Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 2
36 mkr_ LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Reynsluakstur Toyota Yaris 1,0: Flott útlit og mikið pláss . * . •« tw - __________________ Toyota Yaris, nýr kostur í flokki smábíla, með sérstætt útlit og mikið pláss. Mynd DV-bílar JR Toyota hefur undanfarin ár þurft að horfa upp á mikla sölu í flokki minnstu bílanna án þess að hafa get- að verið þátttakandi, eða allt frá því að Starlet var og hét fyrir nokkrum árum. En nú á að taka slaginn og það með stæl, eins og sumir segja, með alveg nýjum bíl - nýrri hugsun væri sennilega réttara því nú er Yaris kynntur til leiks. „Fyrir okkur hér hjá Toyota er Yaris ákaflega mikilvægur bíll sem mun gegna lykilhlutverki í stefnu- mörkun okkar í Evrópu. Hann er nú- tímalegur smábíll sem þekkir sam- göngukerfi 21. aldarinnar," segir dr. Shuhei Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota Motor Corporation. Undir þetta taka talsmenn Toyota- umboðsins hér á landi, P.Samúels- sonar, og kynna bilinn hér með áherslu á frumlegan og nútimalegan evrópskan stíl, litla heildarlengd en rúmgott innanrými, ódýran þjón- ustupakka, háþróaða vél, hagnýtt og aðlaðandi mælaborð fyrir miðju og síðast en ekki sist ákaflega virka ör- yggiseiginleika. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að troða miklu plássi inn í lítinn bíl,“ sagði Björn Víglundsson, markaðs- stjóri Toyotaumboðsins, við okkur blaðamenn þegar bíllinn var for- kynntur í byrjun vikunnar. Láttur í rekstri Mikið var lagt upp úr því við hönnun Yaris að koma til móts við þá sem nota bílinn á sem breiðastan hátt. Meðal þess er að gera bílinn betri í daglegum rekstri. í öllum Evr- ópulöndum er Yaris boðinn með sér- stökum vildarpakka, ábyrgð á öllum vélarhlutum í 3 ár eða 100.000 kíló- metra, 12 ára ryðvarnarábyrgð og auk þess munu söluaðilar Toyota kanna ástand bílsins með reglulegu millibili. Kostnaður vegna þjónustu á einnig að vera í lágmarki. Þaö er ekki fyrr en eftir tveggja ára akstur, eða 30.000 kílómetra, sem þörf er á fullri þjónustuskoðun og ekki á að þurfa að skipta um olíu fyrr en eftir 15.000 kílómeta akstur eða eitt ár. Skúli Skúlason, sölustjóri Toytaum- boðsins, lagði þó á það áherslu að menn sem aka lítið og einkum stutt- ar vegalengdir i hvert sinn smyrji bílinn sinn oftar. Smart Það er eitt orð sem lýsir Yaris en það er „smart“. Hönnunin er, að mati undirritaðs, vel heppnuð. Útlit- ið er nýtískulegt, án þess að vera um of ögrandi. Hönnun útlits var í hönd- um hönnunarstofu Toyota í Evrópu, EPOC, en hönnun innanrýmis fór fram í Japan þar sem evrópskir hönnuðir unnu verkið. Það er rétt sem Björn markaðs- stjóri sagði: „Það er búið að fá mikið pláss í litlum bil.“ Þetta er bíll sem er „miklu stærri að innan en utan“. Sætin eru góð og allir sitja vel, hvort sem er i fram- eða aftursæti. Hávöxnustu menn hafa miklu meira en nægt höfuðrými alls staðar í bíln- um og körfuboltamenn gætu senni- lega verið með hatt án óþæginda. Fótarými er dágott og kostur er að hægt er að færa aftursætið fram eða aftur eftir notkun hverju sinni. Með því að renna því fram um 15 sentí- metra er hægt að auka farangurs- rýmið úr 205 í 305 lítra og sé aftur- sætið lagt fram er plássið orðið 950 lítrar. Hægt er að fella fram hluta aftursætisbaks (40/60) ef þörf er á að flytja stærri hluti. Nýtt og sérstætt mælaborð Við hönnun Yaris var farþegarým- ið tekið til sérstakrar skoðunar og vísindi vinnuvistfræðinnar notuð í botn. Meðal þess sem út úr þessu kom er allsérstæð hönnun á mælum í mælaborði. Þeir eru fyrir miðju og hallast í átt að ökumanni. Það sem er þó merkilegast við þá er að þeir eru i þrívídd þannig að þegar horft er inn í dökkan skjáinn virðast mæl- arnir vera langt inni í mælaborðinu. Þetta er gert í ljósi þess að rannsókn- ir sýndu að mikifl tími og fyrirhöfn fer í það að skipta frá því að horfa fram á veginn og á mælana. Með þessari nýju hönnun mælanna þurfa augun ekki að skipta um fókuslengd sem er stórt atriði. Undirritaður þarf að nota gleraugu við lestur og því þarf venjulega að pira augun aðeins þegar skipt er frá veginum á mælana en hér var þetta þetta leikur einn og án óþæginda. Önnur stjórntæki eru þægileg og innan seilingar. Viðbótarskjár er í miðju sem sýnir hvaða útvarpsstöð hefur verið valin, hitann úti fyrir og klukku. Nóg er af hirslum í Yaris, samtals 15 lítra, sem dreift er um allan bíl- inn, þar á meðal gott hólf undir framsæti, góð hólf sitt til hvorrar hliðar á miðstokki og vasar í hurð- um. Tvö búnaðarstig Þessi nýi Yaris er í boði í tveimur stigum búnaðar, Terra, sem er grunngerðin, og Sol, betiu- búinn. Sol hefur það umfram Terra að vera með krómgrill, samlita stuðara, rafstýrðar rúðuvindur og rafstýrða og hliðarspegla. Einnig má nefna að í Sol er hæðarstilling á ökumanns- sæti og ABS-læsivörn hemla umfram Terra. Eitt sem kemur á óvart í jafn vel búnum bíl er að Terra er ekki með samlæstar hurðir en fjarstýrðar samlæsingar eru staðalbúnaður á Sol. Hins vegar er hægt að fá sam- læsingar sem aukabúnað í Terra, sem mun kosta kr. 19.000 á sértilboði, og er ljóst að margir verða til að fá sér þennan sjálfsagða búnað. í Terra-gerð er Yaris með útvarp og segulband en í Sol er geislaspilari staðalbúnaður. Boðið upp á aukahlutapakka Langur listi aukabúnaðar liggur fyrir og til að auðvelda mönnum val- ið hefur aukahlutadeild Toyota útbú- ið nokkra „aukahlutapakka". Sem dæmi um slíka má nefna „sport- pakka 1“, en þá eru í boði álfelgur (þær sem fyrir eru ásamt hjólkopp- um teknar upp í), krómstútur á púst og þokuljós og pakkaverðið er kr. 58.900. Aðrir „pakkar" eru einnig í boði með mismunandi innihaldi og þar á meðal tveir mismunandi hljómtækjapakkar. Þessi „pakkar" voru fyrst kynntir þegar Corolla var frumsýnd og, að sögn Lofts Ágústssonar, forstöðu- manns aukahlutadeildarinnar, eru það um 20% kaupenda sem bæta slíkum „pökkum“ við þegar þeir kaupa nýjan bíl. Toyota Yaris Helstu tölur: Lengd: 3.610 mm. Breidd: 1.660 mm. Hæð: 1.500 mm. Hjólahaf: 2.370 mm. Innanrými, 1/br/h: 1.800/1.380/1.265 mm. Farangursrými: 205 til 305 lítr- ar. Eigin þyngd: 820 til 940 kg. Vél: 4ra strokka, 998 cc, 68 hö. v/6.000 sn. Snúningsvægi 90 Nm v/4100 sn. Drifrás: Framhjóladrifinn, fimm gíra. Val um sjálfvirka kúplingu. Fjöðrun: MacPherson gorma- fjöörun framan, gormar aftan. Stýri: Tannstangarstýri. Hemlar: Diskar framan, skálar aftan. Hjól: 175/65R14. Verð: 3ja hurða Terra, kr. 998.000. Umboð: P.Samúelsson, Kópa- vogi. Svona til gamans má geta þess að á aukahlutalista er að flnna „reyk- ingapakka", sem er öskubakki og kveikjari, en slíkt er ekki að flnna í staðalgerð Yaris. „Vegabréf" Nýjung hjá Toyotaumboðinu er að kaupendur Yaris fá nú „vegabréf* með bílnum. Vegabréflð er mappa með öllum helstu upplýsingum um bílinn. Þar er að flnna lítinn bækling á íslensku um öll helstu atriði varð- andi bílinn, sett fram á mjög mynd- rænan hátt. Þar er einnig þjónustu- bók, nafnspjöld sölmnanns og þjón- ustufulltrúa. Þegar kaupandinn hef- ur gengið frá kaupumun fær hann strax þetta vegabréf með sér heim og getur skoðað það í ró og næði áður en hann fær bílinn afhentan og er þá mun betur í stakk búinn að hlusta á sölumanninn þegar hann útskýrir hin ýmsu atriði er varða bílinn um leið og hann er afhentur. Að sögn Skúla Skúlasonar sölustjóra er stefnt að því að slík vegabréf verði einnig afhent með öðrum gerðum Toyota í framtíðinni. Free-tronic Yaris verður ekki fáanlegur sjálf- skiptur með þessari litlu 1,0 lítra vél en verður á hinn bóginn í boði með sjálfvirkri kúplingu, free-tronic. Þessi kúpling er í raun sú sama og I venjulega bílnum en er komin með skynjara sem skynja snúningshraða vélarinnar, hreyfingu á girstöng, bensíngjöf og bremsu. Þegar sett er í gang þarf bíllinn að vera í hlutlausu en vökvadæla dælir strax upp þrýstingi og sjálfvirknin fer að virka. Hún á að auðvelda að leggja í þröng stæði og taka af stað í brekku. Góð fjöðrun og hljóðlátur í framhaldi af kynningrmni í vik- unni var farið í stuttan reynsluakst- im. Fyrstu viðbrögð, auk góðs innan- rýmis og mælaborðs, er hve bíflinn er hljóðlátur í venjulegum akstri á malbiki. Það brá hins vegar til hins verra þegar ekið var út á mölina því gróf vetrardekkin gripu smásteinana Skemmtileg hönnun og öðruvísi form gera það að verkum að Yaris hefur sinn eigin stíl, án þess að vera um of ögrandi. TRIDONtt Bílavarahlutir d PROmetall T Htllukerfi — eötgH Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur Vershm „i6l„wr Vatnshosur Hosuklemmur Tímareimar Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensíndæiur Topa vökvafleygar Bensínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Þurrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutir -faftn Bílaperur Olíusíur Vinnuvélar DrifliOir varahlutir ...í miklu únvali Þjónustumiðstöð í borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.