Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
33
Sport
Blcmd í poka
Þessi
mynd var tekin fyrir nokkrum dögum
en þá voru þeir Hjörleifur Hilmarsson og Páll
Kári Pálsson að undirbúa bílinn fyrir átök sumarsíns.
Gaman verður að fylgjast með þeim félögum á þessum
öfluga bfl. DV-mynd ÁS
Og svona litur Mitsubishi-
bfllinn út fullskapaður fyrir
rall. Bíll þeirra Hjörleifs og
Páls Kára verður í mjög svip-
uðum dúr og þessi bíll.
Reuter
Styttist í að keppnistímabilið í ralli hefjist:
Hjörleifur og Páll á nýjum bíl í sumar
Keppnistímabil rallökumanna er
skammt undan. Fyrsta rali sumarsins
er á dagskrá í næsta mánuði og öku-
menn eru í óðaönn þessa dagana að
búa sig undir strangar keppnir sum-
arsins.
Hjörleifur Hilmarsson og Páll Kári
Pálsson verða með í baráttunni í sum-
ar og mæta til leiks á íiýjum bíl. Sá er
af gerðinni Mitsubishi Lancer.
í viðtali við Hjörleif, eiganda bílsins,
kom fram að fyrir utan veltibúrið er
hann algjörlega óbreyttur frá verk-
smiðju og er þannig flokkaður í grúppu
N. Bíllinn er einn af 5000 sérsmíðuðum
verksmiðjurallbílum sem Mitsubishi
þarf sannanlega að framleiða til að
geta keppt til heimsmeistara í rall-
akstri.
Sams konar bíl, en talsvert breyttum
og öflugri sem flokkast i grúppu A, aka
íslandsmeistararnir, þeir Páll Hall-
dórsson og Jóhannes Jóhannesson.
Hjörleifur hefur undanfama viku
verið að koma veltibúrinu, sem þarf að
vera af öflugustu gerð, fyrir í bílnum
og er það mikið verk. Hluta þurfti bíl-
inn í sundur að nokkru leyti en búrið
liggur t.d. í gegnum hvalbak og tengist
bæði fram- og afturfjöðrunartumum.
Það er soðið í með viðkomu hér og þar,
er með öflugum hliðarstífum og skapar
feiknastyrk. Er ekki laust við að það
minni mann á framskóga Amason og
sem slíkt á það vafalaust eftir að vekja
með áhöfninni öryggiskennd ekki síð-
ur en vel auglýst dömubindi.
Helstu styrktaraðilar þeirra Hjör-
leifs og Páls í sumar verða Hekla hf.,
Alpine (Nesradíó), STP Purolator
Autoglym Egr (Filtertækni), en áætlað
er að rekstrarkostnaður sumarsins
nemi allt að tveimur milljónum króna.
Bráðnandi málning og
brennandi olfa
Aðspurður um áætlaðan árangur í
sumar var Hjörleifur ekkert nema
hæverskan. Sagðist þurfa að læra á bíi-
inn í fyrstu keppni og fikra sig svo
áfram í ágætan árangur yfir sumarið.
Ég á bágt með að sjá mann eins og
Hjörleif með 20 ára rallreynslu aka
þessum 280 hestafla nýja bíl eins og
barnavagni í sumar. Ekki síst vegna
þess að hann hefur sennilega enga til
að keppa við í sínum flokki og þarf því
að snúa sér að öflugri keppinautum.
Hjörleifur er enginn nýliði, hefur hald-
ið sér við með keppni í Norðdekkflokki
síðasta ár.
Fyrir þrett-
án áram var
hann þekkt-
ur fyrir að
klára sér-
leiðir á
heimasmíð-
aðri 150
hestafla
Toyotu með
bráðnandi
málningu á
felgum og
sjóðandi
olíu í vélarpönnu. Páll Kári er eld-
skírður eftir samstarf við Steingrím
Ingason og unir sér því illa í göngu-
deild. Mín skoðun er að þessi ófiktaða
framleiðsla Mitsubishi ásamt áhöfn
verði erfið viðureignar í sumar. Það
verður hvatning að Mitsubishi er ekki
bara íslandsmeistari heldur líka
heimsmeistari í rallakstri.
-ÁS
Hreint ótrúlegur sigur
Franskir ökumenn, Phillippe Bugalski og aðstoðarökumaður hans, Jean Paul Charoni,
unnu hreint ótrúlegan sigur í katalónska rallinu á dögunum en keppnin gefur stig til
heimsmeistaratitils.
Það sem gerir sigur Frakkanna sérstakan er að þeir óku Citroén-bifreið sem einungis er
með drif á öðrum öxlinum.
Til þessa hafa fjórhjóladrifnir bOar einokað helstu rallkeppnir og langt er síðan að
Citroen-bíll hefur sigrað í svona stórri keppni.
Frakkarnir ánægðir á verðlaunapallinum.
Reuter
Þeir Asgeir Sigurðs
sott og Bragi Guómunds-
son munu sjá um að flytja
lesendum DV fréttir af ís-
lensku ralli í sumar. Þeir
félagar eru áhugamönn
um um réill að góðu kunn-
ir en þeir óku Metróbíl
sínum til íslands
meistaratitils ár
eftir ár.
Rúnar
Jónsson
og Jón E.
Ragn-
arsson
era að
reyna að
selja
Subaru-
rallbíl
sinn
þessa
dagana
erlendis.
Þeir feðgar
verða hins vegar
með í sumar, annaðhvort
á nýjum bíl eða gamla
Subarubílnum ef hann
selst ekki.
Akstursíþróttafélag
Suðurnesja, AÍFS, heldur
fyrsta rallmót sumarsins
14. og 15. maí. í viðtali við
Garðar Gunnarsson
keppnisstjóra kom fram að
nýtt fyrirkomulag er í
burðarliðnum varðandi
alla aksturíþróttaviðburði.
Samið var við ESSO, Bíla-
naust, Bílabúð Benna og
DV um fjármögnun keppn-
ishalds, tveir menn i einu
og hálfu starfi sjá um
skipulag. Stjórnstöð
keppnisstjórna verður sér-
búin rúta.
Talsverður urgur er í
eigendum rallbíla sem
búnir eru túrbínum.
Landssamband íslenskra
akstursíþrótta mun gera
kröfu um að í þær verði
settar löggiltar loftinn-
taksþrengingar og þær
innsiglaðar. Reglurnar
gilda a.m.k. í heims- og
Evrópumeistarakeppn-
um. Við þessa aðgerð
dregur úr afli og finnst
sumum aðgerðin ósann-
gjöm í keppni við gamla
túrbínulausa bíla.
Tillögur hafa verið
uppi um að breyta stiga-
gjöf til íslandsmeistara
enn einu sinni. í mörg ár
voru stigin þannig fyrir
fyrstu ^ögur sætin: 20,15,
12, 10. Síðar kom inn
regla þegar keppnum
fjölgaði úr 5 í 6 að telja að-
eins 5. Enn
síðar var al-
þjóðlegu
keppninni gef-
ið tvöfalt
vægi. Næst
var stigagjöf-
inni breytt í:
20,17,15,13 og
vægi alþjóð-
legu keppn-
innar minnk-
að í eitt og
hálffalt. Ekki
er ljóst hvort
reglurnar eru
breyttar fyrir
sumarið en til-
laga um að
hafa stigin:
10, 6, 5, 4, eins
og í Formúlu
1 og heims-
meist-
ararallkeppn-
um mun ekki
hafa hlotið
hljómgrunn.
-ÁS