Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 íþróttir Þetta eru bestu konur Evrópu í listhlaupi á skautum. Fyrir miðri mynd er Maria Butyrskaya frá Rússlandi sem vann gullverðlaunin. Til vinstri er Julia Soldatova frá Rússlandi, sem vann til silfurverðlauna, og til hægri er Viktoria Volchkova, einnig frá Rússlandi, sem vann bronsverðlaunin. Símamynd Reuter Sigurður skoraði tvö Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspymumaður úr lA, skor- aði tvö mörk og lagði upp það þriðja fyrir helgina þegar hann lék með varaliði enska félagsins Walsall gegn Rochdale. Leikur- inn endaði 3-0. Eins og fram hefur komið í DV fékk Sigurður Ragnar reynslutíma sinn hjá Walsall framlengdan og verður þar út þessa viku. -VS Númer 500 en sigraði samt Ástralski kylfingurinn Jarrod Moseley kom verulega á óvart um helgina er hann tryggði sér sigur á stórmóti atvinnumanna í golfi í Perth í Ástralíu. Moseley sigraði á Heineken Classic-mótinu og lék á 274 högg- um. Emie Els varð annar á 275 höggum ásamt þeim Bernhard Langer frá Þýskalandi og Peter Leonard frá Ástralíu. Moseley er ekki á listanum yfir 500 bestu kylfinga heims og árangur hans því i raun ótrúlegur. -SK . DEfLD KARLA Hörður-Fylkir .............18-36 Víklngur-Þór Ak............23-26 Ögri-Fjölnir...............13-26 Þór A. 13 10 2 1 349-244 22 Fylkir 11 8 3 0 303-212 19 Víkingur 11 7 3 1 307-212 17 Breiöablik 12 6 1 5 304-282 13 Fjölnir 14 5 2 7 334-320 12 Völsungur 11 3 1 7 225-292 7 Hörður 13 3 1 9 263-334 7 Ögri 13 0 1 12 206-395 1 - liðið steinlá fyrir neðsta liðinu, Schiitterwald Wuppertal tapaði sjötta deildar- leik sínum í röð í þýska handbolt- anum um helgina. Liðið sótti Schiitterwald, neðsta lið deildar- innar, heim og urðu lokatölur 23-19. Dagur Sigurðsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor og Geir Sveinsson tvö. Step- han Schöne, sem tók við þjálfara- stöðunni af Viggó Sigurðssyni, var að stjórna liðinu í sínum fyrst leik og á hann erfitt verkefni fyrir höndum. Sigurður Bjamason og samherj- ar hans i Bad Schwartau töpuðu fyrir Mzinden, 23-20, og skoraði Sigurður eitt mark í leiknum. Þá gerðu Frankfurt og Nettelstedt jafntefli 23-23. Flensburg er í efsta sætinu með 29 stig. Lemgo er í öðru sæti með 28 stig og í þriðja sæti er Kiel með 25 stig. Wuppertal er i 12. sæti með 15 stig og við blasir fallbarátta ef ekki úr rætist. -JKS -•scHéf- ‘ Jevgeny Kafelnikov hampar verðlaun- um sínum á opna ástralska mótinu um helgina. Þetta var fyrsti sigur Rússa á mótinu. Reuter Opna ástralska mótið í tennis: Martina Hingls er aðeins 18 ára gömul en engu að síður í allra fremstu röð tenniskvenna. Um helgina vann hún öruggan sigur á opna ástralska meistaramótinu og sést hér með glæsileg slgurlaunln. Reuter Tennisdrottningin Martina Hingis frá Sviss vann öruggan sigur í kvennaflokki á opna ástr- alska mótinu i tennis sem lauk um helgina. I karlaflokki sigraði Rússinn Jevgeny Kafelnikov. Hingis lék til úrslita gegn óþekktri franskri stúlku, Amelie Mauresmo, 6-2 og 6-3. Þetta var sjötti sigur Hingis í röð í einliða- leik og tvíliðaleik á mótinu. „Tölurnar segja allt sem segja þarf um úrslitaleikinn. Ég hafði yfir mun meiri reynslu að ráða en hún og það hjálpaði mér mik- ið,“ sagði Hingis eftir sigurinn. Hún er aðeins 18 ára gömul og fékk um 30 milljónir króna fyrir sigurinn. „Mér gengur alltaf vel í Ástralíu og nú er næsta takmark hjá mér að ná efsta sætinu á heimslistanum," sagði Hingis. Amelie Mauresmo vakti at- hygli fyrir tvennt á mótinu, frammistöðuna, sem var glæsileg, og svo ástarjátningu hennar til vinkonu sinnar sem var á áhorf- endapöllunum. Hingis og Lindsay Davenport sögðu á meðan á mót- inu stóð að Mauresmo væri hálf- ur karlmaður og þeim fyndist oft eins og þær væru að leika á móti hálfum karlmanni. Mauresmo sagði að þær hefðu beðið hana af- sökunar á þessum ummælum sin- um og málið væri úr sögunni. Mauresmo er gríðarlega högg- hann tekur þátt í móti sem hefst í dag. Thomas Enqvist var fyr- ir fram talinn öruggur sigur- vegari enda hafði hann leikið frábærlega á mótinu. „I byrjun var ég mjög árásargjarn og ákveðinn. Mér fannst ég eiga mikla möguleika. I öðru settinu gekk mér allt í óhag og það var erfitt að ná sér á strik eftir 0-6 tap. Kafelnikov lék of vel fyrir mig í dag og hann er verðugur meistari. Ég mun mæta hingað á næsta ári með það eina markmið að sigra. Kannski tekst mér að fara alla leið þá,“ sagði Thomas Enqvist og var mjög vonsvikinn yfir úr- slitunum. -SK ' þung og á framtíðina fyrir sér. „Ég mun halda ótrauð áfram. Mig skorti auðvit- að reynslu í svona úr- slitaleik og var of bráð í byrjun. Ég þarf að sækja meira fram að netinu og laga ýmsa fleiri hluti. Þá kemur þetta,“ sagði Mauresmo. Tennissérfræðingar spá Maur- esmo miklum frama. Martina Navratilova var samkynhneigð eins og frægt er orðið og talið er að Mauresmo geti hæglega fetað í fótspor hennar í framtíðinni. Kafelnikov vann mjög óvæntan sigur Jevgeny Kafelnikov varð fyrsti Rússinn til að vinna ástralska mót- ið. Hann sigraði Svíann Thomas Enqvist í úrslitum, 4-6, 6-0, 6-3 og 7-6. „Ég þurfti að hafa verulega mik- ið fyrir sigrinum á þessu móti og ég lék marga mjög erfiða leiki. Ég verðskuldaði sigurinn. Á þessari stundu finnst mér að ég geti stokk- ið yfir Kínamúrinn án erfiðleika. Tilfmningin er dásamleg," sagði Kafelnikov eftir sigurinn. Rússinn þykir mjög duglegur tennisleikari og enginn hefur leikið fleiri leiki á undanfórnum árum en hann. Kafelnikov flaug strax eftir úrslita- leikinn til Frakklands þar sem Blatid * i P oka Jaun Antonio Samaranch hefur ekki enn sagt af sér sem forseti Alþjóða Ólympíunefndar- innar en hins vegar sagði hann af sér um helgina á öðrum vett- vangi. Samaranch sagði af sér stöðu í banka á Spáni. Samar- anch hafði verið kosinn heiðurs- stjómarformaður bankans en er það sem sagt ekki lengur. Knattspyrnuyfirvöld í Frakk- landi eru nú að rannsaka kaup Arsenal á 15 ára unglingi, Jer- emie Aliadiere. Hann þykir gríðarlega efnilegur og hefur samið við Arsenal til næstu sjö ára og fær 140 milljónir á samn- ingstímanum. Glenn Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englendinga í knattspymu, á nú undir högg að sækja vegna ummæla sem hann viðhafði í fjölmiðlum um fatlað fólk. Hoddle sagði að fatlaðir væru með fotlun sinni að greiða fyrir syndir í fyrra lífi. Þetta em und- arleg ummæli sem hneykslað hafa alla á Bretlandseyjum. Þess er nú krafist að Hoddle segi af sér sem landsliðsþjálfari. Sjálfur segist Hoddle vera misskilinn og eins og venjulega er fjölmiölum kennt um og þeir sakaðir um að mistúlka ummæli og slíta úr samhengi. -SK i roð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.