Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV 46 bílar * ■ - —.......................— - ..—■ ^ W X Kynningarakstur BMW 323 og 328 Ci coupá: Hestamenn þekkja einkenni vissra hestaætta og meta gæðinga sína samkvæmt þvi. Þeir sem með sama hætti mætti kalla bílamenn þykjast þekkja mismunandi gæð- ingstakta í hinum ýmsum bílaætt- um. Bílar frá Bayerische Motoren Werke - BMW - hafa að mínum dómi eitthvað alveg sérstakt sem gerir þá frábrugðna bílum annarra framleiðenda. Maður þykist stöku sinnum sjá eða finna vissar til- raunir sumra annarra til að nálgast BMW- einkennin og er það vel því bæversku mótorverk- smiðjumar hafa náð langt í fram- leiðslu á sín- um bílum - sem hafa öku- hæfni í sér- flokki - öku- hæfni og öku- gleði er al- mennt séð innbyggð í BMW. Um þessar mundir er BMW að kynna nýjan coupé - kúpubak - af þrjúlínunni sem kemur í kjölfar nýja 3-línu fólksbílsins sem kynnt- ur var fyrir ári eða svo. Þetta er vitaskuld um margt sami bíllinn en þó að breyttu breytanda: Coupé- útgáfan er 17 mm lengri, 18 mm breiðari og 46 mm lægri en hefð- bundna fólksbílsútgáfan og um leið mun rúmbetri að innan en fyr- irrennarinn, kúpubakurinn af 3- línunni sem við höfum þekkt síð- an 1992. Það er ekki að ófyrirsynju að coupé-bíllinn er tekinn fyrir næst á eftir hefðbundna stallbaknum. Þau tæpu sjö ár sem eldri 3-línu kúpubakurinn hefur verið á mark- aðnum hafa selst af honum rúm- lega 470 þúsund bílar sem gerir um 18% af heildarsölu 3-línunnar á sama tíma. BMW hefur líka langa hefð í framleiðslu coupé í þessum flokki, eða allt frá 1966. Þar sem nýi coupé-bíllinn var kynntur bíla- blaðamönnum í Marbella á Spáni fyrir fáum vikum var einmitt sýndur bíll af þessari fyrstu kyn- slóð kúpubaka til þess að undir- strika hve mjög bíiar hafa breyst á þeim aldarþriðjungi sem BMW kúpubakar hafa haldið velli. 118 til 193 hestöfl Eins og 3-línan almennt verður kúpubakurinn í boði með val um fjórar vélar, eina 4 strokka og þrjár sex strokka. Fyrst um sinn verða tvær sex strokka fjölventla- vélar í boði, 2,5 litra (BMW 323 Ci coupé) og 2,8 litra (BMW 328 Ci coupé). Sú minni skilar 170 hö. v. 5500 sn. mín. og 245 Nm í snún- ingsvægi við 3500 sn. min. en sú stærri gefur 193 hö. og 280 Nm við sömu sn. mín. Síðar kemur 2 lítra vél, 150 ha., og loks 4 strokka vél- in, 1,9 lítra, 118 ha. Af þessu má sjá að bílunum er ekki afls vant, síst með hliðsjón af því að eigin þyngd þeirra tveggja öflugustu er á bilinu 1370 til 1395 kg. Hröðunartölur þeirra eru ann- ars vegar 8,0 en hins vegar 7,0 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. en há- markshraði 233 og 242 km/klst. Ökuleiðin sem mælt var með og útlistuð á korti sem fylgdi bílun- um í kynningarakstrinum lá frá Marbella upp í fjöllin til borgar- innar Ronda og síðan niður undir ströndina aftur, langleiðina suður undir Gíbraltar og þá aftur til baka til Marbella. Okkur gafst ráð- rúm til að fara allan þennan hring á 323 Ci handskiptum en aðeins upp til Ronda og aftur til baka á 328 Ci, líka handskiptum. Sú leið liggur hátt upp í fjöllin og er mjög krókótt; hámálabeygjur og rúm- lega það skiptast á við mýkri beygjur sem minna á stórsvig skíðamanna. Þetta er afar skemmtileg öku- leið, ekki síst á bíl eins og BMW coupé þar sem saman fer nógur kraftur, veggrip eins og best gerist og læsivarðir hemlar sem drepa niður hraða á augabragði eða halda við án þess að votti fyrir að Hurðarúðurnar eru ekki með ramma utan um sig en renna upp í gúmmífals þegar dyrunum er lokað. Hægt er að renna rúðunum upp eða niður utan frá með fjarstýringu samlæsingarinnar. Aukaljós Gæðavottuð ISO 9002 og uE”-merkt Ön road NS 860 Settið kr. 12.350 Fiskiauga NS 98 Settiðkr. 11.980 Selfossi - Fax 482 2996 Útsölustaðir: Fjallasport, Malarhöfða 2a. Stilling, Skeifunni. Bflahornið, Hafnarfírði. Lágar og rennilegar línur sportbílsins einkenna coupé-bílana frá BMW. DV-myndir SHH 7. ■—P: ■ - -■<&#*£**** Það er ekki aðeins akstursöryggið sem hugsað er um í BMW coupé heldur líka árekstursöryggið. Bíllinn er með 8 líknarbelgi. þær dofhi (fading) ef á þarf að halda. Biilinn er eins og hugur manns í stýri og hægt að halda mikilli ferð þó að vegurinn sé með þeim hætti sem hér er að framan lýst - það er að segja þegar önnur umferð, þctr með taldir grjót- flutninga- og steypubílar, leyfir. Framúrtökiu- verða skilj- anlega ekki hvar sem er á svona vegum, einna frekast í vinstri beygjum þar sem heldur lengra sér til annarr- ar umferðar, svo og þegar hugulsamir trukkabílstjórar sem sitja hærra og sjá lengra til gefa merki um að öllu sé óhætt. Og þá er ekki afslagur að eiga ónotuð hestöfl undir húddinu - millihröðun 80-120 km/klst. gerist á 8,4 sek. með minni vélinni en 7,5 með þeirri öflugri. Margvíslegur búnaður fyrir akstursöryggið Það er ekki aðeins byggingarlag BMW kúpubaksins, fjöðrun og annað þvilíkt sem gerir hann svo Hér er hugsað fyrir öllu niður í minnstu smáatriði: ofan á útispegl- unum eru rifflur sem eiga að draga úr vindhljóði. Framsætið rennur vel fram og hefur „minni“ þannig að það fellur aftur í sína fyrri stillingu þegar sætisbakið er rétt upp. klettstöðugan á vegi sem raun ber vitni. Margvislegur búnaður í bílnum eykur enn akstursöryggi hans. Dæmi: CBC-bremsustýring í beygjum sem tryggir að ekki vott- ar fyrir minnstu læsingu þó heml- að sé harkalega í beygju en jafnvel örlítil læsing við þær aðstæður gæti valdið yfirstýringu þannig að bíllinn snerist. Þessu til viðbótar er ASC+T, rafeindastýrð spólvörn og stöðugleikastýring með sam- hæfðu EDFC, en það táknar að hemlunarkraftur vélarinnar út í hjólin lætur ekki til sín taka ef það þýddi hættu á að bíllinn skrikaði til af þeim sökum. Þrátt fyrir nokkurn hraðbraut- arkafla á Spáni var ekki tækifæri til að láta þessa gæðinga virkilega spretta úr spori þó að við íslend- ingarnir, sem og starfssystkini okkar frá öðrum löndum, freistuð- umst til að renna okkur upp í all- væna þriggja stafa tölu á venjuleg- an mælikvarða. En það er svo merkilegt með svona aflmikla bOa, Skottið er aðeins minna en á fólks- bí) 3-línunnar, þó ekki verulega: munurinn er 30 lítrar. tvo í aftursæti - þrír geta látið sér lynda að vera þar einhverja ekki of langa leið. Hvenær kemur svo nýi BMW coupé til íslands? Samkvæmt upp- lýsingum BMW-umboðsins, B&L, standa vonir tU að fyrstu bUamir komi hingað í vor, líklega í maí. 323-bíllinn kostar þá 3.450.000 en 328 kemur upp á 4,3 milljónir. Hvort tveggja er miðað við hand- skiptingu en með steptronic sjáif- skiptingu (valskiptingu, sem hægt er að nota sem sjálfskiptingu eða handstýrða sjálfskiptingu eftir vUd) hækkar verðið um 160 þús- und á hvomm bU. -SHH sem bjóða mikla ökuhæfni, við- bragð og orku, að það þarf ekki að aka þeim hratt til þess að njóta þeirrar ökugleði sem þeir gefa (þó vissulega sé gaman að grípa til þess þegar færi gefst!). Þó fá megi hefðbundinn 4 dyra 3-línu fólksbU með sams konar vél- um og búnaði og coupé-bUinn er ekki að efa að einhverjir sportlega sinnaðir íslendingar munu leyfa sér þann munað sem það er að ferðast á svona bU. Vissulega er tveggja hurða bíll óþægUegri í um- gengni en fjögurra hurða ef fleiri en tveir feröast saman svo heitið geti. En það er minna óþægilegt að fara í og úr aftursæti á BMW coupé en mörgum öðrum tveggja hurða bílum og það fer dável um Undir stýri liggur allt svo vel viö sem best verður á kosið. Armhvílur innan á hurðum og milli sæta auka enn á þægindin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.