Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 íþróttir DV t Úrslit í A-deild: Blackburn-Tottenham........1-1 0-1 Jansen (43.), 1-1 Iversen (61.) Coventry-Liverpool.........2-1 1-0 Boateng (60.), 2-0 Whelan (71.), 2-1 McManaman (86.) Everton-Nottingham Forest . . 0-1 0-1 Hooijdonk (51.) Middlesborough-Leicester .. . 0-0 Newcastle-Aston Villa......2-1 1-0 Shearer (4.), 2-0 Ketsbaia (27.), 2-1 Merson (61.) Shefiield Wednesday-Derby . . 0-1 0-1 Prior (54.) Southmpton-Leeds...........3-0 1-0 Kachloul (31.), 2-0 Oakley (62.), 3-0 Östenstad (86.) Wimbledon-West Ham.........0-0 Arsenal-Chelsea............1-0 1-0 Bergkamp (32.) Charlton-Man Utd ..........0-1 0-1 Yorke (89.) Staðan í A-deild: Man Utd 23 12 8 3 50-26 44 Chelsea 23 11 10 2 34-19 43 Aston Villa 23 12 7 4 35-22 43 Arsenal 23 11 9 3 24-11 42 Leeds 23 9 9 5 36-23 36 Liverpool 23 10 5 8 44-28 35 Wimbledon 23 9 8 6 29-33 35 Derby 23 8 10 5 23-20 34 West Ham 23 9 6 8 25-31 33 Middlesb. 23 7 11 5 32-28 32 Tottenham 23 7 9 7 29-31 30 Leicester 23 7 9 7 25-27 30 Newcastle 23 7 7 9 28-32 28 Sheff. Wed 23 7 5 11 25-23 26 Everton 23 5 9 9 13-25 24 Coventry 23 6 5 12 23-32 23 Blackbum 23 5 7 11 22-30 22 S.hampton 23 5 5 13 23-46 20 Charlton 22 3 8 11 26-36 17 Nott. Forest23 3 7 13 lffAl 16 Úrslit í B-deild: Bolton-Norwich ...............2-0 Crewe-Sheff. Utd .............1-2 Huddersfield-Bristol City.....2-2 Ipswich-Port Vale.............1-0 Oxford-Bamsley................1-0 QPR-Portsmouth ...............1-1 Stockport-Wolves..............1-2 Swindon-Bury .................1-1 Tranmere-Crystal Palace.......3-1 Watförd-Sunderland............2-1 WBA-Grimsby...................1-1 Birmingham-Bradford ..........2-1 Staðan í B-deild: Sunderland 29 17 9 3 60-21 60 Bradford 29 16 5 8 53-32 53 Bolton 28 14 10 4 53-33 52 Birm.ham 29 15 7 7 45-27 52 Ipswich 29 15 6 8 38-19 51 Watford 30 13 10 7 46-39 49 Grimsby 29 14 6 9 34-30 48 WBA 30 13 7 10 53-45 46 Wolves 29 12 8 9 39-29 44 Huddersfield 29 12 7 10 42-47 43 Norwich 28 11 9 8 43-39 42 Sheff. Utd 29 11 8 10 4447 41 Bamsley 29 9 10 10 37-36 37 Cr. Palace 29 9 8 12 41-51 35 Swindon 29 9 8 12 4046 35 Tranmere 29 7 13 9 3741 34 QPR 29 8 8 13 32-39 32 Bury 29 7 10 12 27-39 31 Portsmouth 29 7 9 13 3645 30 Stockport 29 6 12 11 34-39 30 Oxford 29 7 7 15 30-51 28 Bristol City 29 5 11 13 40-57 26 Port Vale 29 7 4 18 29-53 25 Crewe 29 5 6 18 32-60 21 fjí) SKOTIAND Aberdeen-Rangers..............2-4 Dundee Utd-Dunfermline........1-1 Hearts-Motherwell.............0-2 Kilmamock-Dundee..............0-0 Celtic-St. Johnstone..........5-0 Rangers 23 15 5 3 47-21 50 Kilmamock 22 11 8 3 30-12 41 Celtic 21 9 7 5 44-22 34 StJohnstone 22 8 9 5 28-28 33 Motherwell 23 7 8 8 23-29 29 Hearts 23 6 6 11 22-31 24 Aberdeen 23 6 6 11 25-39 24 Dundee 23 6 6 11 20-36 24 Dundee Utd 23 5 8 10 23-28 23 Dunfermline 23 2 13 8 18-34 19 Alan Shearer reim- aöi loks á sig skot- skóna um helgina og skoraði hann annað mark Newcastle gegn Aston Villa. Shearer hafði ekki náð að skora í deildarkeppninni í fjóra mánuði. Aston Villa og Middlesborough eru að slást um Brasilíu- manninn Juninho hjá Atletico Madrid. Talið er að Villa standi betur að vígi í baráttunni en Bryan Robson, stjóri Middlesborough, sagði í gær að hann hefði verið í sambandi við Atletico og helmings- likur væru á því að hann næði að krækja í Juninho. Áhorfendur á The Dell, heimavelli South- ampton, stóðu á fætur og hylltu sína menn eftir sigurinn stóra gegn Leeds á laugar- dag. Langt er síðan að þeir hafa haft ástæðu til að fagna. Dave Jones, stjóri Southampton, sagði að eftir 1-7 leikinn við Liverpool hefðu sínir menn helst viljað spila aftur morguninn eftir til að sína hvað raun- verulega býr í þeim. Tony Adams, fyrirliði Arsenal, og Marcel Desailly, Frakkinn í liði Chelsea, eiga hér í átökum í hörðum leik liðanna á Highbury í gær. Arsenal varð annað liðið í vetur til að sigra Chelsea og er á fullu í toppbaráttunni. Reuter Enska knattspyrnan um helgina: - á toppnum eftir sigur Arsenal gegn Chelsea. Manchester United vann Charlton með naumindum Toppbaráttan í ensku knattspyrnunni harðnaði enn um helgina. Manchester United tyllti sér á topp deildarinnar í fyrsta skipti í vetur með afar naumum sigri gegn Charlton í gær og Arsenal lagði Chelsea á heimavelli sínum, 1-0. Þetta var aðeins annað tap Chelsea i deildinni á leiktíðinni og fyrsta tap liðsins síðan 15. ágúst. Það var Dwight Yorke sem bjargaði United í gær með skallamarki þegar skammt var til leiksloka. Mikil harka var í leik Arsenal og Chelsea. Sigurmark Bergkamps var glæsi- legt og ljóst að Arsenal geur ekkert eftir í toppslagnum. Eftir leikina í gær virðist sem baráttan um enska meistara- titilinn muni standa á milli United, Chelsea, Villa og Arsenal, en þessi lið hafa nú náð góðu forskoti á næstu lið. Vona að ég hafi hrifið Glenn Hoddle Coventry vann góðan heimasigur á Liverpool. Noel Whelan skoraði síðara mark Coventry og var ánægður í leikslok: „Ég veit að Glenn Hoddle var hér og vona að ég hafí hrifið hann. Það er minn æðsti draumur að leika með enska landsliðinu," sagði Whelan eftir leikinn. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, var ekki sáttur við sína menn: „Við gerðum mistök og þegar maður gerir mistök í úrvalsdeildinni er manni refsað,“ sagði Houllier. Það eru engar afsakanir til „Það eru engar afsaknir til fyrir þessari frammistöðu. Mín- ir menn léku langt „undir pari“ og þetta var versti leikur Leeds undir minni stjóm,“ sagði David O’Leary, stjóri Leeds, eftir skelfilegt tap Leeds á The Dell, heimavelli Southampton. „Svona vel getum við leikið. Það hvarflar óneitanlega að manni hvar í veröldinni mínir menn hafi verið siðustu fimm mánuðina," sagði Dave Jones, stjóri Southampton. Blackburn og Tottenham skiptu stigunum „Blackburn er ekki gróft lið, fjarri því. Annars vil ég ekki ræða störf dómara. Þeirra starf er nægilega erfitt fyrir,“ sagði Brian Kidd, stjóri Blackbum, eftir jafnteflið gegn Tottenham. Jason Wilcox i liði Blackbum var vikið af leikvelli á 62. mín- útu. „Það er alltaf erfitt að leika gegn 10 mönnum og jafnvel erfiðara en gegn fullskipuðu liði,“ sagði George Graham, stjóri Tottenham. Strákarnir vissu ekki hvað þeir áttu að gera Ron Atkinson fagnaði sigri með Nottingham Forest gegn Everton á Goodison Park í öðrum leik sínum sem fram- kvæmdastjóri. Forest hafði ekki unnið sigur í síðustu 19 leikj- um í deildinni og „Big Ron“ var ánægður eftir leikinn: „Það léku margir vel í mínu liði en enginn var betri en Carlton Pal- mer. Það var gaman að sjá strákana eftir leikinn. Ég hef ver- ið í búningsklefa á Wembley eftir sigur í úrslitaleik en fogn- uðurinn var meiri í klefanum eftir þennan leik. Strákarnir vissu ekki hvað þeir áttu að gera enda langt frá síöasta sigur- leik,“ sagði Atkinson. Það var gott fyrir Alan Shearer að skora „Við lékum mjög illa í fyrri hálfleik og mínir menn náðu sér aldrei á strik," sagði John Gregory, stjóri Aston Villa, eft- ir tapið gegn Newcastle. Ruud Gullit var mun ánægðari: „Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve leikmenn minir unnu vel fyrir hvem annan. Shearer var mjög góður. Hann hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarið og það var gott fyrir hann að skora,“ sagði Gullit. Aston Villa gat komist í efsta sæti deildarinnar en leikmenn liðsins vom langt frá sínu besta. -SK Jason Wilcox var rekinn í bað þegar Blackburn og Totten- ham skildu jöfn. Wil- cox varð þar með átt- undi leikmaður Black- bum til að fá rauða spjaldið á leiktíðinni. Spencer Pri- or, sem skoraði sigurmark Der- by og eina mark leiksins gegn Sheffield Wednesday, hafði ekki skor- að í deildinni síðustu þrjú árin. ítalinn Paolo Di Canio, sem nú nýlega var keyptur til West Ham frá Wednesday, lék síð- ustu 18 mínúturnar gegn Wimbledon. Laugardagurinn var dagur neðstu lið- anna í A-deildinni. Southampton, Notting- ham Forest og Coven- try unnu öll góða sigra og fallbaráttan harðn- aði verulega. Gianfranco Zola var tekinn útaf fyrir finnskan landsliðs- mann í leiknum gegn Arsenal í gær. Zola brást hinn versti við, sparkaði í allt sem fyrir varð og var greinilega ekki sáttur. Aðeins Coventry og Arsenal hefur tekist að sigra Chelsea í úrvals- deildinni í vetur. Dwight Yorke skor- aði sigurmark United gegn Charlton og var þetta 50. mark United í deildinni á leiktíðinni. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.