Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 3
3D'Vr LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 37 Sérstæðir mælar. Þrívíddin gerir það að verkum að þeir virðast vera langt inni í mælaborðinu. DV-myndir EÓI. og köstuðu undir botninn á bílnum þannig að úr varð of mikili hávaði. Fyrir fram hefði líka mátt ætla að svo lítil vél þyrfti að puða nokkuð með tilheyrandi hávaða en annað kom á dag- inn, vélin er hljóðlát og aflið kom verulega á óvart, 68 hest- öfl úr 998 cc vél. Vélin er búin tölvustýrðri opnun ventla, VVT-i (variable valve timing-intelligence), sem bæði gerir hana snarpari og eyðslugrennri, en eyðslan er sögð vera 5,6 lítrar á hundrað- ið í blönduðum akstri. Há- marksaflið, 68 hö., næst við 6.000 snúninga á mínútu og hámarkssnúningsvægið, 90 Nm, við 4.100 snúninga. Hröð- un frá 0 í 100 km er um það bil 12 sekúndur. Fjöðrunin kom einnig nokk- uð á óvart. Að framan er hefð- bundin MacPherson-gorma- fjöðrun sem stendur vel fyrir sínu en að aftan sjálfstæð gormafjöðrun á eltiörmum hönnuð var sérstaklega fyrir Yaris, bæði hvað varðar virkni og ekki síð- ur til að taka sem minnst pláss af innanrýminu. Verðið kemur á óvart Miðað við búnað kemur verðið nokkuð á óvart. 3ja hurða Yaris Terra kostar kr. 998.000 og 5 hurða kr. 1.048.000. Fimm hurða Sol-útgáf- an kostar kr. 1.178.000 og með Free- Hægt er að stækka farangursrýmið með því að renna aftursætinu fram um 15 sentí- metra. sem Vélin, aðeins 998 rúmsentímetrar, er skemmtilega spræk, enda eru toguð 68 hestöfl út úr þessari litlu vél. Tronic kostar fimm hurða Yaris Sol kr. 1.218.000. Það er því ljóst að Yaris kemur sterkur til leiks hvað varðar verð og biliö frá grunngerðinni Terra upp i Sol er ekki meira en svo að margir eiga eflaust eftir að láta eftir sér enn meiri búnað og taka Sol fram yfir Terra. í Evrópu eiga bílar í þessum stærðarflokki um 25% af heildarsöl- unni og í sumum löndum, einkum í Suður-Evrópu, á þessi stærðarflokk- ur bila aUt að 52% af nýskrán- ingum fólksbíla. Hér á landi nem- ur þetta hlutfall um 12%. Þessi nýi Yar- is verður kynnt- ur formlega hér á landi núna um helgina, 20. og 21. mars, sam- tímis í Reykja- vík, á Akureyri og i Keflavík. -JR Það kemur verulega á óvart hve rúmgóður bíll Yaris er og nóg er af hirslum og hólfum. Þannig er Toyota Yaris Verso sýndur í Genf: sundurskorið sýningarmódel sem sýnir vélrænt hvernig breytileg sæta- skipan getur verið. Myndir: DV-bílar SHH Yaris Verso: Með minni fjölnotabílum en býsna notadrjúgur Toyota ætlar ekki að láta staðar numið við Yaris fólksbílinn heldur fylgir mjög i kjölfarið með litla fjöl- notabílinn Yaris Verso, sem kynntur er á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf um þessar mundir. Verso er með minni fjölnotabílum utan um sig, en eins og fólksbíllinn er hann fúrðan- lega stór innan og notadijúgur. Verso er lengri en fólksbíilinn, 3860 mm móti 3600, talsvert hærri eða 1715 mm móti 1500 mm, en þá eru toppbogar reiknaðir með. Hann er lítillega breiðari (30 mm) en hjólahafið er meira, 2500 mm móti 2370 mm. Hámarks flutningsrými í Yaris er 2,126 rúmmetrar. Verso er í rauninni fjögurra manna bíll. Að framan eru tveir stólar eins og tíðkast en aftur í aðr- ir tveir, báðir með armhvilum tO frekari þæginda. Þegar farþegcir eru í aftursætum geta þeir notað borð sem annars er fellt inn í bökin á sætunum fyrir framan þá. En þegar afturstólanna er ekki óskað eru þeir felldir niður og ganga þá ofan í gólf- ið þannig að flutningsgólf í bílnum verður alveg slétt. En þegar þarf að nota stólana aftur eru þeir í bílnum þar sem hann er þá staddur - ekki í geymslu heima í skúr! Óvirkt öryggi er ekki síðra í Ver- so heldur en fólksbílnum. Hann er meira að segja ekki bara með líkn- arbelgi að framan heldur einnig á hliðar og hann er með læsivarðar bremsur eins og fólksbíllinn. Yaris Verso er ekki síst ætlaður fyrir ungar fjölskyldur og þá sem fyrst og fremst þurfa á bíl í þéttbýli að halda, en jafnframt með góða aksturseiginleika og ökuhæfni til ferðalaga þegar svo ber undir. -SHH Toyota Yaris Verso virkar dálítið massívur séður á hlið eins og hér en byggingarlagið gerir að verkum að það er sér- lega gott að umgangast hann, hvort heldur er til flutnings á fólki eða farangri. General Motors: Bætir nýr Buick LeSabre stöðuna? Buick-deild General Motors i Bandaríkjunum hefiu- þurft að horfa upp á mikinn samdrátt í sölu á síðasta hálfum öðrum áratug því alls seldist meira en ein milljón bOa á árinu 1985 en innan við 400.000 árið 1998. Nú vona merrn á þeim bæ að afkomendur aðdáenda gömlu, góðu stóru lúxusvagnanna muni hópast að og kaupa nýjasta Buick- bílinn sem kynntur var á dögunum. Reiknað er með því að nýr Buick LeSabre, sem er af „stærri gerð- inni“, muni tvöfalda kaupendahóp- inn á næstmmi. Buick LeSabre. Símamynd Reuter ágæða álfelgur 13“-2D" fáanlegar ffá ARTEC, BORBET, T5W, KÖNIME o.fl. Mikld úrval aukahluta, t.d. petalasett. gírstangahnúðar, sportstýri, aukaljós u.fl. Támstundlahúsið Nethgl 2 -*4—j I 5Íml 5B7 DBDD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.