Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 9
verkið og hugsanlega líka fengið borgað fyrir það.“ Er þetta allt tengt hipphopp- menningunni. Hlusta úöarar á rapp og eru á hjólabrettum? „Þetta er allt sprottið þaðan, já, en samt ekki. Það hefur teygst svo á þessu. Sjáðu mig; ég klæði mig svona og fólk sem sér mig úti á götu segir, þarna er gæi sem hlustar á rapp og bla bla bla, en ég er t.d. alæta á músík, hef gam- an af þungarokki og pönki alveg eins og af hipphoppi. En graffití- ið sýnir oft hipphoppmenningu. Þú ert að gera B-boys fígúrur, stráka með derhúfur í stórum buxum. Þetta er mjög hipphopptengt, líka slangrið sem fylgir með.“ Lanaar að gera eitt- hvao þjóðlegt Hefur komið eitthvaö sérís- lenskt út úr þessu? „Nei, því miður. Alla vega sé ég það ekki, en það er kannski betra fyrir einhvern útlending að dæma um það. Manni finnst t.d. íslensk músík vera óskaplega al- þjóðleg en samt heyra útlending- ar eitthvert evrópskt sánd í því eða jafnvel eitthvað séríslenskt. Það er nákvæmlega sama með graffitíið, það hefur ekki komið neinn séríslenskur stíll. Það er þó hlutur sem ég hef mikið spáð í að fara að gera. Mig langar til að gera eitthvað þjóðlegt." Hvernig þá? „Kannski myndir af kindum, rúnum, víkingum eða eldgosi. Ég veit það ekki, ég þarf að pæla að- eins betur í því hvernig ég get náð þessu á sem eðlilegastan hátt. Mig langar til að gera eitt- hvað sem er íslenskt, eitthvað sem fólk sér að er sérstakt." Graffarar eru spennu- fíklar Til landsins kom nýlega banda- rískur glœpafrœöingur sem taldi krotiö geta verió skilaboð á milli glœpagengja. Hvaö finnst Steina Sharq um þetta? „Þetta var bráðfyndið bull og kjaftæði. Hann kom úr allt öðr- um menningarheimi og sá sömu merkin og sama fílinginn og drá bara ályktanir af því.“ Koma íslensku „krjúin“ sitt hverjum hluta borgarinnar? „Já, en ekki endilega. Menn rotta sig bara saman eins og ann- að fólk gerir. Þetta er bara hóp- ur, þannig lagað bara eins og hljómsveit. Þetta geta verið strákar sem ólust upp saman eða strákar úr sinn hvorum bæjar- hlutanum. Strákarnir sem ég er að mála með koma héðan og það- an. Þetta er ekki það stór borg að þetta sé mjög hverfaskipt." Engin stríö á milli? „Nei, en ég er farinn að heyra að erlendis sé leiðinlegt „atmó“ i gangi, eins og t.d. í Hollandi. Þar er séns að annar graffari komi og lemji þig og steli málningunni þinni. Ég er feginn að það er ekk- ert svoleiðis hér. Þó menn séu fljótir upp ef einhver málar t.d. yfir verkin þeirra þá er aldrei gengið lengra en að útkljá málin bara á veggjunum. Graffarar eru spennufíklar, hlaupandi um i skjóli nætur. Þetta er bara list- sköpun fyrir spennufíkla. Það er spennandi að vera á næturnar að gera eitthvað sem þú mátt ekki gera. Þetta gengur líka mikið út á stolt. Þú ert þessi, þetta tákn, og þitt missjón er að koma því upp á sem flestum stöðum, vera búinn að gera sem mest. Ef ein- hver er að hreyta einhverju í þig fær hann að finna fyrir því.“ Hvaö œtlaröu aö verða þegar þú ert oröinn stór? „Ég ætla ekkert að verða stór. Ég ætla bara að halda áfram að vera strákur. Áherslurnar breyt- ast kannski en maður veit aldrei hvað gerist. Helst langar mig til að gera það sem ég hef verið að gera, að mála og búa eitthvað til, bara að vera að skapa eitthvað. Graffarar eru góðir strákar sem vilja bara búa eitthvað til. Að lokum vil ég skutla kveðju í krjúið mitt, FMK, með mikilli virðingu. Einnig kveðja til COTS og allra graffaranna sem eru að gera eitthvað af viti og metnaði." -glh ytt „Þetta er Lopez, eða Lpz eins og hann skrifar það stundum. Ég segi auðvitað ekki hvað hann heitir og ég veit ekki hvort hann er i einhverju krjúi.“ er tagg- veit hver þetta er, það er búið að spretta svo mikið upp af nýjum strákum í þessu að ég rugla öllum saman. En ég á aö þekkja hann. Vonandi veröur hann ekki fúll." „Þetta er tagg fyrir krjúið TMC en ég veit ekki hverjir eru í því eða hvaðan það kemur." „Senze. Ég man ekki heldur hver það er - alltof mikið af málningu í hausnum á mér.“ „Smile er gaur sem hefur skipt um tagg núna, enda var hann böstaður." Ármúli 13 Sími söludeild 575 1210 Skiptiboró 575 1200 Veldu þinn uppáhaldslit á Renault Clio Aukabúnaóur á myi Álfelgur og þokuljós. Helstu öryggisþættir: • ABS bremsukerfi • Loftpúðar • Fjarstýrð hljómtæki úr stýri • Samfellanlegt stýri • Nýtegund öryggishöfuópúða • Styrktarbitar í hurðum Veró frá 1.188.000 kr. RENAULT 22. janúar 1999 f Ókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.