Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 10
32 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Sport i>v Italski öku- þórinn Alex Zanardi fékk blíðar við- tökur hjá kvenfólkinu í Formúlu 1 keppninni í Ástralíu. Þegar á hólminn var komið gat ítalinn lítið sem ekkert og hefur ekki lokið keppni á tímabilinu frekar en Coulthard og Damon Hill. Reuter David Coulthard hefur ekki átt sjö dagana sæla á kappaksturs- brautinni það sem af er keppnistímabilinu. Harvey Postlethwait, fyrrum aðalhönnuður Tyrrell-keppnis- liðsins, lést í síðustu viku, aðeins 55 ára að aldri. Hann hafði að undanfórnu unnið með Honda sem hefur í hyggju að mæta með sitt eigið keppnislið í Formúlu 1 á næsta ári. Mika Salo, ökumaður Arrows á síðasta ári, hefur verið beðinn um að vera við- búinn ef Ricardo Zonta, sem | slasaðist á æfingu í Brasilíu um sið- ustu helgi, meiðslanna Ricardo Zonta. verður frá vegna sem hann hlaut. Harvey Postlethwait var hjá Tyrell í sjö ár, eða allt þar til BAR keypti upp liðið. Hann kom fram með margar róttækar hugmyndir í hönnun sinni og sú síðasta hin seinni ár voru hinir svokölluðu „ Tyrell-turnar “ sem flest lið prófuðu á síðasta ári en voru svo bannaðir af FLA. Þar sem Honda hefur verið tvístígandi um hvort rétt sé að smíða sinn eigin bíl getur fráfall Postlethwaits sett stórt strik í útreikninga fyrirtækisins. Verð- ur það að teljast frekar líklegt að fráfaO þessa einstaka hönnuðar dragi úr líkum á því að Honda mæti með sitt eigið lið í Formúlu 1 á næsta ári. Þriója Formúlu 1 keppnin nálgast en hún fer fram í San Marino um næstu helgi. Eddie Irvine er með nauma forystu og mun eflaust gera allt til að halda efsta sætinu í stigakeppninni. Keppnin verður spennandi því margir ökumenn verða að ná góðu sæti. Eddie Irvine. Skotinn David Coulthard er undir miklu álagi eins og aðrir ökumenn Formúlu 1 sem ekki hafa enn séð endamarkið í Formúlu 1 eru menn fljótir að gleyma og að gera nýjar ályktanir um getu og stöðu manna. Nú eru þrír hátt skrifaðir ökumenn sér- staklega á milli tannanna á áhugamönnum um Formúlu 1 fyrir slakan ár- angur. Mikið er rætt um hugsanlegan árangur þeirra í næstu mótum og hvemig þeim muni ganga þegar líður á keppnistímabilið. Þessir þrír ökumenn eru David Coulthard, Damon Hill og Alex Zanardi. Hafa ekki klárað mót enn þá Enginn þeirra þriggja öku- manna sem áður eru nefndir hef- ur klárað þau tvö mót sem haldin hafa verið, í Melboume i Ástralíu og Interlagos í Brasilíu, og hefúr álag á ökumennina aukist með hverjum degi undanfarið. Itrekað hefur verið greint frá döprum árangri þeirra í fjölmiölum og einnig era þre- menningarnir undir miklu álagi frá keppnisliðum sínum. David Coulthard, félagi Mika Hakkinen síðan árið 1996, sagði í upphafi tímabils- ins að nú myndi röðin vera komin að honum að leiða McLaren-keppnisliðið til sigurs. Hann myndi fá sams kon- ar stuðning frá Hákkinen og hann veitti félaga sínum seinnipart ársins í fyrra. Ron Dennis, keppn- isstjóri McLar- ens, sagði hins veg- ar að Coulthard væri með besta bílinn á brautun- um og hann yrði að spila úr því sem hann hefði, rétt eins og Hákkinen. Hreint borð í upphafi tímabiisins Eftir að báðir McLaren-bílamir biluðu í Ástr- alíu, eftir að Hákkinen hafði leitt keppnina ör- ugglega, en allt of stutt, fékk Coulthard annað tækifæri þegar röðin kom að Brasilíu. Coulthard sem er, eins og flestir vita, öku- maður númer tvö hjá McLaren, æfði mun meira en Hákkinen í vetur, bæði aksturinn og í íþróttasal. Hann stefndi ótrauður að markmiði sínu en eftir að hafa misst af besta rásstað í Melbourne í hendur félaga síns varð hann að ná góðum árangri í Brasilíu. Hann missti af Hákkinen með 0,147 sek. mun. Þá var að gera betur en Mika í rásmarkinu. En Coulthard drap á Mercedes Benz-vél sinni á því augnabliki sem allir hinir ökumennimir brunuðu af stað. Mika Hákkinen leiddi hópinn en lenti í vandræðum sem hann sigraðist þó á og endaði sem sigurvegari keppninnar. Þar með leiöir Mika Hákkinen annað árið í röð besta keppnisliðið í Formúlu 1 í dag, að margra mati. „Mjög vonsvikinn með engin stig“ „Ég er mjög vonsvikinn með að hafa ekki unnið mér inn nein stig eftir þessar tvær keppn- ir. Sérstaklega er ég óánægður þar sem stigin lágu á borðinu," segir Coulthard sem hefur þurft að hætta í báðum keppnunum hingað til vegna bilana. „Það er ekki til neins að vera að nöldra yfir þessu vélarbilunum. En þetta era vonbrigði, því er ekki hægt að leyna. Það verður oft að gefa eitthvað í staðinn fyrir hraðskreiðan bil.“ Michael Schumacher er hins vegar á þeirri skoðun að Coulthard verði töluvert meiri ógn en hann var á síðasta ári. „Hann keyrir mun ör- uggar og hraðar en á síðasta ári,“ segir Schumacher. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.