Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 31 DV Sport Fyrstu kynbótadómar sumarsins hefjast í Gunnarsholti á morgun, þriðjudag. Dæmdar verða hryssur fyrsta daginn ásamt ungfolum sem fara í byggingardóm en á miðviku- og fimmtudag verða dæmdir stóðhestar. Yfirlitssýning verður á fimmtudag eft- ir hádegi. Á laugardaginn verður hin hefðbundna sýning stóðhesta á vellir- um í Gunnarsholti og má búast við margmenni. Þó svo að margir hrossaeigendur ætli að fara varlega í sýningum þetta árið en setja á fulla ferð á næsta ári vegna landsmóts í Reykjavík eru aðr- ir sem ætla að láta reyna á nýjan landshrossaræktarráðunaut, Ágúst Sigurðsson. Oft hefur verið kurr meðal umsjónarmanna hrossa í Gunnarsholti eftir fyrsta dómsdag og nú bíða menn spenntir eftir því hvað gerist. Þórður Þor- geirsson hefur ávallt verið með tugi hrossa í kynbótasýningum á hverju ári. Hann er með 2/3 stóðhestastöðv- arinnar á leigu og mun sýna nokkra stóðhesta í Gunnarsholti. „Ég er mest með unga hesta nú, engan sex vetra hest eða eldri,“ segir Þórður. „Stóri munurinn á þessu ári og öðrum er að margir eldri hestanna, sem voru sýndir á landsmótinu á Mel- gerðismelum, eru ekki í þjálfun nú og menn leggja meiri áherslu á ungu hestana. Það er rosaleg spenna vegna nokkurra fjögurra vetra hesta frá því í fyrra, hesta sem voru sýndir á lands- mótinu og lofuðu góðu. Þar má nefna Hrafn frá Garðabæ, Ganta frá Hafnar- firði, Væng frá Auðsholtshjáleigu, Þór frá Prestsbakka, Keili frá Miðsitju og Dyn frá Hvammi. Ég er með tvo efni- lega Orrasyni og albróður Hams frá Þóroddsstöðum og vonast eftir góðri útkomu hjá þessum hestum. Annar Orrasonanna er Stæll frá Miðkoti, al- hliða hestur undan Elju frá Kirkjubæ, sem er sammæðra Rauðhettu frá Kirkjubæ en þær eru undan Brönu frá Kirkjubæ. Elja er móðir stóðhests- ins Demants frá Miðkoti. Þetta er hörkufoli og stefnir í að verða alvöru- hestur. Spennandi eintak. Dynur frá Hvammi er fimm vetra, undan Orra og Djásn frá Heiði. Ég geri mér mikl- ar vonir með Dyn. Þymir frá Þóroddsstöðum er al- bróðir Hams frá Þóroddsstöðum, und- an Galdri og Hlökk frá Laugarvatni. Hann er mjög efnilegur og athyglis- verður og ekki ósvipaður Hami í útliti. Nú verður smábreyting á sýningunum hjá okk- ur. Við höfum alltaf sýnt hægt tölt svo það hefur engin áhrif á sýninguna þó svo að sérstaklega verði gefið fyrir hægt tölt en fetið er óráðin gáta. Við fáum að fara sex ferðir fram og til baka og er ætlað að hægja niður á fet eftir þrjár ferðir á ákveðnum stað og ríða fet fyrir framan dómarana og taka hestinn af feti á annan gang,“ segir Þórður Þorgeirs- son. ■ Geysismenn klára vetrarmót Geysismenn heldu ný- lega þriðja og siðasta vetr- armót sitt. Rúmlega fjöru- tíu knapar mættu til leiks, þar af 13 börn. Hekla K. Kristinsdóttir sigraði í barnaflokki á Fána frá Hala en faðir hennar, Kristinn Guðna- son, keppti töluvert á Fána fyrir nokkrum árum. Katla Gísladóttir á Leirubakka var stigahæst í barnaflokki eftir þrjú vetrarmót. í unglinga- flokki sigraði Rakel Ró- bertsdóttir á Ferju frá Ási en hún varð einnig stiga- hæsti knapi eftir þrjú vetrarmót. Hermann Inga- son sigraði í flokki fullorð- inna á stóðhestinum Kveldútfi frá Kjarnholt- um. Sigurður Sigurðarson varð stigahæstur knapa í flokki fullorðinna á Grýlu frá Árbakka. Verðmesti stóðhestur landsins, Orri frá Þúfu, gisti á Stóð hestastöði n n i í Gunnarsholti við sæðisaftöppun. DV-mynd E.J. Stóðhestalandsliöiö gistir á stöðinni Stóðhestar að verðmæti milli 150 og 200 milljónir króna gistu í Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti í síðustu viku við sæðistökur. Það má segja að stóðhestalandsliðið hafi verið þar á ferðinni. Þar voru þeir feðgar Orri frá Þúfu og faðir hans, Otur frá' Sauðárkróki, Hrynjandi frá Hrepphólum, Óður frá Brún, Toppur frá Eyjólfsstöðum, Gustur frá Hóli, Sproti frá Hæli, Galsi frá Sauðárkróki, Tývar frá Kjartansstööum og Hamur frá Þóroddsstöðum. Auk þeirra komu nokkrir aðrir stóðhestar í lengri eða skemmri tíma. Aðstaða til sæðistöku er mjög góð og hefur verkið gengið vel. Sæðistaka eykur möguleika hryssueigenda á að fá folold undan þekktum stóðhestum því skammtarnir eru fluttir milli landshluta þó svo að hestamir dvelji heima í héraði. -EJ Þórður velur knapalandslið Þekktir knapar verða í sumar beðnir að velja sterkasta landslið íslands fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi fyrir hestasíðu DV. Valdir verða sjö knapar með hesta. Miðað er við þann lykil sem landsliðsnefnd hefur valið auk tveggja knapa að eigin vali. Þórður Þorgeirsson ríður á vaðið. Hann hefur valið eftirtalda knapa og hesta: Ásgeir S. Herbertsson með Farsæl frá Amarhóli, Hans F. Kjerúlf með Laufa frá Kollaleiru, Atla Guðmundsson með Orm frá Dallandi, Loga Laxdal með Gráblesu frá Efsta-Dal, Guðmund Einarsson með Ótta frá Miðhjáleigu, Olil Amble með Kjark frá Horni og Svein Ragnarsson með Reyk frá Hoftúnum. Allt eru þetta þekktir knapar og margir íslandsmeistarar. Hestamir eru ekki síður þekktir. -EJ Þórður Þorgeirsson velur Laufa frá Kollaleiru og Hans F. Kjerúlf í landsliðið sem keppir á heims- meistaramótinu í Þýskalandi. DV-myndir E.J. Kjarkur frá Egiis- staðabæ er einn þeirra stóðhesta sem hafa komið frá hrossaræktend- um á Austurlandi. Hann var sýndur á síðasta fjórðungs- móti í Stekkhólma. Knapi er Vignir Sig- geirsson. Keppt verður í öllu á Stekkhólma Þegar ákveðið var á landsþingi Landssambands hestamanna- félaga að halda landsmót annað hvert ár í stað landsmóts á fjög- urra ára fresti var gefinn sá möguleiki að hestamenn á Austur- landi og Vesturlandi héldu fiórðungsmót milli landsmóta. Hestamenn á Austurlandi ætla að nýta sér þennan möguleika í sumar og halda þriggja daga fiórðungsmót á Stekkhólma 2.-4. júlí. „Við verðum með allar keppnisgreinar á Stekkhólma," seg- ir Sigfús Þorsteinsson, formaður Freyfaxa. „Þama verða sýnd kynbótahross, gæðingar og svo verður opin töltkeppni. Freyfaxi og Hrossaræktarsamtök Austurlands standa að mótshaldi en mótið er opið öllum hestamönnum, frá Hornafirði norður í Vopnafiörð. Ef til vill verða sýndir afkvæmahópar og ræktunar- bú. Frá stærri hestamannafélögunum koma 6-7 gæðingar en 1-2 frá minni félögunum." -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.