Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 12
-r Hverfi komast í tísku. Og fara úr tísku. Fyrir fáum árum vildu allir komast í gott úthverfi. Nú vilja allir flytja niður í bæ. Stundum eru byggð upp hverfi sem eiga að vera fín og stundum verða þau fín. En stundum verða þau ekki nógu fín heldur hálf hallærisleg. Fókus kannaði hvaða hverfi Reykjavíkur geta með sanni kallast fín og hver ekki, hver eru í tísku og hver ekki, með því að skoða hvar um 200 valds- og áhrifamenn búa. Wtís w félagsfræðikenning sem Fiefur verið einna mest í tísku undanfarin ár mætti kalla kenninguna um brotnu rúð- una. Hún er byggð á tilraun sem framkvæmd var í mismunandi hverfum í ýmsum borgum Banda- ríkjanna. Þeir sem stóðu að könn- uninni byrjuðu á því að brjóta framrúðu i nokkrum bilum og komu þeim síðan fyrir í vegkanti eða upp við gagnstétt. Viku síðar athugðu þeir hver hefðu orðið af- drif bílsins. í sumum hverfum stóð hann enn óhreyfður. Það flokkuðu þeir sem góð hverfi. í öðrum hverf- um var búðið að brjóta nokkrar rúður til viðbótar, skrapa aðeins í lakkið eða jafnvel pissa utan i bíl- inn. Slík hverfi voru kölluð miður góð. í enn öðrum hverfum var bíl- inn horfmn, það var búið að stela honum. Það voru vond hverfi. Og í sumum hverfum var búið að lúskra algjörlega á bílnum, kveikja í honum, skera á dekkinn og rífa af honum hurðir og skott. Það voru alvond hverfi, þar sem íbúarnir höfðu ekki einu sinni fyrir að stela bílnum heldur notuðu hann frekar sem tæki til að tjá algjóra fyrir- litngu sína á verðmætum. Þegar könnunarfólkið fór síðan að kanna þessi hverfi komust þeir að því að eitt skiptir mestu máli um hvort hverfi verða góð, slæm eða alvond. I góðum hverfum býr alls konar fólk, en viss hluti þess gegnir störfum sem bera með sér svo góðan þokka að börn og ung- lingar líta upp til þessa fólks. Bandarískt þjóðfélag er svo skrýtið að tilraunarfólkið mat það svo aö kennarar væru kjölurinn í þessum fyrirmyndar-starfshópum. Hér heima eru þeir hins vegar dreggjar samfélagsins ef marka má yfirlýs- ingar talsmanna stéttarinnar sjálfrar. En hvað um það. Þegar fjöldi þessara fyrirmynda dettur niður í 5 prósent af íbúum eins hverfis rambar það á mörkum góðs og slæms hverfis. Ef hins vegar færri en 5 prósent íbúanna tilheyra fyrirmyndarstéttum er voðinn vís, mórallinn í hverfmu hrynur niður fyrir það að geta kallast mennskur. Hverfið verður frumskógur. Þessi kenning er rifjuð hér upp í tilefni af ólátunum í Hagaskóla eft- ir síðustu áramót. Það kom nefni- lega í ljós þegar Fókus kannaði hvar ríkasta, valdamesta og vin- sælasta fólkið á höfuðborgarsvæð- inu býr, að hverfið í kringum Hagaskólann - Melarnir og Hag- arnir - eru alfmasta hverfi Reykja- víkur. Þar búa forsætisráðherrar, hæstaréttardómarar, viðskiptajöfr- ar, skáld og listamenn hver innan um annan. Þar er varla hægt að skjótast út í sjoppu án þess að rekast á fyrirmynd - fólk sem skar- ar framúr á öllum sviðum. Samt er allt í hers höndum í Hagaskóla. Það skyldi ekki vera að það hafi eitthvað verið til i því sem Stein- grímur Hermannsson sagði um árið, að það væri ekki víst að öll lögmál vestrænna samfélaga giltu á íslandi. Mislukkuð fín hverfi En úr því að minnst er á Stein- grím þá er best að byrja þessa yfir- reið um hverfi höfuðborgarinnar í hverfinu hans. Hann býr á Arnar- nesinu. Þegar það var skipulagt sáu bæjaryfirvöld í Garðabænum fyrir sér að þar myndu sómar ís- lands, sverð og skildir, búa í hverju húsi. Þegar Fókus safnaði saman helstu stjórnmálamönnum þjóðarinnar, stjórnendum öflug- ustu fyrirtækjanna, forsvarsmönn- um helstu stofnanna, vinsælustu skemmtikröftunum og leikurunum - alls um 200 manns - kom í ljós að aðeins þrír úr þessum stóra hópi búa á Amarnesinu: Guðrún Er- lendsdóttir hæstaréttardómari, Bogi Pálsson forstjóri P. Samúels- son og Jón Helgi Guðmundsson forstjóri BYKO. Meira að segja Hólahverfið í Breiðholti býður upp á fleiri stórmenni en Arnarnesið. Eins er ljóst að Laugarásinn - sem fyrir nokkrum áratugum var kallaður Snobbhill - hefur látið á sjá. Þar eru ekki lengur fyrir- menni í hverju húsi. Þar búa þó Stefán Friðfinnsson, forstjóri ís- lenskra aðalverktaka, Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa, og Bryndís Hlöðversdóttir þing- kona. Og í næsta nágrenni eru nokkur fyrirmenni, til dæmis Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. En þetta hverfi má eftir sem áður muna sinn fífil fegri þeg- ar forstætisráðherrann bjó við Laugarásinn og forstjóri Sam- bandsins einnig. Vesturbærinn fínastur og fjölbreytilegastur Vesturbærinn hefur af mórgum verið álitinn hjarta Reykjavíkur. Þar hafa löngum búið listamenn, háskólaborgarar og sá hluti emb- ættismannastéttarinnar sem getur rakið ættir sinar í Reykjavík aftur til Innréttinganna. Um tíma, þegar úfhverfi á borð við Garðabæinn, Fossvoginn og Laugarásinn voru að byggjast, hrörnaði Vesturbær- inn hins vegar. En þegar kortið hér til hliðar er skoðað kemur í ljós að þessi bæjarhluti lifir nú endurnýjaða lífdaga. Það er ekki bara að Vesturbærinn er enn höf- uðborg listamanna, háskólamanna, embættismanna og stjórnmála- manna, heldur er augljóst að við- skiptajöfrar sækjast nú mjög eftir að flytja í Vesturbæinn. Þetta sést ekki aðeins á þvl hvað deplarnir eru þéttir í Vesturbænum heldur kemur I ljós að þessir deplar tákna frekar ungt fólk og nýorðið mið- aldra. Vesturbærinn er I tísku. En Vesturbærinn er misfínn. Fínasti hluti hans eru Melarnir og Hagarnir. Þar býr Davíð Odds- son, forsætisráðherra, Pétur Kr. Hafstein, forseti Hæstaréttar, Matthfas Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Alemennra og Júlí- us Vífill Ingvarsson, forstjóri Ingvars Helgasonar. Á þessu svæði búa einnig Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri og Jóhann Sigurjónsson, forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunar. Og margir fleiri. Aðeins vestar, í Skjólunum, síðan klasi af ungu áhrifafólki. Þar býr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á Nesveginum, skammt frá Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Hrafni Bragasyni hæstaréttardómara, Guðnýju Guðbjörnsdóttur þingkonu, Ólafi Davíðssyni, ráðuneytisstjóra for- sætisráðuneytisins, og fleirum. Og þar stutt frá eru Grandarnir en þar búa meðal annarra Garðar Valdimarsson ríkisskattsstjóri og Guðríður Sigurðardóttir, ráðu- neytisstjóri menntamálaráðuneyt- isins. Gamli Vesturbærinn, norðan Hringbrautar, telst ekki eins fínn og nýrri hluti hans - ekki vegna þess að það vanti þar fyrirmennin, heldur eru innan um þá minni spámenn í minni íbúðum, sem nóg er af á þessu svæði. En í gamla Vesturbænum búa meðal annarra Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Hjörtur Torfason og Garðar Glslason hæstaréttardóm- arar, Þórarinn Eldjárn rithöfund- ur og Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir þingkona. Austast í Vest- urbænum, niðri við Tjörnina, búa síðan menn eins og nafnarnir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, og Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndamógúll. Það fínasta af öllu fínu En þótt Vesturbærinn verði að teljast fínt hverfi þá er örlítill part- ur hans - sem tilheyrir honum varla en deilir með honum póst- númeri - enn fínni, en það Skerjafjörðurinn. Þar búa engir nema fyrirmenni. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, er í einu húsi, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í öðru, Geir Magnússon, forstjóri Oliufélags- ins, í því þriðja og svona mætti lengi telja. Og Skerjafjörðurinn getur ekki aðeins státað af sterk- efnuðum viðskiptajöfrum heldur búa þar líka traustir embættis- menn eins og Þór Magnússon þjóðminjavörður og Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþing- is. Skerjarfjörðurinn er því það sem Arnarnesið þráði að verða. Seltiamamesið og Seljahverfið sterk Það úthverfi utan Vesturbæjar- ins sem getur státað af flestum fyr- irmönnum er líklega Seltjarnar- nesið. Þar búa margir peninga- menn, nokkrir srjórnmálamenn og jafnvel einstaka listamaður. Hverf- ið er því bæði stöndugt og fjöl- breytt þótt það sé frekar millistétt- arlegt í samanburði við háaðilinn í Skerjafirðinum. Annað hverfi sem kemur nokk- uð vel út er Seljahverfið. Þar búa Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og ráðuneytis- stjóri i viðlögum og Árni Kol- beinsson, ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Seljahverfið er ungt og metorðagjarnt. Garðabærinn lætur á sjá Garðabærinn hefur hins vegar liðið fyrir það að frumbyggjarnir hafa elst og fært völd sín til þeirra sem enn eru ekki nógu ríkir til að kaupa hús þar. Þar búa þó enn Benedikt Sveinsson, bráðum fær til að kallast stjórnarformaður ís- lands, Óskar Magnússon, stjórn- arformaður Baugs og Rannveig Rist, forstjóri ísals. Garðabærinn fær hins vegar færri depla á kort- ið í dag en hann hefði fengið fyrir tíu árum eða svo. En þeir eru hins vegar enn í fáum litum, í Garða- bænum búa peninga- og embættis- listræn hverfi, þroskuð hverfi og ovo oom okki noitt noitt menn en fáir eða engir listamenn, stjórnmálamenn eða fólk úr hug- lægari greinum. Fossvogurinn þokkalegur á svæðum Einu sinni þótti Fossvogurinn mjög fint hverfi og þykir sjálfsagt enn. Hann kemur hins vegar ekki sérlega vel út úr þessari könnun og ekki heldur þótt nágrannahverfi hans, Gerðin, sé talið með. Þar búa þó mörg fyrirmenni, til dæmis Kristinn Bjórnsson í Skeljungi, Gunnar Felixson í Tryggingamið- stöðinni, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Ólafur Ragnarsson, útgefandi í Vöku-Helgafelli. Nokkuð langt frá þessum mönnum, hinum megin við hæðina í Rauðagerði, býr síðan Sig- urður Gísli Pálmason, fyrrum I Hagkaupi en nú í Þyrpingu. Nokkrir góðir blettir Á stöku stað í Reykjavík eru síð- an blettir þar sem nokkrir fyrir- menn safnast saman. Við Háteigs- veginn búa til dæmis hlið við hlið Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- og kirkjumálaráðherra, og Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Uppi I Hólahverfi era þeir næstum í kallfæri hvor við annan Árni Johnsen þingmaður og Har- aldur Henrysson hæstaréttardóm- ari. Björn Bjarnason býr sunnar- lega í Hlíðunum, ekki svo langt frá Jóni Ólafssyni í Skífunni. Og í hverfínu sem kallað er „Milli lífs og dauða" búa skammt frá hvor óðrum Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Þingholtin menningarleg en blönk Það er áberandi á kortinu hversu margir deplar lenda í Þingholtun- um en hversu fáir þeirra gefa til kynna peninga eða stjórnmálaleg völd. Þingholtin era vinstri bakk- inn í Reykjavik - listamannahverf- ið. Þar búa listamenn, popparar og skemmtikraftar. Og einstaka menn með peningavit. Guðjón Már Guð- jónsson í Oz býr til dæmis í Þing- holtunum og yst í þeim, alveg upp við Landsspítalann býr Birgir ís- leifur Gunnarsson. Hann er seðla- bankastjóri og hlýtur að hafa vit á peningum. Grafarvogurinn varla á kortinu Nýjasta hverfi Reykjavikur telur um 20 þúsund íbúa en fáir þeirra virðast teljast til helstu fyrirmanna þjóðarinnar. Þeir einu sem Fókus fann voru Finnur Ingólfsson iðn- aðarráðherra og Einar Már Guð- mundsson rithöfundur. Tvíhöðar, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans- son, búa síðan einnig þar. En úr því minnst er á framsókn- armanninn Finn, þá er rétt að benda á eitt sem kom í ljós í þessari könnun. Það var varla hægt að fmna framsóknarmann fyrir innan Elliðaár. Þeir virðast ekki hætta sér nær sollinum í Reykjavík, heldur kjósa að lóna uppi í hæðunum. Árbærinn og Kópavogur millistéttahverfi Miðað við ibúatölu koma líka fram fáir deplar í Árbænum og í Kópavogi. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Moggans, býr í Kópavogi, en fáir aðrir utan hvað skallapopp- ararnir Sigga Beinteins og Stefán Hilmarsson eru nágrannar í Smárahverfinu. Þau búa skammt frá Pálma Gestssyni leikara. Svipaða sögu er að segja frá Ár- bænum. Þótt þar séu í sitthvoram endanum stór og mikil hús þá fund- ust þar fáir máttarstólpar þjóðfé- lagsins, utan þá spaugstofumenn Karl Ágúst Úlfssson og Örn Árnason. Og þegar við erum farin að telja upp þá sem hafa atvinnu af því að leika máttarstólpa, þá hærturn við. f Ó k U S 22. janúar 1999 22. janúar 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.