Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 10
Glöggt er Nú er von á þriðju breiðskífu bandarísku skaðræðisrokksveitar- innar Type 0 Negative og eru þung- arokkarar víðs vegar þegar orðnir spenntir, enda voru tvær fyrri plöt- urnar vinsælar. Peter Steele, söngvari og bassaleikari sveitarinn- ar, hefur dvalist á íslandi og segir dvölina hafa haft mikil áhrif á lög- in á nýju plötunni. Um ísland segir Peter þetta: „Það er jafndýrt og það er fallegt, ísland er svo sannarlega land elda og ísa. Andstæðurnar hafa búið um sig í skapgerð íbú- anna. Þeir geta verið kaldir og hranalegir en á einu augabragði geta þeir breyst í hlýjasta og vina- legasta fólk sem ég hef fyrirhitt.“ Búist er við að platan komi út í sumar og verða textar Peters um til- finningalegt umrót og missi. Á fyrri p 1 ö t u n u m söng hann að- allega um konur og trú- arbrögð svo íslandsdvöld- in hefur beint rokkar- anum inn á við. Tónlist- in verður líka poppaðri en áður og má jafnvel búast við að áhrif frá Bítlunum og The Doors verði með i spilinu. Isaak Brock, söngvari hljóm- sveitarinnar Modest Mouse, er orðinn leiður á blaðamönnum og á tímabili var hann að spá i að hætta að fara í viðtöl. „Ég var alltaf spurður hvort mér væri sama þó hljómsveitin væri borin saman við íslenski t > s t ínn| NR. 307 vikuna 22.1-29.1. 1999 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 S*ti Vikur LAG FLYTJANDI22/1 1 14 SWEETESTTHING ................................U2 1 2 3 HARD KNOCK LIFE.............................JAYZ 2 PRAISEYOU .............................FATBOY SLIM 8 WHEN YOU BELIVE ... .MARIAH CAREY & WHITNEY H0UST0N 2 EVERYTIME...........................JANET JACKSON 7 FLYAWAY.............................LENNY KRAVITZ 7 STJÖRNUR .....................SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 6 THE EVERLASTING ...........MANIC STREET PREACHERS 7 REMOTE C0NTR0L.......................BEASTIE BOYS 1 LOTDS.....................................R.E.M. 5 ALARM CALL (FRENCH MIX) ...................BJÖRK 5 BÍDDU PABBI..............................SÓLDÖGG 2 MÉRERSAMA...............................BUTTERCUP 14 12 l'MYOURANGEL..................R.KELLY & CELINE DION 15 7 ÁSTARFÁR.............................LAND 0G SYNIR 16 1 ERASE/REWIND .......................THE CARDIGANS 17 3 PERFECT10 ..........................BEATUFUL SOUTH SPLÚNKUNÝTT LAG (DANSREMIX) .............STUÐMENN BLAME IT 0N THE B00GIE .....................CLOCK N0 REGRETS .......................ROBBIE WILLIAMS AS..................GEORGE MICHAEL & MARY J. BLIGE POWER 0F G00D-BYE ........................MADONNA SKYZO ............................SÚREFNI & HÖSSI H0TH0T HOT(REMIX) ........................LLC00LJ BIGBIGWORLD ...............................EMILIA THERE GOES THE NEIGHB0RH00D..........SHERYL CROW LOVE ME IN SLOW MOTION.................TOTALTOUCH 15/1 1 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 11 37 2 38 1 39 40 TAKE METHERE...........BLACKSTREET & MYA (RUGRATS) GIRLS ON FILM (REMIX)................DURAN DURAN MALIBU .....................................HOLE LIFI ÁFRAM...............................SÓLDÖGG SERCHIN’MY SOUL ..................VONDA SHEPARD NOBODYS SUPPOSED TO BE HERE..........DEBORAH COX UPANDDOWN ............................VENGABOYS DAYSLEEPER................................R.E.M. DRAUMUR UM STRAUM.........................SÚKKAT LULLABYE .........................SHAWN MULLINS WHAT A FOOL BELIEVES................... M-PEOPLE SO YOUNG................................THE CORRS 2 2 5 - 3 3 12 - 4 9 17 13 7 4 6 8 13 16 9 20 15 - 8 7 11 10 ■ nvtt 19 34 21 23 18 12 22 - 24 30 10 5 16 17 26 - 14 14 I N V T T 27 28 23 18 30 31 20 11 33 - 39 - 29 22 40 - 35 36 28 15 31 - Inýtt 37 40 Invtt Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 ftllHÞMIi'/ íslenski listlnn er samvinnuverkeFni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, aF öllu landinu. Einnig getur Fálk hringt í síma 550 0044 og tekifi þátt f vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á Rmmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum Föstudegi í DV. Ustinn er jaFnFramt endurFluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. q 16.00. Ustinn er birtur, a5 hluta, í textavarpi MTV sjónvarps- y stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem Framleiddur er aF Radio Express f Los Angeles. Einnig heFur hann áhriF á Evrópulistann sem birtur er f tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tónlistarblaðinu BiTlboard. Yftrumsjón með skoðanakfinnun: Halldóra Hauksdóttlr - Framkvæmd könnunan Markaðsdelld DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit helmlldaröflun og yfirumsjón með framlelðslu: ívar Guðmundsson - Taeknistjóm og framleiðsla: Forsteinn Ásgeirsson og þráinn Steinsson Útsendingastjóm: Ásgelr Kolbelnsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar PáH Ólafsson - Kynnir f útvarpi: ívar Guðmundsson The Pixies eða Built to Spill. Hvern djöfulinn átti ég að segja? Að ég væri brjálaður yfir því? Mér er al- veg sama hvað fólk segir um okkur, þess vegna mættu blaðamenn bera okkur saman við Sade og Prince." í kringum Modest mouse er nú mjög jákvætt „böss“ í gangi. Sum- ir tala um að þama sé komin ný svöl rödd hins sjálfstæða rokks, eins konar ný Pixies, sem ætti auð- veldlega að geta orðið jafnvinsæl. í aðdáendaklúbbnum er lið eins og Nine Inch Nail-arinn Trent Reznor og hinn aldurhnigni pönk- ari Bob Mould. Hljómsveitin er tríó og varð til í bílskúr í smábæn- um Issaquah í Washington-ríki árið 1992. Þá voru strákamir langt undir tvítugu og æfðu í skúr. Þeir komu út smáskífu hjá K Records, sem er fornfræg neðarjarðarútgáfa í Washington-ríki, nokkrum fleiri smáskífum og svo albúmi sem heit- ir því skemmtilega nafni „This Is a Long Drive for Someone with not- hing to Think about“. í fyrra kom svo út önnur platan, „The lonesome Crowded West“ og þá fór boltinn að rúlla verulega. Heimsókn frá djöflinum Hljómsveitin er á samningi hjá smáfyrirtækinu Up en megamerkið Dreamworks finnur peningalykt og vill fá bandið yfir til sín. Isaac kann vel við sig hjá Up en hefur ekkert á móti þvi að færa sig upp á skaftið: „Eg hef takmarkaða menntun og vil ekki vera í skítadjobbum út lífið. Ég er alveg til í að fá smá peninga fyrir að spila og hefði ekkert á móti því að eignast mitt eigið hús ein- hvern tímann." Nú býr sveitin saman í íbúð í Seattle. Isaac veit þó um hættumar sem fylgja því að skrifa upp á samning hjá risafyrirtæki. „Kommersíal rokk er yfirleitt frek- ar ömurlegt, en það þarf ekki að vera þannig. Ég held við gætum al- veg passað okkur að verða ekki öm- urlegir þó við förum að fá peninga fyrir að spila." Nýja platan er hið fínasta rokk með áhrifum úr bandarísku indí- rokki - Pixies, Meat Puppets, Pa- vement, Fugazi - og kaldhæðnum textum sem eru langt yflr meðal- lagi, um lifið og dauðann, Jesús og Satan. Rödd Isaacs getur bæði ver- ið há og iðandi og þreytuleg og værukær. Eftir fyrstu hlustun gæti þér verið smávægilega óglatt en eft- ir nokkra tíma ertu búinn að fatta hvert bandið er að fara. Eftir viku ertu kominn þangað líka. Bandið spilar að meðaltali sex mánuði á ári af því þeim líkar túraliflð. Þetta era frægar fyllibytt- ur í bransanum og virðist nokkurn veginn vera sama um allt nema bandið og tónlistina. Næsta verk- efni Hógværu músarinnar gæti ver- ið að semja tónlist fyrir ónefnda Hollywood-kvikmynd, „ef mér lýst á það“, segir Isaac. „Upp á síðkast- ið hef ég verið að semja texta um djöfulinn og himingeiminn. Ég hef engan áhuga á guði, eða einhverju þannig kjaftæði, en ég er nokkuð viss um að ég fékk heimsókn frá djöflinum. Hann kemur ekki á dag- inn, heldur heimsækir hann fólk í draumum þess.“ Þanebblega það. Modest Mouse: kengruglað rokkband sem gæti orð- ið risaband eftir ár. Þú last það fyrst hér. -glh E geislanum Beretta 70 oié'í) sieLj/j) ■i Þýska eðalfirmað Crippled Dick Hot Wax hefur glatt músík- pælara ítrekað að undanfornu með frikuðu efni og óvenjulegu, t.d. með þýskri klámmyndamús- ík og stórfurðulegri tónlist úr spænskum B-hrylIingsmyndum. Á Beretta 70 er haldið áfram að grafa upp gleymda stórsnilld og nú er leitað í brunn italskra lögguspennutrylla frá tímabil- inu 1971-80. Að vanda er útgáfan rausnarleg; bæklingurinn hlað- inn upplýsingum, hugleiðingum og glansmyndum og diskurinn troðfullur af tónlist. Alveg eins og aðrir áratugir hefur sá áttundi - seventísið - sinn sjarma. Hann hef- ur lengi þótt nokkuð spennandi í upprifjun, úrkynjaður og sak- laus, og tískan fyndin með sínum börtum, útvíðu buxum og stultuskóm. Tónlistin hér fer ekki í felur með uppruna sinn og minnir um margt á það sem var að gerast í bíómyndatónlistinni í Bandaríkjunum: sumt hér minnir á eggjandi fönkið úr Shaft, annað á spennubrokkið úr French Connection. Það er kæruleysislegur léttleiki yfir öllu saman og flott grúf í gangi, mikið af ýktum skælifótstigum (va-va), bongótrommum og hlægilegum ítölum sem reyna að syngja eins og blökkumenn með afrókollu frá Bronx. Sem sagt: góð slepja fyrir grúskara og gæðaglæða í gleðskapinn. plötudómur Ýmsir fíytjendur - Rokkstokk ‘98: 0 Tónliö^ zbm kfeppnfefþTÖtl Tónlist er ekki keppnisíþrótt en hljómsveitakeppnir hafa samt alltaf notið vinsælda. Enda gott tækifæri fyrir unga tónlistarmenn til að koma sér á framfæri, hvort sem það er upphafið að löngum ferli eða eitt- hvað sem menn reyna að gleyma sem fyrst. Músíktilraunir Tónabæj- ar eru orðnar að stórviðburði og sigurvegarar þeirrar keppni njóta oftar en ekki talverðra vinsælda í kjölfar sigursins. Nægir þar að nefna Greifana og Botnleðju, en þær sveitir sýna líka vel hvaða breyting- um tónlistarsmekkur landans hefur tekið síðustu tíu árin eða svo. Rokkstokk er sams konar keppni. Hún var haldin í Reykjanesbæ í júlí síðastliðnum og uppákoman tekin upp og gefin út öðrum til ánægju eða aðvörunar. Hljómsveitirnar tuttugu og ein sem láta ljós sitt skína á plötunni eru af ýmsum toga en gítarhljóm- sveitir í harðari kantinum eru þó í meirihluta. Þeirra best er hljóm- sveitin Varð, sem varð í öðru sæti i keppninni. Varð blandar saman gítörum og sömplum á skemmtileg- an hátt og virkar geysiþétt. Terrance er á svipuðum slóðum, há- vaðaband sem öskraði sig upp í þriðja sætið. Sigurbandið ber hið aðlaðandi nafn Klamedia X og sker sig nokkuð úr. Minnir einna helst á það sem kallað var framsækið rokk á áttunda áratugnum. Útsetningarn- ar eru ofhlaðnar fyrir minn smekk og flautuleikur í rokktónlist er auk þess harðbannaður, samkvæmt svo- nefndum Jethro Tull lögum frá ár- inu 1979. Tölvutónlist átti vitaskuld sína fulltrúa á Rokkstokk, enda íslenskt ungviði tölvuvætt og hæg heimatök- in. Virus liður fyrir lélegt sánd en hefði annars hljómað eins og eftir- líking af Prodigy, svo það er í lagi. Oblivion er með gangsta rappið á hreinu, en það finnst mér alltaf hljóma hálf ankannalega með ís- lenskum hreim. „Tick tack, I don’t smoke crack“! Fæst það í Keflavík? Efnilegir samt, sem er meira en ég myndi segja um Albinóa 98. Hann, eða þeir eru í mesta lagi efnilegt efni í efni og það bara ef maður set- ur sig í jákvæðu ágætthjákrökkim- um stellinguna. Þessi plata hefur sjálfsagt mest gildi fyrir þá sem að uppákomunni stóðu og vitaskuld er gaman fyrir hljómsveitimar sem komu fram að eiga eitthvað til minningar um það. Fyrir hinn almenna hlustanda er málið flóknara; ég kem ekki til með 10 f Ó k U S 22. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fókus (22.01.1999)
https://timarit.is/issue/198506

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fókus (22.01.1999)

Aðgerðir: