Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 25 íþróttir íþróttir Lárus Long FH-ingur í kröppum dansi á Nesinu um helgina gegn sterku liði Guðmundur Pedersen er hér á fleygiferð með knöttinn en hann var Gróttu/KR. DV-mynd ÞÖK markahæstur FH-inga í leiknum. DV-mynd ÞÖK Tilkoma Kristjáns gaf FH-ingum sjálfstraust var Afturelding braut blað i sögu fé- lagsins þegar liðið tryggði sér sæti í fyrsta sinn í úrslitaleik bikar- keppni karla. Það mátti greina strax í upphafi leiksins að Mosfell- ingar ætluðu að selja sig dýrt í þessum leik. Baráttan skein úr andliti hvers leikmanns og uppskeran var eftir því í leikslok. Sigur á Fram, 25-22, í þrælskemmtilegum leik, sem bauð upp á allt sem einn boltaleik- ur getur boðið. Spenna, barátta, hraði og ýmsar uppákomur prýddu þennan leik og það voru ánægðir áhangendur Afturelding- ar sem sneru heim á leið eftir sigurinn. Langþráður draumur þeirra að fylgja sínu liði í úrslita- leik um bikarinn var loksins orð- inn að veruleika. Magnús Arnar Amgrímsson var öflugur framan af og skoraði dijúgt utan af velli fyrir Framara sem leiddu leikinn framan af fyrri hálfleik. Munurinn varð þó aldrei meiri en tvö mörk. Óhætt er að fullyrða að straum- hvörf urðu í leiknum þegar Berg- sveinn Bergsveinsson, markvörð- ur þeirra Mosfellinga, varði tvö vítaköst i sömu sókninni, fyrst frá Titov og svo frá Gunnari Berg, sem var að leika sinn fyrsta leik í langan tíma. Markvarsla Berg- sveins gaf Aftureldingarmönnum tóninn og þeir skomðu þrjú mörk í röð og náði um leið tangarhaldi á leiknum. Enn fremur áttu Framarar í hinu mesta basli með Sigurð Sveinsson sem skoraði dijúgt úr horninu. Framarar byijuðu síðari hálf- leikinn á því að skora fyrstu þijú mörkin, jafna leikinn, 15-15, og ná síðan forystunni, 16-17. Frá þess- um tímapunkti var leikurinn í jámum og raunar allt á suðu- punkti í stöðunni 22-22 þegar flór- ar mínútur lifðu af leiknum. Aft- urelding reyndist sterkara í lokin og skoraði síöustu þijú mörkin í leiknum. Bergsveinn kom mikið við sögu á þessum lokakafla. Sigurður Sveinsson og Berg- sveinn voru bestir hjá heima- mönnum. Einar Gunnar Sigurðs- son var sem klettur í vöminni. Litháarnir tveir eru allaf seigir og eru liðinu dýrmætir. Það sem öðru fremur varð Fram að falli var sóknarleikurinn. Hann var hugmyndasnauður og stundum vissu menn varla hvort þeir væm að koma eða fara. Vöm- in var sterk lengstum, en mark- varslan var framan af lítil sem engin, en lagaðist þegar á leið. Andrei Astafjev og Magnús skoruðu dijúgt, en skotnýtingin var ekkert sérstök. Framliðið á miklu meira inni. Titov er ekki kominn í gang og Gunnar Berg vantar alla leikæfingu. Mörk Aftureldingar: Sigurður Sveinsson 7, Bjarki Sigurðsson 6/3, Gintaras Savukynas 4, Gintas Galkauskas 2, Magnús Már Þórðarson 2, Jón Andri Finnsson 2 og Einar Gunnar Sigurðsson 2. Bergsveinn Bergsveinsson varði 15/2 skot. Mörk Fram: Andrei Astafjev 7, Magnús Amar Amgrímsson 7, Njörður Árnason 4/1, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Kristján Þorsteins- son 1 og Oleg Titov 1. Sebastian Alexanderson varði 9/2 skot og Þór Bjömsson 1. -JKS - Afturelding í fyrsta skipti í úrslit bikarsins eftir nauman sigur á Fram, 25-22 Rosaleg stemning var á áhorfendapöllunum er Afturelding tryggði sér rétt til að leika í úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik ífyrsta skipti í sögu félagsins. Þessi mynd var tekin þegar sigur Aftureldingar var í höfn. DV-mynd HH „Tniin bar okk ur halfa leið“ sagði Skuli Gunnsteinsson „Þessi leikur tók verulega á, enda bullsvitnaði ég. Ég er í sjöunda himni með úrslitin og ég held að meiri barátta okkar megin hafi ráðið úrslitum. Liðið sýndi mikinn karakter og mínir menn höfðu meiri trú á því að þeir næðu að sigra. Einhver staðar stendur að trú- in beri mann hálfa leið og það gerði hún svo sannrlega. Þetta var sannkaliaður bikarleikur og við vorum staðráðnir í að komast inn á parketið i Höll- inni og það gekk eftir,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við DV eftir leikinn. „Það má segja að ég hafi hrokkið í gang á réttum augna- blikum. Fyrri kaflinn var und- ir lok fyrri hálíleik og sá síðari undir lok leiksins. Ég hef af einhverjum ástæðum aldrei náð með á strik gegn Fram en núna varð breyting á. Hungrið var meira okkar megin, en það spilaði stórt hlutverk í leikn- um. Enn fremur var baráttan alls ráðandi frá byrjun til loka. Við erum í góðu líklamlegu formi, eigum sterkan heimavöll og undir þeim kringumstæðum er bara ekki annað hægt en að virnna. Ég vann síðast bikar- inn með FH 1994 og framundan er því fyrir mig hreinn draumaúrslitaleikur gegn mín- um gömlu félögum," sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar. „Ég var ánægður með margt í þessum leik. Sigurinn gat í raun lent hvorum megin sem var. Heppnin var Aftureld- ingar megin í þetta skiptið. Við áttum möguleika þegar staðan var jöfn, 22-22, en spurningin var bara hvort liðið næði að skora á undan. Meiðsli hafa leikið okkur grátt í vetur en það var núna fyrst sem allur mannskapurinn var kominn saman. Gunnar Berg og Titov eiga enn nokkuð í land með að komast í form. Magnús og Páll eru að ná sér af sínum meiðsl- um. Þetta er á uppleið að minu mati en núna getum við alfariö beitt kröftum okkar að íslands- mótinu. Við ætlum að nota tím- ann vel fyrir komandi átök,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son, þjálfari Fram. -JKS - FH vann Gróttu/KR örugglega á Nesinu og mætir Aftureldingu í úrslitum bikarsins Kristján Arason, þjálfari FH, stýrði sínum mönn- um í úrslit bikarkeppninnar þegar liðið lagði Gróttu/KR í undanúrslitunum á Seltjarnesi, 22-24. Kristján stjómaði lærisveinum sínum ekki bara af varamannabekknum heldur tók sá „gamli“ fram skóna að nýju og lék vamarleikinn. Tilkoma Krist- jáns í FH-liðið gaf leikmönnum liðsins greinilega auk- ið sjálfstraust og það, ásamt góðri einbeitingu og bar- áttu, færði FH-ingunum sigurinn sem var öruggari en lokatölur gefa til kynna því heimamenn skomðu 3 síðustu mörkin í leiknum. Þar með bundu FH-ingar enda á sigurgöngu Gróttu/KR í keppninni en á leið sinni í undanúrslit- in hafði liðið slegið úr tvö mikil bikarlið, Val og KA. Bikarhefðin hefur verið rík hjá FH-ingum í gegn- um tíðina og hún var eitt helsta vopn Hafnarfjaröar- liðsins í leiknum á Nesinu. Það kom greinilega í ljós á upphafsmínútunum. Heimamenn virtust þrúgaðir af taugaspennu og það nýttu hinir reynslumiklu leik- menn í liði FH sér. FH-ingar skomðu 4 fyrstu mörk- in í leiknum og Grótta/KR komst ekki á blað fyrr en eftir sjö og hálfrar mínútu leik. Með seiglu og dugn- aði tókst heimamönnum að komast inn í leikinn að nýju og þegar flautað var til leikhlés var staðan orð- in jöfn, 10-10. Grótta/KR byrjaði seinni hálfleikin vel og náði for- ystu í fyrsta sinn, 12-11, þegar 4 mínútur vom liðnar en sú forysta var skammvinn. FH-ingar jöfnuðu í 12-12 og höfðu þetta 1-2 mörk yfir meginhlutann af síðari hálfleik. Þeir gerðu svo út um leikinn með því að skora 3 mörk í röð og náðu mest 6 marka forskoti, en eins og áður sagði átti Grótta/KR góðan enda- sprett. Eftir skellinn gegn KA á miðvikudagskvöld tóku FH-ingar sig hressilega saman í andlitinu. Þeir léku til skiptis 6-0 og 5-1 vörn og henni stjómaði Kristján Arason eins og herforingi. Hann kom inn á þegar 14 mínútur voru liðnar af leiknum og lék varnarleik- inn allt til loka leiksins. Fyr- ir aftan góða vöm var Magn- ús Ámason snjall í markinu og varði 15 skot, mörg úr góð- „Menn voru virki- lega vel einbeittir" - sagði Kristján Arason, þjálfari FH um færum. Guðjón Ámason lék vel í sókninni og Val- ur Amarson kom sterkur upp í seinni hálfleik. Þá voru hornamennirnir Guðmundur Pedersen og Gunn- ar Beinteinsson drjúgir. LiðsheOdin var annars góð hjá FH. Gróttu/KR menn léku allan tímann mjög fram- stæða vöm og ef undan eru skildar upphafmínútum- ar þá var það ekki vömin sem varð þeim að falli. Þeir gerðu einfaldlega allt of mikið af mistökum í sóknarleik sínum. Hægri vængurinn var mjög bitlaus og Armandas Melderis sem lék í skyttustöðunni vintra megin fór allt of seint í gang. Zoltan Belánýi og Magnús A. Magnússon stóðu fyrir sínu og Ágúst Jó- hannsson gerði marga ágæta hiuti. Mörk Gróttu/KR: Zoltan Belánýi 8/4, Armandas Melderis 4, Magnús A. Magnússon 3, Ágúst Jóhannsson 2, Gísli Kristjánsson 2, Alexander Petersen 1, Einar B. Ámason 1, Davið B. Gisla- son 1. Varin skot: Sigurgeir Höskuldsson 11. Mörk FH: Guðmundur Pedersen 6/2, Valur Amarson 5, Guðjón Árnason 4, Gunnar Beinteinsson 4, Hálfdán Þórðarson 1, Knútur Sigurðsson 1, Láras Long 1, Sigurgeir Ægisson 1, Gunnar N. Gunnarsson 1. Varin skot: Magnús Ámason 15/1. -GH „Viljinn var fyrir hendi og menn voru virkilega vel einbeittir. Viö vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við voram þolinmóðir og lét- um þá gera mistökin. Við mætum besta liöi landsins í úrslitum og þaö verður erfitt en spennandi verkefni. Strákamir og stjórnin fóra fram á það að ég kæmi inn í liðið og ég lét undan. Ég get vonandi hjálpað eitt- hvað til en ég þarf að koma mér í betri æfingu. Við verðum að koma okkur niður á jörðina sem fyrst. Þrátt fyrir slakt gengi okkar í vet- ur vona ég að FH-ingar komi og styðji við bakið á okkur í næstu leikjum. Við mætum ÍBV á miðviku- daginn og svo ÍR og þessa leiki verð- um við vinna eigi okkur að takast að komat í úrslitakeppnina," sagði Kristján Arason. „Við gerðum of mikið af feilum í sókninni og maður vinnur einfald- lega ekki leiki með svoleiðis spila- mennsku. Með svona leik áttum við ekkert skilið að komast í úrslitaleik- inn. Bikarkeppnin er búin aö vera ljósi punkturinn á tímabilinu hjá okkur en nú þurfum við svo sannar- lega að taka á öllu okkar til að bjarga okkur frá falli. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitaleikinn en ætli við höfum ekki tapað fyrir verð- andi bikarmeisturam," sagði Magn- ús A. Magnússson, leikmaður Gróttu/KR. „Við vorum svakalega vel ein- beittir og náðum upp mjög góðri baráttu í liðið. Það hefur vantað sjálfstraust í mannskapinn en nú kom þaö og auðvitað breytti það miklu. Hefðin fleytti okkur líka Kristján Arason, þjálfari FH- inga, var ánægður með sitt lið. langt í þessum leik. Við þekkjum vel að spila úrslitaleiki og við vorum staðráðnir i að komast i Höllina. Það verður á brattann að sækja gegn Aft- ureldingu," sagði Gunnar Beinteins- son. „Vörnin var mjög góð og Maggi stóð sig vel í markinu. Það munaði auðvitað heilmiklu fyrir okkur að fá Kristján í vömina. Megnið af leikn- um vorum við að spila af skynsemi i sókninni og menn voru mjög vel ein- beittir. Við vitum hvaö þarf að gera í svona leikjum og á þessu næramst við. Það verður gaman að kljást við liðið sem talið er best i dag i úrslita- leiknum. Það er áskoram og viö mætum óhræddir til leiks," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH. -GH Guðjón Árnason verður FH-ingum dýrmætur í úrslitaleik bikarkeppninnar. Hér er hann að kljást við varnarmann Gróttu/KR. Reuter Zoltán Belánýi, Gróttu/KR, á hér í erfiðleikum í varnarleiknum gegn Lárusi Afturelding á erfitt verkefni fyrir höndum er liðið mætir FH í úrslitaleik bikarkeppn- Long í FH. DV-mynd ÞÖK innar. FH hefur aldrei tapað í úrslitum bikarsins í Höilinni. DV-mynd HH Mikill fögnuður braust út í leikslok og hvorki leikmenn né áhorfendur réðu sér fyrir kæti eins og þessi mynd ber með sér. DV-mynd HH Skúli Gunnsteinsson, þjálfarí Aftureldingar, fagnar sigrinum á Fram með sínum mönnum í leikslok. DV-mynd HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.