Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Síða 11
Rmmtán mínútna frægö Hlekkja í Stundinni
Hvar eru þeir nú?
«76: 6n„„SMn„, l6lam ^ ^
Og Þrostur Þórisson á góöri stund.
Hlekkir
Hver man ekki eftir unglinga-
hljómsveitinni Hlekkjum? Þeir
voru heitustu táningastj örnurnar
í Kópavogi á áttunda áratugnum
allt þar til Fræbbblamir komu til
sögunnar. Hljómsveitina skipuðu
fimm piltar á táningsaldri; Birgir
Baldursson trommari, Jóhann
Morávek á bassa, Gunnsteinn
Ólafsson á hljómborð og Þrest-
irnir Þorbjömsson og Þórisson
á gítara. Þeir sungu allir, en
Þröstiu- Þorbjörnsson mest.
Stelpurnar slógust
um myndir
„Hlekkir var stofnuð 5. septem-
ber 1975 og starfaði í tvö ár,“ segir
Birgir. „Ég, Jóhann og Þröstur Þor-
björnsson stofnuðum bandið í her-
berginu hjá mér. Þá vorum við 11
til 13 ára. Skömmu síðar bættust
Gunnsteinn og Þröstur Þórisson
við. Við spiluðum bara lög eftir
aðra, t.d. Wings-lög, Creedence,
Bachman Turner Overdrive og
Bítlalög. Fyrsta lagið sem við æfð-
um var „Muhamed Ali“ og við spil-
uðum það og önnur í fyrsta skipti í
sunnudagaskóla hjá Árna Páls-
syni presti í Kársnesskóla. Fljót-
lega fórum við að spila á böllum í
bama- og gagnfræðaskólum í Kópa-
vogi og barst frægð okkar alla leið
upp í Breiðholt. Við vorum mjög
vinsælir í Fellaskóla og stelpurnar
slógust um myndir af Þresti Þor-
björns, enda þótti hann yfirgengi-
lega sætur.“
Aðdáendabréf frá Höfn
„Við hituðum upp fyrir Fress á
17. júní balli 1976 upp á þaki við
Kópavogsskóla. Árið eftir hituð-
um við aftur upp við sama tæki-
færi en þá hét hitt bandið Fresh.
Við lentum í þriðja sæti i Hæfi-
leikakeppni Kópavogs 1976 en há-
punktur Hlekkja má segja að hafi
verið þegar Sigríður Guðmunds-
dóttir gerði dagskrárlið í Stund-
inni okkar um okkur. Hún fylgdi
okkur eftir á æfingu og tók viðtöl.
í kjöifarið urðum við frægir um
allt land og persónulega barst mér
aðdáendabréf frá Höfn í Horna-
firði."
Þrátt fyrir frægðina voru óveð-
ursský á himni.
„Það urðu mannabreytingar,"
segir Birgir, „Gunnsteinn hætti
og við tók Ævar Einarsson.
Hann dró með sér rígfúllorðinn og
skeggjaðann söngvara sem ég
lenti upp á kant við. Ég gekk því
úr bandinu og Hlekkir lögðu
skömmu síðar upp laupana."
Hvar eru þeir nú?
Birgir lék með ýmsum sveitum,
m.a. S.H. Draum, Sálinni hans
Jóns míns og Kombóinu, en leikur
í dag með Eddu Borg og Þóri
Baldurssyni. Hann starfar auk
þess sem blaðamaður.
Gunnsteinn var fiðlari að upp-
lagi og fór til Vínar í hljómsveitar-
stjóranám. Eftir nám hefur hann
stjórnað kórum og hljómsveitum
á íslandi og var dómari í spum-
ingakeppninni Gettu betur í fyrra,
eins og frægt varð.
í dag er Jóhann Morávek tón-
skáld og skólastjóri tónlistarskól-
ans á Höfn í Hornafirði. Hann
heldur úti ballhljómsveit á þvi
svæði við góðan orðstír.
Þröstur Þorbjömsson lærði á
klassískan gítar og kennir á slík-
an í dag. Hann leikur í hljómsveit-
inni Saga Klass.
Þröstur Þórisson starfar sem
leigubílstjóri í Svíþjóð. Hann
hafði áður reynt fyrir sér í flug- og
tölvunámi.
Fjögur tilraunaeldhús sett upp á Kaffi Thomsen:
Reykurínn
af réttunum
Tónlistarunnendur geta hugsað
sér gott til glóðarinnar í sumar því
tónleikahald er í góðum gír þessa
dagana og eru það jafnt úfnir þung-
arokkarar af yngri kynslóðinni og
settlegri félagar þeirra úr tölvu-
geiranum sem sjá eyrnadeild Land-
spítalans fyrir viðskiptavinum
þessi misserin.
„Tilraunaeldhúsið" nefnist tón-
leikaröð sem haldin verður í kjall-
ara Kaffi Thomsens næstu vikurn-
ar og mun þar leiða saman magn-
ara sína tónlistarfólk úr ólíkum
hljómsveitum og freista þess að
kreista úr þeim ný og spennandi
óhljóð. „Spuni“ er ekki skammar-
yrði innan þessa hóps enda færir
spilarar á ferð og þeir sem em
orðnir leiðir á að hlusta á Stairway
to Heaven era hvattir til að mæta
og gæða sér á nýmetinu. Plötu-
snúðar verða og af óreyndari gerð-
inni og spila sín uppáhaldslög á
miili atriða.
Fyrsta kvöldið verður 12. aprO
og þá koma saman tölvumeistarinn
Andrew McKensie og Pétur Hall-
grímsson (Lhooq). Hilmar Jens-
son djassgítarleikari raglar saman
reytum við hljómsveitina Biogen
og Steina Plastic og plötusnúður
er Lalli úr 12 tónum.
Viku síðar, þann 19., heldur fjör-
ið áfram með íslenska hljóðmúm-
um sem er byggður úr þeim Jó-
hanni Jóhannssyni (Lhooq) og
Óskari Guðjónssyni saxófónleik-
ara. Hitt atriði kvöldsins er fundur
þeirra Bibba Curvers og Helga
Svavars úr Funkmaster 2000.
Skífuþeytir er Jói Ág., kenndur við
12 tóna.
Enn líður vika og við mætum
prúðbúin þann 26. apríl til að hlýða
á rytmaparið Vidda og Dodda
(Unun) og með þeim er kanadíska
djasssöngkonan Tina Palmer. Jó-
hann Jóhannsson blæs til stór-
sóknar sama kvöld og fær til liðs við
sig Matthías Hemstokk trommara,
Jónsa (Sigurrós) og strengjakvar-
tettinn Anímu. Paul Lydon heldur
uppi stuðinu við fóninn.
Lokahnykkurinn er svo 3. maí
en þá mætir hljómsveitin Spúnk og
leikur við Böðvar og trommusnill-
inginn Óbó. Vindva Mei heitir
hljómsveit og hrærist saman við
Múm og Músighvat og Dj Bíbí
Blöndal leikur létt lög af snilld.
Ef sum þessara nafna hljóma
ókunnuglega gætir þú verið að
missa af lestinni og þá er ráð að
bregða sér á einhverja þessara tón-
leika.
Dr. Puff, geri
ég ráð fyrir
Howard-háskóli heiðraði nýlega,
öllum til mikillar furðu, Puff
Daddy með doktorsnafnbót. Puff
hafði nýlega gefið skólanum hálfa
milljón dala en það hafði engin
áhrif á ákvörðuna, samkvæmt
áreiðanlegum heimildum. Dr. Puff
Daddy er að undirhúa næstu plötu
en hæpið er aö hún liti dagsins ljós
fyrir aldamót.
Spice QMrfs
veríHaunaðar
Spice
Girls hlutu
enn ein
verðlaimin
nýlega en
hæpið að
þær veiti
þeim viðtöku. Þetta voru nefnilega
„Golden Raspberry" verðlaunin
sem veitt eru árlega fyrir verstu
frammistöðu í kvikmyndabransan-
um. Stúlkurnar
hlutu verðlaun fyrir
versta leik i aðalhlut-
verki og ummæli
dómnefndar voru
eitthvað á þá leið að
þær byggju yfir hæfi-
leikum einnar slæmrar leikkonu og
deildu þeim á milli sín. Bruce Will-
is hreppti svo hnossið fyrir versta
karlhlutverkið fyrir leik sinn f
Armageddon.
Gamli skítugur
iðinnvið
kolann
Skátadrengurinn og rappdruslan
Ol’Dirty Bastard var handtekinn
enn eina ferðina f Brooklynhverf-
inu f New York á þriðjudag. Hann
var sem betur fer óvopnaður í þetta
skipti en bætti það upp með því að
vera með svolítið magn af krakki
innanklæöa. Hann hefur birst í
fleiri réttarsölum en tónleikum það
sem af er árinu og ijóst að hann
kemur til með að eiga náðugar
stundir i bandarísku fangelsi bráð-
lega.
Guði
gleymdur
Atvinnulaus iðnaðarmaður í New
York-ríki hefur
höfðað mál á
hendur Guði.
Megininntak
stefnunnar er að
fyrst bæði Duane
Allman og Jimi
Hendrix séu látnir
beri Guði að leyfa
einhverjum að
njóta hæflleika
þeirra og krefst maðurinn þess að
honum verði látnir þeir í té. Guð
hefur ekkert tjáð sig um málið.
9. apríl 1999 f ÓkUS
11