myndin er auðvitað hugljúf og Sally
grettir sig svo mikiö að áhorfendur fá tár í
augun og hugsa: „Mikið er hún Sally nú góð
manneskja" og, „já, svona get ég hugsan-
lega fundið tilganginn f mínu lífi, eins og hún
Saliy." Svo Ifður vika I Iffinu - grár og sljór
hversdagsleikinn hamast á þér - en þá kem-
ur helgi og ný kerlingarmynd á skjáinn: „Ný-
leg bandarfsk sjónvarpsmynd um miöaldra
konu með unga dóttur sem þjáist af kattaof-
næmi. Konan er nýskilin og reynir að henda
reiður á Iffi sfnu f sveitabæ rétt fyrir utan
Bumfuck, Nebraska." Og þannig koll af kolli
árið um kring.
er Þorsteinn þáttarstjórnandi í stíl við Hemma
að er farið út á götu og þar gerast óvæntar
mur. Þarna er ég t.d. vöðvatröll sem er fenginn
tiráð kýla fólk í magann, gamlar konur og svona.“
Gunn
áhrif frá afa, Hann hefur
aldrei stigið fæti á svið
eða gert neitt, er
bara svona natúral.“
Nýi Fóstbróðirinn
er kailaður Gussi;
„Þetta eru blikksmiðir kærleikans og uppáhaldssenan
mín úr nýju þáttunum. Þetta eru menn sem snúa bakinu
við hinu hefðbundna verkstæðislífi, ruddahættiníim og
sóðaskapnum sem viðgengst hjá íslenskum iðnaoar^
mönnum. Þeir fylla allt af kærleika og gleði.“
mennskunni eins og er. Ég hef
verið kokkur á bát héðan frá
Súðavík en ég er Hafnfirðingur
að upplagi. Ég bjó á Súðavík í
nokkur ár, kom í bæinn, en nú er
ég fluttur aftur vestur og er að
biða eftir plássi."
Hvaó er framundan?
„Sjómennskan bara þangað til
eitthvað annað kemur upp á.“
Freistar ekki aö koma í bœinn
og verða grínstjarna?
„ Jú jú, það er náttúrlega alveg
möguleiki líka. Tilboðin eru ekki
farin að streyma inn en ég á von
á að það komi allt með seríunni."
Hvaðan sœkiröu áhrif í gaman-
leik?
„Frá afa. Hann hefur aldrei
stigið fæti á svið eða gert neitt, er
bara svona natúral."
Hvernig fannst þér að vinna
meö Fóstbrœðrum?
„Þetta var fínt bara. Það tók
einar þrjár vikur í allt að taka
þættina upp.“
Fylgdistu meö Fóstbrœörum
áður en þú gekkst í hópinn?
„ Já, en ég missti af annarri ser-
íunni af því ég var út á sjó en ég
fékk að sjá hana á myndbandi.
Þetta fer alltaf batnandi, ég held
að nýja serían sé toppurinn."
Hvaö finnst vinnufélögunum
um þetta brölt þitt?
„Ég hef nú ekki verið að flíka
þessu, er bara að bíða eftir að ser-
ían verði sýnd. En allir Súðvík-
„í gamanleik sæki ég
Þriðja serían af Fóstbræðrum
fer í loftið á Stöð 2 miðvikudag-
inn 27. janúar. Nú ber svo við að
Helga, Sigurjón, Þorsteinn,
Gnarr og Benedikt hafa fengið
liðsauka, nýjan Fóstbróður,
Gunnar Jónsson, kallaður
Gussi. Jón Gnarr segir Gussa
„andlit Fóstbræðra út á við“ enda
minnir hann nokkuð á ameríska
stórleikarann John Lithgow í út-
liti. En hvemig kom til að hann
gekk í hópinn?
„Ég fór nú bara í prufu hjá
þeim,“ segir Gussi í símanum frá
Súðavík. „Þeim fannst ég vera
svo fallegur að þeir gátu ekki
hafnað mér. Þetta kom í fram-
haldi af Myrkrahöfðingjanum,
sem ég var að leika í.“
Hvernig er ferillinn í leiklist-
inni?
„Hann er langur en ekki stór. í
grunnskóla var ég í leiklistar-
klúbbi og þaðan var ég valinn í
sjónvarpsmyndina „Hver er?“
sem Hrafn Gunnlaugsson leik-
stýrði og Laddi lék aðalhlutverk-
ið í. Síðan er ég búinn að vera í
öllu sem Krummi hefur gert hér á
landi, annaðhvort sem leikari eða
statisti. Ég hef verið að dunda
mér í þessu í sumarfríum. Ég er
eiginlega áskriftarleikari hjá hon-
um, eins og ég kalla það.“
Á hverju lifirðu annars?
„Hinu og þessu bara, sjó-
i
i
hverjir voru hvar
<
Tveir skemmtistaðir héldu upp á afmæli á
föstudagskvöldið. Annars vegar varð Skugga-
barinn fimm ára og hins veg-
ar hélt Kaffi Thomsen upp á
fimm ára afmæli fönkþáttar
Þossa. Síðarnefndi staöurinn
fagnaði og eins árs afmæli
sínu á laugardaginn. Þá
mætti sjálfur heimsmeistari
plötusnúða, Rock Raida, og
sýndi ótrúlega hæfni á bak
við spilarana. Rampage,
Fingerprint, Árni E., Þossi og
Jagúar spiluðu líka við þetta
tækifæri. Árni Vlgfússon og
Kristján Ra Hellisbúaframleið-
endur mættu og skemmtu sér og
öðrum, Móa leit inn ásamt litlu
bræðrum sfnum, Kidda og Gulla
úr Vinyl, Sóley lét sig ekki vanta
lika
og hvað þá heldur Tobbi
og Viggó Örn auglýsinga-
menn. Plötusnúðarnir Al-
fred More úr Gus Gus,
Margeir, Andrés, Frímann
og Arnar fylgdust vel með
því sem þarna fór fram og
Ásta úr Eskimó og hennar
ektamaður, Geiri, komu
Einnig var Snorri Undirtónn á svæðinu,
Palli úr Sprota, Sveinn Spelght, Hildur
stílisti, Elva Dögg fyrirsæta, Biggi Bix,
Mummi og Hrafnhildur úr Spútnik, Bjarnl
Gríms rokkari, Jól franski, nýkominn frá
móðurlandinu, Tóti frá Austur-lndía, Birk-
ir og Bjarki úr EOL, Sasa X-tra, Ragna
rappari og Sigurður Kjartan anarkisti.
Á Skuggabarsafmælinu sást meðal ann-
ars í Hall Heiga, fyrrum Bylgiustjóra, út-
varpsliðið ívar Guðmunds, Ásgeir Kol-
beins, Valdísi Gunnars og Erlu Friðgeirs, sem
voru hressar að
vanda, Heiðar
Dressman, Samúel
Bjarka og Omma frá
Skratz. Elnar Örn, KR-
ingur og fyrirsæta,
heillaði kvenkostinn á
meðan frambjóðand-
inn Villi Vill heillaði
alla. Debby og Bragi í
Betrunarhúsinu voru
glæsileg eins og alltaf
og næstmesta kyntröll íslands, Björn Jörundur,
lét sig ekki vanta. Það gerðu heldur ekki bfótví-
burarnir Gunni og Maggi, hvað þá heldur Kalli i
Skífunni, Stebbi f Myndmarki og fleiri vídeð-
kóngar sem höfðu verið f kvöldverði á Rauðará.
Daddi DJ og Sverrir (Jolli) frá Gæðamiðlun áttu
hreinlega dansgólfið á meðan Eyþór Arnalds
ræddi við kjósendur. Hilmar Ijósmyndari tók sig
vel út í nýju dressi ásamt kærustunni sinni og
einnig voru á staðnum Einar Ágúst Skfta-
móralsmaður, Benedikt Heimilistæki og trióið
Dóri Ijósmyndari, Siggi Zoom og Jón Kári frá
Rugleiðum.
Þó ekki hafi verið afmæli daginn
eftir var samt góð mæting sem
endranær á Skugganum. Þá
mættu meðal annars Þórhallur
„titringur" og Brynja Nordquist,
Rns miðils-gæjarnir Höröur,
Laugi, Mundi og Bjarnl Ólafur
ásamt útvarpsstjóranum Bruce
Law. Svenni Speight Ijósmyndari
var þarna og Ifka tískulöggan
Svavar Örn sem sektaði Þór Jós-
efs þetta kvöldið. Þarna var
Anna Björk Birgis, útvarpskona
og Stebba Hilmars-kona, Ásta Hrafnhlidur í
Stundinni okkar, en hún dansaði eggjandi dans
á gólfinu eins og Nanna dansari sem átti reynd-
ar vinninginn. Simbi klippari og Kolla nuddari
rifjuðu upp gömul spor frá þvf úr Casa og einnig
sást í Ingibjörgu Páima, Svenna Eyland, Kötu
Lýsistvennudömu, Svölu fyrrum fegurðardrottn-
ingu (sem er enn þá fegurðardrottning
þó hún sé ekki með kórónu til að stað- *
festa það) og diskóbróður hennar,
Sverri x-Rósenberg.
Á Vegamótum á föstudagskvöldið var
Stefán Baldurs þjóöleikhússtjóri.
Þarna voru líka leiklistarskólanemarn-
ir Nanna Kristín, Nína, Jóhanna Vigdís :
(Hansa), Rúnar og Egill ásamt unn-
ustu sinni, leikkonunni Margréti Vil-
hjálmsdóttur. Einnig sást f Leif
Hauksson Dagsljóssgaur, Júlíus
22
f Ó k U S 22. janúar 1999