Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 14
FramtíöartrylJir Spielbergs og Cruise Þegar stórstjömur á borð við Steven Spielberg og Tom Cruise ætla aö vinna saman er um langtimaáætlun að ræða því slikir menn eiga yfirleitt erfitt með að stilla saman strengi sína. Eftir miklar vangaveltur er nú komið á hreint að þeir munu gera saman vis- indatryllirinn Minority Report og það sem meira er, búið er að ákveða frum- sýningardaginn 30. júní árið 2000. f Minority Report mun Tom Cruise leika yfirmann lögregludeildar sem hefur það aðalverkefni að handtaka fólk og ákæra það fyrir morð sem það hefur ekki framið. Ef allar áætlanir standast munu tökur hefjast í septem- ber, um leið og Tom Cruise hefur lok- ið sér af í Mission: Impossible 2. ,, Redf i hlutv Robert Redford, sem síðast leik- stýrði og lék í The Horse Whisperer, er bú- inn að tryggja sér kvikmyndaréttinn á bók sem heitir þvi langa nafni: Napoleon of Crime: The Life and Times of Adam Worth, Master Thief og mun hann leika aðalhlutverk- ið og leikstýra. Adam Worth var bandarískur þjófur sem fór til Eng- lands í lok síðustu aldar og þóttist vera breskur aðalsmaður. í raun var hann bíræfinn í ránum og stal nánast eingöngu verðmætum listaverkum og öðrum gersemum. Þóttu vinnubrögð hans einkar fagleg og mikill stíll yfir þeim. Þegar upp um hann komst vildu honum fáir neitt illt. Þekktur lög- reglumaður, William Pinkerton, lét svo ummælt við dauöa Worths að þar hafi farið heldrimannaþjófur. Brad Pitt Tiættir vi í Cameron Crowe, leikstjórinn sem leikstýrði Tom Cruise í Jerry Maguire, hefur skrifað handrit um reynslu sína í rokkbransanum á átt- unda áratugnum. Fjallar myndin um viðskipti rokksöngvara og ungs blaðamanns sem skrifar vafasama sögu um söngvarana. Brad Pitt hafði samþykkt að leika rokksöngvarann en hætti við á síð- ustu stundu, Crowe til mikilla vonbrigða, og er hann nú að fara á fjörur við aðrar ungar kvikmynda- stjörnur. Pitt, sem mun næst sjást í nýjustu kvikmynd David Finchers The Fight Club (þeir gerðu saman Seven), þar sem mótleikari hans er Edward Norton, er þegar búinn að ráðstafa tíma sínum í aðra rok- kkvikmynd, Metal Gods, og þá ganga þær sögur fjöllum hærra að Mel Gibson reyni mikið að fá hann til að leika aðalhlutverkið í endur- gerð sinni á Fahrenheit 451 sem hann ætlar sér að leikstýra. Patch Adams hefur verið ein- hver vinsælasta kvikmyndin i Bandaríkjunum undanfarnar vikur og er það mikið að þakka vinsæld- um og góðum leik Robin Williams sem enn eina ferðina leikur lækni. Hann á nokkur slík hlutverk að baki, meðal annars í What Dreams May Come sem sýnd var fyrir stuttu. í Patch Adams, sem Bíóhöll- in og Laugarásbíó frumsýna, leikur Williams lækninn Hunter „Patch“ Adams sem strax í námi fékk ákúr- ur fyrir að vera of glaðsinna, átti erfitt með að taka hlutina alvar- lega. Staðreyndin var að Patch hafði átt erfltt með að gera það upp við sig hvort hann ætlaði sér að verða trúður eða læknir. Hann vel- ur læknisstarfið og þegar námi lýk- ur stofnar hann eigin læknamið- stöð þar sem hann beitir nýstárleg- um aðferðum. Myndin er sann- söguleg og í mörg ár varði Adams Hunter „Patch“ Adams var í fyrstu ekki ákveðinn hvort hann ætlaði að verða trúður eða læknir, læknirinn varð ofan á en trúðurinn var samt ekki ónýttur, heldur notfærði hann sér kunnáttu sína og meðfædda hæfileika til að skemmta öðrum til að hjálpa sjúklingum sínum. Leikstjórinn Tom Shadyac ásamt Robin Williams við tökur á Patch Adams. Monica Potter leikur iæknastúdentinn Carin sem í fyrstu trúir lítið á lækninga- aðferðir Adams. stofnun sína fyrir flölmiðlum en skrifaði svo bók um starfsemi sina sem varð metsölubók og kvik- myndin er gerð eftir. í bók sinni segir Adams frá því hvernig hann reynir alltaf að fá börn sem hann hefur til meðferðar til að brosa og hann hikar ekki við að klæða sig sem trúð eða fara í górillubúningi til að framkalla bros. Myndin þykir hlý um leið og hún er gamansöm og eins og allir vita er enginn betri í trúðsleiknum en Robin Williams. Auk Robins Williams leika í Patch Adams þau Monica Potter, Peter Coyote, Dani- el London, Bob Gunton og Philip Seymour Hoffmann. Leikstjóri er Tom Shadyac, fyrr- um „standup“grínisti sem hér ger- ir sína flórðu kvikmynd og hafa all- ar orðið mjög vinsælar. Áður hafði hann leikstýrt Ace Ventura: Pet Detective, The Nutty Professor og Liar, Liar. Þegar Tom Shadyac var um tvítugt flutti hann til Los Ang- eles og settist á skólabekk í kvik- myndadeild UCLA-háskólans. Með náminu vann hann sem grínisti á ýmsum klúbbum í Los Angeles og vakti athygli ekki minni manns en Bobs Hope sem réð hann til að skrifa brandara fyrir sig. Er hann yngsti bandarahöfundurinn sem nokkum tíma hefur starfað fyrir Bob Hope. í námslok gerði hann stuttmyndina Tom, Dick and Harry, sem fór sigurför á kvik- myndahátiðum um allan heim. -HK Fæöingardagur og ár: 21. júli 1952. Fæðingarstaður: Chicago, lllinois. Stjörnumerki: Söl i krabba. Tungl i Ijóni. Eiginkonur: Marsha Garces, iyrrver- andi, Valerie Velardi, núverandi. Systkini: Einbirni, er sonur milljóna- mærings i bílaiðnaðinum. Börn: Zachary og Zelda með Garces. Cody meö Valerie. Kvlkmyndir: Popeye 1980, The World According to Garp 1982, The Survivors 1983, Moscow on the Hudson 1984, Seize the Day 1986, Club Paradise 1986, The Best of Times 1986, Good Morning Vietnam 1987, The Adventures of Baron Munchhausen 1988, Dead Poets Society 1989, Cadillac Man 1990, Awakenings 1990, Hook 1991, Dead Again 1991, The Fisher King 1991, Toys 1992, Mrs. Doubtfire 1993, Being Human 1994, Nine Months 1995, Jumanji 1995, Hamlet 1996, The Secret Agent 1996, Jack 1996, The Birdcage 1996, Good Will Hunting 1997, Flubber 1997, Fathers Day 1997, What Dreams May Come 1998, Patch Ad- ams 1998. Robin Williams er hamingju- samur flölskyldufaðir í dag. Hann á samt sina fortíð að baki sem ekki er beint í anda ímyndar hans. Árið 1982 var hann mikill vinur Johns Belushi og var með honum í eiturlyflaneyslu skömmu áður en Belushi fannst látinn vegna of- notkunar eiturlyfla. 1986 var hann krafinn um 6,2 milljónir dollara í skaðabætur. Það gerði ung stúlka sem taldi að hann hafi smitað sig af kynsjúkdómi. Williams ákærði á móti stúlkuna fyrir að ljúga og reyna að hafa peninga af honum. Málið kom aldrei fyrir dómstóla, sættir urðu og enginn veit niður- stöðuna. Þá má að lokum geta þess að þegar Robin Williams skildi við fyrri konu sína giftist hann skömmu síðar barnfóstru sonar síns. 14 f Ó k U S 12. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.