Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Page 21
Lífid eftir vinnu
-j.
Krókur kapteinn er þó miklu skemmtilegri,
eins og vondra manna er siður. Indíánar, haf-
meyjar, krókódíll, draumar og ævintýri. Sími
568 8000.
Snu&ra og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur
verða í Möguleikhúsinu við Hlemm, kl. 14.
Sími 562 5060.
• f und i r
Milli kl. 13 og 17 efna skölar á háskólastigi til
sameiginlegrar námskynnlngar í Reykjavík.
Opið hús verður í Aðalbygglngu Háskóla ís-
lands þar sem kynnt verður nám við Háskóla
íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðar-
háskólann á Hvanneyri, Samvinnuháskólann
á Bifröst, Tækniskóla íslands, Lelklistarskóla
íslands og Vi&skiptaháskólann í Reykjavík.
Tannlæknadeild H.Í., Kennaraháskóli íslands
og Tónlistarskólinn í Reykjavík munu kynna
sína starfsemi í eigin húsakynnum. Sætaferð-
ir veröa milli kynningarstaðanna. í boði verða
veitingar og fjölbreytt skemmtiatriði. Nám-
skynningin er einkum ætluð verðandi háskóla-
nemum, en hún verður opin öllum.
Agnes Nobel verður með fyrirlestur í Ráðhús-
inu um listir, þekkingu og waldorfuppeldis-
fræði. Þessi fyrirlestur er í tengslum við sýn-
ingu sem Waldorfskólinn í Lækjarbotnum
stendur fyrir á sama stað. Fyrirlesturinn hefst
klukkan 20.
sport
Handbolti. Ef til odda-
leiks kemur á milli
Aftureldingar og
Hauka f handbolt-
anum verður hann Í3
háður að Varmá
klukkan 20.30 f
kvöld.
Fótbolti. 9 leikir í
dagskrá f deildarbikarnum f knattspyrnu.
Klukkanll leika á Ásvöllum, KA og Fram, ÍA
og Hvöt á Kópavogsvelli og á Lelknisvelli
leika Dalvfk og NJar&vík. Klukkan 13 leika ÍBV
og Þór A. á Ásvöllum, Selfoss og KS á Kópa-
vogsvelli og KVA og Keflavík á Leiknlsvelli.
Klukkan 15 leika Tlndastóll og Fylklr á Ásvöll-
um, Þróttur R. og Völsungur á Kópavogsvelli
og Valur og Slndri á Leiknisvelli. Klukkan 18
leika sfðan Fjölnir og KR á Leiknisvelli.
Skáksambandlð stendur fyrir íslandsmóti
grunnskólasvelta - stúlknaflokki i húsakynn-
um sfnum að Faxafenl 12. Hver skóli má
senda fullt af sveitum, en hver sveit er skipuö
fjórum keppendum auk varamanna. Mótið
hefst klukkan eitt og skráð er f sima 568-
9141 í dag og svo á skákstað.
ifsíöustu forvöö
Nú fer hver aö verða siðastur að sjá sýningu
Gabríelu Fri&riksdóttur i íslandsbankanum í
Eyjum. Hún sýnir skúlptúra og blandaða
tækni, en eitt verkið er sérstaklega unnið með
þessa sýningu og Vestmannaeyjar í huga.
Sýningunni Tabula non rasa, sem staöið hefur
yfir f Hafnarborg, lýkur i dag. Þarna sýna þrír
listamenn: Björn Birnlr, Hlíf Ásgrímsdóttlr og
Kristin Geirsdóttlr. Viðfangsefniö er „olía og
akríllitir á striga, ekki auður strigi". Af þessu
tilefni mun kór Hvassaleitlsskóla flytja nokkur
lög við undirleik Ingu Bjarkar Ingadóttur en
Kolbrún Ásgrímsdóttir stjórnar. Sá atburður
hefst klukkan tvö.
b í ó
Klukkan þrjú hefst í bíósal MÍR sýning á óper-
unni Boris Godunov eftir Mussorgskíj, en hún
er byggð á samnefndu leikriti Púshkins. Mynd-
in var gerð á sjöunda áratugnum og komu
fram f henni margir af fremstu óperusöngvur-
um Sovíetríkjanna á þeim tfma.
klúbbar
Eins og lesa má um á blaðsíðu 11 þá hafa
góðir menn lagt af stað með röð tónlistarvið-
burða sem þeir kalla Tilraunaeldhús á Kaffi
Thomsen. I kvöld ríða á vaðið Andrew Mc-
Kenzie og Pétur Hallgrímsson, Hllmar Jens-
son, Blogen og Steini Plastlk, dj. Pabbi og
Stáltá. Frábært fjör á mánudagskvöldi.
Ikrár
Blúsmenn Andreu hafa ekki sést á þessu ári,
en nú bæta þau úr þvf með uppátroöslu á
Gauknum. Blúsmenn gáfu út geisladisk fýrir
síðustu jól og skörtuðu þar blásurum og Kjart-
anl Valdimarssynl píanóleikara sem sérstök-
um gestum. Það kemur f Ijós í kvöld hvort
Kjartan og brassmenn séu gengnir f bandið.
Geir Ólafsson og Furstarnir halda uppi rólegri
stemningu á Kaffi Reykjavík.
Joshua Ell er fastur á Café Óperu.
•kabarett
Þar sem hjartað slær, ástarsögur af hálend-
inu er á dagskrá Listaklúbbs Lelkhússkjallar-
ans. Dagskráin er f umsjón Kolbrúnar Hall-
dórsdóttur og hefst klukkan 20.30.
fyrir börnin
Félagsmiðstöðin Setrið stendur fyrir leiklistar-
veislu þar sem hafnfirskir unglingar leika eigið
verk. Einnig mun Hjálmar Hjálmarsson vera
með spunakynningu. Þessi veisla er partur af
mennlngarhátið félagsmlðstöðva í Hafnarfirði
og er hið besta framtak.
•fundir
Hvernig þekking ö&last Irf er heiti á fyrirlestri
Agnesar Nobel sem hún flytur á ensku á veg-
um Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla ís-
lands. Hann hefst klukkan 16.15.
Dr. Guðrún Þórhallsdóttir, dósent ! fslenskri
málfræði við Háskóla íslands, flytur fyrirlestur
f boði íslenska málfræöifélagsins kl. 17.15 f
stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist
Alfö&r og aðrir feður: Hugleiðingar um upp-
runa og sögu íslenzkra r-stofna“. Guðrún Þór-
hallsdóttir lauk B.A.-prófi í almennum málvís-
indum og íslensku frá Háskóla íslands árið
1984. Doktorsritgerð hennar fjallaði um þróun
hálfsérhljóðsins *j f frumgermönsku
og forngermönskum málum, einkum f stöð-
unni á milli sérhljóða.
Francis MacKee verður fyrirlesari I húsnæði
Myndllstar- og handíðaskóla íslands klukkan
12.30. MacKee er sýningarstjóri Center of
Contemporary Art i Giasgow, en fyrirlesturinn
er i tengslum við sýninguna ,lf I Ruled the
veitingahús
Sýnishorn
fyrir túrista
Esja venst vel. Vandaðar inn-
réttingar hafa haldizt óbreyttar og
lítið slitnað með árunum, þrátt
fyrir mikið álag. Þykkt teppi
temprar ferðamannaglauminn og
lágstillt dósatónlist truflar engan.
Mild ljós, mildir litir og speglar
með hengiplöntum tempra hinar
ströngu og þéttu mötuneytisraðir
borðanna. Þótt Esjan sé ópersónu-
leg, er hún um leið næsta hlýleg.
Þríréttað val af fastaseðli kostar
3600 krónur með kaffi, sem er allt
of mikið. Okrið er temprað með
súpu dagsins og sjávarréttahlað-
borði, sem kosta 1100 krónur í há-
deginu og 1900 krónur á kvöldin,
svo og tveimur seðlum dagsins á
1200 og 1900 krónur. Þjónusta er
góð og veit hver pantaði hvað,
jafnvel við fjölmenn borð.
Af lítt breytilegu og leiðigjömu
sjávarréttahlaðborði geta ferða-
menn kynnt sér sýnishorn ýmissa
fisktegunda og matreiðsluaðferða.
Þar voru í hitakössum ufsi, karfi,
ýsa, blálanga og steinbítur. Þar
var djúpsteikt, súrsætt, smjör-
steikt, kryddlegið, svo og fiskiboll-
ur og plokkari. í kalda hlutanum
voru nokkrar verkanir á síld og
laxi, rækjur og lax í hlaupi og ým-
islegt til salatgerðar. Þetta var
fróðleg kynning, en ekki bragð-
góð.
Súpur voru flestar hveitilausar
og frambærilegar, þar á meðal
tær tómatsúpa dagsins með græn-
meti, þunn lauksúpa með brauð-
skorpuþaki og þykk fiskisúpa úr
humarsoði með rækjum og stór-
um hlunkum af lúðu og laxi.
í sveiflukenndri eldamennsku
bar nokkuð á löngum eldunartim-
um. Það sem heitir snöggsteikt á
matseðli var yfirleitt ofeldað. Of-
steiktur (,,snöggsteiktur“) risa-
hörpufiskur var með of sterkri
saffransósu og grænmeti i tarta-
lettu. Ofsteiktir („snöggsteiktir")
sjávarréttir voru með of sterku
karrí, bornir fram með rækjum,
hnetum, hrísgrjónum og eins kon-
ar laufabrauði.
World" sem var opnuð f Nýlistasafninu 10.
aprfl.
Fjölmennustu pallborðsumræður á íslandi
fara fram á vegum Hana-nú hópsins f Salnum
Kópavogi, strax að lokinni sýningu á hátíðar-
leikdagskrá. Alls taka 40 manns þátt I sýning-
unni og verða þeir allir við „pallborðið” ásamt
Ólafi Ólafssyni fyrrum landlækni, en hann er
verndari sýningarinnar, Ingibjörgu Pálmadótt-
ur heilbrigðisráðherra, Sigurðl Geirdal, bæjar-
stjóra Kópavogs, og Aðalstelns Slgfússonar,
félagsmálastjóra Kópavogs. Umræðum stjórn-
ar Slgurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðumaður
Gjábakka og Gullsmára. Eftir umræðumar
verður útnefndur hertoginn af Hana-nú, f tilefni
af ári aldraðra. Sýningin hefst klukkan 16, en
umræðan og útnefningin sigla strax f kjölfarið.
Nú má læra blástursmeðferð, endurlffgun
með hjartahnoði, hjálp við bruna, hjálp við
beinbrotum og fleira spennó á skyndihjálpar-
námskeiði Reykjavíkurdelldar RKÍ. Það hefst
klukkan klukkan 19 og stendur þrjú kvöld. í
lok námskeiðsins fá allir skírteini sem hægt
er að fá metið í ýmsum skólum.
sport
Fótbolti. Tveir leikir verða f deildarbikar
kvenna f knattspyrnu. Haukar og Valur leika á
Ásvöllum klukkan 18.30 og á sama stað
klukkan 20.30 leika FH og Stjarnan.
Handboltl. Ef til oddaleiks kemur á milli Fram
og FH i undanúrslitum Nissan-eildarinnar í
handknattleik, verður hann háður f Framhús-
inu f kvöld og hefst hann klukkan 20.30.
Skólaskákmót Reykjavíkur fer I gang af krafti
f kvöld klukkan sjö. Leikiö veröur f húsakynn-
um Taflfélags Reykjavíkur sem heldur mótið.
Það verða níu umferðir telfdar eftir Monrad
kerfi ef næg þátttaka fæst. Tveir aldursflokk-
ar keppa, eldri flokkur nemenda f 8.-10. bekk
og yngri nemendur af 1.-7. bekkjarstigi.
Handbolti. Undanúrslitin f 1. deild kvenna hefj-
ast í kvöld. Stjarnan og FH leika f Ásgarði
klukkan 20.
Þridjudagurj
13. apríl.
• kr ár
Haraldur Þorsteinsson var einn af stofnendum
Eikarinnar, en sú hljómsveit þótti með þeim
framsæknari á áttunda áratugnum. í kjölfarið
starfaði hann með Brimkló og Bítlavinafélag-
inu, auk þess að leika inn á hundruö hljóm-
platna með flestöllum poppurum þjóðarinnar.
Haraldur stendur á sviöi Gauks á Stöng í
kvöld með Blúsmönnum Andreu.
Magnús Kjartansson leikur undir söng Rutar
Reginalds á Kaffi Reykjavfk. Ljúft.
Joshua Ell er mættur fyrstur á Café Óperu og
hann slær síöasta tóninn f kvöld.
6klassík
Karlakór Reykjavíur stendur fyrir þriöju vor-
tónleikum sfnum í Langholtsklrkju. Söngur
munkanna og „Þér landnemar". Friðrik S.
Kristinsson er söngstjóri. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.00
út aö boröa
AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333.
„Erfitt er að spá fyrirfram I matreiðsluna, sem er
upp og ofan.“ Op/'ð f hádeginu virka daga
11.30- 14.00, kvöldin mán.-fim. 17.30-22.30,
fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á
virkum dögum en til 3 um helgar.
Askur ★★★ Su&urlandsbraut 4, s. 553 9700.
„Allt er eins og ævinlega á Aski, þar á meðal
matseðillinn." Opiö sunnu- til fimmtudaga, kl.
11- 22, og föstu- og laugardaga, kl. 11-23.30.
AUSTUR INDÍAFÉLAGIÐ ★★★★ Hverfis-
götu 56, s. 552 1630. „Bezti matstaður
austrænnar matargerðar hér á landi." Opiö
kl. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar.
ARGENTÍNA ★★ Baróns-
stíg lla, s. 551 9555.
„Bæjarins besta steikhús
hefur dalað." Opiö
18-23.30 v.d., 18-3 um
helgar.
ASÍA ★ Laugavegl 10, s.
562 6210. Opiö virka
daga 11.30-22 en 12-23
um hetgar.
CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499.
CARPE DIEM Rauðarárstfg 18, s. 552 4555.
CARUSO*** Þingholtsstr. 1, s. 562 7335.
„Þvert á fslenska veitingahefð hefur hin rustalega
notalegi Caruso batnað með aldrinum." Opiö
11.30- 14.00 og 18.00-23.00 virka daga.
Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00,
laugard. 11.30-24.00 og sunnud. 18.00-24.00.
CREOLE MEX ★★★★
Laugavegi 178, s. 553
4020. „Formúlan er líkleg
til árangurs, tveir eigendur,
annar f eldhúsi og hinn f
sal." Opiö 11.30-14 og
18-22 á virkum dögum en
18-23 um helgar.
EINAR BEN Veltusundi 1.
5115 090. Opiö 18-22.
GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s.
5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur mílliklassa-
hótels með virðulegri og alúðlegri þjónustu,
samfara einum allra dýrasta matseðli landsins."
Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga,
12- 14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga.
HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568
9888.
Hornið ★★★,
Hafnarstræti
15, s. 551
3340. „Þetta
rólega og litla
Ítalíuhorn er
hvorki betra né
verra en áður. Eldhúsiö er opiö kl. 11-22 en til
kl. 23 um helgar.
HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastræti 37,
s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti beri mat-
argerðarlist af öðrum veitingastofum landsins."
Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga,
12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga.
HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552
5224. „Stundum góður matur og stundum ekki,
jafnvel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og
18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og
Mild Ijós, mildir litir og speglar með hengiplöntum tempra
hinar ströngu og þéttu mötuneytisraðir borðanna. Þótt Esjan
sé ópersónuleg, er hún um leið næsta hlýleg.
Rjómasoðinn karfl var hæfilega
eldaður, borinn fram með rækjum
og hæfilega mildri gráðostsósu.
Glóðaöur lax var lítillega ofeldaður,
með þykkri og rauðri paprikusósu,
heilum sesamfræjum og brenndu
grænmeti.
Léttsteiktur lambahryggur var
bezti rétturinn, meyr og góður, bor-
inn fram með fínu hvítlauks- og
rósmarínseyði, léttsteiktu græn-
meti og bökuðum tómötum með
osti og raspi. Ofsteikt gæs með of-
steiktu grænmeti, eplum og villi-
sveppasósu var hins vegar ekki
merkilegur matur.
Ostaterta var hefðbundin og létt,
með mikilli sultu og þeyttum rjóma.
Créme caramel reyndist vera léttur
vanillubúðingur með þunnri kara-
mellusósu. Charlotta með koníaks-
fyllingu og ávaxtasósu reyndist
vera hörð kaka utan um ís, borin
fram með jarðarberjum og þeyttum
rjóma. Kafifi kom úr sjálfsala.
Jónas Kristjánsson
laugardaga.
HUMARHÚSIÐ ★★★★ Amtmannsstig 1, s.
5613303. „Löngum og hugmyndarfkum matseöli
fylgir matreiösla f hæsta gæðaflokki hér á landi"
Opiö frá 12-14.30 og 18-23.
IÐNÓ ★★★ Vonarstræti 3, s. 562 9700.
„Matreiðsla, sem stundum fer sinar eigin slóðir,
en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var
að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnisstæð-
ir.“ Opiö frá 12-14.30 og 18-23.
ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630.
JÓMFRÚIN ★★★★★ Lækjargötu 4, s. 551
0100. „Eftir margra áratuga eyöimerkurgöngu
Islendinga getum við nú aftur fengiö danskan
frokost í Reykjavfk og andað að okkur ilminum
úr Store-Kongensgade." Opiö kl. 11-18 alla
daga.
KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551
1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum
miðbæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-
22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á
sunnudögum.
KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegi 126, s. 562
2258
LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553
1620. „Franskt bistró að fslenskum hætti sem
dregurtil sfn hverfisbúa, sem nenna ekki að elda
í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn
utan af landi og frá útlönd-
um.“ Opiö 11-22 og
11- 21 um helgar.
LÆKJARBREKKA ★
Bankastræti 2, s. 551
4430.
MADONNA ★★★
Rauðarárstíg 27-29, s.
893 4523 „Notaleg og
næstum. rómantfsk veit-
ingastofa með góðri þjónustu og frambærilegum
Ítalíumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á
landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og 18.00-
23.00 og 17-23.30 um helgar.
MIRABELLE ★★★ Sml&Justíg 6, s. 552 2333.
„Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir f profitero-
les og créme brulée." Opiö 18-22.30.
PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561
3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir
og óteljandi tilbrigði af
góðum pöstum en litt
skólað og of uppá-
þrengjandi þjónustu-
fólk." Opiö 11.30-23
virka daga og
11.30- 24 um helgar.
Barinn er opinn til 1 virka
daga og til 3 um helgar.
PERLAN ★★★★ Öskjuhlið, s. 562 0200.
„Dýrasti og glæsilegasti veitingasalur landsins
býður vandaða, en gerilsneydda matreiðslu" Opiö
18.00-22.30 virka daga og til 23 um helgar.
POTTURINN OG PANNAN, ★*★★ Brautar-
holtl 22, s. 5511690. „Einn af ódýrustu al-
vörustöðum borgarinnar býður eitt bezta og
ferskasta salatborðiö." Opiö 11.30-22.
RAUÐARÁ Rau&arárstig 37, s. 562 6766.
REX ★★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111.
„Rex kom mér á óvart meö góðri, fjölbreyttri og
oftast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einföld
og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöstur og hæfi-
lega eldaða fiskrétti." Opiö 11.30-22.30.
SHANGHÆ ★
Laugavegl 28b,
s. 551 6513.
Opiö virka daga
11.30- 22 en
12- 23 um
helgar.
SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fín, vönduö og létt, en
dálítið frosin." Opiö frá kl. 18 alla daga.
TILVERAN ★★★★★ Llnnetsstíg 1, s. 565
5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem viö
þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta
smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep
almennilegs mataræðis." Opiö 12-22 sunnudag
til fimmtudags og 12-23 föstudag og laugardag.
VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s.
5518666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf
og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23.
ÞRÍR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14, s.
552 3939. „Þetta er einn
af hornsteinum íslenskrar
matargerðarlistar og fisk-
hús landsins númer eitt."
Opiö 11.30-14.30 og
18-23.30 virka daga og
18-23.30 um helgar en til
23 föstu- og laugardag.
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar í
e-mail fokus&fokus.ís / fax 550 5020
9. apríl 1999 f Ókus