Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Qupperneq 16
c 9. desember 1980 kl. 03*15? Tískan kl- 1E á hádegi Arnaldur Máni er enn að brjóta heilann um hvort það skipti einhverju máli hvar • maður býr. Er það sama að vera bíóstúlka í Reykjavík og New York? Er það poppið sem gerir gæfumuninn, gestirnir eða veðrið fyrir utan? Eða skiptir ekkert af þessu máli. Er lífið alitaf eins, hvar svo sem því er lifað? Karl Sigurbjörnsson biskup var aö koma sér upp húsi veturinn 1980-81. Qet ekkl garenterað að draum- farirnar hafi verið aóðar „Ég var steinsofandi i bælinu. Á þessum tíma i lifinu var ég að leggja drög að þvi að fara að gegna herskyldu Islendingsins sem er hús- byggingin. Ég get því ekki garanter- að að draumfarir hafi verið mjög góðar um þetta leyti. Væntanlega heyrði ég svo fréttina um morgun- inn en mig rekur ekki sérstakt minni til þess. Þegar tíðindi berast af svona ofbeldisverkum þá verður mér alltaf frekar ónotalega við. Ég var enginn sérstakur aðdáandi Lennons þó að maður hafi auðvitað haft gaman af Bitlunum. En ég fylgdist ekkert sérstaklega með John Lennon eftir að því skeiði æv- innar lauk. En það var vissulega dapurlegt að svona skydi fara.“ Fyndnasti, klárasti og besti bítillinn að flestra mati, John Lennon, var myrtur fyrir framan heimili sitt í New York, Dakota-bygginguna, kl. rúmlega 3 að íslenskum tíma, þríðjudagsnótt- ina 9. desember 1980. John var nýorðinn fer- tugur og hafði þá nýlega komið fram á sjónar- sviðið aftur eftir fimm ára hlé með sólð- plötuna Double Fantasy. Morðinginn fékk einmitt John til að árita eintak af þeirri plötu fyrir sig fyrr um daginn. Það sama eintak var nýverið selt á uppboði fyrir metfé. Þegar John og Yoko komu heim um kvöldið lá morð- inginn, Mark David Chapman, í leyni en stökk fram, kallaði „Mr. Lennon!" og skaut svo fjórum skotum. Þau hæfðu 511, tvö í bak Lennons vinstra megin og tvö í vinstri öxlina. : John staulaðist sex skref áfram en féll svo til jarðar og muldraði: ' „Ég hef verið skotinn." Hann lést áður en hon- § um var komið á spít- ala. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði Mark hent byssunni frá sér og stóð rólegur með eintak af „Bjargvættinum I grasinu" í vasanum og fjórtán klukkutíma af Bítl- unum á spólum. Hann situr enn I fangelsi við ágæta heilsu en andi Lennons lifir enn og má segja að hann sé kominn í dýrlingatölu, a.m.k. í poppinu. Tvær hressar í ömmunærum: svona veröur stemningin á sólarströndunum í sumar. Hoo Lee: r hmíúm il þú irt ekki fn^i li#SjiiS Kristín Ólafsdóttír: fyrirtæki, samsteypa, og myndirnar eru búnar til í Hollywood, og launin eru lág og allir halda að maður sé ekki með heila. Jú, þetta er pólitískt eins og allt annað - en mér finnst það samt fínt. Áttu þér fyrirmyndir? Ang Lee Drekkurðu eða dóparðu of mikið? Nei, ég er græn- metisæta og friðarsinni. Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? Komast í gegnum Kama Sutra. Áttu þér mottó? Njóttu þess. Ein góð saga úr bransanum: Mér þótti mjög gaman að sjá Jack Nicholson missa miðstærð af kóki yfír eitt- hvert módel sem hann hafði dreg- ið með sér á frumsýningu þar sem ég vinn. fgreinil litolsefhP mikið? Ég dópa ekki en drekk svona, þú veist, bjór og bjór. Bjór- kvöld hjá flokknum og svona. Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? Fyrir utan það að vera í rúminu? Áttu þér mottó? Nee, ég er greinilega ekki skemmtilegt við- talsefni. Ein góð saga úr bransanum: Þegar vinkona mín sá mig skrifa „mig langar í bjór“ þá sagði hún undrandi: „Nei, vá, hvar lærðirðu þetta? Ég vissi ekki að þú kynnir spænsku." Ekki alveg að fylgjast með vinan. ■ ■ Ommunærur inn úr kuldanum Stelpur! Hlýjar og þægilegar nærbuxur, sem skerast hvergi upp í, eru það sem koma skal í sumar. Við erum að tala um nær- buxur með beinu sniði sem þó lúta lögmálum fagur- fræðinnar og er að ganga í við hversdagsleg tækifæri, án þess að strákarnir roðni. Enda er þetta í raun æsandi fyrir þá. Þeir hafa flestir gaman af gömlu James Bond-myndunum og hafa örugglega látið sig dreyma um píurnar í þeim. En þær eru einmitt í svona naríum og bikin- íum því þetta var soldið málið í þá daga. Enda er eitthvað rétt mátulega ömmulegt við þessar nærbuxur og toppana sem þeim fylgja. Fyrir nokkrum árum hefði engum tískuhugsandi kvenmanni dottið í hug að láta sjá sig í svona múnderingu og klætt hana af sér með mörgum lögum af utanyfirklæðnaði, en nú keppast stelpur við að spóka sig þessum fijálslega klæðnaði. Það kæmi ekki á óvart þó bað- strendurnar yrðu fullar af stelp- um á ömmulegum nærum í sum- ar. Sjálfur stíllinn er, eins og fyrr segir, ættaður frá árunum ’55-’65, en ábyrgðina á kombakkinu ber lítil tískubúð sem heitir Shop og er til húsa í Soho í London, og sagan segir að hönnuðirnir anni ekki eftir- spurn. Þeir dæli samt nærxrni með nýju og nýju útliti á mark- að en hafi þær þó alltaf í sama sniðinu. í nýlegum verslunar- ferðum til London birgðu bæði Courntey Love og Madonna sig upp af ömmunærum frá Shop og hafa verið að stilla sér upp í myndatökum í nýju nærunum. íslenskar stúlkur ættu því ekki að þurfa að skammast sín að ganga í ömmunærunum á sólar- stöðum í sumar eða niðri í Laug- ardalshöll og það er hægt að vona að þær verði enn í tísku þegar Reykjavíkurborg opnar Nauthólsvíkina sem baðströnd fyrir borgarbúa. Af hverju bíóstarfs- stúlka? Ég elska poppkorn. Kanntu ekkert annað? Jú, ég er líka í skóla. Mundirðu vilja gera eitt- hvað annað? Kannski búa til bíómyndir. Kemur Guð þér og starfi þínu eitthvað við? Nei, þetta snýst mest um poppkorn. Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? Bíóið er náttúrlega risavaxið Af hverju ertu bíóstarfs- stúlka? Mig vantar pening. Kanntu ekkert annað? Ég er afskaplega fjölhæf. Mundirðu vilja gera eitthvað annað? Já, að sjálfsögðu. Helst vildi ég nú bara flytja til útlanda. Kemur Guð þér og starfi þínu eitthvað við? Nei, það held ég ekki. Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? Nei, ekki einu sinni þó að ég sé sjálfstæðismann- eskja. Áttu þér fyrirmyndir? Dettur ekkert í hug. Drekkurðu eða dóparðu of f Ó k U S 9. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.