Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 3
m e ö m æ 1 i e f n i igfflfi Slakir grindarbotns- vöðvar eru lykillinn að lélegu kynlífi. Þess vegna ættu allar konur að eiga litla persónulega þjálfarann. Honum á að stinga upp í leggöngin og þar hamast hann, litla greyið, við að þjálfa upp grindar- botnsvöðvana, og kon- an getur gert hvað sem er á meðan, til dæmis sofið, ekið bíl eða spjallað við vinnufélag- ana. Tilgangurinn litla þjálfarans er göfugur: að gera kynlífið betra og fullnæginguna meiri. Það er hægt að fá þá misöfluga, 6 volta þjálfara fyrir byrjendur og 12 volta fyrir þær sem eru reyndari. Það er ljótt að þurfa að bera þess merki að hafa verið í sundi. Þess vegna er sund- bolur sem hleypir sólar- geislunum í gegn- um sig hið mesta • þarfaþing. Hann m er samt ekki 1 gegnsær, hvorki þegar hann er þurr né blautur. Sóiin er sú eina sem sér í gegnum hann. Nú þarf ekki lengur að berhátta sig í sól- baðinu með slefandi perverta yfir sér. Ja, tæknin lætur ekki að sér hæða. Nú er mikil samkeppni í matvöru í fljótlegu og auðveldu deildinni. Allir hamast við að auglýsa réttina sína og nota til þess ungt, ástfangið fólk eða frægt fólk sem litur út fyrir að það hafi ekki tíma til að elda. Oftast eru þessir réttir frekar vondir en Fókus hefur fundið skyndimat á þriggja hólfa plastdiski sem má vel slafra í sig og rúmlega það. Þetta eru „Fljót- legu og framandi" réttimir sem nú er hægt að fá með fimm bragðtegundum. Við mælum sérstaklega með kjúklingabringum í kókóskarríi - mmmmm... Þeir sem eru ekki þegar búnir að sjá myndlistarsýningu sex ellismella í Gerðubergi ættu að drifa sig nú þegar því þama er gróskan i *JP l myndlistinni. Á ári & ellinnar er gaman að sjá kraftinn, áhugann og einlægnina sem geislar af verkum i Kikós, Sigurlaugar og ■ f hinna snillinganna. Þama er eitthvað annað uppi á teningnum en í verkum „yngri“ höfunda sem oft lykta af til- gerð, uppskrúfaðri speki og leiðind- um. Húrra fyrir Hannesi og art.is! September 1999 5 ’ \ 6 7 8 9 10 1! 12 j.vj 13 14 15 16 17 18 19 Uí 20 21 22 23 24 25 26 1»í 27 28 29 30 ’ ——mm Verslunin er nutt að Smiöjuvegi 70, (í hús Bíljöfurs) Nýtt símanúmer er 564 6200 BíiabúðinH. Jónsson & Co. Smiðjuvegi 70 • Sími h200 • Fav 564 6201 Góðir kúnnar fá jDað bak við borðið Gömlu, góðu, léttbláu dagatölin á karlavinnustöðum eru þekkt menningarfyrirbæri. Nýlega kom fyrsta íslenska dagatalið í þessum stíl og var það Bílabúðin H. Jóns- son & Co. á Smiðjuvegi sem tók af skarið og bryddaði upp á þessari skemmtilegu nýbreytni. Ljósmynd- arinn JAK tók svart-hvítar myndir af tveimur spengilegum stúlkum, sem sjást ýmist naktar eða létt- klæddar við ýmsa iðju í bílabúð- inni. Dagatalið er vel innan vel- sæmismarka og ákaflega smekk- legt, hvergi sést i kviðskegg, en önnur stúlkan sýnir fikjuna í nóv- ember. Auk þess sést fullklæddur starfsmaður á tveimur myndum. Hjá H. Jónssyni varð eigandinn, Sveinbjörn Guðjohnsen, fyrir svörum. „Maður hefur verið með ýmis dagatöl í gegnum árin frá útlönd- um; Frakklandi, Þýskalandi og Ameríku," segir hann. „Á dagatal- inu sem ég fékk síðast voru kon- Fyrsta íslenska karlaverkstæðis- dagatalið er komið á markaðinn. Það er með fallegum konum og er ekkert klám: umar fullklæddar, voru í baðfot- um, og þá sást ekki neitt. Það er nú svo skrítið með þessa menningu, þennan kúnnahóp sem er í þessum bílageira, að þeir hentu því daga- tali bara í tunnuna. Kröfurnar vom meiri, kúnnamir vildu bara sjá fallegar konur. Og þetta heitir „fallegar konur“, skilurðu, þetta er ekkert klám.“ Nú voru góð ráð dýr í bílabúð- inni. „Hvað átti ég að gera þá,“ spyr Sveinbjöm, „með tunnuna fulla af lélegum dagatölum? Hvernig átti ég að komast inn til þeirra? Ég tal- aði við Jóa ljósmyndara og daga- talið var bara gert einn, tveir og þrír. Það voru fengnar dömur og teknar myndir, bæði hérna á Smiðjuvegi, þangað sem við erum nýfluttir, og svo í gömlu búðinni í Brautarholti, þar sem við vorum búnir að vera síðan 1947. Ég varð líka að gera eitthvað til að vekja enn frekari athygli á flutningun- um. Dagatalið hefur vakið alveg gríðarlega athygli og menn eru rosalega ánægðir með þetta fram- tak.“ Ertu búinn aö gefa mörg dagatöl? „Já, menn eru að koma hérna 10, 20, 30 á dag að fá það. Það má koma fram að því er ekki dreift til. almennings, heldur færðu þetta' bara svona bak við borðið. Og þá aðeins ef þú ert góður kúnni. Þetta má náttúrlega ekki fara í börnin, þetta er of gróft til þess, finnst mér.“ Hvaöa fólk er þetta á myndun- um? „Ég held við skulum ekkert vera að koma upp um það, þá verður þetta bara meira spennandi." Eru íslensk dagatöl komin til að vera hjá Bílabúö H. Jónssonar og Co.? „Já, já. Og það er meiningin að hafa það í lit næst. Þetta dagatal var gert í einum grænum, en við ætlum að hafa nægan tíma fyrir það næsta. Við erum þegar famir að undirbúa það.“ -glh í dag hefst í Háskólabíói hálfundarleg kvikmynda- hátíð, með tískusýningu og djassbandi. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að þær skarta miklum töffurum og heljarinnar Ijóskum: egir toff rosalegar Ij í dag hefjast kvikmyndadagar í Háskólabíói undir yfirskriftinni Halur og sprund. Má segja að um sé að ræða nokkurs konar töffaradaga. Hátíðin stendur yfir dagana 12.-29. mars. Við opnunina verður margt um dýrðir, t.a.m. spilar Djasshljóm- sveit Kormáks Geirharðarsonar og boðið verður upp á veitingar. Frumsýnd verður myndin The Real Blonde, og svo verður haldin tísku- sýning á vegum Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. Sumarlínan verður sýnd og að sögn er hér um að ræða „hressilega liti en þó ekki spjátrungslega“. Úlfur skemmtari leikur undir. The Real Blonde gerist í New York og fjallar um ungt fólk sem starfar ýmist í tísku- eða sjónvarps- bransanum. Meðal þeirra er fátæk- ur leikari sem á fullt í fangi með að iðka sína list, kona sem er að reyna að umbera hina fjölmörgu karlmenn í lífi sínu og leikari í sápuóperu sem er að leita að „hinni einu, sönnu ljósku“. í aðalhlutverkum eru Matt- hew Modine, sem er sennilega þekktastur fyrir hlutverk sitt í mynd Stanley Kubricks „Full Metal Jacket“, Daryl Hannah (Wall Street, Grumpy Old Men, Blade Runner) og Catherine Keener (Liv- ing in Oblivion). Leikstjóri er Tom DiCillo. Myndin hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. á Sundance Film Festival og á kvikmyndahátíð- inni í Múnchen. Kissed fjallar um ást, kynlíf og dauðann. Hún segir frá ungri konu sem hefur mikinn áhuga á hinu hulda lifi þeirra dauðu. Er hún vex úr grasi eykst þessi áhugi hennar til muna þegar hún fær vinnu hjá út- fararstjóra. Þá fyrst fær aðdáun hennar á líkum uppreisn æru. En þegar ungur læknanemi, sem er ást- fanginn af henni, kemst á snoðir um áhugamál hennar upphefst atburð- arrás af óvæntum atburðum og nem- inn ungi er tældur inn í heim hættu- legrar þráhyggju. I aðalhlutverkum Bryndís Ásmundsdóttir: Gasalega fyndin kona Nagandi óvissa: Er Tinni hommi - eða er hann e hommi? eru Molly Parker (Safe Men, Bliss, Intensity, Last of the Dog- men), Peter Outerbridge (Closer and Closer, For the Moment, Cool Runnings) og Jay Brazeau (Air Bud, Intersection, Cool Runnings, We’re No Angels). Leikstjóri er Lynne Stopkewich. Meðal annarra mynda ber að nefna „Company of Men“ og „Your Friends and Neighbours" eftir Neil Labute, „Dead Man’s Curve“ eftir Dan Rosen (The Last Supper) og „Men“ eftir Zoe-Clarke (Nunzio). Hátíðin stendur yfir, eins og fyrr segir, frá 12. til 29. mars og verða sýningar alla daga nema þriðjudaga og miðvikudaga. Margrét Vilhjálmsdóttir: Sumir sfjórnmála- menn eru réttdræpir [ Fókus fer á fund | í Herbalife- j sértrúarsöfnuði: Ég ætla lALDREI að hætta á Herbalife 8 Úrslit Islensku tónlistar- verðlaun- anna: imsveit Sjörk og Egill sungu best 9 Ný plata frá Blur: Djammið var eins konar þerapía 11 Minnisblað frambjóðandans: Fá sér hund, fara á fund og svo í sund Robin Williams: Læknir drepur fólk úr hlátri 14 Hljómsveitin Nefrennsli: Jón Gnarr gat borðað ælu 16 Lífid eftir vinnu di Biyai 'dyrt og gott i liadegu fið er dásattilei Tengdasonur Islai Dead Sea 1 idarlegur snillin« Fókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Margréti Vilhjálmsdóttur. 12. mars 1999 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.