Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 12
34
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
Brasiliumadurinn Gustavo
Kuerten sigraöi á opna Monte
Carlo-mótinu í tennis í gær.
Hann sigraði Marcelo Rios frá
Chile í fyrsta settinu, en i
ööru settinu meiddist Rios og
hætti keppni.
Sviinn J. Sandelin sigraði á
opna spænska meistaramótinu
i golfi sem lauk í Barcelona í
gær. Sandelin, sem er 31 árs,
lék hringina flóra á 267 högg-
um. 1 næstu sætum á 271 höggi
uröu þeir Miguel Angel Ji-
menez. Spáni, Ignacio
Garrido, Spáni, og Paul
Mcginley, Irlandi.
Arnar Grétarsson og félagar
hans í AEK töpuöu fyrir Ioni-
kos, 1-2, í grisku knattspym-
unni í gær. Einar Þór Dani-
elsson og samherjar unnu
hins vegar Paninikos, 1-2.
Aris, sem Kristófer Sigur-
geirsson leikur með, tapaði
fyrir efsta liöinu, Olympiakos,
2-1. Olympiakos hefur 68 stig,
AEK 61 stig og Panathinaikos
57 stig.
Arnar Arnarson, knatt-
spymumaöur úr Víkingi, er
genginn til liðs við Val. Þang-
að er einnig kominn Ólafur
H. Ingason, sóknarmaður úr
Ægi, en hann er sonur Inga
Björns Albertssonar, mesta
markaskorara Vals og efstu
deildar frá upphafi.
-JKS/VS
Falur bestur
- í körfuboltanum sl. vetur. Anna María Sveinsdóttir best í kvennaflokki
Körfuknattleiksfólk hélt lokahóf sitt um helgina. Það voru Keflvíkingar sem tóku
stóru verðlaunin en þau Falur Harðarson og Anna María Sveinsdóttir voru kosin
leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki.
Anna María var þarna að fagna þessum árangri í sjötta sinn sem er ótrúlegur ár-
angur en þetta er í fyrsta sinn sem Fal hlotnast þessi heiður. Bestu nýliðar í ár voru
þau Hlynur Bæringsson úr Skallagrími og Hildur Sigurðardóttir úr ÍR.
í liói ársins i úrvalsdeild voru eftirtaldir: (Hve oft þeir hafa verið valdir) Falur
Harðarson, Keflavík (5), Friðrik Ragnarsson, Njarðvik (1), Teitur Örlygsson, Njarð-
vík (10), Herbert Amarson, Grindavík (3) og Dagur Þórisson ÍA (1).
í liói ársins í 1. deild kvenna voru eftirtaldar: Alda Leif Jónsdóttir ÍS (3), Hanna
Kjartansdóttir KR (2), Guðbjörg Noröfjörð KR (6), Anna María Sveinsdóttir (10) og
Signý Hermannsdóttir ÍS (1).
Bestu þjálfarar voru kosnir Friðrik Ingi Rúnarsson, Njarðvík, og Óskar Krist-
jánsson, KR, besti dómari var Leifur S. Garðarsson úr Haukum og sá efnilegasti var
Andrésar andar-leikarnir:
Flest gull til Akur-
eyrar og Ólafsfjaröar
Andrésar andar-leikarnir á skiðum fóru
fram á Akureyri um helgina. Þátttakendur
voru um 750 á aldrinum 7-12 ara fra 22
félögum. , ...
Akureyringar og Ólafsfirðingar unnu til 13
gullverðlauna hvorir. Akureyringar einokuðu
alpagreinamar en Ólafsfirðingar göngugrem-
amar. Þess má geta að Mývetningar, sem
voru með á mótinu í fyrsta smn, unnu til
tvennra gullverðlauna.
í blaöinu á morgun verður fjallaö um
• skíöamaður á AndréMr andaMeikun- m6^ð“ máli og myndum.
DV-mynd Anton Brink
Jón Halldór Eðvaldsson úr Keflavík.
Bestu erlendu leikmennimir voru þau Damon Johnson úr Keflavík og Limor
Mizrachi úr KR.
Flest stig: John Woods, Tindastóli, 30,5 / Guðbjörg Norðfjörð, KR, 15,1.
Flest fráköst: Rob Wilson, Snæfelli, 14,6 / Signý Hermannsdóttir, ÍS, 10,5.
Flestar stoðsendingar: Warren Peebles, Grindavík, 8,3 / Alda Leif Jónsdóttir, ÍS,
5,0.
Flestir stolnir boltar: Teitur Örlygsson, Njarðvík, 3,6 / Linda Stefánsdóttir, KR,
4,4.
Flest varin skot: Alexander Ermolinskji, ÍA, 2,1 / Alda Leif Jónsdóttir, ÍS, 1,9.
3ja stiga skotnýting: Damon Johnson, Keflavík, 58,5% / Guðbjörg Noröfjörð, KR,
39,0%.
Vitanýting: Herbert Amarson, Grindavik, 90,2% / Anna Maria Sveinsdóttir,
Keflavík, 90,3%. -ÓÓJ
Handknattleikur:
Sádar sigraðir þrívegis
í Grafarvoginum
íslendingar og Sádi-Arabar háðu þrjá
æfingalandsleiki i handknattleik um
helgina í Grafarvogi. Island sigraði í
fýrsta leiknum á fóstudagskvöldið, 25-21,
þar sem Konráð Olavsson var marka-
hæstur með 6 mörk. í öðram leiknum
sigraði ísland, 33-26. Valgarð Thoroddsen
skoraði 6 mörk í leiknum. I gær sigraöi
ísland 26-23, og skoraði Njörður Arna-
son 8 mörk. íslenska liðið var eingóngu
skipað leikmönnum sem leika með liðum
__________________ hér á landi' -JKS
Svavar Vignisson skorar gegn Sádum.
DV-mynd Hilmar Þor
Sport
í liói ársins i 1. deild karla í
körfuknattleik voru eftirtaldir:
Jón Örn Guómundsson, ÍR
Pálmi Sigurgeirsson, Breiða
bliki, Pétur Ingvarsson, Ham
ar, Óskar Þórðarson, Þór Þ
og Birgir Guðfinnsson, Sel
fossi.
íslandsmótió i tvílióaleik í
snóker fór fram i Keflavík
um helgina. Jóhannes B. Jó-
hannesson og Gunnar Vals-
son voru taplausir þegar kom
að fjögurra liða úrslitum en
þar mættu þeir Gunnari
Adam Ingasyni og Heiðari
Reynissyni frá Keflavík. Jó-
hann og Gunnar unnu örugg-
an sigur, 3-0. í hinum undan-
úrslitaleiknum mættu þeir
Brynjar Valdimarsson og
Björgvin Hallgrímsson þeim
Pálma Guðmundssyni og
Sveinbirni Hanssyni og
unnu, 3-0. í úrslitaleiknum
sigruðu Bymjar og Björgvin
þá Jóhannes B. og Gunnar í
fyrri leiknum, 3-0, en töpuöu
þeim siðari, 3-1, þannig að
Gunnar og Jóhannes urðu Is-
landsmeistarar í tviliðaleik.
Falur J. Harðarson var kátur á
lokahófi KKÍ um helgina f
Stapanum en hann var þar
kjörinn besti leikmaður
íslandsmótsins og kom það
fáum á óvart enda Falur J.
frábær f vetur. Með Fal á
myndinni er eiginkona hans,
Margrét Sturlaugsdóttir. Á
innfelldu myndinni er Anna Marfa
Sveinsdóttir, besti leikmaður
íslandsmóitsins í kvennaflokki.
DV-mvndir Arnheiður
Sjö leikir voru háðir í þýska
handboltanum um helgina.
Wuppertal sigraði Bad
Schwartau, 26-23, þar sem
Valdimar Grímsson skoraöi 9
mörk fyrir
Wuppertal
og þeir Geir
Sveinsson 3
mörk og
Dagur Sig-
urðsson 1
mark. Sig-
urður
skoraði 4 mörk fyr-
ir Bad Schwartau. Róbert
Duranona skoraði 13 mörk fyr-
ir Eisenach sem tapði, 25-23,
fyrir Schutterwald. Flensburg
sigraði Nettelstedt, 23-31, Kiel
sigraði Minden, 31-24, Lemgo
sigraði Frankfurt, 24-31, og
Gummersbach lagði
Niederwúrzbach á heimavelli,
26-28. Kiel er efst meðd 44 stig,
Flensburg hefur 43 stig og
Lemgo 40 stig.
HM u-20 ára í knattspyrnu:
Titillinn fór til Spánverja
Spánverjar urðu um helgina heimsmeistarar í knattspymu í flokki u-20 ára landsliða en
keppnin fór fram í Nígeríu. í úrslitaleik, sem fram fór í Lagos, lögðu Spánverjar lið Japans,
4-0. Pablo Gonzalez, sem leikur með B-deildarliðinu Numancia, skoraði tvö af mörkum
Spánverja í leiknum og var markahæsti maður keppninnar ásamt Mahamadou frá Malí með
fimm mörk. Japanska liðið kom einna mest á óvart í keppninni en þar er uppgangurinn
greinflega mikill. í leik um þriðja sætið sigraði Malí lið Úrúgvæ, 1-0.
Hinn geðþekki dómari Pjetur Sigurðsson var fufltrúi
íslands á mótinu í starfi línuvarðar. -JKS