Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Side 9
„Eg giska á að hún sé 27 ára,
! einstæð móðir með eitt barn.
' Hún kemur utan af landi og er
ómenntuð, hætti eftir grunnskól-
ann. Sennilega vinnur hún í fiski í
dag. Hún reykir mikið og er á djamm-
inu allar helgar, en er ekki mikið að
veiða karlmenn. Aðallega að skemmta
sjálfri sér. Hún á sinn eigin bíl og leig-
ir íbúð með vinkonu sinni. Hún er
ekki búin að móta neina framtíðar-
stefnu, en er mjög ákveðin, jaðrar við
i að vera frekja."
„Þessi er húsmóðir. Þriggja
i barna móðir, gift trésmiði. Hann er
búinn að byggja handa þeim
jf þræiflnt hús í Lindarhverfinu í
Kópavogi. Á morgnana ber hún út
póstinn en er annars heimavinnandi. Hún
hlustar mikið á Diddú og fer oft í sund með
bömin. Þá þykir henni yndislegt að fara í
sumarbústaðinn sinn í Þrastarskógi á sumr-
in. Maðurinn hennar byggði hann einmitt
líka. Þessi kona er að nálgast fertugsaldur-
inn og líf hennar snýst um börnin. Það elsta
er fimmtán ára stelpa, þannig að hún er að
díla við ungling núna og það tekur soldið á.
Hún á fáa vini en góða og er í daglegu sam-
bandi við bestu vinkonu sína. í þessi örfáu
skipti sem hún fer út, fer hún á Kaffi
Reykjavík og fllar það í tætlur.“
Margrét Ossurardóttir, 33 ára matreiðslumeist-
ari. Ógift og barnlaus.
|!
„Það er augljóst að hún er
utan af landi. Hún er hins vegar
búin að eiga heima í bænum í
nokkur ár. Hún er tæplega þrítug
og á kærasta sem gæti verið hver sem er.
Þau era barnlaus og eiga sér eitthvað
sameiginlegt útivistaráhugamál, gætu til
dæmis verið hesta- eða fjallgöngufólk.
Hún vinnur á skrifstofu á einhverjum fjöl-
miðli, fílar soldið fjölmiðlana og fylgist
vel með fréttum. Hún er með stúdents-
próf. Skötuhjúin búa í Breiðholti í
blokkaríbúð og eiga einn bíl saman. Vinir
þeirra koma úr útivistaráhugamálinu sem
er mjög ríkjandi í lífi þeirra allra.“
Hið rétta um Margréti:
i „Sambýlisfólk mitt era nú
bara rykmaurarnir heima hjá
mér. Ég leigi ibúð í Hlíðunum og
keyri um á mínum eigin bíl, litlum hvít-
um Daihatsu. Ég á marga vini en er
vinnusjúklingur og hef því heldur lítinn
tima fyrir vinina. Útivera er sérstakt
áhugamál hjá mér og þá helst uppi á fjöll-
um. Mér finnst líka gott að vera i góðra
vina hópi. Ég er í góðri stöðu og er ánægð
með það sem ég þéna. Ég er glaðvær,
hress og ákveðin kona, en tel mig jafn-
framt vera sanngjama. Þegar ég fer út að
skemmta mér, fer ég á Sólon íslandus, La
Café eða Kaffi Reykjavík, sem sumir kalla
Kaffi klamydíu eða Aktu taktu. Ég les líka
mikið og þá helst spennusögur."
Kolbrún Anna Jónsdóttir, 35 ára flugfreyja og
verslunareigandi. Gift og tveggja barna móðir.
Hið rétta um
Kolbrúnu:
„Ætli ég sé ekki meðal-
mennskan uppmáluð, því miður.
Ég er öðravísi en fólk heldur og virka
oft yngri en ég er. Ég fer mikið til út-
landa og ætla til dæmis til New York um
helgina. I maí fer ég svo til Spánar. Ég
er alltaf á ferðinni og á erfitt með að
vera kyrr. Er haldin einhverri þörf fyrir
flæking. Mér finnst draslmatur og allt
sem er óhollt gott. Allt sem er hollt
finnst mér vont. Samt er ég ekki feit. Ég
vil annast börnin mín vel en annars fer
ekki mikið fyrir umönnunarþörf hjá
mér. Ég bý í vesturbænum og er ekki
glysgjörn en nota þessa skartgripi sem
ég á. Mér finnst ég eiga allt of fá áhuga-
mál og frítíminn er heldur lítill. Ég er
ákveðin og kemst þangað sem ég vil.“
„Mig grunar að þessi sé barn-
I laus og óbundin. Sennnilega er
' hún 22 ára nemi í Myndlista- og
handíðaskólanum. Hún er lista-
mannatýpa. Sækir kaffihúsin mikið,
leigir íbúð í miðbænum og til að fram-
fleyta sér vinnur hún aukavinnu tvö
kvöld í viku, líklega á kaffihúsi. Hún á
ekki bíl og er frekar óákveðin, flýtur með
straumnum. Hún er svolítil, já“mann-
eskja sem breytir aldrei tillögum sem eru
bornar upp. Það er örugglega mikið af
fólki í kringum hana, stór vinahópur, og
j hún á eina eldri systur." ,
„Þessi kona er 26 ára.
' Hún er í skóla og er lík-
lega að læra hjúkrun. Hún
er ógift og barnlaus, býr í for-
eldrahúsum og er bíllaus. Hún er
lítið í félagsmálum en á fastan
vinahóp, svona sterkan kjama.
Gæti heitið Bima. Þetta er skap-
góð og blíð stelpa, ekki mjög rót-
tæk og fylgir oftast straumnum."
„Hún á pottþétt fyrirtæki/ lik-
j lega heildverslun og rekur það
_ sjálf með bóndanum. Saman
'jjr eiga þau tvö böm og búa úti á
Seltjarnarnesi í flottu húsi með
heitum potti og notalegheitum í garðin-
um. Hún elskar skartgripi og er alltaf
snyrtileg til fara. Henni finnst slæmt
hvað hún á lítinn fritíma. Helst vildi hún
geta eytt fleiri stundum með börmmum
en fyrirtækið tekur sinn tíma. Til að
bæta upp glataðan tima með bömunum
ætlar hún með fjölskyldunni til Portúgal
þann 25. júní. Annars reynir hún að kom-
ast á skíði um helgar. Hún er í sauma-
klúbbi og hefur gaman af því að tala. Hún
er ákveðinn karakter sem gefur fólki orð
í eyra ef það gerir ekki það sem hún vill.
Hún er 35 ára og gæti heitið Kristín.“
J „Þessi er rúmlega þrí-
'g tug, svona 33, en maður-
'f inn hennar er aðeins
eldri. Vinnur í einhvers
1 konar markaðsdæmi. Gift en bam-
laus, soldið framkoma. Hún býr í
Grafarvogi, annaðhvort í einbýlis-
húsi eða raðhúsi, ákveðin týpa.
Hún er ágætlega stæð og hann er
á jeppa en hún á minni bíl. Soldið
snobbuð. Skemmtir sér talsvert,
fer soldið með vinunum, enda
barnlaus, fara soldið til útlanda,
skoða heiminn. Hún telur sig hafa
góðan matar- og vínsmekk.“
Hið rétta um Arndísi:
„Ég er svona frekar róleg
manngerð sem bý með manni
mínum og tveimur sonum í falleg-
asta bæ landsins, Hafnarfirði. Ég
myndi aldrei vilja búa í Breiðholti,
Smára- eða Lindahverfi. Ég er ekki þessi
úthverfatýpa. Ég bý reyndar í hálfgerðu
úthverfi núna og þjáist fyrir það. Ég fer
allt of sjaldan út að skemmta mér en fjöl-
skyldan kemur í staðinn. í þessi örfáu
skipti sem ég dríf mig út á lífið þá enda
ég alltaf á Grand Rokk. Mér er meinilla
við ketti en ég gæti vel hugsað mér að
eiga hund. Af umhverfisástæðum á ég
ekki bíl. Það er hugsjón að eiga ekki bil.“
„Þetta er listakona sem
f elskar Sólon íslandus.
Henni þykir rammt rauð-
vín gott og hún skrifar ljóð í
frístundum sínum. Líklega er
hún 28 ára og á eitt barn. Hún er
einstæð og leigir í vesturbænum.
Hún vinnur á leikskóla, er glað-
lynd og hlær mikið. Nick Cave er
í uppáhaldi en hún þolir ekki
Toni Braxton og graðhestarokk.
Þessi kona er ekki frek og hún á
fáa en góða vini. Mér finnst eins
og hún hafi lært á selló þegar
hún var yngri.“
„Þessi er í heimspekideild
Háskólans. Hún er 25 ára og
barnlaus en á kærasta sem hefur
lokið háskólanámi og vinnur fyrir
þeim. Þau leigja í miðbænum, Norður-
j mýrinni eða Hlíðunum. Það er eitthvað
f við þessa stelpu, hún er svona fingerð
týpa og það er smálistaspíra í henni.
Framtíðarsýn hennar er ekki mjög mót-
uð frekar en hjá flestum á hennar aldri.
Hún djammar mikið og fer soldið á
kaffihúsin, þau sem eru í efri hluta
miðbæjarins, eins og Kaffibarinn, 22 og
Vegamót, en fer aldrei á Astró og
Skuggabar. Hún keyrir um á druslu."
Hið rétta um Hönnu:
„Ég fer ekki mikið út á lífið
og hlusta eiginlega mest á klass-
íska tónlist. Ég lærði á fiðlu þegar
ég var yngri. Ég þoli ekki þessa nýjustu
tónlist sem er svo mikið í tísku núna,
sem sumir kalla eiturlyQatónlist. Ég
slekk á útvarpinu þegar ég heyri hana.
Ég er frekar listræn í mér og það nýtist
mér vel sem ljósmyndara. Ég er ákveðin
og veit hvað ég vil. Ég held að ég sé með
ágæta og jafna skapgerð, er ekki óeðli-
lega glaðlynd en samt langt frá því að
vera þunglynd. Ég á fáa en góða vini og
er mikil fjölskyldumanneskja. Fjjölskyld-
an mín er er stór og samrýnd, Ég bý í
Hafnarfirði í eigin íbúð og er í frii frá
ljósmynduninni um þessar mundir af því
að barnið fer brátt að koma í heiminn."
Arndís Þorgeirsdóttir, 31 árs blaðamaður. Gift og
á tvö börn.
„Þessi gæti heitið hvað
1 sem er. Hún er tuttugu
ára, ógift og barnlaus. Er
á síðasta ári í framhalds-
skóla og á kafi í félagslífinu í
skólanum. Þetta er skýr og klár
stelpa, gella með góðar einkunn-
ir. Hún býr í foreldrahúsum og á
ekki bíl. Líklega á hún kærasta,
þetta er svona týpa sem á oft
kærasta. Hún er alveg óákveðin
með hvað hún á að leggja fyrir
sig í framtíðinni. Virkar glaðvær,
hamingjusöm og mjög ákveðin."
„Hún er pottþétt kennari í
barnaskóla. Gift og tveggja barna
móðir. Hún elskar að leysa gáto
og filar vinnuna í tætlur. Henni
finnst gott að sofa, drekkur mikið kaffi en
reykir ekki. Hún er 37 ára og kann ekki við
sig í þröngum fótum. Hún er heimakær og
finnst gott að fá sér Irish Cofiee á kvöldin með
manninum sínum þegar börnin eru farin að
sofa. Keyrir um á Suzuki Swift, árgerð ‘87, og
á íbúð í Seljahverfinu.“
„Þessi er í grennd við
þrítugt. Það er samt svo-
lítið erfitt að sjá það.
Vinnur á bæjarskrifstofum
eða hjá Landssímanum. Keyr-
ir um á 5 ára gömlum Dai-
hatsu og býr í nýlegri íbúð í
Smára- eða Lindarhverfinu í
Kópavogi. Hún er einstæð og
á ekki barn en hún á kött
sem henni þykir mjög vænt
um. Hún djammar ekki mikið
og er ekki mikið að vesenast
í karlmönnum en hún á mjög
góðar vinkonur. Þetta er ró-
leg týpa en hún pælir ekki al-
veg nógu mikið í í hverju
hún gengur."
Hanna Kristín Gunnarsdóttir, 27 ára Ijósmynd-
ari. Gift, á eitt barn og gengur meö annaö.
9. apríl 1999 f ÓkUS
9