Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Qupperneq 8
□ □□
GSM
Hið rétta um Díönu:
„Ég leigi íbúð í Hafnarfirði og bý þar ein
með syni mínum, tveggja ára gullmola sem
ég sé ekki sólina fyrir. Ég var að kaupa mér
nýjan bíl. Ég vinn frá níu til fimm og er líka að út-
skrifast úr Ferðamálaskólanum í Kópavogi í vor, þar
sem ég hef verið í kvöldnámi. Ég er þrjósk og ákveðin
og fólk veður ekki yfir mig, ekki lengur alla vega. Ég
var mjög ósjálfstæð þegar ég var yngri en lærði það
þegar ég var Au Pair í Bandaríkjunum að maður get-
ur ekki alltaf verið að gera það sem aðrir ætlast til af
manni, þá verður maður óhamingjusamur. Ég fer
stundum út að skemmta mér og þá yfirleitt á Skugga-
barinn, Glaumbar, Þjóðleikhúskjallarann eða Astró.
Mér finnst samt líka voða gott að vera heima á kvöld-
in, við kertaljós og horfa á sjónvarp eða lesa í bók.
Einveran er stundum góð, en það er líka gott að fara
út að borða með góðum vinum. Mig langar til að fara
í Háskólann ef fjárhagsaðstæður leyfa, enda ætla ég
mér að ná langt í lífmu.“
Bjarnadóttir
dagskrárgerðarmaður
á FM957
H: Halló!
F: Hæ.
H: Já, hæ.
F: Þetta er héma á Fókusi.
H: Já. Hvað segið þið gott?
F: Bara. Hvar ertu?
H: Ég er stödd inni á skrifstofunni
minni og er að borða popp.
F: Vá. Ertu með skrifstofu?
H: Já. Ég deili hérna skrifstofu með
Kidda Bigfoot og Arnþóri Sævars-
syni.
(Arnar þessi kallar fram i að hann
vilji láta kalla sig Adda.)
H: Hann vill láta kalla sig Adda.
F: Það eru læti í kringum þig.
H: Það eru framkvæmdir í gangi.
Iðnaðarmenn að hamast héma
frammi.
F: Hvað á að gera í kvöld?
H: Ætli ég byrji ekki á að fara heim
og svo ætla ég að hitta Fíns miðils
fólkið sem var með mér á árshátíð í
London fyrir nokkrum helgum. Við
ætlum að rifja upp hvaö gerðist og
djamma aðeins.
F: Ertu að segja að þú munir ekki
neitt eftir árshátíðinni?
H: Nei. Ég man allt. Er þessi leiðin-
lega týpa sem rifjar upp alla
skandalana fyrir hinum.
F: Og þið stelpurnar takið líka
alltaf myndir. Það er allavega alveg
týpískt fyrir stelpur að taka myndir
á árshátíðum.
H: Nei. Ég tók ekki myndir og ég
held að það séu ekki margar mynd-
ir til frá London.
F: En hvað um þessa Tvíhöfða-
drengi, voru þeir á árshátíðinni?
H: Jú. Þeirra innlegg er einmitt eitt
af því sem við munum rifja upp.
F: Höguðu glæpahundamir sér illa?
H: Ég segi ekkert um það annað en
að það var enginn saklaus úti í
London.
F: Já. Heyrðu? Ég þarf að fara að
vinna.
H: Ég bið að heilsa.
F: Hafðu það gott um helgina.
H: Ókei. Segjum það, bæ.
Eða erum við eitthvað allt annað en útlitið gefur til kynna?
Hver erum við þá í raun og veru? Erum við það sem aðrir
sem þeir þekktu ekki neitt, og reyna að áætla út frá útliti
Kiddi Bigfoot. Robbie Williams.
Hvað fær menn til að ganga með gul sólgleraugu? Það fyrsta sem fólki
detturí hug er meðferð. Sukkarinn vill vera svalur en er samt of stoltur af
óblóöhlaupnum augunum til aö vera með svört sólgleraugu. En þótt þetta
sé gáfuleg kenning þá er hún tóm steypa. Eins og flest sem hljómar gáfu-
lega. Hið rétta er að gulu sólgleraugun liggja djúpt í genunum - hlekkjuð i
genakeðjunni við genin sem búa til ábúðarfull enni, þungar brýr, saman-
bitna munna og svipi sem segja fólki að nokkuð þurfi til að skemmta þeim
sem ber þá. Gulu sólgleraugun eiga rætur sínar í genauppbyggingu Kidda
Bigfoot og Robbie Willams. Og þar má líka finna löngunina til að vera
kallaður vinalegum gælunöfnum. Robbie er ekki Robert og Kiddi ekki
Kristján. Það eru allt aðrir menn með allt aðra genauppbyggingu.
Hvað segja
sjátfar
sig?
Lítum við
sjá eða það sem við teljum sjálf að við séum?
Fókus fékk þrjá menn til að skoða myndir af fimm konum,
þeirra hvaða mann þær hefðu að geyma.
9
u
út fyrir að
vera það
„Nýútskrifuð úr Háskólanum, var þar í
íslenskunámi. Er að leita sér að vinnu og
horfir mest til kennarastarfsins. Hún er 26
ára, trúlofuð og á eitt barn. Þetta er mjög
frek og ákveðin stelpa, sem borðar mikið af græn-
meti og drekkur bara vatn, fær sér aldrei kók, en í
undantekningartilvikum lætur hún freistast og fær
sér dæetkók. Hún er heilsufrík og fer í Þokkabót
tvisvar í viku. Hún vill ekki að aðrir stjómi sér og
það veður enginn yfir hana. Hún býr í vesturbæn-
um og fer oft í leikhús. Þegar hún fer út á lífið
kíkir hún á Rex fyrri hluta kvölds en færir sig svo
yfir á Astró þegar líður á kvöldið. Hún fílar Bon
Jovi og Bryan Adams og einu sinni elskaði hún
Michael Bolton. Henni finnst hann útbranninn
núna. Hún er að hugsa um að fara og sjá Richard
Clayderman þegar hann kemur hingað til íslands."
„Þessi er 25 ára, klár stelpa sem starfar
einhvers staðar á heilbrigðissviðinu. Annað-
hvort sem hjúkrunarkona, lyfiafræðingur eða
að læra til læknis. Hún á kærasta sem er lög-
fræðingur og vinnur sem slíkur. Þau eru nýbúin að
kaupa sér íbúð i Bústaða- eöa Háaleitishverfinu.
Saman eiga þau líka einn bærilegan bil. Þetta er
frekar venjulegt fólk sem á slæðing af vinum sem
þau djamma öðru hverju með. Þau munu eign'ast tvö
eða þrjú böm, en eiga ekkert enn. Hún ólst upp í ein-
hverju nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur, Hafnar-
firði eða Garðabæ. Henni finnst Richard Clayderman
góður og hún fer trúlega á tónleikana með honum.“
sem viö erum?
Hinrik Auðunsson
29 ára verslunarstjóri í söluturninum
Svarta svaninum.
Svar
Björn Hildir Reynisson
22 ára afgreiðslumaður í Japis
| Einar Öm Ólafsson
26 ára sérfræðingur hjá FBA.
Díana Hilmarsdóttir, 22 ára ritari á fasteigna-
sölu. Einstæð móðir með eitt barn.
„Hún gæti heitið Guðrún, þessi. Ég
giska á að hún sé 27 eða 28 ára, búin
með stúdentinn og vinni á skrifstofu frá
níu til fimm. Þar sem hún er gift og búin
að koma sér upp fiölskyldu, jafnvel tVeimur til
þremur bömum á aldrinum 3ja til 6 ára, þarf
hún að vinna aukavinnu á kvöldin. Hana
dreymir um að verða forstjóri í fyrirtæki einn
daginn. Hún býr í eigin íbúð og keyrir um á
gömlum bíl. Þetta er mjög ákveðin stelpa en
hún getur ekki framkvæmt allt sem hún vill,
af því að hún hefur svo lítinn tima. Hún er
blíð innst inni en hefur ekki tíma til að sýna
það. Ég held að hún sé heima hjá sér öll kvöld
að horfa á sjónvarpið og sinna börnunum.
Kemst ekki oft á djammið, hefur ekki tíma og
er þreytt."
f ó k u s
9. apríl 1999
8