Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 7
I b FÓKUSMYND: HILMAR ÞÓR Sumir stjórnmála- Margrét Vilhjálmsdóttir leikui Rósu, eiginkonu Bjarts og móður Ástu Sóllilju, í Sjálf- stæöu fólki sem Þjóðleikhúsið frumsýnir eftir rúma viku. Hún útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum fyrir fimm árum, hefur leikið í hverju sfykkinu á fætur öðru síðan og hlotið mikið lof fyrir. Mar- greli er mjög umhugað um aö sfjórnni.il.mu;im 11|)|v|ulvi livað menning skiplii miklu máli og henni finnsf þeir ekki veita listum nærri nógu mikla peninga. menn eru Margrét situr á kaffihúsinu Gráa kettinum, beint á móti Þjóðleikhúsinu, og er búin að panta sérpantaða pönnu- köku með túnfiskssalati þegar blaðamaður tyllir sér hjá henni. Á þessu kaffihúsi hitti blaðamaður- inn síðast Ingvar Sigurðsson, sem einnig leikur i Sjáifstæðu fólki og þá var Ingvar ekkert að skafa utan af hlutunum. Hann hélt því meðal annars fram að allt of mikil stöðnun væri í íslenskum leikhúsum en það er nokkuð sem margir eru farnir að hafa áhyggjur af en aðrir eru ósammála. Margrét hefur þetta um málið að segja: „Kannski finnst fólki að það' sé ekki mikið í gangi sem skilur eitt- hvað eftir sig. Grasrótin í leikhús- unum úti í bæ ætti ef til vill frekar að vera með byltingakenndari við- mið en Þjóðleikhúsið sem hefur ákveðnum skyldum að gegna gagn- vart klassískum verkum. Þetta er jú einu sinni þjóðleikhús íslend- inga. Ég er auðvitað á því að það eigi að þjóna öllum hópum og með því að sýna einhver áhugaverð og byltingarkennd verk trekkja leik- húsin fleira ungt fólk til sín.“ Sumir vilja meina aó mörg stykki, til dœmis allir þessir söng- leikir, séu eingöngu settir upp af því aö þeir eru Jjárhagslega pott- þéttir, í staóinn fyrir aö setja upp eitthvað frumlegt og nýtt. Er þaö slœmt fyrir leikhúsin? „Þau leikhús sem verða að láta sýningarnar standa undir sér þurfa auðvitað að vera með svona pottþétt verk, til dæmis söngleiki og sígild barnaleikrit. Þjóðleikhús- ið ætti ekki endilega að þurfa að setja upp verk sem gengur. Það á að minnsta kosti ekki að vera tak- markið. Takmarkið á að vera góð- ar og metnaðarfullar sýningar sem þurfa ekki endilega að ganga í „lýðinn“,“ segir Margrét og bætir við að hún myndi vilja sjá leik- hússfólk taka meiri áhættu í upp- setningu verkanna. „Við erum allt of diplómatísk í uppsetningum. Verkefnavalið er fínt en það er aðferðin við að segja hlutina sem er frekar afturhalds- söm.“ Réttdræpir stjórnmalamenn Viðhorf stjórnvalda til leikhúsa er eitthvað sem Margrét er alls ekki nógu sátt við. Hún segir að menning eigi að vera vel styrkt og bendir á Frakkland, New York og London sem dæmi. Þar sé menn- ingin litin réttu auga af stjórnvöld- um. „Stundum heyri ég íslenska stjórmálamenn viðra skoðanir sem þeir ættu að vera réttdræpir fyrir. Eins og að menning borgi sig ekki. Halló Hafnarfjörður! Hvaða menning borgar sig? Menning hef- ur aldrei borgað sig og mun aldrei gera. Ekki fjárhagslega, en fyrir andlegt og líkamlegt ástand þjóð- arinnar er hún lífsnauðsynleg. „ Eru íslensk stjórnvöld ekki nógu örlát? „Nei, guð minn góður. Það vant- ar ofboðslega mikið upp á. Það væri dásamlegt ef stjórnvöld færu að uppgötva hvað menning skiptir miklu máli og sömuleiðis listnám. Almennt þurfum við að vera meira akademísk i hugsun. Ég held reyndar að við séum að verða það og flestir eru hættir að líta á listamenn sem frík,“ segir Margrét og er þá ekki eingöngu að tala um leiklistina. „Það á að styrkja alla kima menningarinnar. Það væri til dæmis ofboðslega gaman ef þeir færu að auka styrki til kvik- myndagerðar sem ég held reyndar að sé að verða að veruleika - eins og í Ástralíu. Stjórnvöld þar fóru að punga út peningum í kvik- myndirnar og á endanum stóð Ástralía uppi sem eitt mest spenn- andi land í heimi hvað varðaði kvikmyndir. Þetta er mikil út- flutningsvara og borgar sig fljótt. Fiskurinn hér mætti þá fara að vara sig.“ Della og dáleiðsla Finnst þér réttlœtanlegt aö hœkka skatta til aö geta styrkt menningu og listir, eöa skera niöur á öörum stööum þjóöfélagsins í staðinn? „Það er bara della að þess þurfi. Það er búið að dáleiða okkur. Þetta er bara eitthvað sem stjórn- málamennirnir segja okkur. Þeir sem eru alitaf að tala um að það sé góðæri í landinu. Þá ætti þetta að vera minnsta mál í heimi. Ég er heldur ekki að tala um háar upp- hæðir" Þú meinar aö þeir peningar sem þyrfti til aö styrkja menningu séu til? „Já, auðvitað. En okkur er sagt réttdræpir annað. Trúi þeir sem trúa vilja.“ Margrét er jákvæð þegar talið berst að einkareknum leikhúsum en eins og svo margt annað vill hún að þau fái meiri fjárhagslegan stuðning. Hvaö meö Loftkastalann? „Peningana eiga þeir ekki sjálfir, strákarnir. Þetta eru ekki peningar sem þeir fá eingöngu inn af áhorf- endum. Þeir fá þá frá fyrirtækjum úti í bæ og eru svo að einhverju leyti styrktir af ríkinu. Þetta er það sem á að heita einkarekið hér á ís- landi.“ Hér er greinilega á ferðinni mjög pólitískt þenkjandi kona. Um dág- inn var henni meira að segja boðið sæti á framboðslista til alþingis- kosninganna. Hún tók samt ekki sætið og neitar að upplýsa hvaða flokkur var þar á ferðinni. „Mér fannst þetta nú soldið spaugilegt en gaman samt að vera boðið þetta. Ég tók þessu alls ekki illa en afþakkaði samt. Ég hef alls engan áhuga á að fara i pólitík. En mér finnst fólk oft gleyma þvi að listamenn eru almennt mjög hugs- andi.“ Fögur kvikindi Bjartur í Sumarhúsum úr Sjálf- stæðu fólki er fyrir löngu orðinn ein frægasta söguhetja íslenskra bókmennta. Rósa konan hans á það hins vegar frekar til að falla í gleymsku en í verkinu sem Þjóð- leikhúsið er að setja á fjalirnar leik- ur Margrét þessa ólánsömu konu. Hún var fátækt vinnuhjú og gekk með Ástu Sóllilju undir belti áður en hún giftist honum. Örlög hennar eru sorgleg. Alein deyr hún við bamsburðinn þegar Bjartur er á fjöllum í leit að kind sem hann vissi ekki að Rósa hafði étið. „í hugum þeirra sem þekkja bók- ina er hlutur Ástu Sóllilju og Bjarts mun eftirminnilegri en Rósu. Það er líklega vegna þess að Rósa fellur frá í miðri sögunni. Það vill gleym- ast að kaflinn um hana og Bjart er stór hluti af bókinni," segir Mar- grét. j Hún er vanari að leika sterkari kvenpersónur en Rósu sem er I ósköp mikil undirmálsmanneskja. Lítil og kúguð sál. Þegar hún deyr, lýkur fyrri hluta verksins og í I seinni hlutanum leikur Margrét nokkur minni hlutverk, til dæmis Björtu sem er dóttir Ástu Sóllilju og þjónustustúlku sem er mikil gribba, ekki ósvipað þeirri sem \ Margrét leikur í Þjóni í súpunni. > Hún viðurkennir meira að segja hafið stolið nokkrum töktum frá \ henni. Hvernig líst þér annars á þaö sem koma skal; leikarana sem eru aö fieðast í Leiklistarskólanum núna? ■ „Krakkarnir sem eru þarna núna eru hver öðrum hæflleika- ’ ríkari. Ég var í skemmtilegu boði hjá þeim um daginn þar sem þau sáu um skemmtiatriði allt kvöldið. j Það var þvílíkt gaman að sjá hvað , þessi skóli er að framleiða. Svo eru þetta svo fógur kvikindi. Mað- j ur verður lamaður af hamingju < nálægt þeim.“ -ILK j c 12. mars 1999 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.