Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 9
Hljómtæki 23 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Hallgrímur, verslunarstjóri i Japis, með Musical Fidelity formagnara, sivaln- ing sem hannaður er með einfaldleikann að leiðarljósi. Japis með sérstök en margrómuð tæki: Velhljömandi sívalningar frá lusical Fidelity Bresku hljómtækin frá Musical Fidelity hafa lengi verið hátt skrif- uð meðal þeirra sem fjalla um hljómtæki í erlendum tíma- ritum. Japis hefur um skeið haft þessi tæki til sölu og þau fallið i góðan jarðveg. En það er ekki ein- ungis góður hljómur sem hrífur, heldur óvenjuleg hönnun. Hefðbundn- ari tæki eru greini- lega öðruvísi, glansandi svört með stór- um og rúnuð- um hnöpp- um. En svo er önnur lína, X-línan, sem sker sig úr, hvemig sem á málin er litið. Þetta eru aflangir sívaln- ingar, likastir vænni áleggspylsu að stærð og um- fangi. Þessa dagana má berja augum í Japis tvær svokall- aðar mónóblokkir Fidelity, XA-50, kraftmagnara sem drífa hver sína rásina, og formagn- Hallgrímur gæti þóst vera kjötkaupmaður að bjóða vænar salamipyls- ur en heldur þess i stað á sjóðheitum kraftmögn- urum, monoblokkum, frá Musical Fidelity. DV-myndir Hilmar frá Musical ara, X-PRE, sem gefur möguleika á aö tengjast geislaspilara, plötuspil- ara, útvarpi og fleiri tækjum. Eins og í mörgum breskum hljómtækj- um ræður minimalisminn ferð- inni. Á formagnaranum eru ein- ungis tveir hnappar, til að hækka og lækka og til að velja hljóðgjafa - geislaspilara, plötuspilara eða annað. Þessi sérstaka þrenning kostar tæpar 70 þúsund krónur. Hvor kraftmagnari gefur 50 vött og að sögn eins eig- anda slíkra IB | tækja er hljómurinn eins og verið væri að nota mun dýrari tæki. Frá Musical Fidelity koma einnig fónómagnarar sem gera fólki kleift að nota gæðaplötuspilara þó ekki sé inngangur fyrir slíkt á magnaranum sem það notar. Þegar kemur að því að velja hátalara við þessi sérstöku en, að sögn, hljómgóðu og öflugu tæki, býður Japis yfir 20 ólíkar gerðir hátalara af öllum stærðum og gerðum. Sjónvarpsmiðstöðin með Harman Kardon: lý lína AC-3 heimabíómagnara Harman Kardon hefur lengi fram- leitt mjög trausta og áheyrilega magnara. Nýverið kynnti fyrirtæk- ið nýja línu í heimabíómögnurum þar sem byggt er á AC-3 tækninni, stafrænni heimabíótækni. Hún ger- ir notandanum kleift að nota DVD-geislaplötur með biómyndum og njóta surround-hljóðsins til fulls. Um fjóra mis- munandi magnara er aö ræða, hk-AVR35, sem er 2x45 vött, AVR45, sem er 2x65 eða 2x55 vött, AVR65 sem er 2x75 eða 2x65 vött og loks topp- magnarann, AVR85 sem er 2x90 eða 2x85 vött. Sjónvarþsmiðstöðin hefúr einnig stóraukið úrval hátalara frá JBL og Infinity. Með tilkomu nýs fjar- stýrðs skiptikerfis í versluninni má skipta milli mismunandi magnara og hátalara með einni aðgerð sem auðveldar fólki að meta tækin. -hlh Starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar við nýju heimabiómagnarana frá Harman Kardon. Sigurbjörg Gunnarsdóttir með verðlaunastæSu frá Pioneer: Krítísk í sánd „Þetta eru flottar græjur og svo kemur mjög góður hljómur úr þeim. Ég er söngkona og vil hafa góðan hljóm og kærastinn minn, sem er hljóðmaður, er mjög ánægður með þessar græjur," seg- ir Sigurbjörg Gunnarsdóttir sem nýlega keypti sér verðlaunatæki frá Pioneer, FX-21, sem fengið hafa EISA-verðlaunin, árleg verðlaun hljómtækjagagnrýnenda í Evrópu. Þessi Pioneer-tæki, sem mynda mjög netta stæðu, þar sem þau eru lítil, eru með krómuðum fronti. Um er að ræða magnara með tónjafnara, útvarpi, geisla- spilara og snældutæki. Ef vill má fá tæki fyrir minidisk að auki eða í staðinn fyrir snældutæki. Þegar Sigurbjörg er heima að slaka á spilar hún popp og fer reyndar aðeins yfir í rokk. Hún notar geislaspilarann meira en snældutækið. Yfirleitt takmarkast umræða um hljómtæki við karlmenn og oft er talað um að konur vilji helst ekki hafa hljómtæki fyrir augunum. En Sigurbjörg er und- antekning. „Ég er í raun mikið fyrir hljóm- tæki og er krítísk á sánd og því mjög ánægð með þessi tæki. Þau passa líka vel hvort sem um er að ræða nýtísku umhverfi eða gam- aldags húsgögn. Svörtu tækin finnst mér hins vegar vera ljót og þreytandi og passa síður inn í hý- býli fólks.“ Hátalararnir eru litlir en hafa mjúkan og þægilegan hljóm. „Ég get alveg hækkað almenni- lega í þessum tækjum án þess að fá í evrun. Það verður aldrei óþægilegt. Ef upptakan er hörð og óþægileg má mýkja sándið með tónjöfnun," segir Sigurbjörg. -hlh Sigurbjörg við stæðuna góðu, Pioneer Fx-21. 132.900 kr Magnarl: 2 x 33W rms útvarp neð 24 stöðva minni Þriggja diska spilari ppuer Tvöfalt segulband Hátalarar tviskiptir: 50W 39.900 kr wagnari: 2 x 50W rms útvarp með 24 stöðva rainni - rds þriggja diska spilari Tvöfalt segulband pouer ^ Hátalarar tvískiptir: 8ow pouer bass 49.900 kr Magnari: 2 x íoow rms útvarp með 24 stöðva minni - rds Þriggja diska spilari Tvöfalt seguLband pouer HátaLarar tviskiptir: i2ow pouer bass MagnarL 2 x 120W rms útvarp með 24 stöðva minni - ros 26 diska spiLari TVöfaLt seguLband pouer HátaLarar tvískiptir: 150U pouer bass

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.