Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 6
44 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Renault hleypur undir bagga með Nissan: Nissan leitar að sjálfsögðu leiða til að ná landi í fjármálum sínum og veðjar þar meðal annars á fjölnotabíl í minni miilistærðarflokki, að fyrirmynd Renaults sem sló í gegn með Scénic-bíl sínum. Þessi bfll er byggður á nýrri grunnplötu Almera og heitir Almera Tino. Hann er nú sýndur í Genf sem frumgerð, einn af fjórum nýjum bflum á Almeragrunni sem Nissan hyggst setja á Evrópumarkað á næsta ári. Þetta er fimm sæta bfll og hægt að renna aftursætunum til, fella þau niður eða taka þau úr ef vill. Renault Mégane Break er til sýnis á alþjóðlegu bíla- sýningunni í Genf, yngsta afkvæmið f Mégane-fjöl- skyldunni. Break er heiti Renaults á langbaksbílum og þessi er framleiddur í verksmiðjum Renaults í Grikklandi. Tækifæri á heims- mælikvarða máli um að Renault hafl ekki getað látið þetta tækifæri fram hjá sér fara til þess að færa verulega út kví- amar á heimsmælikvarða og hasla sér völl á Asíumarkaði sérstaklega. Edgar J. Faler hjá Old Discount Corp. segir að kaupin geti þýtt nýja lífdaga fyrir Nissan. „Báðir aðilar þurfa að yfirstíga mikla örðugleika í þessu samhengi,“ er haft eftir Faler. Franska rikið á verulegan hlut í Renault og japanska ríkisstjómin hef- ur lýst yfir vilja sínum til að liðka fyrir þessum kaup- um. Þetta eru líflegir timar í bílabransanum.“ Heimild- ir: CNN, ANE o.fl. Renault tekur Nissan í tog - Renault býður Nissan í bíltúr. Eitt- hvað á þessa leið vom fyrirsagnir og upphrópanir erlendra fjölmiðla síðastliðinn miðvikudag þegar ljóst var að samkomulag hafði náðst milli japanska bílaframleiðandans Nissan og frönsku Renault-verk- smiðjanna um að þær síðarnefndu keyptu 35% hlut í Nissan, næst- stærsta bílaframleiðanda Japans. Áður höfðu lengi verið í gangi umleitanir milli Nissan og Daimler Chrysler um að DC keypti Nissan eða kæmi inn í reksturinn með ein- hverjum hætti. Fólksbíladeild Niss- an er skuldum vafrn en Daimler Chrysler hefur lýst því yfir að það fyrirtæki ætli inn á Asíumarkað með framleiðslu, líklega í Japan, innan fárra ára. Hefði samkomulag náðst um að bæta Nissan í hattinn hefði það flýtt stórlega fyrir DC að komast inn í Asíuframleiðsluna. Þegar til kom þótti þó ekki fýsi- legt að byrja með skuldabagga Niss- an á bakinu og DC sleit viðræðun- um. Renault hafði allan tímann fylgst vel með málunum og var reyndar kominn í viðræðurnar áður en þær komust á flugstig með DC. Þær voru síðan teknar upp að nýju og niðurstaðan varö fyrrgreind kaup Renaults á 35% hlut í Nissan. Þessi samningur er, að sögn er- lendra fréttastofa, jafngildi 5,3 millj- arða dollara. Samkvæmt japönskum lögum hef- ur hluthafi, sem á 33,4 til 50% hlut í fyrirtæki, neitunarvald gagnvart þeim ákvörðunum hlutafélagsins sem hann sættir sig ekki við. Hann er hins vegar ekki ábyrgur fyrir „fjármálalegt svarthol“ - tapað jafnt og þétt sex af síðustu sjö árum. Jafn- an hafi þess verið vænst að hagur- inn vænkaðist næsta ár en það hef- ur ekki gengið eftir. Aftur á móti gæti Renault verið í góðum málum ef efnahagur Asíuríkjanna batnaði á næstunni. Menn eru aftur á móti á einu skuldum þess nema að því marki sem hann á hlut í félaginu. í yfirlýsingu frá Renault, sem gef- þungan bagga sem ekki muni léttast alveg á næstunni. Renault sýnir Avantime í Genf, lúx- us-“microvan“, eins og hann er kall- aður, eða smásnattara, byggðan á grunnplötu og gangverki fjölnota- metsölubílsins Espace (frb. Espa- as), með tvær breiðar hurðir og fjóra stóra stóla. - Matra, lengi sam- starfsaðili Renault, mun smíða bfl- inn f Romorantin í Frakklandi og áætlað er að setja hann á markað vorið 2000. Renault áætlar að fram- ieiða 60-80 þúsund eintök af Avantime næstu sex ár en bíllinn sameinar að nokkru kosti stórrar lúxusdrossíu og lítils sendibíls. var í höfn, segir að „Renault sé sannfærður um ágæti slíkra tengsla milli Renaults og Nissan". Vestrænir sérfræðingar telja að Renault hafi með þessu tekið á sig Ein vál að framan og önnur að aftan: A-Benz með 250 hestöfl Mercedes Benz er ekkert að láta deigan síga með A-bílinn sinn og sýnir skemmti- lega útfærslu af honum á bíla- sýningunni í Genf. Þessi út- gáfa heitir A190 Twin og skír- skotar til þess að hann er með tvær vélar, aðra frammi í en hina aftur í. Hvor vél- in um sig er 1,9 lítra og skilar samtals 250 hest- öflmn á öll fjög- ur hjólin. Snún- ingsvægi er sam- tals 360 Nm sem er sambærilegt við stórar V8 vélar. Með sameigin- legu átaki spyrna þessar tvær vélar litla A-Benzinum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á aðeins 5,7 sekúndum. Hámarkshraði er 230 km/klst. Vélasamstæðunni fylgir sjálfvirk kúpling sem er nauðsynleg til að samhæfa átak vélanna, en fyrir bragðið er sjálfvirk kúpling líka fá- anleg í „venjulegum" A-Benzum. Ekki er nauðsynlegt að nota báðar vélamar stöðugt. Með einum hnappi getur ökumaður drepið á aftari vél- inni og þá hagar bíllinn sér eins og hefðbundinn bíll. Þetta þýöir að þó að bílstjórinn hafi á valdi sínu að beita A190 Twin eins og sportbíl þegar það á við, með alla þessa orku til ráðstöfunar, eru eyðslutölur á þessum bíl ekki nema 8,5 til 12,6 1 pr. 100 km. Þó A190 Twinn sé 150 kílóum þyngri en hefð- bundinn A-Benz benda forsvars- menn Benz á að þetta sé mun létt- ari búnaður en V8 með aldrifi og sambærilegri hröðun. Léttur getur þó A190 Twin tæpast talist, því auk fyrrgreindra 150 kg í aukavél og drifbúnaði eru 100 kg í viðbót umfram hefðbundinn A-bíl í nauðsynlegum breytingum á undirvagni, svo og í þægindum í far- þegarými. Nú kynni einhver að halda að vél- in aftur í tæki rými frá bílnrnn, sem hann má raunar síst við. Því er til að svara að það er í raun afar lítið, gólf- ið í farangursrýminu yfir „auka“- vélinni er aðeins lítið eitt hærra en í hefðbundna bílnum. -SHH A190 Twin lítur út eins og hver ann- ar A-Benz - en reyndu ekki að bjóða honum í spyrnu! Jack Nasser, aðalforstjóri Ford, sem hér er lengst til vinstri, og Leif Johansson, aðalforstjóri fólksbíladeildar Volvo, handsala hér samband fyrirtækjanna formlega eftir að hluthafafundur samþykkti kaupin. Á miili þeirra stendur Hak- an Frissinger, stjórnarformaður Volvo. Símamyndir Reuter Sambandið handsalað - Ford hættir að kaupa í bili? Jack Nasser, aðal- stjómandi Ford, sagði Ford ekki vera á höttun- um eftir fleiri fyrirtækj- um í bíliðninni nú þeg- ar kaupin á fólksbíla- deild Volvo væru frá- gengin. Hluthafafundur í Volvo samþykkti söl- una til Ford 8. mars sið- astliðinn. Með kaupunum á fólksbíladeild Volvo má segja að innkaupakarf- an hjá Ford sé orðin full. Áður var búið að kaupa ýmis fyrirtæki og þar ber hæst Jaguar sem frumsýndi nýjan glæsibíl fyrr í vetur. Volvo C70 með 2,5 lítra, 20 ventla vél og með sjálfvirkan tuskutopp og leðurinnréttingu er aðaltromp Volvo á bfl- sýningunni í Genf þessa dagana. Aðaltromp Volvo á alþjóðlegu bílasýningimni í Genf þessa dagana er blæjugerð Volvo, C70, 2,5 lítra, 20 ventla. Þessi nýja gerð, C70, er með glæsilegri leðurinnréttingu og alger- lega sjálfvirkri opnun og lokun á blæjunni. Til að bæta um enn betur er bíll- inn með eitt fullkomnasta hljómkerfi sem fáanlegt er á markaðnum og 10 hátöl- umm. S80 að koma Af Volvo hér heima á Is- landi er það helst að frétta að nýi, stóri glæsivagninn frá Volvo, S80, verður kynntur hér formlega í lok mánað- arins hjá Brimborg. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.